Þjóðviljinn - 25.05.1988, Page 2

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Page 2
FRETTIR Öryrkjar Skatta og tolla burt! Skattkerfisbreytingarnar koma illa niður á öryrkjum. Krefjast niðurfellingar tolla og skatta á hjálpartœki. Ósvífin árás á kjörfatlaðra Leikhús Hátíðí Helsinki Um helgina hófst Norræn leiklistarhátíð í Helsinki, Finn- landi, og eru þar mættir fulltrúar allra Norðurlandanna. Auk ljósmyndasýningar, námskeiða, fundarhalda og um- ræðna um leikhús eru á hátíðinni gestaleikir frá Norðurlöndum, þar á meðal fulltrúar Færeyinga, Grænlendinga og Sama. Fulltrúar íslands sýna Dag vonar eftir Birgi Sigurðsson og Bflaverkstæði Badda eftir Ólaf Flauk Símonarson á hátíðinni, auk þess sem að í dag sjá þeir um svokallaðan íslenskan þemadag, þar sem íslenskt leikhúslíf er væntanlega til umræðu. Leiklistarhátíðinni lýkur sunn- udaginn 29. maí. LG Kjör öryrkja eru svo viðkvæm að minnstu sveiflur á fjár- hagnum koma illilega niður á þeim, sagði Helgi Seljan, fram- kvæmdastjóri Öryrkjabanda- lagsins, að loknum kynningar- fundi sem Öryrkjabandalag Is- lands átti með blaðamönnum í gær. Tilefnið var ályktun stjórn- ar bandalagsins sem send var til allra ráðherra í ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar. I ályktuninni, sem Arnþór Helgason, formaður Öí, skrifar undir, er ríkisstjórnin hvött til að atnema tolla og söluskatt af hjálpartækjum fatlaðra og styrkj- um til bifreiðakaupa. Einnegin er bent á að nokkrar tegundir heyrnartækja, viðvörunar- og ör- yggisbúnaðar fyrir heyrnarlausa og segulbandstæki sem sjón- skertir nota séu í 30% tollflokki og þess krafist að þeir tollar verði felldir niður. f ályktuninni segir, meðal ann- ars, vegna skattlagningar styrkja til bifreiðakaupa; „Hér er um ósvífna árás á kjör fatlaðra að ræða. Endurgreiðslur á skattin- um koma að litlum notum þar sem flestir þeirra sem njóta þess- ara styrkja eru lágtekjufólk sem getur ekki veitt sér þann munað að bíða eftir endurgreiðslu ríkis- sjóðs“. Húsnæðisvandi fatlaðra er áberandi og eru flestar heim- sóknir á skrifstofu Öí vegna húsnæðisskorts. - Það er ekki það að öryrkjum bjóðist ekki húsnæði til kaups, heldur er vandinn sá að það hefur ekki efni á húsnæðinu sem býðst á hinum grimma húsnæðismarkaði, sagði Helgi Seljan. Hann telur það grundvallarskilyrði að öryrkjar sitji ekki við lakara borð en þeir gerðu fyrir skattkerfisbreyting- una. Annað væri ósvinna. - Almennt launafólk getur hugsanlega unnið meir ef það þarf að mæta auknum útgjöldum en öryrkjar hafa ekki þann mögu- leika upp á að hlaupa, sagði Helgi ennfremur. Tekjur öryrkja væru lágar og þeir ættu þess engan kost að drýgja þær. 30 þúsund krónur á mánuði væri með því hæsta sem öryrkjar hefðu og það væri sann- arlega ekki hlaupið að því að lifa af þeim launum. -tt Nikolaj Pavlovits Kúdrjavtsjev, fyrsti aðstoðarsjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna og stjórnarformaður félagsins Sovétríkin-Ísland. Ljósm. Sig. Sovéskur ráðherra „Fiskkaup aldrei meiri en í ár“ Sovétmenn hafa fest kaup á fískvinnsluvélum af íslensku fyrirtæki, Kvikk s.f., og samn- ingaviðræður þeirra og annars ís- lensks fyrirtækis, Trausts h.f., eru komnar á rekspöl. Kvikk framleiðir vélar til vinnslu þorsk- hausa en Traust tæki til skelfísks- nýtingar. Þetta kom fram í máli Nikolajs Pavlovits Kúdrjavtsjevs, fyrsta aðstoðarsj á varút vegsráðherra Sovétríkjanna og stjórnarfor- manns félagsins Sovétríkin ís- land. Hann er staddur hérlendis um þessar mundir og gaf sér tíma til þess að ræða við blaðamenn á dögunum. Að sögn Kúdrjavtsjevs eru nú liðin 35 ár frá því Sovétmenn og íslendingar hófu viðskipti að ein- hverju marki. Hefðu þau aukist jafnt og þétt og ná hámarki í ár er Sovétmenn kaupa 30 þúsund lest- ir af sjávarafurðum að verðmæti 46,2miljónir bandaríkjadala. Þar af kaupa þeir síld fyrir 16,5 milj- ónir og niðursuðuvörur fyrir 6 miljónir dala. Kúdrjavtsjev kvað sovéska neytendur harla ánægða með íslenskt fiskmeti og væri það eftirsótt eystra. Engin rányrkja hjá oss Ráðherrann greindi frá því að skipverjar um borð í sovéskum togurum og bátum fengju greitt eftir aflamagni og gæðum fisks- ins. Þá var hann spurður að því hvort slíkt bónuskerfi leiddi ekki til rányrkju og ofveiði. Og hverju hann vildi svara aðdróttunum um að Sovétmenn veiddu meira en góðu hófu gegndi, bæði í eigin fiskveiðilögsögu og eins víða á heimsins höfum, svo sem undan ströndum Afríku. Kúdrjavtsjev kom af fjöllum ofan. „Engin rányrkja hjá oss!“ Sovétmenn ættu sannanlega engra hagsmuna að gæta við það að höfin tæmdust. Þegar gerðar væru áætlanir um veiði væri ein- att farið að fyrirmælum sérfræð- inga um hvaðeina. Á vegum sjáv- arútvegsráðuneytisins störfuðu 23 vísindastofnanir og við þær 16 þúsund vísindamenn. Um 500 skip legðu stund á hafrannsóknir. Alls væri 120 miljónum rúblna varið til hafrannsókna á ári hverju. Um hvalveiðar sérstaklega sagði Kúdrjavtsjev að Sovét- menn veiddu ekki hvali, hvorki í ábataskyni né til neyslu. Á þessu væri að vísu ein undantakning. Við Beringssund byggi þjóð- flokkur, Sjúkútar, sem um aldir hefði haft lífsviðurværi sitt af veiði og vinnslu hvala. Þeir fengju að veiða um 100 dýr á ári hverju. Ópólitísk vináttufélög Einsog að ofan getur er Kú- drjavtsjev stjórnarformaður fé- lagsins Sovétríkin-Ísland. Hann sagðist hafa ánægju af þessu starfi í félagi sem stuðlaði að „aukinni þekkingu og eyðingu fordóma“ í skiptum þjóðanna tveggja. Ein- stakir félagar væru nokkur þús- und talsins en væru fyrirtæki talin með (og þá væntanlega allir starfsmenn þeirra) væru félagar sennilega um 45 þúsund. Stjórn- arformaðurinn tók ennfremur fram að félagið væri ópólitískt og héldi 17da júní hátíðlegan ár hvert. -ks. Ráðhúsmálið Athugasemd frá ríkislögmanni Sykurmolarnir Fresta för tilUSA Vandamál vegna atvinnuleyfa. Hljómsveitin Sykurmolarnir varð að fresta tónieikaför sinni um Bandaríkin vegna þess að hljómsveitarmeðlimirnir fengu ekki atvinnuleyfí þar í landi. Ekki er Ijóst hvort umsókn þeirra um það hafi verið hafnað eða hvort formgallar voru á henni. Sykurmolarnir hafa nú lokið velheppnaðri tónleikaför sinni um Bretland. Þar léku þau hvar- vetna fyrir fullu húsi og komust færri að en vildu. Hljómsveitin mun dvelja um sinn í London við upptökur á nýjum lögum en at- huga á með Bandaríkjaförina seinna í sumar. Nýjasta plata Sykurmolanna, Life‘s too good hefur selst mjög vel frá því að hún kom út en hún er nú í 37. sæti yfir söluhæstu plötur í Bretlandi og er salan á henni nú komin í tæp 100.000 ein- tök. Reiknað er með að platan seljist í um 3-400.000 eintökum í Evrópu. _FRI í laugardagsblaði Þjóðviljans hinn 21. maí sl. er að finna grein á 3. síðu undir fyrirsögninni: Ráðhús - ríkislögmaður blekkt- ur. Inngangur að fréttinni er reyndar á sjálfri forsíðu blaðsins. Hér hefur það gerst sem stund- um endranær, að lítið tilefni veld- ur miklum uppslætti. Kjarni þessa sérkennilega máls er ein- faldur: Þegar álitsgerð um Kvos- arskipulag var til umfjöllunar hjá embætti ríkislögmanns á sl. vetri var leitað upplýsinga hjá Hjör- leifi B. Kvaran, forstöðumanni lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkurborgar um stærð byggingarreits væntanlegs ráð- húss. Þá var að sjálfsögðu átt við byggingarreit, sem markaður var á kynningaruppdrátt og sem nú lá fyrir ráðherra til staðfestingar. Greið svör fengust við þessari fyrirspurn, svo og öðrum, sem upp voru bornar við Hjörleif B. Kvaran. Það sem hér er lýst er nákvæm- lega það, sem gerðist í málinu. Svo einfalt er það. Ekki var um það spurt, hvort eldri lóðir á svæðinu hefðu verið sameinaðar með formlegri samþykkt bygg- inganefndar. Þess gerðist heldur ekki þörf. Ákvæði í bygginga- reglugerð, sem vísað er til í frétt blaðsins, snýr ekki að staðfest- ingu skipulags, sem var til um- fjöllunar á þessum tíma. Það ákvæði snýr að framkvæmd bygg- ingarlöggjafar á síðari stigum, þar sem kveðið er á um að á- kvarðanir bygginganefnda um breytingar á lóðamörkum skuli vera í samræmi viði skipulag. Svo sem fram kemur í álitsgerð embættis ríkislögmanns frá sl. vetri var spurst fyrir um stærð ráðhúslóðar í tengslum við þaö, hvort byggingamagn væntanlegs ráðhúss rúmaðist innan heimil- aðs nýtingarhlutfalls. Síðari stækkun lóðarinnar kom að sjálf- sögðu ekki inn í þá athugun. Það verður að teljast tilefnis- lítið að áfellast embættismann Reykjavíkurborgar fyrir að afla ekki upplýsinga, sem ekki var beðið um. Á slíkum grundvelli hlýtur hér sem og almennt að telj- ast hæpið að finna að störfum manna. Sýnu verri er þó sú fram- setning blaðamanns Þjóðviljans, að hér hafi nánast verið um vísvit- andi blekkingar að ræða. Hætt er við, að hér hafi hugtakið blekk- ing fengið alveg nýtt innihald. Með vísan til þess að Þjóðvilj- inn telur sig til hinna vandaðri fréttamiðla er þess óskað, að þessar athugasemdir verði birtar á sama stað í blaðinu (bls. 3) og sú „frétt", sem er tilefni athuga- semdanna. Reykjavík 24. maí 1988 Virðingarfyllst, Gunnlaugur Claessen rQrislögmaður Athugasemd Þjóðviljans í ofanrituðu bréfi ríkislög- manns til Þjóðviljans er í engu gerðar athugasemdir við það sem eftir honum er haft í umræddri frétt um byggingareit ráðhússins, heldur eingöngu framsetningu fréttarinnar. Þjóðviljinn stendur á þeirri frétt að upplýsingar sem borgar- yfirvöldum bar að gefa ríkislög- manni var ekki komið á framfæri og skiptir þá engu hvort lögmað- ur hafi sérstaklega eftir þeim leitað eða ekki. Ísland/Sovétríkin Mjór er mikil vísir Sovétmenn kaupafisk- vinnsluvélar afKvikk og Trausti Einsog fram kom i máli Nikol- ajs Pavlovits Kúdrjavtsjevs, fyrsta aðstoðarsjávarútvegsráð- herra Sovétríkjanna, hafa Sovét- menn keypt íslenskar fískvinnslu- vélar og hyggjast kaupa fleiri. Ráðherrann nefndi tvö fyrirtæki til sögunnar, Kvikk s.f. og Traust h.f., og slógum við á þráðinn til forráðamanna beggja. Að sögn Bjarna Elíassonar hjá Kvikk s.f. þá hafa Sovétmenn keypt tvær vélar til vinnslu þorsk- hausa af fyrirtækinu. Eftir nokk- urt stímabrak tókust samningar og kosta tækin um 4 miljónir króna. Trausti Eiríksson hjá Trausti h.f. kvað samning fyrirtækisins og Sovétmanna vera í burðarliðn- um. Fyrirtækið myndi endur- byggja verksmiðjuskip að hluta og búa tækjum til skelfisksvinns- lu ef samningar tækjust en allt benti til þess að svo yrði. _kS> Ritstj. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 25. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.