Þjóðviljinn - 25.05.1988, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 25.05.1988, Qupperneq 10
1. deild Heppnir Skagamenn Völsungur var allan tímann ísókn en tapaðisamt2-l Það ætiar ekki að byrja vel keppnistímabilið hjá Húsvíking- unum þegar liðið fékk Akurnes- inga í heimsókn um helgina. Gegn Skagamönnum voru þeir mestall- an tímann í sókn en gestirnir náðu skyndsóknum og nýttu færin að- eins betur. Heimamenn áttu mun meira af færum og Aðalsteinn Aðalsteins- son átti skot í slá en það voru samt gestirnir sem gerðu fyrsta mark- ið. Haraldur Ingólfsson komst uppí hornið og gaf fyrir þar sem Aðalsteinn Víglundsson skoraði örugglega 0-1 þegar hálf mínúta var til leikhlés. Akurnesingar héldu til í vörn- inni í síðari hálfleik en tóku skyndisóknir. Það bar góðan ár- angur því á 50. mínútu fékk Aðal- steinn Víglundsson sendingu inní teig úr einni slíkri og skoraði af öryggi 0-2. Völsungar sóttu án afláts eftir seinni markið og undir lok leiksins minnkaði Sveinn Freysson muninn með þrumu- skoti utan vítateigs í 1-2. -ste Völsungur-ÍA 1-2 (0-1) 44. Aðalsteinn Víglundsson........0-1 50. Aðalsteinn Víglundsson........0-2 85. Sveinn Freysson...............1-2 Lið Völsungs: Haraldur Hinriksson, Helgi Helgason, Eiríkur Björgvinsson (Sveinn Freysson 55.), Skarphéðinn (varsson, Theodór Jóhannsson, Björn Olgeirsson, Guðmundur Þ. Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson.Kristján Olgeirsson (Sigurð- ur lllugason 77.), Stefán Viðarsson, Aðal- steinn Aðalsteinsson. Lið ÍA: Ólafur Gottskálksson, Heimir Guð- mundsson, Hafliði Guðjónsson, Sigurður B. Jónsson, Mark Duffield, Karl Þórðarson, Ólafur Þórðarson, Guðbjörn Tryggvason (Alexander Högnason 50.), Haraldur Hinr- iksson, Haraldur Ingólfsson, Aðalsteinn Víglundsson (Sigurður Már Harðarson 85.). Spjöld: Skagamennirnir Mark Duffield og Hafliði Guðjónsson gul spjöld. Dómari: Bragi Bergman Maður feiksins: Haraldur Ingólfsson (A Staðan Fram............ 2 2 0 0 2-0 6 KR.............. 2 1 10 5-3 4 lA.............. 2 110 2-14 KA.............. 1 10 0 1-03 (BK............. 2 10 14-43 Leiftur......... 2 0 2 0 0-0 2 Víkingur.........2 0 112-31 Valur........... 2 0 110-11 Þór............. 10 0 10-10 Völsungur.......2 0 0 2 2-5 0 Vinningstölurnar 21. maí 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.874.574,- 1. vinningur var kr. 2.439.810,- og skiptist hann á milli 2ja vinnings- hafa, kr. 1.219.905,- á mann. 2. vinningur var kr. 730.380.- og skiptist hann á 210 vinningshafa, kr. 3.478,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.704.384,- og skiptist á 6.336 vinningshafa, sem fá 269 krónur hver. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Boltinn líklega á leiö hátt upp í loftiö I leik Víkings og KA um helgina. l.deild Rislrtill fótbolti í rokinu KA vann Víking á gervigrasinu 1-0 Það var ekki mikill 1. deildar- bragur yfir leiknum þegar Vík- ingarnir tóku á móti KA á gervi- asinu á laugardaginn. Veðrið var ekki með betra móti en það er lítil afsökun fyrir slökum gæðum knattspyrnunnar sem leikin var. Mikið um háspyrnur og rangar sendingar þó að inni á milli kæmu sæmilegir kaflar. Atli Helgason Víkingur átti fyrsta skotið á 7. mínútu en það fór framhjá og það var ekki fyrr en á 24. mínútu sem næsta góða færi kom og úr því kom mark. KA fékk hornspyrnu og boltinn kom fyrir Víkingsmarkið, fór framhjá Guðmundi Hreiðars- syni, í Valgeir Barðason og inní markið. Nálægir sögðu að Guðm- undi hefði verið haldið. Valgeir fékk annað tækifæri 5 mínútum síðar þegar hann fékk háan bolta fyrir markið og ætlaði að skalla yfir Guðmund í Víkingsmarkinu en sá náði að slá boltann frá. Enn fengu Akureyringar tækifæri nokkrum mínútum síðar er Gauti Laxdal komst uppí hornið og gaf fyrir en samherji hans skallaði rétt yfir. Á 44. mínútu fékk Valg- eir enn færi eftir mistök mar- kvarðar Víkings en varnarmenn- irnir náðu að bjarga. Víkingar voru meira í sókn en Akureyring- arnir en náðu ekki að skapa sér góð markatækifæri. Fyrsta færið í síðari hálfleik átti Andri á 18. mínútu þegar hann skaut utan vítateigs en Haukur í KA-markinu átti ekki í miklum vandræðum með laust skotið. Fjórum mínútu síðar fékk Bjarni Jónsson góða sendingu frá Valg- eiri Barðasyni en tókst ekki að skora. Næsta færi kom á 85. mín- útu er Gauti náði boltanum af Einari Einarssyni og gaf fyrir markið. Guðmundur Hreiðars- son markmaður hélt ekki boltan- um og eftir darraðardans við markið tókst Víkingum að hreinsa frá. Víkingar voru meira í sókn í leiknum en gekk illa að komast í gegnum KA- vörnina. Aftur á móti náðu Akureyringarnir hættulegum skyndisóknum og góðum færum. Atli Einarsson var frískastur Víkinga en þurfti að eiga við Erling Kristjánsson sem var sannkallaður klettur í vörn KA. Valgeir Barðason var einnig Víkingum hættulegur. Lárus Guðmundsson spilaði ekki með Víkingum því honum mun vera illt í hnénu. -ste Víkingur-KA 0-1 (0-1) 24.mín Valgeir Barðason...0-1 Lið Vikings: Guðmundur Hreiðarsson, Jóhann Þorvarðarson, Atli Helgason, Gunnar Örn Gunnarsson, Jón Oddsson, Ólafur Ólafsson (35. Björn Bjartmarz), Trausti Ómarsson, Atli Éinarsson, Andri Marteinsson, Hlynur Stefánsson (75. Guð- mundur Pálsson), Einar Einarsson. Lið KA: Haukur Bragason, Stefán Ólafs- son, Gauti Laxdal, Jón Kristjánsson (60. Arnar Freyr Jónsson), Erlingur Kristjáns- son, Þorvaldur Örlygsson, Bjarni Jónsson, Valgeir Barðason (82. Ágúst Sigurðsson), örn Arnarsson, Anton Karl Gregory, Arnar Bjarnason. Spjöld: KA-mennirnir Stefán Ólafsson og Þorvaldur Örlygsson gult. Dómari: Magnús Jónatansson. Maður leiksins: Atli Einarsson Víkingi y 1. deild A elleftu stundu Fram vann Þór sanngjarnt 1 -0 við lélegar aðstœður á Akureyri og var markið skorað á 86. mínútu Það var ekki félegt þegar Þór fékk Fram í heimsókn um helg- ina. Mikill sunnanvindur var á malarvellinum og á tíðum gekk moldrok yfir leikmenn sem áttu í mesta basli við að hemja boltann. Gestirnir léku undan vindi í fyrri hálfleik og voru mun meira með boltann en gekk illa að spila honum. Birkir snerti boltann fyrst á 12. mínútu sem segir sína sögu. Fyrsta hættulega færið var þó á vallarhelmingi Fram þegar Jón Sveinsson ætlaði að senda boltann en Halldór Áskelsson komst inní sendinguna og þrum- aði að markinu en Birkir varði. Við þetta komu heimamenn mun meira inn í leikinn en næsta færi átti Pétur Ormslev. Það var á 24. mínútu að hann tók aukaspyrnu rétt utan vítateigs Þórs og skaut yfir varnarvegginn en Baldvin varði vel. Enn áttu Frammarar færi þegar Ormarr gaf fyrir mark- ið en Pétur Ormslev skallaði yfir á markteig. Á 38. mínútu skaut Jónas Róbertsson að marki Fram og boltinn virtist ætla langt fram- hjá en missti skyndilega flugið í vindinum og fór rétt framhjá markinu. Á 56. mínútu gerðu Frammar- ar enn varnarmistök þegar Þor- steinn Þorsteinsson ætlaði að gefa boltann á Birki markvörð og Hlynur komst inná milli en missti boltann ívindinum. Fjórum mín- útum síðar gaf Kristinn boltann á Pétur Ormslev sem skaut við- stöðulaust inní markteignum en Baldvin varði glæsilega. Arnljót- ur komst í færi á 74. mínútu en Birgir Skúlason náði að setja fót- inn fyrir boltann á síðustu stundu. Það var svo ekki fyrr en 4 mínútur voru til leiksloka að Fram náði að skora. Birgir Skúla- son ætlaði að gefa á Baldvin mar- kvörð en Ormarr komst inní sendinguna, náði að leggja bolt- ann fyrir sig á meðan Baldvin kom á móti honum, og skorði ör- ugglega 0-1. Þetta verður að teljast sann- gjarn sigur því Framarar náðu mun meira spili en Þórsarar og áttu meira af færum. -kh/ste Þór-Fram 0-1 (0-0) 86.örmarrÖrlygsson Fram..........0-1 LI6 Þórs: Baldvin Guömundsson, Júlíus Tryggvason, Birgir Skúlason, Nói Björns- son, Einar Arason, Valdimar Pálsson, Jón- as Róbertsson, Guömundur Valur Sig- urðsson, Siguróli Kristjánsson, Hlynur Birgisson, Halldór Áskelsson. Llð Fram: Birkir Kristinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Sveinsson, Pétur Ormslev, Viöar Þorkelsson, Kristinn Jóns- son, Pétur Arnjjórsson, Guðmundur Steinsson, Steinn Guðjónsson, Arnljótur Davíösson, Ormarr örlygsson. Spjald: Nói Björnsson Þór gult. Dómari: Friögeir Hallgrímsson ágætur Maður leiksins: Ormarr Örlygsson Fram. -kh/ste Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 10 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 25. maí 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.