Þjóðviljinn - 27.05.1988, Side 5
VIÐHORF
Gísli Sigurðsson er verkamað-
ur í frystihúsi í Vestmannaeyjum.
Eins og aðrir íslenskir verka-
menn sem vinna á þessum stað er
honum skylt lögum samkvæmt að
búa í einum af karlaíbúðum
Vestmannaeyja. Kona hans og
börn mega ekki búa hjá honum
eða heimsækja hann í verbúðirn-
ar. Reyndar geta börn Gísla ekki
heldur búið hjá mömmu sinni.
Ásdís kona Gísla er þjónustu-
stúlka á hóteli í Höfn í Horna-
firði. Hún býr í þröngum og hrör-
legum húsakynnum bak við hót-
elið: Lögin meina henni að hafa
börn sín hjá sér á landareign at-
vinnurekandans og maður henn-
ar má ekki heimsækja hana þang-
að.
Móðir Ásdísar og atvinnulaus
systir hennar gæta barnanna. Þær
búa í V-Barðastrandarsýslu en
það er svæði sem íslensk
stjórnvöld hafa ákveðið að skuli
vera þeirra heimahérað. Foreldr-
ar barnanna geta aðeins verið hjá
þeim fáeinar vikur á ári og þó
ekki kæmu til lögin sem banna
það myndi hið lága kaup og há
fargjöld torvelda tíðari heim-
sóknir.
Bjarni Ólafsson er borinn og
barnfæddur í Reykjavík. Þar býr
hann og vinnur enn. En veikist
hann eða fái ekki endurnýjun á
atvinnusamningi sínum verður
hann sendur til Raufarhafnar.
Staður sem hann hefur aldrei
komið á. Samkvæmt stefnu
stjórnvalda um aðskilnað fólks
eftir kynkvísl, þjóðerni og kyn-
þætti dæmist þetta vera land-
svæði kynkvíslar hans.
Er þér sama?
Kristinn H. Einarsson skrifar
Bæði Raufarhöfn og V-
Barðastrandarsýsla eru fátæk
svæði þar sem heilsugæslu, skóla-
haldi og húsnæði er mjög ábóta-
vant. Atvinnuleysi er einnig
mikið, eigi að síður verða allir
atvinnuleysingjar að vera um
kyrrt á sínu svæði þar sem enga
vinnu er að fá þar til þeir komast á
stjórnkerfi s-afrískra stjórnvalda
vinnur að því kerfisbundið að
sundra fjölskyldum og skipar
fólki að búa á svæðum sem illa
eru fallin til búsetu eða fólk hefur
aldrei áður komið til. En þetta er
í raun einungis hluti kúgunarinn-
ar sem minnihlutastjórn hvítra
beitir 85% s-afrísku þjóðarinnar,
samtímasögu okkar. Eitt dæmi
eru Soweto-morðin 16. júní 1076.
Þann dag skaut s-afríski herinn
og lögregla 700 börn og ung-
menni til bana, flest öll voru þau
skotin í bakið á flótta. Hver
skyldi glæpur þessara ungmenna
hafa verið? Jú, þau voru að mót-
mæla því að kennsla skyldi fara
„Erum við með þögn okkar tilbúin til að
umbera s-afrísk stjórnvöld ogþau ógn-
arverk sem þau eru ábyrgfyrir gegn
s-afrískum blökkumönnum?“
samning annars staðar á íslandi
og fá vegabréf sem heimilar þeim
að fara þangað.
Hljómar þetta allt einkenni-
lega, fráleitt, ferlegt, óraunveru-
legt? Já, reyndar. Á íslandi-
neyða engin lög fólk til að búa
hvert á sínum stað, svipta börn
foreldrum sínum eða gera fólki
að búa á svæðum fyrir tilteknar
kynkvíslar sem stjórnvöld á-
kveða. Eða aðstæður að öðru
leyti svipaðar og lýst var hér að
ofan. En í S-Afríku er þetta blák-
aldur raunveruleiki. Apartheid
s-afríska blökkumenn. Það þarf
kannski ekki að nefna það að
blökkumenn hafa ekki kosninga-
rétt.
Þau ofbeldisverk sem S-
Afríkustjórn er ábyrg fyrir, í því
skyni að halda völdum, eru með
þeim hætti að S-Afríka á engan
rétt til að gera tilkall til að teljast í
samfélagi meðal siðmenntaðra
þjóða. Miskunnarlaust ofbeldi
þar sem öll andstaða gegn AP-
ARTHEID er barin niður af vel
vopnumbúnum her og lögreglu,
eiga sér enga hliðstæðu í
fram á máli Búa, Afrikaans, sem
fyrir þeim var erlent tungumál.
Nú upp á síðkastið hafa síðan ver-
ið að berast fregnir af fangelsun-
um og pyntingum á s-afrískum
börnum, blökkumönnum.
Myndi okkur finnast réttlátt
hlutskipti þeirra Gísla, Ásdísar
og fjölskyldu þeirra eða Bjarna
Olafssonar sem getið var hér að
framan?
Finnst okkur eitthvað réttlæta
morð, pyntingar eða fangelsanir
á börnum?
Finnst okkur eitthvað réttlæta
þá stefnu s-afrískra stjórnvalda
að neita 85% s-afrísku þjóðarinn-
ar um lágmarks mannréttindi?
Erum við með þögn okkar til-
búin til að umbera s-afrísk
stjórnvöld óg þau ógnarverk sem
þau eru ábyrg fyrir gegn s-
afrískum blökkumönnum?
Finnst okkur rétt að morð á 700
börnum og ungmennum á einum
og sama deginum falli í
gleymsku? Það eru bara 12 ár síð-
an nú í sumar.
Næstkomandi laugardag verða
í Gerðubergi stofnuð Suður-
Afríku samtökin - gegn Apart-
heid og hefst stofnfundurinn kl. 2
(14.00). Öllum þeim spurningum
sem voru settar fram hér að fram-
an munu þessi samtök svara
neitandi. Markmið „Suður-
Afríku samtakanna - gegn Ap-
artheid“ verður að kynna fyrir
öllum almenningi stöðu mála í
Suður-Afríku og styðja Afríska
þjóðarráðið (ANC) í baráttunni
gegn Apartheid.
Allir þeir sem vilja leggja þessu
máli og þessari baráttu lið ættu að
mæta í Gerðuberg laugardaginn
kl. 2.00 þann 28. maí. Með því að
fjölmenna á stofnfund Suður-
Áfríku samtakanna - gegn Apart-
heid sýnum við afstöðu okkar til
Apartheid og s-afrískra stjórn-
valda í verki.
Þinn stuðningur skiptir máli.
Kristinn er í undirbúningsnefnd að
stofnun S-Afríku samtakanna.
VIÐHORF
Um Óðal og Glerbrot Sjónvarpsins
Sjónvarpið þessa rigningar-
sömu hvítasunnuhelgi var þrung-
ið tveimur verkum íslenskra höf-
unda, Óðali feðranna eftir Hrafn
Gunnlaugsson og Glerbroti, sem
Kristín Jóhannesdóttir gerði eftir
leikriti Matthíasar Johannessens,
Fjaðrafoki. Það fyrsta sem manni
flaug í hug var að þetta væri helgi
dekurbarna íhaldsins á lista-
braut, en Iíklega er óréttlátt að
kenna Matthíasi um glerbrot
Kristínar.
Hinn voldugi dagskrárstjóri
Sjónvarpsins, Hrafn Gunnlaugs-
son, valdi auðvitað gott kvöld
fyrir endurtekningu á þessari bíó-
mynd sinni. En ekki nóg með
það. Hann hafði grafið upp
sveinstaula nokkurn með virð-
ingu í gagnrýnendastétt til að lesa
fyrir sig spurningar, til að draga
enn fram mikilleik sinn, þessa
heimsfræga kvikmyndaleik-
stjóra, og hélt maður nú að þar
væri ekki á bætandi. en auðvitað
er alltaf mikilvægt að heyra
hvernig vitund mikilmennanna
hefur mótast af umhverfinu.
Maður lifir alltaf í þessari von
sjálfur, og vill vita hvernig
draumarnir gætu ræst. Sérstak-
lega var þó mikilvægt að fá að vita
það fyrirfram hvað myndin
þýddi. Enda kom það í ljós þegar
myndin loksins birtist að það
hefði verið útilokað að skilja
hana nema með því að heyra
þessar útskýringar höfundarins.
Ragnar Stefánsson skrifar
Myndin útskýrir hvers vegna
menn verða eftir í sveitinni, sem
hin kristaltæru markaðslögmál
Þorsteins Pálssonar og félaga,
hafa löngu gert óþarfa. Það er
auðvitað vegna hugleysis,
haldi fyrir þeirri massífu ill-
mennsku sem einkennir allar aðr-
ar söguhetjur myndarinnar.
Höfundur myndarinnar álítur
sjálfan sig vera Stefán góða,
nema að því leyti að Hrafn slapp
illmennsku mannanna og svo
auðvitað vegna kaupfélagsins.
í myndinni eru mörg listræn til-
þrif, sem ég hirði ekki að nefna
öll. Þó var senan með manninum
sem pissaði við rútuna mjög á-
„Það er auðvitað alveg óþarfi að vera að
rœða um þessiflóknu vandamál öll, eða
um vanmátt manneskjunnar til að leysa
mannlegan vanda. Nei, þetta er einfalt
mál: Niður með lessurnar, niður með
vondafólkið...“
heimsku og fáfræði, ekki síst
kvennanna. Fyrir utan þessa
eiginleika skiptir illmennskan
auðvitað miklu máli líka í þessu
sambandi. Allir þeir aðilar, sem
þessa bíómynd prýða eru sam-
settir úr þessum þáttum að meira
eða minna leyti, nema Stefán
greyið þessi undurgóða sögu-
hetja, sem verður að lúta í lægra
og er nú heimsfrægur orðinn, sem
Stefán hefði auðvitað líka getað
orðið ef hann hefði sloppið. Mað-
ur gat næstum séð Hrafn Gunn-
laugsson tárast yfir manngæsku
og illum örlögum þessa tvífara
síns.
En svona er hún nú þjóðfélags-
mynd íhaldsins, hið illa er vegna
hrifamikil, atriði sem naut sín
sérstaklega vel af því Hrafn var
búinn að útskýra það svo vel í
viðtalinu á undan. Geldingin á
folanum kom efni myndarinnar
ekki við, en féll mjög vel inn í þá
kvikmyndagerðarformúlu, sem
Hrafn lærði á sínum tíma, enda
fékk hann fyrir verðlaunastjörnu
frá Svíum, eins og fram kom svo
vel f viðtalinu. Þvílíkir stjörnu-
glópar.
Glerbrot sem líka var sýnt um
helgina er fallegt krúsidúlluverk
álíka litað af íhaldspólitík og
Óðalið. Pólitíkin er mér hug-
leiknust, og reyndar átti ég erfitt
með að bera myndina ekki saman
við Bjargsmálið svokallað, sem
var frumhvatinn að þessari
mynd. En með Bjargsmálinu
fylgdist ég rækilega og margir les-
endur munu minnast þess.
Glerbrot er álíka lágkúruleg í
pólitískri umfjöllun sinni og
Óðalið. Allar manneskjurnar eru
voðalega vondar nema sjálfur
Theófílus, sem er svo góður að
hann gæti verið ritstjóri Morgun-
blaðsins. Stjórnendur stúlkna-
heimilisins eru þar í ofanálag
lesbískar, sem er það versta af
öllu vondu. Þrátt fyrir allt þetta
illþýði er þó stofnunin verst, og
svo náttúrulega hið opinbera.
Það er auðvitað alveg óþarfi að
vera að ræða um þessi flóknu
vandamál öll, eða um vanmátt
manneskjunnar til að leysa
mannlegan vanda. Nei, þetta er
einfalt mál: Niður með lessurnar,
niður með vonda fólkið, niður
með Félagsmálastofnun, niður-
skurð á öllum sviðum. Amen.
Ragnar er jarðskjálftafræ&ingur
og sjónvarpsáhorfandi í Reykja-
vík.
Föstudagur 27. maí 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5