Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 7. júní 1988 127. tbl. 53. órgangur England Uppreisn í fangelsi í gær logaöi fangelsi eitt í smá- borginni Millom,100 km fyrir norðan London, í óeirðum. Um eitt hundrað fangar gengu berserksgang í fangelsinu, eyði- lögðu allt sem hönd á festi og kveiktu í brotnum húsgögnum. 25 fangar náðu að komast út fyrir múra fangelsisins en tólf þeirra náðust fljótlega og lögreglan leitaði ennþá hinna. Orsök þess að allt fór í bál og brand var að fangelsisyfirvöld bönnuðu föngunum að hengja upp dónamyndir á nýmálaða veggi fangelsisins. Þingmaður kjördæmisins krefst opinberrrar rannsóknar því að hann telur að ekki hafi allt verið með felldu í fangelsi þessu síðustu þrjú árin. Reuter/-gsv. Kjarasamningar ¦ ¦ ¦¦ ¦ ¦ * r ¦ ¦•¦ Hnktir i ologunum Framkvœmdastjórn VSI: Álverssamningar brjóta ekhi lög. Þórarinn V Þórarinsson: Erum á hálum ís. Laun hœkka um 16% hjáEiningu áAkureyri. Ríkisstjórnin rœðir álverssamninga í dag Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra er ekki sáttur við nýgerða kjarasamninga í álverinu. Hann hefur falið ríkislögmanni að kanna hvort samningarnir brjóti ákvæði bráðabirgðalaga. Álits- gerð lögmannsins verður rædd á ríkisstjórnarfundi í dag, en alls óvíst er hvernig ríkisstjórnin hyggst bregðast yið, verði það niðurstaða að ál- verssamningarnir brjóti í bága við bráðabirgðalögin. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, efast hins vegar minna en forveri hans í starfi um lög- mæti samninganna og segir þá hafa legið fyrir áður en til bráða- birgðalaga kom. Þá gekk verkalýðsfélagið Ein- ing á Akureyri frá samningum við Akureyrarbæ á þriðjudaginn í síðustu viku. Laun hækka um 16% við undirskrift sem eru 6% hærra en ákvæði bráðabirgðalaga heimilar. Samningurinn var til- búinn áður en til bráðabirgðar- laga kom en var ekki frágenginn fyrr en í síðustu viku vegna tækni- legra atriða. Eining á Dalvík hefur nýlokið samningum við fjögur fisk- vinnslufyrirtæki á staðnum og hækkar kaupauki þar um rúm 200%, eða úr 25 krónum á tím- ann í 90 krónur. Truflanir hafa verið á innan- landsflugi vegna óánægju flug- manna með laun. Peir hafa farið sér hægt við að koma vélum Flug- leiða í loftið undanfarna daga. Sjá síðu 2 og 3 Listahátíð Grappelli í fullu fjöri Áttræði djassfiðlarinn Step- hane Grappelli hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöldi, ásamt bassaleikaranum Jack Sewing og gítarleikaranum Marc Fosset. Á blaðamannafundi í gær Iýsti Grappelli yfir ánægju sinni með þá Sewing og Fosset, þeir væru ekki einungis góðir tónlistar- menn heldur líka góðir vinir, og sjálflærðir eins og hann. Hann sagði að samspil sitt við Fosset væri með því betra sem hann hefði upplifað. Hann hefði ekki náð öðru eins sambandi við gítar- leikara síðan hann spilaði með Django Reinhardt, því þó hann hefði spilað með fremstu gítar- leikurum heims, væru þeir flestir fyrst og fremst þjálfaðir í að leika einleik, frekar en að leika með öðrum. Stephane Grappelli hefur ekki tíma til að stoppa lengi hér á landi, hvað þá að hugsa um að fara á eftirlaun, hann er á stöðug- um tónleikaferðum þegar hann er ekki að spila inn á plötur. Næst á dagskrá eru tónleikar í Greno- ble, Frakklandi, og plötuupp- taka. Hann fer áleiðis til London í dag, en vonaðist til að hafa tíma til að bregða sér út fyrir Reykja- vík áður og líta á svo sem eitt jarðhitasvæði. Hann kvaðst hafa gaman af öllum tegundum tónlistar, ef hún væri vel flutt, en hinsvegar væri hann á móti því að taka klassísk verk og „djassa þau upp". Um nútímadjass vildi hann einungis segja að þeir væru til sem spiluðu einhverja músík sem þeir kölluðu djass, og hann hefði svosem ekk- ert á móti því, það væri þeirra mál. LG Stepahen Grappelli: Hef gaman af öllum tegundum tónlistar, ef hún er vel flutt. Mynd E. Ól. $0 Fiskvinnslan Lofaö 3% gengisfellingu Engin nýgögn um afkomu vinnslunnar hafa borist Seðlabanka né Þjóðhagsstofnun. Fulltrúi sjómanna mœtir ekki áfund Verðlagsráðs í dag. 5% tap er á útgerð togara og 10% hjá bátaflotanum Fiskvinnslan gekkst inn á tæpa 5% fiskverðshækkun fyrir helgi með vilyrði ríkisstjórnarinnar um 3% gengisfellingu sér til handa vegna þeirra kostnaðarhækkana sem fiskverðshækkunin hefði í för með sér. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun og Seðlabank- anum hafa ekki enn borist þar inn á borð neinar nýjar upplýsingar varðandi afkomu fiskvinnslunnar og á meðan er ekki þess að vænta að ákvörðun um þriðju gengis- fellinguna á árinu verði tekin á næstu dögum. Sjómenn mótmæla vinnu- brögðum Verðlagsráðs vegna fiskverðsákvörðunarinnar í dag með því að mæta ekki á fund ráðsins um verð á rækju- og hörp- udiski. Um þessar mundir er tap á tog- urum að meðaltali um 5% en á bátaflotanum um 10%. Engin formleg ákvörðun hefur verið tekin í stjórn LÍU um að hætta þátttöku í störfum Verðlagsráðs. Oddamaður yfirnefndar Verð- lagsráðs reyndi að ginna fulltrúa seljenda í yfirnefndinni til að fall- ast á óaðgengilegt fiskverðstilboð án árangurs í síðustu viku. Sjá síðu 3 A Iþýðubandalagið Byggðaráð- stefna a Dalvik Hefur byggðastefnan brugð- ist? Hvaða leiðir eru útúr þeim ógöngum sem miðstýring og valdasamþjöppun hefur komið landsbyggðinni í? Slíkar spurn- ingar og aðrar verða ræddar á ráðstefnu Alþýðubandalagsins um byggðamál á Dalvík um næstu helgi. Sjá viðtal við Svanfríði Jónasdóttur á síðu 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.