Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.06.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Er sanwinnuhreyf ingin að hmni komin? Reynir Ingibjartsson skrifar Það er mat margra sem þekkja samvinnustarfið hvað best í þessu Iandi, að samvinnuhreyfingin ís- lenska sé nú á meiri tímamótum en nokkurn tímann áður. Allt hjálpast þar að. Nánast allir rekstrarþættir eiga í erfiðleikum samtímis, skipulagsmál í mikilli óvissu, mannaskipti í forystu og hugmyndafræðin og ímyndin orðið fyrir hverju skipbrotinu á fætur öðru. Á 100 ára afmæli hreyfingarinnar árið 1982 andaði frekar hlýju frá almenningi. Nú er nánast í tísku að kasta steinum að samvinnustarfinu og fáir hreyfa andmælum. Hundrað ára sagan var nánast samfelld sókn- arsaga. Nú hallar undan fæti og þeir svartsýnustu segja hrundans- inn hafinn. Þeir sem hafa helgað þessari hreyfingu lífsstarfið spyrja nú - til hvers? Hverju hefur 100 ára starf skilað okkur? Við sem höfum starfað í sam- vinnuhreyfingunni á undanförn- um áratugum höfum mörg hver talið okkur trú um að málstaður- inn væri góður. Við værum ekki aðeins að sækja okkur lifibrauð, heldur hefði samvinnustarfið ekki síst þann tilgang að bæta okkar samfélag, stuðla að sam- starfi fólks, auka jöfnuð, treysta byggðina í landinu, færa fólki vald yfir atvinnutækjum, efla lýð- ræðið, að taka á saman, að sam- vinnan væri betri leið tíl að þroska okkur og bæta en sam- keppnin ein. Við höfum líka vissulega haft fyrir okkur dæmin um árangurinn í miklum umsvifum um land allt í öllum höfuðatvinnuvegum þjóð- arinnar. Á góðum stundum hefur verið talað um einhverja öflug- ustu samvinnuhreyfingu í heimi miðað við umsvif þjóðfélagsins. En hverjir hafa ráðið ákvörðun- um og athöfnum þessa risa sem andstæðingarnir kalla auðhring? Kannski hafa sífellt færri og færri ráðið meiru og meiru. Féiags- mennirnir og starfsmennirnir orðið að áhorfendum, sérkennin horfið smátt og smátt og sam- vinnuhugsjónin orðið í reynd að venjulegum bíssniss. Uppar í stað félagsfrömuða Fram að síðustu heimsstyrjöld byggðist samvinnustarfið á sam- tvinnun hugsjóna og hagsmuna. Þegar Vilhjálmur Þór tók við starfi forstjóra í stríðslok uxu um- svifin gífurlega og til varð það Samband og dótturfyrirtæki ým- iss konar, sem við þekkjum í dag. Stór atvinnuveitandi með marg- þættan rekstur og mikil ítök hjá æðstu stjórn þjóðfélagsins. Á 30 ára starfsferli Erlendar Einars- sonar styrktust stoðirnar og höfðu stuðning hver af annarri - en undirstaðan - félagsmennirnir fjörutíu þúsund, starfsmennirnir tíu þúsund og viðskiptavinirnir ótalmörgu - allt fólkið á „gólf- inu" varð stöðugt ómeðvitaðra um það, að þetta völundarhús væri þess eign og þess tæki. í byrjun þessa áratugar kom ný kynslóð stjórnenda fram á sjón- arsviðið. Þeir byrjuðu ekki sem sendlar heldur komu margir beint frá umsvifamiklum fyrir- tækjum og stofnunum utan sam- vinnuhreyfingarinnar. Með hag- ræðingu, arðsemismarkmiðum, fjármagnsfyrirtækjum, skulda- bréfasölu og markvissri stjórnun átti að leysa málin. Erlendur Ein- arsson og fleiri af hans kynslóð voru að láta af störfum og nýir menn að taka við. Þessir nýju menn sinntu lítið félagsmála- vafstrinu og sjóndeildarhringur- inn náði kannski lítið útfyrir höf- uðborgarsvæðið. í reynd tók að halla undan fæti í rekstrinum og menn höfðu á orði að fyrrv. for- stjóri hefði setið 2-3 árum of lengi í sínu starfi a.m.k. Vestanvindurinn í þessari stöðu litu margir í vestur til kraftaverkamannsins í Iceland Seafood. Valur Arnþórs- son kaupfélagsstjóri og formaður stjórnar Sambandsins væri að vísu hæfur maður að stjórna sam- tímis umsvifamiklum rekstri og margslungnum félagslegum þátt- um, en það þyrfti nýja og ferska vinda. Guðjón B. Ólafsson gerð- ist forstjóri. Ég var sannarlega í hópi hinna mörgu sem fögnuðu komu Guð- jóns til starfa hér heima og átti notalegar endurminningar um samskipti við hann frá fyrri tíð. Þó blundaði með mér sá beygur að e.t.v. hefði starfsvettvangur- inn vestan hafs ekki verið sá heppilegasti til að byggja á, þegar takast þurfti á við margþættan vanda hérlendis. Þegar skoðaður er ferill stjórn- enda í atvinnulífinu sem annars vegar haf a starfað um skeið í Evr- ópu og hins vegar í Bandaríkjun- um, kemur í ljós að brautin er misjöfn þegar kemur að því að starfa aftur á íslandi. Sambandið hefur um langt árabil haft við- skiptamiðstöðvar í Evrópu og þær hafa skipað mikilvægan sess í starfsreynslu manna. Hjá fisk- vinnslufyrirtækjunum í Banda- ríkjunum hefur margur hætt störfum með skjótum hætti og Frá aðalfundi Sambandsins í fyrra. „Nú hallar undan fæti og þeir svartsýnustu segja hrunadansinn hafinn. Þeir sem hafa helgað þessari hreyfingu lífsstarfið spyrja nú - til hvers?" fækka vinnslustóðvum landbún- aðarins og nokkrir stórmarkaðir duga fyrir verslunina. Óstýriláta starfsmenn eigi að losa sig við. Iðnrekstur eins og byggður hefur verið upp á Akureyri borgi sig ekki lengur hér á landi. Kaupfé- lögin allt of mörg. Stjórnir til þess eins að ráða og reka forstjórann o.s.frv. Um allt sé bullandi of- fjárfesting og Iélegur rekstur. byggð. Framleiðendur og neytendur hafa skipað eina sveit og ekki myndast óbrúanleg gjá þótt báknið fyrir sunnan hafi vissulega vaxið hratt. Ég hef þá trú að ekkert geti bjargað sam- vinnuhreyfingunni úr þeim ógöngum sem hún er nú í nema landsbyggðarfólkið átti sig á því sem allra flest, að kaupfélögin umfram flest ef ekki allt annað, „Það verður að koma til nýtt lýðrœðismat og færa hinnfélagslega rétt á borð sérhversfé- lagsmanns ogstarfsmanns. Hœtta verður pukri með laun og hlunnindi og vinna trúnað almennings íþessu landi með opnu starfiþar sem ekkert er aðfela " \ , ¦*mÍ ¦ ¦ . ¦ .¦ w^ \ 7 lú: - . /' ''/' starfsferill á íslandi orðið skrykkjóttur. Svokallað rekstrar- umhverfi og lífsstíll í Bandaríkj- unum er vissulega annað en hér. Viðhorf mótast mikið af því um- hverfi sem hver og einn lifir og hrærist í og viðhorf og athafnir núverandi forstjóra eru í takt við ýmis einkenni bandarísks at- hafnalífs. Hinn nýi stíll Margur félagshyggjumaðurinn hefur orðið til þess að kenna frjálshyggju og nýfrjálshyggju um það undanhald félagslegra viðhorfa, sem mátt hefur horfa upp á síðustu árin. Og menn hafa þrátt fyrir margvíslega gagnrýni á samvinnuhreyfinguna, talið hana mikilvægan hlekk gagnvart sókn frjálshyggjunnar. Postular frjáls- hyggjunnar hafa bent á sínar fyr- irmyndir í Bandaríkjunum, Bret- landi og Hong Kong. Nú er hins vegar talað um það úr höfuð- stöðvum Sambandsins, að fyrir- tæki sem ekki bera sig eigi að selja eða setja á hausinn. Frysti- hús þyrftu ekki að vera fleiri en 15 með vaktavinnu allan sólar- hringinn. Á sama hátt mætti Svona er einkunnin sem sam- vinnuhreyfingin fær eftir rúmlega 100 ára starf. Ekki verði lengur lifað á fornri frægð. Frjálshyggju- mennirnir þurfa hins vegar ekki lengur að vitna í erlendar fyrir- myndir. Vandi kaupfélaganna - vandi landsbyggð- arinnar Nánast landflótti hefur brostið á frá hinum dreifðu byggðum til suðvesturhornsins. Ekki aðeins sveitirnar tæmast heldur fækkar í sjávarþorpunum jafnt sem sveitaþorpunum. Aðeins stærstu bæjarfélögin halda í horfinu. Fjármagn sogast í stórum stfl suður og fyrirtæki gefast upp unnvörpum. Þau fyrirtæki sem kölluð hafa verið burðarásar byggðarlaganna kaupfélögin eru með örfáum undantekningum rekin með halla og draga saman seglin. Nokkur reyndar komin á hausinn. Sé litið til baka verður það e.t.v. talið stærsta hlutverk sam- vinnufélaganna í gegnum tíðina að hafa haldið öllu landinu í hafa haldið heilu byggðarlögun- um í byggð. Um framtíðina að tefla Samvinnumenn um land allt og ekki síst á suðvesturhorninu, verða að gera sér grein fyrir að nú gerast engir hlutir af sjálfu sér fremur en áður. Við sem höfum trúað á jafnrétti, fjöldaþátttöku og sjálfsbjargarvitleitni fjöldans, höfum horft uppá ójöfnuð, fá- mennisvald og afskiptaleysi. í stað samstöðu erum við sund- raður hópur. Við verðum að spyrja - sam- vinnuhreyfing til hvers og fyrir hverja? Við eigum að vera ófeim- in við að leita að nýjum samvinn- uúrræðum í stað þess að láta ein- kaframtak um flest nýtt. Við verðum að koma því inn í hausinn á okkur sjálfum hvað þá öðrum, að samvinnufyrirtækin eru eign fólksins í þessu landi en ekki fá- einna stjórnenda eða nokkurs konar einskis manns land. Að lokum berum við ábyrgðina en ekki Guðjón, Valur eða Er- lendur. Það verður að koma til nýtt lýðræðismat og færa hinn félags- lega rétt á borð sérhvers félags- manns og starfsmanns. Hætta verður pukri með laun og hlunn- indi og vinna trúnað almennings í þessu landi með opnu starfi, þar sem ekkert er að fela. í þessu þjóðfélagi er nóg af fé- lagslega þenkjandi fólki sem myndi fagnandi koma til liðs, ef því fyndist samvinnuhreyfíngin þess verð að lifa áfram og hennar líf sé komið undir stuðningi al- þýðunnar í þessu landi. Samstarf - samvinna - sam- hjálp. Höfum við íslendingar efni á því að setja á uppboðsmarkað- inn flest af því sem við höfum áorkað fram að þessu með sam- vinnu og samhjálp fólks, þar á meðal samvinnuhreyfingu sem enginn á nema við sjálf? Hamragörðum 4. júní '88 Reynir Ingibjartsson Priojudagur 7. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar biður hafnfirskar konur, sem ætla á Nordisk For- um, að hafa samband við nefndina, vegna hugs- anlegrar styrkveitingar. Vinsamlegast hafið samband fyrir 10. júní n.k. við undirritaðar: Þórhildur Ólafs, Tjamarbraut 3, s. 51670. Guðrún Bjarnadóttir, Langeyrarvegi 16, s. 651294. Val- gerður Sigurðardóttir, Hverfisgötu 13b, s. 53132.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.