Þjóðviljinn - 11.06.1988, Side 4

Þjóðviljinn - 11.06.1988, Side 4
LEIÐARI VEIÐILYNDI Dagvistarvandinn - grjóthart mál Guðrún Helgadóttir alþingismaður og rithöfundur var í út- varpinu um daginn að tala um ritstörf, bækur, börn, uppeldi og pólitík, og hún minntist þar á þann málkæk á síðari tímum að tala um dagvistarvandann og önnur málefni sem einkum lúta að börnunum og fjölskyldunni sem „mjúk mál“. Þetta er mis- skilningur, sagði Guðrún. ( rauninni eru dagvistarmálin hart mál, grjóthart pólitískt mál. Þegar bornar eru saman tölur frá ýmsum árum um umfang dagvistar sést að vissulega hafa orðið jákvæðar breytingar, barnaheimilum hefurfjölgað, þau hafaorðiðfjölbreyttari, áhugi eflst á að tengja skólann við dagvistarstigið, aðstoð hefur aukist við dagmæður og eftirlit eflst með þeim. Hinsvegar hafa efnislegar framfarir í dagvistarmálum engan veginn haldið í við þróunina í samfélaginu. Það er orðin regla að fyrirvinnur á heimili séu tvær en ekki ein (þótt launin þeirra séu enn ekki þau sömu) og þetta munstur í fjölskyldunni er ekki einungis afleiðing af kröfu kvenna um jafnræði á vinnumarkaði, - þarfir atvinnulífsins eiga stóran þátt. Þótt menn séu loksins orðnir sæmilega sammála um það að langur vinnutími sé eitt helsta samfélagsböl á okkar íslensku tímum hafa engin skref verið stigin í gagnstæða átt, og virðist ekki örla á skipulegri samvinnu um styttan vinnutíma eða um að útrýma helstu orsök hans, landlægri láglaunastefnu. Þetta tvennt, tvær fyrirvinnur og langur vinnutími, beinlínis æpir á óheftan aðgang fjölskyldna að dagvistum og á að starfsfólk þar sé vel menntað og vel launað. Það hafa fyrst og fremst verið kvennahreyfing og félags- hyggjumenn sem barist hafa fyrir umbótum á dagvistarsviði, - og er rétt að minna á í því sambandi að undirrót framfara í Reykjavík í þessum efnum er starf vinstrimeirihlutans 1978-82, en nú, tíu árum eftir kjör hans, eru verk hans fyrst að losna úr því lygaveðri sem Morgunblað og Davíðar mögnuðu á sínum tíma. Það er undarlegt í þessu Ijósi að atvinnurekendur, samtök þeirra og helstu pólitísku fulltrúar skuli ekki hafa sýnt dagvist- armálunum miklu meiri áhuga en hangandi hendur gefa til kynna, - traustar dagvistarstofnanir ættu að réttu lagi að vera þeim jafnt hagsmunamál og launamönnum. Hagsmunir at- vinnurekenda hljóta að segja þeim að fólk sem veit af börnum sínum í öruggum höndum hlýtur að skila betra verki og hafa meiri viðveru en þegar börnin eru sífellt áhyggjuefni. Er það virkilega atvinnurekendum í hag þessa mánuði að sumarfrí starfsmanna skuli ráðast af því einu að dagheimili og leikskólar hætta störfum mánuð á sumri vegna manneklu og peninga- leysis? En það er rétt að varast þá hugsun að dagvist barna á barnaheimili, opinberu, í félagseigu eða einkareknu, sé hálf- gert neyðarúrræði, lausn á vandamálum launaþræla og gráð- ugra atvinnurekenda, einskonar plástur utanum gallað fjöl- skyldulíf. Það má leiða ýmis rök að því að börnin eigi beinlínis rétt á þeim félagslega þroska og þeirri menntun sem góð dagvist getur veitt; að í sífellt hólfaðra borgarlífi nútímans sé skipuleg dagvistarvera börnunum beinlínis bráðnauðsynleg. Þettasjón- armið reifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ágætlega í nýútkomnu ársriti Kvenréttindafélagsins, samnefndu íslenska kvennadeg- inum 19. júní. En framtíðarstefna í dagvistarmálum verður að taka mið af sennilegri framtíðarþróun og vera mótuð á pólitískum forsend- um. Þorbjörn Broddason segir í 19. júní að á lofti séu teikn um að fjölskyldan sé á ný að verða sú þungamiðja í samfélaginu sem hún var fyrir sundrunaráhrif iðnbyltingarinnar, og það sé hlutverk vinstriafla að stuðla að því að þessi þróun verði undir merkjum mannúðlegrar og skynsamlegrar félagshyggju. Og hér hefur mest að segja ígrunduð og markviss stefna í skóla- og dagvistarmálum. Dagvistarmálin eru raunar einmitt eitt þeirra stóru verkefna sem blasa við félagshyggjuöflunum í landinu, verkefni sem aldrei verður unnið nema með handarbökunum ef félags- hyggjuöfiin ná ekki forystunni, eitt af þeim málum sem þau gætu sameinast um, - í næstu sveitarstjórnarkosningum til dæmis, úr því að Alþýðuflokksmenn hafa valið sér að láta herleiðast á landsvísu. -m Ah,þar beitá- hlýturað vera ein- h ver úr andstöðunni Kannski égœttiað hœtta við ráðhúsið, þessarframkvœtndir . Jara meðfiskiríið. - í-. •> $ þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson, Tómas Tómasson, Þorfinnur Ómarsson (íþr.). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiðslu-og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmiðja Þjóðviljanshf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. júní 1988

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.