Þjóðviljinn - 19.06.1988, Síða 7
Mynd frá því snemma á öldinni. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sitjandi 6. frá hægri.
Kvenfélögin stóðu alltaf að fyrstu
deildunum og það er rétt að líta á
Landspítalann sem minnismerki
um fenginn kosningarétt kvenna.
Á þessum árum, uppúr 1924,
fer pólitíkin að skerpast og meiri
harka að færast í málflutning.
Kreppan, kommúnistar fara að
láta á sér kræla, félagið Sparta
stofnað, klofningurinn útúr Al-
þýðuflokknum og fleira. Allar
andstæður mjög rækilega af-
markaðar og skarpar en ósigur-
inn 1926 held ég að hafi slegið
allan botn úr annars kröftugri
kvennahreyfingunni um tíma. En
það varaði ekki lengi. Konur
færðu baráttuna inn í innstu vé
samfélagsins en þó ekki meir en
svo að það er enn langt í frá að
konur sitji við sama borð og karl-
ar hér á landi.
Tímabilið milli 1926 og 1982,
árin milli kvennaframboðanna,
er ekki mikið kannað enn en ég
held að þetta sé í rauninni ákaf-
lega merkilegt tímabil. Það er
langt í frá að kvenréttindahreyf-
ingin hafi lognast útaf á þessum
tíma því til dæmis Kvenréttind-
afélagið hélt uppi kröftugri bar-
áttu. Konurnar innan þess náðu
fram góðum hlutum varðandi
mæðravefnd, ýmis réttindi óskil-
getinna barna, stofna leikvelli og
barnaheimili, safna fyrir sjúkra-
húsum. Þessi málefni eru sérlega
hugleikin konum og þær notuðu á
þessum tíma aðra leið en hina
hefðbundnu lagasetningaleið. í
rauninni er þetta gerjunarskeið
þar sem konur unnu að þjóðfél-
agsbreytingum hægt og sígandi
en ekki með hávaða og fyrir-
gangi.
Umbrot
og barningur
í kreppunni og éftir hana dró
mikið úr barneignum, eða í
kringum 1930-1940, en í stríðinu
og eftir það varð þessi svokaliaða
„Baby-boom“ eða barnasprengj-
an. Þá kom allt í einu ógurleg
barneignaalda, sem þýddi aðeins
eitt fyrir íslenskar konur: meiri
bindingu við heimilin. Þær sátu
bara yfir börnum og búi og fjölg-
uðu munnunum!
Reyndar er að sjá á línuritum
um barnsfæðingar að sprengingin
sem varð 1960Í barneignum, þeg-
ar stærsti árgangurinn í íslands-
sögunni fæddist, stóð hvorki
Iengi né hátt. Strax árið 1963
komu pillan og lykkjan til sög-
unnar og þá fóru fæðingarnar
bara, búmps! beint niður.
Uppúr ‘63 verður geysilegur
vöxtur í atvinnulífinu, frystingin
komin vel á veg og vinnumarkað-
urinnæpandi ávinnuafl. Konurn-
ar út úr eldhúsinu og út í frysti-
húsin og á síldarplönin. Aukin
þátttaka kvenna í atvinnulífinu
og lök kjör hjálpuðu svo til þess
að sprengingin stóra ‘68-‘70 náði
til kvenna og rauðsokkurnar
spruttu fram á sjónarsviðið.
Einn hluti af vitundarvakningu
kvenna á þessum tíma voru skrif
Svövu Jakobsdóttur því hún var í
raun 5 árum á undan sinni tíð.
Hún skrifaði um óþreyjuna og
hryllinginn í konum vegna stöðu
þjóðfélagsins eins og það var á
þessum tíma.
Reyndar er upphaf kvennaár-
atugarins 1975 afleiðing af því
sem gerðist almennt meðal
kvenna á árunum ‘60 til ‘70.
Upphleðslan byrjaði þá í raun-
inni og hélt áfram þar til varð
sprenging. Risastór sprenging!
Viðreisnarárin voru þensluár
og vinnumarkaðurinn öskraði
gjörsamlega á vinnuafl. Þenslan
var gífurleg og góðæri í landinu. í
raun réttri svipað ástandinu sem
hefur verið hér að undanförnu.
Konurnar æddu út á vinnumark-
aðinn og öfluðu sér meiri
menntunar en sátu um leið uppi
með allar gömlu skyldurnar. Sátu
uppi með gömlu kvenímyndina
að þær ættu fyrst og fremst að
vera húsmæður og mæður. Allt
þetta orsakaði árekstra, mikla á-
rekstra, milli þess að vera í
tveimur störfum og milli þess að
finnast skyldan vera heima en
verða að vinna úti. Þetta cr tvö-
faldur árekstur.
Konur í nútíð
Þekkingin á þjóðfélaginu hefur
aukist svo gífurlega nú að barátta
kvenna er í raun mun víðfeðmari
en hún var í upphafi. Það er ekki
nóg að koma bara fram og setjast
inn á þing eða í stöður til þess eins
að vera einhver málsvari kvenna
eða eitthvað þvíumlíkt. Það er í
raun barátta fyrir bættu þjóðfé-
lagi og ákveönum úrbótum sem
konur í dag beita sér fyrir en ekki
bara að vera með. Ekki að fá að
sitja í öndvegi og ráða engu.
Sjáum Vestmannaeyjakonurnar,
þær voru búnar að öðlast sterka
vitund. Kjarnakonur. Annars
hefðu þær varla látið svo rækilega
í sér heyra. Þær vildu bara vera
metnar að verðleikum. Það vilj-
um við öll í rauninni.
Nú eru íslenskar konur að
vakna. Hugarfarsbyltingin sem
hefur verið konum mikilvægust
til að ná fram sínum málum er að
nokkru leyti að verða að veru-
leika. Konur eru að komast til
áhrifa í þjóðfélaginu, komast til
valda, svo þær megi breyta því til
betri vegar.
Það eru orðnar svo miklar, en
samt svo litlar, breytingar á þeim
gildum sem þjóðfélagið byggir á.
Oll viðmið að breytast og von-
andi til betri vegar. Við erum svo
lánsöm að samfélagið okkar er
svo agnarsmátt. Öll tjáskipti og
barátta við fordóma og fánýtar
dylgjur eru svo auðveld hér.
Hvort hinsvegar konur eru al-
mennt fúsar til að halda upp á 19.
júní sem einhvern allsherjar bar-
áttudag er engan veginn hægt að
segja. Við höfum annan baráttu-
dag, 8. mars, og höldum rækilega
í hann en 19. júní er meira
táknrænn fyrir íslenska baráttu.
Sögulegur dagur. Það var mun
meira gert úr honum áður en 17.
júní varð þjóðhátíðardagur en
eftir það minnkaði vægi hans. En
við munum hann auðvitað allar.
-tt
||| REYKJKííKURBORG l*R
^ctuéar Sföcáci 'I'
Skrifstofumaður
óskast hjá Skráningardeild fasteigna og húsa-
tryggingum. Starfiö erfólgið í almennri afgreiðslu
og færslum á tölvu.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 10190
og 18000.
Húsavík
Sérkennarar
1 sérkennar vantar að barnaskóla Húsavíkur
næsta skólaár. Nánari upplýsingar um starfið og
þá fyrirgreiðslu sem í boði er veitir skólastjóri í
síma 96-41660 og 96-41974.
Skólanefnd Húsavíkur
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurfyrirhönd bygging-
adeildar óskar eftir tilboðum í lóðarlögun við
gæsluvöll við Malarás í Reykjavík.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 15000 skilatrygg-
ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 5. júlí kl. 14.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Simi 25800
Sunnudagur 19. júní 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7