Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 5
Hrunadansinn hafinn. Markaðurinn mettur. Samkeppnin um hylli almenningsog auglýsenda harðari en nokkru sinni. Rekstrarhagræðingar ádagskrá
Eftir fjölmiðlaveisluna sem
staðið hefur óslitið frá gildistöku
nýju útvarpslaganna 1986, virðist
hrunadansinn vera um það bil að
hefjast. Samfara samdrætti í
efnahagslífinu má fastlega gera
ráð fyrir að auglýsingamarkaður-
inn skreppi saman. Samkeppni
fjölmiðla sem byggja tekjuaf-
komu sína að talsverðu eða öllu
leyti á auglýsingum kemur því
óhjákvæmilega til með að harðna
frekar en orðið er um leið og það
sem er til skiptanna minnkar.
Smjörþefinn hafa menn þegar
fengið - Helgarpósturinn lagði
upp laupana fyrr í sumar og gagn-
ger uppstokkun fer í hönd á
Bylgjunni.
Sprenging
Á undanförnum árum hefur
mikil gróska verið í fjölmiðlun
hér á landi. Eftir afnám einka-
réttar Ríkisútvarpsins til útvarps-
og sjónvarpssendinga með gildis-
töku nýrra útvarpslaga árið 1986,
hafa sex útvarpsstöðvar verið
settar á fót og ein sjónvarpsstöð.
Mikil þensla hefur verið á tíma-
ritamarkaðnum og hafin hefur
verið útgáfa fjölda nýrra tímarita
með almenna efnisskírskotun.
Landsmálablöð og héraðsblöð
með reglubundna útgáfu hafa
þotið upp vítt og breitt um
landið. Það er aðeins á dagblað-
amarkaðnum sem þessarar út-
þenslu hefur ekki orðið vart í
sama mæli.
Flestum þessum nýju fjölmiðl-
um er sameiginlegt að gera að
miklu leyti út á einn og sama
markaðinn - auglýsingamarkað-
inn, sem virðist hafa þannist óð-
fluga út á síðustu árum samfara
mikilli þenslu í efnahagslífinu.
Þótt margir þessara nýju Iand-
nema á fjölmiðlamarkaðnum,
hafi næsta staðbundna útbreiðslu
og séu misjafnlega mikið háðir
auglýsingum, er ljóst að sam-
keppni um hylli auglýsenda hefur
aldrei verið harðari en einmitt
nú.
Markaðurinn
mettur
Flest bendir til þesss að fjöl-
miðlamarkaðurinn sé þegar
mettur hvað fjölda fjölmiðla
áhrærir sem gera út á auglýsing-
amarkaðinn. Á það jafnt við um
ljósvakamiðla sem og dagblöð og
tímarit með almenna efnistil-
höfðun.
Pessa verður ekki hvað síst vart
með tvennu: annars vegar ríku-
legum tilhneigingum til rekstrar-
hagræðingar og hins vegar með
því að fjölmiðlar leggja árar í bát.
Helgarpósturinn, sem hóf
göngu sína 1989 með vikulegri út-
komu, fyrst í tengslum við Alþýð-
ublaðið og síðan einn og óstudd-
ur, er fyrstur til að leggja upp
laupana fyrr í sumar. Þá hafði
blaðið átt þverrandi gengi að
fagna um nokkra hríð og dró á
eftir sér skuldahala uppá 14 milj-
ónir króna er yfir lauk.
Viðlíka sögu má segja af út-
gerð ljósvakamiðlanna. fslenska
útvarpsfélagið hf. sem gerir út
Bylgjuna, hefur orðið að rifa
seglin. Fyrst með því að leggja af
aðra af tveimur rásum - Ljósvak-
ann og nú með því að segja starfs-
mönnum á fréttastofu óg dag-
skrárgerðarmönnum uþp til að fá
svigrúm til skipulagsbreytinga,
eins og það heitir á þeim bænum.
Þar með rekur engin hinna nýju
útvarpsstöðva eiginlega frétta-
stofu og fréttaflutningur er látinn
Ríksútvarpinu eftir.
Hagræðinganna sér vfðar stað.
Umræður um samstarf Bylgiunn-
ar, Stjörnunnar og Stöðvar 2 hafa
farið fram um sameiginlega dag-
skrárgerð að hluta og má m.a. sjá
ávöxt af því samstarfi í beinum
útsendingum Stöðvar 2 og
Stjörnunnar frá samkomuhaldi á
Hótel fslandi á föstudagskvöld-
um.
Frjálst framtak - risinn á ís-
lenska tímaritamarkaðnum, hef-
ur keypt upp keppinauta s.s.
Fjölni hf. er gaf út Mannlíf og nú
síðast með því að slá saman
nokkrum tímaritum í eitt.
Svigrúmið á dagblaðamark-
aðnum hefur lengi verið tak-
markað og hefur sprengingin í
Ijósvakamiðlun síst verið til þess
að rétta stöðu þeirra blaða sem
höllustum fæti stóðu fyrir.
Heildarupplag dagblaðanna hef-
ur minnkað nokkuð á seinustu
árum, eða úr 129.000 eintökum
1979 í 124.000 eintök 1985, eftir
stöðuga aukningu næstu 15 árin á
undan. Þannig hefur dagblöð-
unum ekki tekist að halda í horf-
inu hvað útbreiðslu varðar miðað
við fólksfjölgun. Árið 1978 voru
eintök á hverja 1000 íbúa flest,
eða 575 en 1985 voru þau 512.
Á undanförnum árum hafa
ýmsir orðið til þess, eða haft í
hyggju, að spreyta sig við útgáfu
dagblaða og vikublaða, en lítt
orðið ágengt. Þannig hefur ekk-
ert nýtt dagblað skotið rótum, að
frátöldum Degi á Akureyri, síðan
Dagblaðið sáluga leið undir lok
1983 með því að sameinast sínum
svarnasta keppinaut Vísi undir
heitinu Dagblaðið - Vísir.
Reyndar er Dagur dálítið sér-
stæður kvistur meðal dagblað-
anna. Þó hann hafi komið út sem
dagblað frá 1984 sver blaðið sig
meira í ætt við landsmálablað en
dagblað á landsvísu. Bæði er að
útbreiðsla og efni blaðsins tak-
markast f.o.f við Norðurland.
Sjá næstu síðu
‘HÖMOPHfcttl*.
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5