Þjóðviljinn - 05.08.1988, Blaðsíða 10
FOSTUDAGSFRETTIR
Gjaldeyrisdeildirnar
Utstreymið hafið?
Þorsteinn Pálsson: Málefnafátcekt og ábyrgðarleysi
Mér finnst þetta hafa aukist
núna i dag, og þarf sjálfsagt
ekki mikið í viðbót til að ailt fari
af stað, sagði einn af yfirmönnum
gjaldeyrisdeilda rfldsbankanna í
samtali við Þjóðvifjann í gær.
Skipan ráðgjafamefndar þar-
sem sitja staðfastir gengisfelling-
arsinnar þykir benda eindregið til
gengisfellingar eftir nokkrar vik-
ur, og sögðu viðmælendur Þjóð-
viljans í bönkum í gær að þeir
hefðu fundið fyrir meiri þunga
eftir því sem á vikuna hafi liðið.
í fréttum Stöðvar tvö var Þor-
steinn Pálsson spurður um fréttir
dagblaðanna um nefndarskipun-
Forstjóranefndin
„Gæti
hagsmuna
verkafólks“
Eyjólfur K. Sigurjónsson
fulltrúi Alþýðuflokks
„Þetta er svo nýtilkomið að ég
er varla búinn að átta mig á
þessu. En það er hinsvegar alveg
ljóst að ég mun reyna að tryggja
að ekki verði gengið á hagsmuni
verkafólks í tillögu gerð nefndar-
innar til ríkisstjórnarinnar,“
sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson
endurskoðandi sem skipaður var
í gær af hálfu Aiþýðuflokksins í
nýju forstjóranefndina um efna-
hagsmál.
Nefndin tekur til starfa strax í
dag og er stefnt að því að skila
tillögum eftir hálfan mánuð.
-grh
ina og sennilega gengisfellingu í
kjölfar hennar, og sagði Þor-
steinn fréttir Þjóðviljans um mál-
ið bera vott um málefnafátækt,
en sakaði DV um ábyrgðarleysi.
gís/-m
Flugslysið
r ■ ■
Kanadískir ser-
fræðingar komnir
Rannsókn á flugslysinu við
norðurenda Reykjavíkurflug-
vallar, þegar kanadísk
rannsóknavél fórst með þremur
mönnum innanborðs, verður nú
haldið áfram þar sem sérfræðing-
ar frá loftferðaeftirlitinu í Kana-
da og framleiðendur vélarinnar
eru komnir til landsins.
Af hálfu loftferðaeftirlitsins
starfa þeir Grétar Óskarsson og
Skúli Sigurðsson að rannsókn
málsins. Flak vélarinnar var flutt
af slysstað í gær en erlendu sér-
fræðingarnir halda til á Loft-
leiðum.
Mennirnir þrír sem fórust voru
Kanadamenn og voru þeir á leið
til Frakklands í jarðvísindaleið-
angur. Vélin var sérstaklega Æt-
búin til slíkra rannsókna og fyri-
tækið Geoterrex sem átti vélina
hafði sent sína reyndustu menn í
leiðangurinn.
Hjá Flugmálastjóm hefur
komið fram að aðflug vélarinnar
virtist í alla staði eðlilegt allt þar
til hún snérist og féll til jarðar.
Myndbönd af ratsjám og upp-
tökur af fjarskiptum vélarinnar
við flugumferðarstjóm gefa ekki
til kynna annað en allt hafi verið
með felldu.
-gís.
Hírósimadagurinn
Kertum fleytt á Tjöminni
Ídag minnast friðarsinnar um
allan heim þess að 43 ár eru nú
liðin frá því er Bandaríkjamenn
vörpuðu kjarnorkusprengjum á
japönsku borgirnar Hírósima og
Nagasaki. íslenskir friðarsinnar
ætla að safnast saman við Tjörn-
ina í Reykjavík í kvöld kl.22:30 og
fleyta kertum út á hana á sama
tíma og sprengjurnar ógurlegu
féllu.
Það er Samstarfshópur friðar-
hreyfinga á íslandi sem stendur
fyrir athöfninni við Tjörnina.
Með henni vilja friðarsinnar
minnast fórnarlamba árásanna
um leið og þeir benda á leiðir til
að hindra að slíkur harmleikur
endurtaki sig. Friðarhreyfingam-
ar leggja áherslu á að stofnuð
verði kjarnorkuvopnalaus svæði
og að allri kjamorkuvopnafram-
leiðslu verði hætt og tilraunir
með þau bannaðar. Einnig verð-
ur að stöðva vígvæðinguna í höf-
unum og eyða þeim kjarnorku-
vopnum sem þar em.
Stutt dagskrá verður við Tjörn-
ina í kvöld áður en kertum verður
fleytt og munu þau Viðar Egg-
ertsson og María Sigurðardóttir,
Ieikarar, lesa ljóð. _gfs.
Fótbolti
Kvennaþing
Hissa á lykla-
bömunum
Lilja Pétursdóttir: Launamisréttið falið ífríð-
indum. Konur verða að sœkja harðarfram.
Revía BSRB kvenna vekur mikla hrifningu.
Steingrímur kavaléri
Stjórnvöld og atvinnurekendur
á Islandi viðurkenna ekki rétt
kvenna til starfa. Það skortir
skilning á jafnrétti og traust á
konum, til að gegna yfirmanns-
stöðum sem hvaða vanmetakind
er falið að gegna ef það er karl-
maður, sagði Krístján Thorlací-
us, formaður BSRB, eftir fremur
dauflegan fund um jafnrétti á
vinnumarkaðinum, sem fulltrúar
verkalýðsforustunnar á Norður-
löndum sóttu.
Með Kristjáni í för var Ás-
mundur Stefánsson forseti ASÍ
og kom meðal annars fram
hversu aftarlega við emm varð-
andi dagvistun bama, en á meðan
atvinnuþátttaka kvenna er um
70% komast aðeins um 11%
bama á dagheimili.
Danskur fundargestur stóð
upp á fundinum og spurði undr-
andi hvað við gerðum eiginlega
við bömin og svaraði Ásmundur
því til að þau fengju lykla um
hálsinn ef þau væru orðin um 5 til
6 ára.
íslensku konurnar létu ekki
mjög á sér bera á fundinum, en
meiri baráttuhugur var í hópi
norskra kvenna sem gerði tilraun
til að hleypa fundinum upp með
kröfum um sex, - sex, - sex tíma
vinnudag. Þær komu aðvífandi á
meðan Kristján var í ræðustól en
urðu við tilmælum íslensku
kvennanna um að láta af mót-
mælum sínum.
Eftir fundinn spurði blaða-
maður Lilju Pétursdóttur sem
sæti á í jafnlaunaráði BSRB um
skoðanir hennar á stöðu kvenna á
vinnumarkaðinum.
- Það hefur auðvitað ýmislegt
áunnist, sem dæmi get ég tekið
lengingu á fæðingarorlofi og frí
vegna veikinda bama en hins
vegar er launamisréttið enn
mikið og oft á tíðum dulið með
fríðindum sem eingöngu karl-
menn fá svo sem bílastyrkjum og
óunninni yfirvinnu, sagði Lilja.
Lilja taldi að konur væru ekki
nógu duglegar að sækja eitthvað
sér til handa og sagðist vita þess
dæmi að konur spyrðu ekki einu
sinni um launin áður en þær réðu
sig í vinnu en jafnframt batt hún
vonir við að þetta ástand væri að
breytast núna.
Dagskrá íslensku kvennanna
hefur vakið mikla athygli á þing-
inu. BSRB konur hafa nú þrisvar
sýnt revíuna um vinnutíma ís-
lenskra kvenna í fjórar aldir.
Þó sungið sé á íslensku kemur
það ekki í veg fyrir það að konur
frá öðrum Norðurlöndum skilji
hvaða sögu er verið að segja.
Sænskar konur voru svo hrifnar
að þær hafa stungið upp á því að
BSRB konurnar flytji revíuna í
Svíþjóð á kvennaráðstefnu sem
haldin verður næsta vor þar í
landi.
Mikil aðsókn var líka að sýn-
ingu leikhópsins Perlunnar frá
Bjarkarási og birtist grein um
hana í dagblaði því sem gefið er
út á kvennaþinginu.
í gærkvöldi komu íslensku
konurnar á þinginu saman í boði
utanríkisráðherra, Steingríms
Hermannssonar, sem flaug utan í
gær til boðsins, og var glatt á
hjalla í mesta kvennakokkteil ís-
landssögunnar.
ny/iþ
Hörð barátta um annað sætið
Valur íannað sœtið eftirsigur á Skaganum. Keflvíkingar
losna ekki við falldrauginn. Enn tapa Völsungur og Leiftur
Fjórir leikir voru í I. deildinni í
gærkvöld en vegna landsleiks ís-
lendinga og Búlgara á sunnudag
var 12. umferðinni flýtt um
nokkra daga. Eftir þessa Ieiki hef-
ur deildin afmarkast enn frekar
og má gjarnan skipta henni í
þrennt. Framarar eru sem fyrr
lang efstir og eiga leik til góða í
þokkabót, en þeir sækja Víkinga
heim annað kvöld. Þá koma fimm
lið í hnapp, þ.e. Valur, KR, ÍA,
Þór og KA og munu þessi lið berj-
ast um Evrópusætið sem i boði er.
í neðri hluta deildarinnar eru síð-
an ÍBK, Vflringur, Leiftur og
Völsungur og er ekkert nema fall-
barátta framundan hjá þessum
liðum.
Valur-ÍA.............3-1 (1-0)
Leikur þessara fomu fjenda
var ekki upp á marga fiska enda
aðstæður heldur slæmar á Hlíðar-
endavelli. Grasvöllurinn var
fljúgandi háll vegna bleytu og
ekki hjálpaði stinningskaldi fyrri
hálfleiks mönnum að hemja
knöttinn.
Það leit lengi vel út fyrir að
Sævar Jónsson yrði eini marka-
skorari leiksins, líkt og gegn
Leiftri á dögunum, en það rættist
þó úr marksækni leikmanna áður
en yfir lauk. Sævar skoraði sumsé
fyrsta mark leiksins, en markið
gerði hann af stuttu færi á 32.
mínútu.
Það var svo ekki fyrr en á 79.
mínútu að Sigurjón Kristjánsson
skoraði annað markið og var það
nokkuð skemmtilegt. Atli Eð-
valdsson skaust þá inn fyrir vörn
Skagamanna og brunaði upp
hægri kant. í stað þess að reyna
að skora sjálfur gaf hann góða
sendingu fyrir markið á Jón Grét-
ar Jónsson sem var í upplögðu
færi. Ólafur Gottskálksson varði
skot hans en boltinn skaust í Sig-
urjón og í netið. Sigurjón bætti
síðan öðru marki við fjómm mín-
útum síðar þegar hann skaut á
mark Skagamanna af löngu færi.
Ólafur virtist ætla að verja en
missti boltann inn fyrir marklín-
una. Ólafur Þórðarson minnkaði
muninn fyrir Akurnesinga aðeins
mínútu síðar með skota af stuttu
færi eftir að Guðmundur Bald-
ursson hafði varið en misst knött-
inn frá sér.
Sigur Valsmanna verður að
skoðast nokkuð sanngjarn og eru
þeir því í öðm sæti deildarinnar.
Þór-Leiftur...........2-1 (0-0)
Þessi leikur var svo sannarlega
leikur hinna glötuðu tækifæra.
Þórsarar vom mun betri aðilinn
og hefði sigurinn getað orðið enn
stærri. Halldór Áskelsson átti
sérlega góðan leik með Þórsurum
°g byggði hann upp hverja sókn-
arlotuna á fætur annarri. í fyrri
hálfleik tókst hvomgu liðinu að
skora þrátt fyrir aragrúa tæki-
færa.
Það höfðu ekki liðið nema sjö
mínútur af síðari hálfleik þegar
Valdimar Pálsson skoraði glæsi-
legt mark. Hann fékk boltann á
miðjum vellinum og lék í átt að
marki Ólafsfirðinga. Eftir að
hafa leikið á mann eða tvo lætur
Valdimar vaða á markið og skot
hans af 25 metra færi hafnar efst í
fjærhorninu og algerlega óverj-
andi fyrir Þorvald markvörð.
Leiftursmenn gáfust ekki upp og
á 57. mínútu jafnar Steinar Ingi-
mundarson leikinn með marki af
stuttu færi eftir að Halldór Guð-
mundsson hafði komist inn í
sendingu varnarmanns.
Besti maður vallarins, Halldór
Áskelsson, skoraði svo sigur-
mark Ieiksins aðeins þremur mín-
útum síðar en þá átti Baldvin
markvörður langt útspark, Hlyn-
ur Birgisson nikkaði knettinum
aftur fyrir vöm Leifturs og eftir-
leikurinn var Halldóri auðveldur.
Þórsarar hefðu síðan getað bætt
við fleiri mörkum en aljt kom
fyrir ekki, enda sigur í höfn.
ÍBK-KA.............1-1 (0-1)
Keflvíkingar glíma enn við
falldrauginn eftir þetta, jafntefli
og munaði ekki miklu að þeir
hefðu tapað leiknum. Anthony
Karl Gregory skoraði fyrir KA í
fyrri hálfleik og stefndi allt í sigur
norðanmanna þar til aðeins tvær
mínútur voru til leiksloka. Þá
jafnaði Daníel Einarsson fyrir
Keflavík með marki beint úr
aukaspymu.
Völsungur-KR.......1 -3 (0-1)
Enn tapa Völsungar og er nú
ekki bjart um að litast hjá Hús-
víkingum. Björn Rafnsson
skoraði fyrsta mark leiksins á 32.
mínútu en fleiri urðu mörkin ekki
fyrir leikhlé. Pétur Pétursson
skoraði síðan mjög snemma í
síðari hálfleik með skalla eftir
sendingu frá Birni. Á 78. mínútu
leiksins skoraði Rúnar Kristins-
son þriðja markið með fyrstu
snertingu sinni á vellinum, en
hann var nýkominn inná sem
varamaður.
Skömmu síðar minnkaði Jónas
Hallgrímsson muninn úr víta-
spymu eftir að hann hafði verið
felldur innan vítateigs. Sigur KR-
inga var hins vegar öruggur og
stefna þeir væntanlega ótrauðir á
Evrópusætið.
Staðan
Fram......... 11 10 1 0 23-2 31
Valur........ 12 7 2 3 19-11 23
KR............12 7 1 4 19-13 22
lA........... 12 6 3 3 19-15 21
Fór...........12 4 5 3 15-14 17
KA............12 5 2 5 18-21 17
IBK...........12 2 5 5 14-21 11
Víkingur......11 2 3 6 9-17 9
Leiftur.......12 1 4 7 8-16 7
Völsungur .... 12 1 2 9 7-21 5
-þóm
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN - NÝTT HELGARBLAÐ