Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 13
stýrir dansinum
Ymsum sýnist heimurinn bera þess merki að það sé
djöfullinn sem ræður og eins gott að tilbiðja hann
Fjórir ungir menn koma saman
til svartrar messu síðla kvölds
undir eik einni í útjaðri Saar-
brucken í Vestur-Þýskalandi. Þar
loga kerti og þar brenna lampar
sem þeir hafa stolið úr irkjugörð-
um. Æðstipresturinn, sem Walter
heitir, sveiflar blóðugum hníf og
hefur í hinni hendinni hauslausa
hænu sem hefur verið pínd til
dauða andskotanum til dýrðar.
Sæöi í skál
Þungarokksmúsík, viskí, bjór
og hass sameinast um að koma
safnaðarmeðlimum í hina réttu
satanísku stemmningu. Þeir fara
með sínar særingaþulur með
hinni römmu alvöru villutrúar:
Lúsífer, herra myrkursins, heyr
þú oss! Þeir bæta við ýmislegu
guðlasti, sem þeim finnst væntan-
lega þeim mun meira bragð að
sem þeir eru aldir upp í strangri
kaþólsku: „Guð er dauður...
María mey, þú feita hóra...
Djöfulsmerki í Saarbrucken:
fimmhyrnd stjarna og talan 666.
Hóruunginn Jesús“. Fórnir eru
færðar til að blíðka djöfulinn,
„herra veraldarinnar og al-
heimsins" - ekki bara hænunni -
lærlingurinn Pétur, nítján ára
gamall atvinnuleysingi, úthellir
sæði sínu í skál fjandanum til
dýrðar.
Með þessu móti, segir æðsti-
presturinn Walter, komast menn
í snertingu við „vaíd drottnarans,
þessa nýju vídd“. Atvinnu-
leysinginn Pétur segir frá því með
glampa hins nýfrelsaða í augum
hve feginn hann er því að hafa'
spáð rétt í „vald hins illa“ og von-
ar að „loksins verði ég í hópi sig-
urvegaranna".
Ólétt eftir
andskotann
Vikuritið Spiegel kann frá því
að segja að slíkir hópar séu marg-
ir í Þýskalandi um þessar mundir,
engu líkara en ofvöxtur hafi
hlaupið í „harða“ djöfladýrkun.
Og er þá átt við það, að hér sé um
annað og meira að ræða en það
kukl sem byrjar á „andaglasi" (en
svo virðist sem skólakrakkar í
andaglasi hafi alveg sérstakan
áhuga á því að ræða við myrkra-
höfðingjann sjálfan). Atferli
Walters og hans nóta er annars
eðlis. Þeirgera það að helgisiðum
að murka lífið úr dýrum með
herfilegum hætti (orðrómur um
mannblót mun hinsvegar sjaldn-
ast eiga við rök að styðjast), þeir
smána kirkjugarða og rjúfa graf-
helgi - meðal annars vegna þess
að til að fá inntöku í suma söfnuð-
ina þurfa tilbiðjendur andskotans
að sýna þá hugprýði að næla sér í
mannabein úr vígðri mold, og
ættu lesendur íslenskra þjóð-
sagna svosem að kannast við at-
ferlið. Auk þess tengist einatt við
helgisiði djöfladýrkara kyn-
ferðislegt sukk sem ekki er langt
frá nauðgun og öðru ógeði. Geð-
læknar og sálfræðingar fá til með-
ferðar unglinga sem hafa farið
meir en illa út úr því að ganga í
djöflasöfnuði og búa þar undir
feiknarlegu fargi í þá veru að þeir
verði að gera eitt og annað sem
þeir hafa í rauninni viðbjóð á til
að sanna að þeir séu dyggir læri-
sveinar. Einn geðlæknir, sem
Spiegel ræðir við, hefur átt í
miklu basli með unga stúlku sem
haldin var ímyndunaróléttu - hún
taldi víst að Satan hefði getið sér
barn. Margt af því sem djöfla-
dýrkarar aðhafast varðar við lög,
en lögregla vill sem minnst af
þessu fólki vita, segist hafa nóg
með annað og háskalegra glæpa-
hyski.
Ruglað lið?
En svo má spyrja: eru hinir
djöfulmóðu barasta fáar undan-
tekningar, ruglað lið sem ekki er
ástæða til að gera mikið veður út
af - eða er hér um einhvern
krankleika í tímanum að ræða
sem ástæða er til að hafa veru-
legar áhyggjur af? Ekki gott að
vita. Nema hvað Satansliðið ein-
kennist mjög af þörf fyrir leið-
sögn og undirgefni, finnur með
sér einhverja sterka hvöt til að
ánetjast sterku valdi - og um leið
sleppa út úr veruleika sem er
óhagstæður og óviðráðanlegur.
Vald, vald, vald, er kjarninn í
formúlu þessa fólks - og svo aftur
sé vitnað í þann Pétur sem fórnar
sæði sínu og lætur Walter fá
kærustuna sína til brúks þegar
foringinn skipar - þá finnst hon-
um „æðislegt" að lúta valdi sem
„hefur heiminn í klóm sínum
hvort sem er“.
Altént er það svo, segir í grein
þeirri sem hér er stuðst við, að
djöfladýrkarar sýnast koma fyrst
og fremst úr hópi þeirra æsku-
manna sem hafa að litlu að
hverfa, búast ekki við neinu
góðu, telja sig svikna. Walter, sá
sem fyrr var nefndur, var gott og
kristilegt barn, en varð fyrir mikl-
um vonbrigðum með heiminn og
fylltist hatri á kristnu fólki. En
þversögnin er sú, að sá sem trúir á
djöfulinn verður að gera ráð fyrir
guði. Og stundum fer Walter úr
stríðsjakka sínum með táknum
Satans (fimmhyrnd stjarna, talan
666 osfrv.) og laumast inn í næstu
kirkju. En hvað hann hugsar þar,
ja það má guð vita. Eða and-
skotinn....
áb tók saman.
Altari til hins svarta messuhalds.
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13