Þjóðviljinn - 05.08.1988, Síða 17

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Síða 17
Flamengo dansflokkurinn Luis de Luis sýndi stór- kostleg tilþrifá sviðinu. Hér eru meðlimir hans í óða önn að setja á sig farðann skömmu fyrirsýn- ingu. MyndirAri. FLÖKKU- LÍFIÐ í BLÓÐINU Sirkuslífið er aldrei leiðinlegt en það getur verið þreytandi. Hjólhýsin eru heimili sýningarfólks stóran hluta ársins í Laugardalnum standa nú yfir sýningar Raluy sirkussins frá Spáni. 3000 manna sirk- ustjald blasir viö þeim sem aka eftir Suðurlandsbrautinni þessa dagana og allt í kring um tjaldið eru ýmsar gerðir af hjólhýsum sem eru heimili listamannanna stóran hluta ársins og má segja að þetta séu nokkuð frumstæð hýbýli miðað við þá steinkumbalda sem margir íslendingar eyða stórum hluta ævinnar í að byggja. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans fylgdust með sýningu sirkussins á dögunum og litu inn til sýningarfólksins á meðan það var að undirbúa sýningu. Það er í mörg horn að líta en þrátt fyrir að manni virðist fjöl- margt vera ógert 10 mínútum áður en sýning hefst er engínn asi á mönnum, öll handtök hafa ver- ið framkvæmd ótalsinnum áður og það er greinilegt að hér er samstilltur hópur á ferð þar sem hver hefur sínu ákveðna hlut- verki að gegna, börnin líka. Allt smellur svo saman rétt í þann mund sem yngstu áhorfendurnir taka að ókyrrast og inn á svið ganga trúðarnir, ómissandi fígúr- ur í uppákomum sem þessum. Með örfáum svipbrigðum og ein- földu látbragði vekja þeir upp samúð áhorfendanna og fá alla til að hlæja að klaufaskap sínum. - Það gera fæstir áhorfendur sér grein fyrir hversu mikill undirbúningur liggur að baki hverri sýningu, kúnstir lista- mannanna eru oft erfiðari en þær sýnast og krefjast mikillar þjálf- unar, auk þess sem þeir þurfa síf- ellt að æfa ný atriði, segir Carlos Raluy sirkusstjóri sem er einn af fjórum bræðrum sem reka sirkus- inn. Sirkusinn hefur verið starfandi í meira en 30 ár og eins og algengt er í þessum bransa tekur hver kynslóðin við af annarri. Fjöl- sicyldufaðirinn sem stofnaði sirkusinn er nú sestur í helgan stein, bræðurnir fjórir starfa allir með sirkusnum og börn þeirra eru þegar farin að taka þátt í sýn- ingunum. Sirkuslífið er talsvert frábrugð- ið því sem gerist og gengur meðal venjulegs fólks. Fjöllistamenn- irnir búa í hjólhýsum stóran hluta ársins og ferðast land úr landi og hafa skamma viðdvöl á hverjum stað. Innandyra í hjólhýsunum er þó ekki ósvipað um að litast og maður á að venjast á íslenskum heimilum. Myndir af ættingjum á veggjum, kaffi á könnunni og sjónvarpið á sínum stað. Lista- mennirnir eru heldur ekki eins framandi og þegar þeir eru á svið- inu í glansgöllum með sjálflýs- andi skrauti og mikinn farða á andlitinu. - Það eru ferðalögin til hinna fjölmörgu landa sem gera þetta starf spennandi og það að geta boðið áhorfendum upp á skemmtilega sýningu er mjög gaman. Það ríkir alltaf spenna fyrir hverja sýningu því hættan á því að eitthvað fari úrskeiðis er alltaf fyrir hendi, segir Luis Ral- uy. Hann leikur trúð á sýningun- um hér á landi en er líka liðtækur loftfimleikamaður. Zemganno-fjölskyldan er þýskur loftfimleikahópur sem er í för með sirkusnum hingað. Þau hafa sömu sögu að segja um upp- runa sinn og Raluy-bræðurnir; foreldrar þeirra hjóna voru sirk- usfólk og þau ólust bæði upp á Fyrsta skrefið í að gera mann að trúðierað setja þessa hvítu málningu á andiitið. Ziska Zemganno byrjaði að sýna loftfimleika þegarhún var 16ára.Hérer hún að undirbúa sig fyrir sýninguna í hjólhýsi sem hún hefur útaf fyrir sig. ferðalagi um Evrópu. Börn þeirra hafa nú fetað í fótspor for- eldra sinna og taka þátt í sýning- unni með þeim. - Við erum alin upp í þessu umhverfi og höfum unnið við þetta allt okkar líf. Ég býst við að við gætum ekki búið á sama stað allt árið, það er eithvert flökku- eðli í blóðinu, segir Aiex Zem- ganno Ioftfimleikamaður og kona hans Brigitte samsinnir þessu. Þau hafa starfað með Ral- uy sirkusnum undanfarið ár ásamt börnum sínum en í gegnum árin hafa þau starfað með fjöl- mörgum fjölleikahópum víðs vegar um Evrópu. Alex neitar því þó ekki að oft geti flökkulífið verið þreytandi og því fylgi ýms vandamál. Loftfimleikar eru áhættusöm atvinnugrein og oftar en einu sinni hafa þau þurft að vera frá vinnu vegna meiðsla. Síðast var hann óvinnufær í sjö mánuði vegna slyss á sýningu í Hollandi. Brigitte nefnir sem dæmi að það hafi oft verið erfitt þegar börnin voru yngri að samræma sirkuslífið þeirra skólagöngu. Eldri dóttir þeirra gekk í skóla í Briissel og bjó hjá ömmu sinni á meðan. í öllum fríum sínum ferð- aðist hún ein um þvera og endi- langa Evrópu til að geta eytt frí- unum með foreldrum sínum. Carlos og Luis létu vel af við- tökum íslendinga enda hefur ver- ið nær húsfyllir á öllum sýning- um. Þeir kvörtuðu þó yfir því að ekki væri mögulegt að koma hingað nema með brot af því sem þeir hefðu upp á að bjóða því bannað væri að taka dýrin með. Þeir sögðust eiga erfitt með að skilja slíkar reglur en láta það þó ekki aftra sér frá því að koma aftur næsta sumar ef tækifæri gefst. iþ *• • Kerry, dóttir Luis Raluy eraðeins 9 áraen erþegar farin að taka þátt ísýningum sirkussins. Búrhvalurinn er stærsti tannhvalurinn. Hér sést hann stökkva áður en hann kafar eftiræti. Talið er að hann geti kafað allt að 3000 metra og verið hátt í tvo tíma neðansjávar án þess að fylla lungun aftur lofti. Skoðið en drepið ekki Gæti hvalaskoðun orðið arðbærari atvinnu- vegur en hvaladráp? Það brostu ýmsir í kampinn þegar erlendir hvalfriðunarsinnar ráðlögðu íslendingum að gera frekar út á hvalaskoðun en hvala- dráp. Aðra eins fjarstæðu höfðu veiðimennirnir á Skerinu varla heyrt. En væri það svo fjarri lagi að nota hvalbátana, þessi síð- ustu gufuskip Norður- Atlantshafsins, til þess að sigla með erlenda sem og innlenda áhugamenn um hvali, út á miðin til þess að kynnast þessum risa- skepnum í návígi? Nýlega birtist í norska tímarit- inu, Norsk Natur, blaði norskra náttúruverndarsamtaka, athygl- isverð grein um hvalaskoðun. f greininni er það skoðað hvort slík útgerð gæti orðið arðbær í Noregi og kemst greinarhöfundur að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt sé að kanna þann möguleika. Mikill áhugi í Bandaríkjunum Hvalaskoðun er mjög vinsæl í Bandaríkjunum. Miljónir manna sigla á miðin með mönnum sem þekkja vel til og skoða hvalina í návígi. Talið er að á austurströnd Bandaríkjanna velti þessi við- skipti um hálfum miljarði á ári. Ahugi á hvölum er mjög mik- ill, einsog við íslendingar höfum orðið varir við. í Bandaríkjunum er fjöldi samtaka áhugafólks um hvalavernd og hvalaskoðun. Flest þessi samtök gefa út tímarit þar sem leikir sem lærðir fjalla um hvali út frá öllum hugsan- legum sjónarhornum. í þessum ritum er lagður grunnurinn að nútíma hvalarannsóknum í Bandaríkjunum. Þá hafa ýmsir skólar lagt mikla áherslu á að fræða nemendur sína um hvalina, þannig að mjög góður jarðvegur ætti að vera fyrir að seija hvala- skoðunarferðir í Norðurhöfum. Árið 1981 var stofnuð Norræn miðstöð hvalarannsókna, sem hefur höfuðstöðvar í Gautaborg. Miðstöðin kallast CSVD (Cent- rum för studier av valar och delf- iner, eða Miðstöð fyrir rannsókn- ir á hvölum og höfrungum). Innan þessara samtaka starfar fólk með mjög mismunandi menntun og áhugasvið. Þarna er allt frá málfræðingum til sjávar- líffræðinga. Eitt eiga þeir þó sam- eiginlegt, en það er áhuginn á hvölum. Samtökin eiga einn bát, „Gömlu býfluguna“, sem á sumrin fer í ferðir meðfram Nor- egsströndum. Árlega ferðast fleiri hundruð ferðamanna frá Evrópu og Bandaríkjunum með bátnum, bara til þess að sjá hval- ina í sínu náttúrlega umhverfi. í sumar þurfti að bæta einum báti við til þess að anna eftirspurn- inni. Sá bátur nefnist „Vorkom- an“ og er gerður út frá Andenes í Noregi. Þeir sem fara í skoðunarferð með Vorkomunni sækja auk þess tveggja daga ráðstefnu í Ande- nese sem CSVD-miðstöðin standa fyrir. Kúvending Hinar svokölluðu vísindahval- veiðar Islendinga hafa mætt mikilli andstöðu víða um heim og núna berast fregnir frá Banda- ríkjunum um að verslunarkeðjur þar neiti að skrifa undir sölu- samninga á fiskblokk vegna hval- veiðanna. Það er því verðugt um- hugsunarefni fyrir íslensk stjórnvöld að kanna það hvort grundvöllur sé fyrir því að gera hvalbátana út sem skoðunarbáta og nota Hvalstöðina sem miðstöð rannsókna og til ráðstefnuhalds um hvali á norðurslóðum, á með- an bann við hvalveiðum stendur yfir. Það er ekki að efa að slík kú- vending myndi vekja mikla lukku og verða okkur góð auglýsing, auk þess sem fastlega má búast við að fjölda hvalaáhugamar’ia myndi fýsa mjög í hv i- skoðunarferð í Norður-Atl. hafi. Ágóðann mætti svo no 1 áframhaldandi rannsóknn í i- astofnunum. áöf 16 SÍÐÁ - ÞJÓÐVIUINN _ NÝTT HELGARBLAÐ NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.