Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 19

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Side 19
Jakobína Sigurðardóttir rithöfundur segist hafa séð á eftir ýmsum fuglum sem flugu hjá og komu aldrei aftur. „ Hver veit nema þeir hafi hitt einhvern annan á flugi sínu. “ Mynd Sáf. inni. Ekki alls fyrir löngu voru þeir með þátt þar sem fjallað var um það þegar Bandaríkjamenn tóku við af Bretum hér á landi. Par kom fram hjá velmetnum Sjálfstæðismanni, að við ráðum ekki neinu umþað hvenær friðar- tímar eru. Við ákveðum ekki hvenær ófriði er lokið heldur eru það Bandaríkjamenn. Pótt ég flyttist að Garði eftir inngönguna í NATO, þá eru þau mál óskild. Ég var að vinna í sjálfu íhaldsgreninu, Varðarhús- inu, og vann þar við stærsta um- boð Happdrættis Háskóians. Ég ákvað þá að skreppa hingað norður í Mývatnssveit í sumarfrí með systur minni. Á leiðinni kynntumst við systur Þorgríms Starra, en hann bjó hér að Garði. Hún fór með okkur hingað að Garði og hér hitti ég Starra. Við vorum mjög á svipuðum nótum og áttum samleið í hermálinu einsog svo mörgu öðru. Vorið 1949 fluttist ég svo hingað.“ Skáldin þreytt á að ríma Jakobína vakti fyrst athygli á sér sem ljóðskáld, en haustið 1953 birtist fyrsta ljóðið eftir hana á prenti. Pað var ljóðið Hugsað til Hornstranda. „Ég orti það þegar NATO- herinn ætlaði að æfa innrás á Hornströndum. Þá gerði mikið óveður, svo það varð að fella nið- ur æfingarnar. Pegar þessi fyrstu kvæði mín komu fram voru miklir bylting- artímar í íslenskri ljóðagerð og var mikið rifist um það hvort yrkja mætti án endaríms. Ég get tekið undir með tengdamóður minni þegar hún sagði: Æ, mér finnst ég skilja það vel að skáldin séu orðin þreytt á að ríma. Þessum kvæðum mínum var hampað af ýmsum, t.d. af Bimi heitnum Þorsteinssyni sagnfræð- ingi. Hann vildi að ég héldi mig við kvæðin. Hann sagði að skáld- sögur væru 90-95% vinna og þau fimm til tíu prósent, sem á vant- aði, skáldskapur. Ég var á ann- arri skoðun og er það enn. Ef við tökum Snöruna sem dæmi, þá gerði ég margar tilraunir við hana áður en ég datt niður á það form sem ég vildi hafa á sögunni.“ Pað var ekki fyrr en 1959 að fyrsta bók Jakobínu kom út, en það var Sagan af Snæbjörtu Elds- dóttur og Ketilríði Kotungsdótt- ur. Ári seinna kom svo kvæða- safn hennar út. Smásagnasafnið Púnktur á skökkum stað kom árið 1964. Ári seinni kom svo fyrsta skáldsagan eftir Jakobínu, Dægurvísa, og vakti hún mikla athygli fyrir djarfa tilraun með form og var hún lögð fram af ís- lands hálfu í samkeppninni um bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 1966. „Þeir vom eitthvað áhuga- lausir hjá Máli og menningu svo ég fór með Dægurvísu til Olivers Steins í Hafnarfirði. Hann hafði gefið út bækur eftir konur, svo ég hugsaði með mér að þar væri út- gefandi sem væri óhræddur við konur. Samstarfið við hann var með miklum ágætum og hann gaf líka út þrjár næstu bækur mínar; Snömna, smásagnasafnið Sjö vindur gráar og Lifandi vatnið. Mál og menning gaf svo út skáld- söguna í sama klefa, sem kom út árið 1981. Viötökurnar blendnar Mér finnst mikill munur á að vinna að skáldsögu og smásögu, næstum jafn mikill munur og að vinna að ljóði og skáldsögu. Kveikjan getur verið af svipuðum toga, en sérhvert söguefni leitar að sínu ákveðna formi. Mér fannst ákaflega girnilegt að reyna að láta persónurnar koma fram í samtölum. Ég notaði töluvert eintal. Snaran er á vissan hátt eintal og þó ekki því viðmæl- andinn er alltaf nærstaddur. Sögumaður tekur alltaf upp hluta af því sem viðmælandinn hefur sagt og leiðir út frá því, en þetta form hentaði söguefninu og mér mjög vel. Eintalið er mun hreinna í smásögunni Lífshætta. Þar talar kona inn í hug sinn um heimsókn sem hún hefur fengið og viðmælandinn er hvergi nær- staddur. Þessa sögur hefði verið hægt að skrifa í samtalsformi, en ég kaus að hafa þetta svona. Viðtökurnar sem bækur mínar fengu voru yfirleitt góðar; þó voru ritdómar ekki mjög hlið- hollir. Þannig var Guðmundur Hagalín mjög ánægður með fyrri hlutann af sögunum í Púnktur á skökkum stað, en svo kom ég að hernámsmálunum og þá sá ég rautt og mér fötuðust öll tök, að hans mati. Erlendur Jónsson skrifaði um Snöruna þegar hún kom út og ótt- aðist mest að bókin bærist út fyrir Iandsteinana og gæfi út- lendingum ófagra mynd af á- standinu hér. Bæði Snaran og Lifandi vatnið hafa verið þýddar á sænsku og það hefur held ég ekkert þjóðarmein hlotist af því ennþá. Snaran var hugsuð sem að- vörun til þjóðarinnar. Sem rit- höfundur leyfist mér að ýkja á- standið en ég verð að segja, að því miður finnst mér ekki stefna í rétta átt. Er ekki verið að tala um að hleypa erlendum auðhringum í íslensk fyrirtæki? Er ekki verið að hleypa þeim í bankana? Þeir fara ekki út í slíkt með annað hugarfar en að græða. Mér sýnist að við íslendingar ráðum ekki einusinni við Hval hf., hvað þá ef erlendu auðmagni er veitt inn í landið. Það er stöðugt verið að segja okkur að hér sé allt á hausnum. Það er einsog allir séu að æpa á hjálp. Og nú á að bjarga hlutunum með erlendu auð- magni. Þegar mínar bækur komu út voru fleiri konur að gefa út bækur. Þá voru bækur kvenna kallaðar kerlingabækur. Hefurðu nokkruntímann séð þess getið hvað karlrithöfundur er margra barna faðir í umfjöllun um bækur hans? Þess var sérstaklega getið að ég væri fjögurra barna móðir og húsmóðir í Mývatnssveit. Ég vil bara jafnrétti á milli kynjanna. Það getur vel verið að karlar vilji komast í þá stöðu að vera veikara kynið, en ég vil ekki veita þeim það. Ég er ekki trúuð á það að konur njóti forréttinda. Ég hef skrifað mikið um firr- inguna milli fóiks. Ég held að þetta mikla vinnuálag og fjöl- miðlafár sé mjög ógagnlegt. Fólk þarf að kunna að velja. Það sest örþreytt við sjónvarpið og sofn- ar. Það talar sjaldan saman. Þeg- ar fólk les bók finnur það fyrir þörf hjá sér að tala saman um bókina, en mjög sjaldan virðist það þurfa að tala um það sem það sér í sjónvarpinu. Þetta er skrítið en bókin kallar á öðruvísi þátt- töku fólksins. Loksins eitthvað nýtt Sumar bækur gera enn meiri kröfur til lesandans en aðrar, einkum þó kannski bækur sem byggja á nýju formi, því lesand- inn þarf að venjast forminu. Þannig gekk Thor Vilhjálmssyni framanaf illa að ná til lesenda og ég veit að þegar Guðbergur Bergsson birti skáldsöguna Tóm- as Jónsson metsölubók, þá áttu lesendur erfitt með að átta sig á bókinni. Ég fékk Tómas skömmu fyrir jólin og varð svo gagntekin af henní að jólaundirbúningurinn sat á hakanum. Að lokum sagði dóttir mín að annaðhvort færi hún eða Tómas að heiman. Loks- ins fannst mér eitthvað nýtt hafa komið í íslenskar bókmenntir. Allt sem Tómasi var fundið til foráttu stafaði af því hvernig bók- in var lesin. Það tekur sinn tíma að læra á nýja höfunda og nýtt form gerir alltaf meiri kröfur til lesandans en gamalt form. Tóm- as var svo ólíkur öllu sem ég hafði séð áður að mér fannst einsog það væri verið að skólpa af þjóð- inni. Fyrir nokkrum árum var ég í Hveragerði og Starri gaf mér þá skáldsöguna Hjartað býr enn í helli sínum, eftir Guðberg. Ég las bókina grátandi af hlátri. Síðan ætlaði ég að fá kynsystur mínar til þess að hiæja með mér að bók- inni, en það var ekki til neins. Ég þurfti lítinn svefn Ég er ekki bara bóndakona, það hefði ég aldrei getað orðið, en oft var erfitt að samræma vinn- una við skriftimar og störfin á heimilinu og ég sá því á eftir ýms- um fuglum, sem flugu hjá og komu ekki aftur. Hver veit nema þeir hitti einhvern annan á flugi sínu. Ég þurfti mjög lítið að sofa þegar ég var yngri og skrifaði því meirihlutann af bókum mínum á nóttunni þegar aðrir sváfu, en það hafði ég gert alla tíð. Þegar ég gerðist húsmóðir varð ég frjálsari með tímann en áður, því þá gafst mér tími til þess að hvfla mig frá annarri vinnu og setjast við skriftir. Kona sem vinnur t.d. vaktavinnu þarf læknisvottorð ef hún ætlar heim að hvíla sig, hvað þá ef hún ætlar að skrifa. Ég var því frjálsari með minn tíma að því leytinu, en auðvitað var oft erfitt að samræma þetta. Ákveðnum verkum er ekki hægt að fresta hjá þeim sem fást við búskap og börn taka hreinlega ekkert tillit til þess ef einhver á heimilinu ætlar að setiast niður við skriftir. Ég hef ekki með nokkru móti getað sleppt þeirri barnatrú minni að mennt sé máttur og að list sé máttur. Óskaplega hljóta íslendingar að hafa verið orðnir hungraðir í liti og tóna og eitthvað nýtt, ef litið er til þeirrar grósku sem er á þeim sviðum. Það sama gildir um bók- menntirnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að allir séu nóbels- skáld þótt þeir skrifi, en það er mjög margt jákvætt og athyglis- vert að gerast í bókmenntunum núna. Sjálf hef ég ekki getað unn- ið að neinu undanfarin ár. Þegar ég var yngri þurfti ég mjög lítinn svefn en þegar ég var komin á sjötugsaldurinn þurfti ég að fara að sofa og sofa. Það má vel vera að ég sé að vinna upp svefnleysi fyrri ára.“ _Sáf V. NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.