Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 25

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 25
BARNAKOMPAN Umsjón: KRISTÍN VALSDÓTTIR ANDRÉS GUÐMUNDSSON O |0 ♦ • -T Mynd: Dragðu strik á milli tölustafanna í réttri röð. Byrjaðu á 0 og endaðu á 10. Þá áttu að fá mynd af...........ja, hvað skyldi það nú vera. Síðan getur þú litað hana ef þú vilt. Pappírs föndur Hér kemur einföld gerö af höttum sem t.d. er alveg upp- lagt að búa til fyrir afmæli. Þar og ef þú átt bara hvítan pappír nú, myndirnar ættu að band eða teygju í hann svo að er hægt að útbúa þá í öllum þá er bara að Kta hann sjálf- skýrasigsjálfarogþegarhatt- hann haldist á höfðinu. stærðum úr allskonar pappír (ur). urinn er tilbúinn er bara að fá Góða skemmtun. Það er nú það Vissuð þið að júlí og ágúst heita eftir róm- verskum keisurum, þeim Júlíusi keisara og Ágúst- usikeisara. Á táknmáli eru mán- uðirnir sýndir á svoiítið annan hátt og hér ætlum við að sýna ykkur hvern- Júlí: Á sennilega að tákna ig sumarmánuðirnir eru hita Þy' iúlí er oftasí heitastl % í'ítsnmón mánuður arsins her a norður- a taKnmau. hvelj jarðar Júní: Táknið á að sýna reykinn sem leggur upp af Jónsmessubálinu, en víða á Norðurlöndum eru kveikt bál á Jónsmessunni. Ágúst: í ágúst tínum við berin og þetta tákn á að minna okk- ur á það. w I SVEITINNI í sveitinni er gaman þar spila margir saman. Beljan mjólkar brátt því fiðlan spilar hátt. ÍKringlunniergaman að hlaupa til og frá. Þangað fara margir saman þótt maður klessi á. Sigga 9 ára NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25 FLÖSKUSKEYTI í stríði við síma- klámið Árleg velta símakláms í Banda- ríkj unum er um 110 milj aröar króna en eitt klámsamtal kostar um 2.300 krónur. Bandaríska út- varpsréttarnefndin (FCC) stend- ur nú í stríði við símaklámkj aft- ana og hefur bannað símaklám á milliríkja. Klámkjaftarnirhafa virt bannið að vettugi og nýlega úrskurðuðu dómstólar í New York og Los Angeles að ljósblátt símaklám væri heimilt á milli ríkja en gróft klám óheimilt (hvemig sem þeir ætla nú að fylgjast meðþví). Búrhvalurinn sveltur Búrhvalurinn er stærstur tann- hvala. Hann er hjarðdýr, sem lifir ísuðurhöfum, en karldýrin halda norður á bóginn eftir að fengi- tíma lýkur. Aðal fæða búrhvals- ins eru kolkrabbar. Maginn er þrískiptur og hafa vísindamenn fundið leifarnar af 18.000 kol- kröbbum í meltingarfærum eins hvals. Búrhvalirnirveiðaþví meira af kolkröbbum en allur fiskiskipafloti heimsins. Rann- sóknir á 200 hvölum sem veiddust við ísland, áðuren búrhvals- veiðar voru bannaðar, leiddu í ljós að margir hvalanna sultu. í stað kolkrabba virtist steinbítur vera aðalfæða hvalanna sem veiddust hér. Sú niðurstaða kom bresku vísindamönnunum mjög á óvart. Fram til þessa hefur verið álitið að karldýrin syntu til norðurs í leit að ríkulegri fæðu, en þeir virðast ekki hafa fundið hana. Goshætta í Mexíkó Það em ekki bara íslendingar sem óttast gos þessa dagana, því í Mexíkó bendir allt til þess að eld- fjallið Colima, sem er í 480 kíló- metra fjarlægð frá Mexíkóborg, muni gjósa á næstu árum. Jarð- fræðingar óttast að gosið verði það stærsta í vesturheimi síðan að Saint Helen sprakk í Washing- tonríki 1980. Um 200 þúsund manns búa í nágrenni fjallsins og er óttast mjög um að kröftugt eld- gos geti grafið byggðina undir hrauni og ösku. Undanfarnar aldir hafa skipst á virk og óvirk tímabil í eldfjallinu Colima og varir hvert tímabil í um hálfa öld. Árið 1961 hófst virkt tímabil í eldfjallinu en síðustu tvö skiptin sem eldfjallið hefur verið virkt hefur það endað með mikilli sprengingu, árið 1818 og 1931. Jarðfræðingar búast við að sagan endurtaki sig á næstu 10 til 20 árum. % Loklok oglæs Þá er loksins búið að finna upp lykil sem ekki er hægt að gera stælingu á. Framleiðendurnir fullyrða að enginn möguleiki sé að gera eftirmynd hans. Auk venjulegra lykilhaka er lykillinn með tölvustýringu, sem hægt er að mata á ótal vísu. Lykillinn gengur bara að einni skrá en einnig er hægt að mata hann þannig að aðeins einn maður geti notað hann. Týnist lykillinn er hægt að breyta læsingunni á svip- stundu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.