Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 27

Þjóðviljinn - 05.08.1988, Page 27
NÝTT HELGARBLAÐ - ÞJÓÐVILJÍNN - SÍÐA 27 Tónhaus fyrir hljóðrásina. Myndbandaskólinn 2 Videotromlan. ÓLAFUR ANGANTÝSSON TÓK SAMAN ífyrstahluta þessa greinaflokks fjölluðum við lítillega um upptökuvélina. í dag höldum við umfjöllun- inni um tækjabúnaðinn áfram með því að taka fyrir myndsegulbandstækið og sjónvarpsviðtækið. Við vilj- um minna á að hér er um töluverða einföldun á flóknu ferli að ræða. Myndsegul- bandstækið Ef við byrjum á því að líta ofur- lítið nánar á sjálft myndbandið (Mynd 1), þá komumst við að raun um, að það byggir í reynd á sömu tæknilegu og eðlisfræðilegu forsendu og venjuleg segulbönd fyrir hljóðupptökur. Grunnurinn er örþunn en níð- sterk plastfilma (2) sem þakin er þunnu gelatínlagi (3). í þetta ge- latínlag (sem er í raun svipaðs eðlis og venjulegt matarlím) er síðan sáldrað ógrynni örsmárra segulmagnaðra málmkristalla. Við getum til hægðarauka ímynd- að okkur þá sem ótölulegan fjöl- da örsmárra segulnála í áttavita, með norður- og suðurskauti. Lag (1) er síðan búið þeim ágæta hæfi- leika að varna því að stöðuraf- magn myndist kringum bandið við núning, þegar það rennur gegnum tækjabúnaðinn. Slíkt gæti hæglega truflað skráningu rafsegulboðanna á bandið. Á myndbandið (Mynd 2) eru skráðar þrjár rásir. Á rás (1) eru skráðar upplýsingar um hljóðið (tvær rásir á stereo-tækjum). Myndupplýsingarnar eru skráðar skáhallt og þvert yfir bandið á rás (2) . Og á þriðju rásina s.k. stýrir- ás (3) eru skráðar upplýsingar um hversu hratt bandið gekk gegnum tækið á upptökustundinni. Er þetta gert til þess að tryggja að það verði leikið aftur á sama hraða þegar árangur upp- tökunnar er skoðaður. Þessi þriðja rás samsvarar s.s. „perf.“- götunum svokölluðu á köntum kvikmyndafilmunnar. Lítum nú ofurlítið nánar á hvemig myndsegulbandstækið skráir upplýsingar um mynd og hljóð á bandið. (Mynd 3): Bandinu er fyrst rennt yfir s.k. útþurrkunarhaus (1). Útþurrkun- arhausinn er segulspóla, sem myndar mjög sterkt segulsvið ef straumi er hleypt á hana. Við getum einfaldað málið með því að fullyrða að þegar bandinu er rennt framhjá út- þurrkunarhausnum, þá sé ör- Upptökuhaus. 2 stakra myndramma á kvikmynd- afilmunni. Á videótromlunni eru síðan afspilunar- (3) og upptökuhaus (4) og í sumum tilfellum einnig útþurrkunarhaus fyrir mynd (5), ef tækjabúnaðurinn gefur mögu- leika á að leggja nýja mynd yfir hljóð. Upptökuhausinn (4) er segul- spóla, líkt og útþurrkunarhaus- inn (1) og er það einmitt hér sem rafboðin frá upptökuvélinni enda, eftir að elektrónubyssan hefur lesið hleðslu markskífunn- ar. Rafboðin fara s.s. í gegnum upptökuhausinn, sem myndar um sig missterkt segulsvið, allt eftir styrk rafboðanna frá upp- tökuvélinni. Litlu segulnálarnar á myndbandinu laga sig síðan eftir þessu segulsviði jafnóðum og bandið líður framhjá upptöku- hausnum. Skráir hann þannig á bandið allar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til að varð- veita elektrónísku myndina sem í upphafi var skráð á markskífu upptökuvélarinnar. Eftir að myndin hefur verið skráð á bandið, er því enn rennt yfir rafspólu, tónhausinn svokall- aða (6), sem sér um að skrá á bandið þau rafboð sem berast frá hljóðnema upptökuvélarinnar. Aðrar tromlur á myndinni (7 og 8) eru til þess gerðar að halda bandinu strekktu og stýra því rétta boðleið yfir mynd- og tón- hausa tækjabúnaðarins. Sjónvarps- viötækið Eftir að afspilunarhaus mynd- segulbandstækisins hefur lesið upplýsingarnar, sem felst í segul- sviðsmunstri því, er skráð hefur verið á myndbandið eru þær upp- lýsingar magnaðar upp og sendar af stað til sjónvarpsviðtækisins (Mynd 4). I myndlampa sjónvarpsviðtæk- isins eru rafboðin fyrir frumlitina þrjá (rautt, grænt og blátt) greind sundur og komið fyrir í elektrón- ubyssu lampans (1). Búnaður þessi skýtur síðan þremur elekt- rónugeislum (2), (einum fyrir hvern af frumlitunum þremur) gegnum rist (3), sem húðuð er röð örmjórra ljósnæmra fosfórráka (4) og þekja þær allan skjáinn. Þannig stafar t.d. rauðri birtu af fosfórnum, þegar geisli úr rauðu elektrónubyssunni hafnar á skjánum. Lýsir hann sömuleiðis í bláu, eða grænu í viðkomandi punktum, þegar elektrónubyss- unni eru gefnar skipanir um að senda slíka geisla fram í skjáinn. Blæbrigði litanna ráðast af styrk rafboðanna til elektrónubyss- unnar hverju sinni. Sjónvarpsskjárinn (5) stafar skærari birtu á þeim svæðum, þar sem elektrónugeislinn hæfir fos- fórhúðina með hvað mestum styrk. Á þeim svæðum þar sem styrkur geislans er minni, hæfa færri elektrónur fosfóragnirnar og verða því þau svæði dekkri. Þetta samspil ljóss og skugga á skjánum samsvarar fullkomlega rafhleðslu hinnar elektrónísku myndar á markskífu myndlampa myndavélarinnar. Hefur því sjónvarpsviðtækið fullkomnað ferlið og birt okkur á skjánum eftirmynd þeirra at- burða, er upphaflega urðu hvat- inn að því, að við yfir höfuð tókum fram myndavélina. Hvort heldur það voru kankvís glott leiðtoga stórveldanna á tröppum ráðstefnuhallarinnar í Höfða, eða barnabörnin að taka fyrstu reikulu sporin ut í lífið. Látum við þar með staðar numið að sinni, og þykjumst nóg hafa fjallað um tæknilegar for- sendur málsins í bili. í næsta hluta þessa greinaflokks munum við í þess stað beina sjónum að mynd- máli hinna lifandi mynda. Ásamt því hvemig við getum nýtt okkur hefðir þess og venjur, til að koma okkar eigin hugverkum á fram- færi við aðra. ó.A. 1 smáu segulnálunum í gelatínlagi segulbandsins raðað upp í reglu- legt munstur, með norður- og suðurendann eftir bandinu endi- löngu. Eftir að eldra myndefni hefur þannig verið þurrkað út af mynd- bandinu er því rennt skáhallt yfir vídeótromluna svokölluðu (2), sem snúið er með jöfnum takti og skráir bæði nýja mynd og les af bandinu eftir þörfum. Myndin er s.s. skráð þvert á bandið ólíkt hljóðinu, sem er skráð eftir því endilöngu. Getum við til einföld- unar fullyrt að þessi skráning myndupplýsinganna þvert á bandið samsvari skráningu ein-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.