Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR
Öskjuhlíð
Steypan kostar
107 miljónir
Borgarráð hefur samþykkt að
taka tilboði Hagvirkis hf. í upp-
steypu útsýnishúss á geymum
Hitaveitu Reykjavíkur á Oskju-
hlíð fyrir rúmlega 107 mi|jónir
króna. Sú upphæð er þó 20%
hærri en upphafleg kostnaðar-
áætlun gerði ráð fyrir en heildar-
kostnaður við byggingu útsýnis-
hússins er áætlaður um 500 milj-
ónir króna eða Grandaverð.
Aö sögn Sigurjóns Péturssonar
var hér um að ræða lokað útboð
og því skylda að taka lægsta til-
boði þrátt fyrir að það væri hærra
en áætlað kostnaðarverð í upp-
hafi, eða 88,5 miljónir króna.
Aðrir sem buðu í verkið voru ís-
tak hf. sem bauð rúmlega 108,4
miljónir, Byggðaverk hf. ríflega
109,6 miljónir og Ármannsfell hf.
sem var með hæsta tilboðið uppá
rúmlega 132,7 miljónir króna.
Á borgarráðsfúndinum var
lagt fram bréf frá Innkaupa-
stofnun borgarinnar þar sem
stofnunin mælti með tilboði Ha-
gvirkis hf. en einn stjórnarmanna
stofnunarinnar, Tryggvi Þór Að-
alsteinsson sat hjá og lét bóka
eftirfarandi: „ Ég tel ekki einsýnt
að tilboði Hagvirkis hf. í bygg-
ingu útsýnishúss á Öskjuhlíð sé
lægst vegna frávikstilboðs ístaks
hf. í útboðsgögnum er gefinn
möguleiki á frávikstilboðum og
slík tilboð því jafngild öðru'm. Af
þessari ástæðu ma. sit ég hjá við
afgreiðslu málsins."
Á fundi borgarráðs tók Sigur-
jón Pétursson undir bókun
Tryggva Þórs, en að öðru leyti
sagðist Sigurjón vera á móti
byggingu útsýnishússins af þeirri
grundvallarástæðu að mun
brýnna væri að nota þessa fjár-
muni í önnur og þarfari verkefni
en byggingu útsýnishúss á hita-
veitugeymum Hitaveitu Reykja-
víkur á Öskjuhlíð. -grh
Steypukostnaður hringekjunnar á Öskjuhlíðinni er 20% yfir
kostnaðaráætlun borgaryfirvalda.
Laugalæk 2,
simi 686511, 656400
HAKK Á
ÚTSÖLU
Nautahakk á 399 kr. kg
ef keypt eru 5 kíló eða
meira
Kindahakk á 199 kr. kg
ef keypt eru 5 kíló eða
meira
TIL HAGSÝNNA
Naut í heilu og hálfu
395,- kr. kg - frágengið
Svín í hálfu og heilu
383,- kr. kg - frágengið
Laugalæk 2,
simi 686511. 656400
Finnstþér
tryggingar þínar
flóknarogóljósar,
dreifðarogdýrar?
Vilt þú breyta?
5AMVINNU
TRYGGINGAR
-Viljumbreyta