Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 10
ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 19. september í Lárusarhúsi kl. 20.30. Dagskrá: 1) Fundargerðir bæjarstjórnar 20. sept. 2) Önnur mál. Stjórnin Takið þátt í stefnumótun Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Málefnahópar Alþýðubandalagsins munu á næstu vikum efna til funda með flokksmönnum og stuðningsmönnum flokksins. Fundir þessir eru haldnir til undirbúnings umræðu og afgreiðslu í miðstjórn Alþýðubandalagsins. Þegar hafa verið ákveðnir eftirtaldir viðræðufundir: 20. september: Heilbrigðismálanefnd flokksins kynnir drög að stefnumótun í heilbrigð- ismálum á fundi í Reykjavík. 20. september: Húsnæðismálanefnd Alþýðubandalagsins kynnir drög að stefnumótun flokksins um nýtt húsnæðiskerfi á fundi á Akureyri. 21. september: Húsnæðismálanefnd Alþýðubandalagsins kynnir drög að stefnumótun flokksins um nýtt húsnæðiskerfi á fundi í Neskaupstað. 28. september: Fjölskyldu-, uppeldis- og menntamálanefnd Alþýðubandalagsins kynnir drög að stefnumótun á fundi í Reykjavík. Hver fundur verður nánar auglýstur síðar. Flokksmenn og stuðningsmenn flokksins eru eindregið hvattir til að mæta á þessa fundi og taka þátt í stefnumótun Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalaglð Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Aðalfundur Aðalfundur verður haldinn mánudaginn 19. septemberkl. 20.30 að Kirkjuvegi 7. Dagsrká: 1) Inntaka nýrra félaga. 2) Venjuleg aðalfundarstörf. Margrét Frímannsdóttir alþingismaður mætir á fundinn. Nýir fé- lagar velkomnir. Fjölmennum. Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kóþavogi Bæjarmálaráðsfundur Mánudaginn 19. september nk. klukkan 20,30 verður haldinn bæjarmála- ráðsfundur í Þinghól í Hamraborg. Dagskrá: 1) Kynntar nýjar hugmyndir um ræstingu í skólum bæjarins. 2) Staða framkvæmda sumarsins. 3) Önnur mál. Félagar hvattir til að mæta. Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsfundur Alþýðubandalagið í Reykjavík heldur félagsfund fimmtudaginn 22. september klukkan 20,30 að Hverfis- götu 105. Dagskrá: Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður og formaður þing- flokks Alþýðubandalagsins og Ás- mundur Stefánsson forseti Alþýðu- sambands (slands ræða stöðu þjóð- mála og horfurnar framundan. Félagar hvattir til að mæta. Steingrímur J. Sigfússon Ásmundur Stefánsson Stjórnin Fundir starfshópa Alþýðubandalagsins Stefna Alþýðubandalagsins í heilbrigðismálum Heilbrigðismálanefnd Alþýðubandalagsins efnir til fundar í Miðgarði, Hverfis- götu 105, þriðjudaginn 20. september. A fundinum verða kynnt og rædd drög nefndarinnar að heilbrigðismálastefnu Alþýðubandalagsins. Drögin voru kynnt á fundi í miðstjórn í maí og hafa verið birt í fréttabrefi Alþýðubandalagsins. Stefnt er að afgreiðslu á tillögum nefndarinnar í miðstjórn í nóvember. Á fundinum munu nefndarmenn gera grein fyrir stefnudrögum og þeim athuga- semdum sem fram hafa komið og síoan verða almennar umræður. Allir flokksmenn og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík og ná- grenni eru hvattir til að mæta. Heilbrigðismálanefnd Alþýðubandalagsins Borgarmálaráð ABR Skólamál í Reykjavík Fundur verður haldinn í borgarmálaráði Alþýðu- bandalags miðvikudaginn 21. september nk. klukk- an 17.00 að Hverfisgötu 105. Dagskrá: 1) Skólamál í Reykjavík. Málshefjandi Þorbjörn Broddason. 2) Önnur mál. Fulltrúar í borgarmálaráði og aðrir ABR-félagar hvattir til að mæta. Borgarmálaráð Þorbjörn Broddason Fyrirlestur Hrafnhildur talar um Nínu Hrafnhildur Schram listfræð- ingur heldur fyrirlestur um listak- onuna Nínu Tryggvadóttur og verk hennar í listasalnum Ný- höfn, Hafnarstræti 18, mánu- dagskvöldið 19. september kl. 20.00. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Samvinnutryggingar Axel ráðinn Hallgrímur áfram með Andvöku Stjórn Samvinnutrygginga á- kvað á fundi sínum í gær að ráða Axel Gíslason aðstoðarforstjóra Sambandsins til þess að taka við stöðu framkvæmdastjóra fyrir- tækisins í stað Hallgríms Sigurðs- sonar. Axel mun taka við stöðunni frá og með 1. janúar á næsta ári. Tekur hann þá við stjórn á öllum frumtryggingarrekstri félagsins og tilheyrandi starfsemi. Hall- grímur Sigurðsson fráfarandi framkvæmdastjóri mun halda áfram að stjórna endurtrygginga- málum félagsins og Líftrygginga- félaginu Andvöku, þar til hann lætur af störfum hjá félaginu 31. desember 1989. -grh Búvörusamningarnir Augljós árangur Þrjú ár eru nú liðin frá gildis- töku fyrsta búvörusamningsins. Hver er þá reynslan af honum? f mjólkurframleiðslunni hefur að- lögun að markmiðum samnings- ins gengið fljótar en áætlað var. Mjólkurvörubirgðir eru nú sem næst 17 mi|j. Itr. í stað 19 milj., eins og búvörusamningurinn gerði ráð fyrir. Nú í lok verðlagsársins eru kindakjötsbirgðir hinsvegar meiri en búvörusamningurinn gerði ráð fyrir, enda hafa tillögur framkvæmdanefndar um átak í sölu kindakjöts ekki náð fram að ganga. -mhg 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur Innritun í almenna flokka Eftirtaldar greinar eru í boði á haustönn 1988 ef þátttaka leyfir: TUNGUMÁL: íslensk málfræði og stafsetning. íslenska fyrir útlendinga. Lestrartækni fyrir fólk með lesgalla. Danska 1 .-4. flokkur. Norska 1 .-4. fl. Sænska 1.-4. fl. Þýska 1.-4. fl. Þýska 102 til prófs. Enska 1 .-5. fl. Enskar bókmenntir. ítalska 1 .-4. fl. ítalskar bókmenntir, kennari: Paolo Turc- hi. Franska 1 .-4. fl. Spænska 1 .-4. fl. Hebreska. Tékkneska. Portúgalska. Gríska. Latína. ATH! Nýtt: Enskar bókmenntir, kennari: Terry Gunnell. Þýska 102 til prófs. VERSLUNARGREINAR: Vélritun, Bókfærsla. Stærðfræði (grunnskólastig og framhaldsskóla- stig). VERKLEGAR GREINAR: Fatasaumur. Mynd- bandagerð (video), ný námskeið hefjast í byrjun nóvember. Skrautskrift. Postulínsmálun. Leður- smíði. Bókband. Að gera upp húsgögn. Ferða- mannaþjónusta (fyrir fólk með heimagistingu). Einnig er boðið upp á kennslu í dönsku, sænsku og norsku fyrir börn 7-10 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra barna sem kunna eitthvað fyrir í málunum. í almennum flokkum er kennt einu sinni eða tvisvar í viku, ýmist 2, 3 eða 4 kennslustundir í senn í 11 vikur. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Laugalækjar- skóla, Gerðubergi og Árbæjarskóla. Þátttökugjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist við innritun. INNRITUN í Gerðuberg og Árbæ verður 26. og 27. sept. kl. 19-21. INNRITUN í Miðbæjarskóla verður 21. og 22. sept. kl. 16-20 í Miðbæjarskóla. Námsfiokkar Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 1 " ' Útboð Snjómokstur og hálkuvörn f Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í snjómokstur og hálkuvörn veturinn 1988-1989: 1. í Gullbringusýslu 2. í Kjósarsýslu Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins, aðalgjaldkera, Borgartúni 5, Reykjavík, frá og með 19. þ.m. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 3. október 1988 Vegamálastjóri Aðalfundur Félagasamtakanna Verndar verður haldinn í Borgartúni 6, 5. hæð, fimmtudaginn 22. sept- ember n.k. kl. 17.30. Mætum öll, vel og stundvíslega. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.