Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 5
Varnarmálaskrifstofan Þorsteinn Ingólfsson: „Ekki ósennilegt aðþœr verði settar upp. Held að málið hafiekki verið lagtfyrirMannvirkjasjóð NATÓ. “ Vandamál hvernigáaðfóðraþað, að MannvirkjasjóðurNATÓ borgistöðvarn- ar, enda gagnast þœr ekki til hernaðarþarfa Þeim efasemdarröddum sem heyrst hafa hér á landi, um gagnsemi þeirra ratsjárstöðva sem nú er unnið að uppsetningu á, hefur að jafnaði verið svarað með þeirri staðhæfíngu að rat- sjárstöðvarnar auki öruggi um- ferðar, bæði í ísienskri iofthelgi og ekki síður á sjó. Þannig fengust Bolvíkingar til að samþykkja smíði ratsjárstöðvar á Bolafjalli, enda var staðhæft að öryggi sjó- farenda ykist til muna, þar með. Nú hefur það hins vegar verið viðurkennt að þær ratsjár sem upp verða settar, eru nánast gagnslausar til að fylgjast með sjóumferð og að sérstakar skiparatsjár verði að setja upp. Á sama tíma og verið er að setja upp þær ratsjár sem gagnast þörfum bandaríska hersins fyrst og fremst, virðast áður nefndar skiparatsjár hins vegar hafa gleymst. Ahugi varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins virðist ekki meiri en svo, að forstöðu- maður hennar,Þorsteinn Ingólfs- son veit ekki hvort rætt hafi verið við Mannvirkjasjóð NATÓ um að sjóðurinn borgi þessar ratsjár, sem á þó að gera það samkvæmt áliti Þorsteins. Heimildir Þjóð- viljans telja þó líklegra að ástæð- ur þessa framkvæmdaleysis séu aðallega tvær; í fyrsta lagi hafi aldrei staðið til að reisa hér sér- stakar skiparatsjár, heldur hafi verið til þeirra gripið í árróðurs- stríði fyrir gildi þess ratsjárkerfis sem nú er verið að setja upp og í öðru lagi að skiparatsjá til friðsamlegrar strandgæslu sé mannvirki, sem Mannvirkjasjóð- ur NATÓ geti ekki borgað vegna þess að hér er ekki um hernað- armannvirki að ræða. „Það hefur verið leitað að iausn og er verið að leita að lausn, en ég þori ekki að segja til um hver niðurstaðan verður. Það er ekki ósennilegt að það verði sett upp einhver minni skiparatsjá á Vestfjörðum,“sagði Þorsteinn Ingólfsson í samtali við Þjóðvilj- ann. En var ekki ætlunin að setja upp slíka stöð á norð- austurhorninu líka? Það var talað um að koma upp einni stöð til reynslu fyrst og fjalla síðan um málið í ljósi þeirrar reynslu. Það liggur ekki fyrir samningur um þetta." En tilheyra skiparatsjárnar þeim ratsjárstöðvapakka sem Mannvirkjasjóður mun borga? Meiningin hefur verið að þær komi endanlega inn í þetta, en þær eru komnar skemmra á veg vegna tæknilegra vandamála sem upp hafa komið.“ Hvaða tæknilegu vandamál eru það? Ég kann nú ekki að segja frá því, ekki er ég sérfræðingur í rat- sjártækni." En stendur ekki einfaldlega á að skiparatsjá til strandgæslu er mannvirki, sem Mannvirkjasjóð- ur NATÓ greiðir ekki, vegna þeirra skilyrða sem hann setur? „Nei, ég held að það sé ekki rétt að segja það. Hitt er rétt að Mannvirkjasjóðurinn setur ákveðnar kröfur eigi hann að kosta slíka hluti og það þarf að leysa úr því máli, áður en hægt er að leggja málið fyrir Mannvirkja- sjóðinn. Það var trú manna að hægt væri að sameina þetta í eina og sama radarnum og við það voru áætlanir miðaðar, en síðan kom í ljós að það var ekki hægt og nú er leitað lausna á því.“ En er búið að ræða við Mann- virkjasjóðinn um að hann borgi Voru vegfarendur hafðir að ginningarfíflum til að tryggja stuðning að frekari hernaðaruppbyggingu NATO hérlendis? þessa skiparatjá í samhengi við uppsetningu ratsjárkerfisins alls? „Ég held að þetta hafi ekki ver- ið lagt formlega fyrir Mann- virkjasjóðinn. Við erum ekki for- mlegir aðilar að sjóðnum og þar af leiðandi er ég ekki vel upplýst- ur um það sem þar gerist." Þannig að málið er sem sagt enn statt á skrifborði í varnar- málaskrifstofunni? „Við eigum von á tillögum frá Bandaríkjamönnum í ljósi athug- ana, sem standa yfir um það hvernig hægt er að standa að þessu máli,“ var svar Þorsteins Ingólfssonar, forstöðumanns varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. phh Skiparatsjár enn á skrífborðinu Borgarstjórn Ekkert aukafé til dagvistunar Tillögu um fjárveitingu til að afstýra neyðarástandi á dagvistarstofn- unum felld. Flokkuð undir óábyrga umræðu um fjámál Ríkismatið Kalt skal það vera „Þetta er ekki bara spurning um að reyna að forða verð- mætum frá skemmdum heldur einnig að ekki sé gengið um of á geymsluþol afurðanna. Fyrir utan þau áhrif sem léleg vara get- ur haft á viðkomandi markað“, sagði Halldór Árnason forstöðu- maður Ríkismats sjávarafurða. Sjávarútvegsráðuneytið hefur ákveðið að nýir aðilar fái hvorki að hefja saitfiskverkun né síldar- söltun nema að uppfylla ákvæði reglugerða um kæla. Starfandi saltendum var gefinn 2ja ára að- lögunartími til að koma sér upp kælum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þau eru ma. að við- komandi leggi fram ítarlega áætl- un um hvernig hann hyggst afla sér nægjanlegs kælirýmis fyrir sínar afurðir. Arið 1990 skulu all- ar vinnslustöðvar sem vinna af- urðir sínar í salt hafa komið sér upp kælibúnaði. Að sögn Halldórs Árnasonar er knýjandi nauðsyn á að koma kælimálunum í lag því á undan- förnum árum hafa átt sér miklar breytingar á verkun saltfisks og saltsíldar. Nú eru unnar léttsalt- aðar afurðir eins og tandurfiskur og léttsöltuð sfld, þar sem saltmagnið í hverri tunnu hefur minnkað úr 25 kílóum í 6,5 kiló. Þetta leiðir til þess að saltið eitt nægir ekki lengur til að vernda fískinn skemmdum. -grh Tillaga stjórnarandstöðunnar í borgarstjórn, um að verja allt að 35 miljónum til að halda starfsfólki og laða að nýtt til starfa á dagvistarheimilum, var felld snarlega af meirihlutanum. Kristín Á. Ólafsdóttir, Al- þýðubandalagi, útlistaði hversu alvarlegur starfsmannaskortur- inn væri, en fólk vantar í rúmlega 70 stöðugildi. Af þeirn sökum er ekki hægt að nýta um 430 rými á dagvistarheimilum borgarinnar, sem eru í heildina um 4.100. Hún sagði að þrátt fyrir að í janúar hefði nefnd á vegum borg- arráðs skilað þeirri meginniður- stöðu, „að bætt launakjör hafi mesta þýðingu fyrir starfsmanna- haldið“, hefði ekkert verið gert til að bæta launin. í samningun- um í vetur hefði öllum kröfum verið mætt af hörku og hagsmun- ir barna vikið fyrir hagsmunum þeirra er gættu peningahirslu borgarinnar. Byrjunarlaun 23 ára einstakl- ings eru nú tæp 40.000, en fara allt niður í 34 þúsund hjá 16-17 ára. Fóstrur byrja í 45.000 og fara hæst í tæp 70 þúsund. Það eru forstöðumenn á stærstu heimilin- um, með fullan starfsaldur og framhaldsmenntun. - Helst eru það kornungar stúlkur og mæður ungra barna, sem forvitnast um störf hjá Dagvist barna. Margar afþakka starfið er launin eru nefnd og segjast því rniður ekki hafa efni á taka þessari vinnu, sagði Kristín. Þó ekki sé hægt að hækka laun beint vegna verðstöðvunarinnr, mætti nýta fjárveitingu til að meta betur námskeið, endurmeta umbun fyrir álag á undirmönn- uðum deildum og fjölga tímum til undirbúningsvinnu, en þeir eru einungis 3 á viku nú. Júlíus Hafstein, Sjálfstæðis- flokki, sagðist ekki skilja hvað stjórnarandstaðan gæti alltaf ver- ið óábyrg í umræðunni um fjár- mál, tínandi til ráðhús og aðrar merkar framkvæmdir til saman- burðar. Hann taldi ástandið ekk- ert verra en oft áður og var fljótur að eyða nærri biðlistunum, með því að draga fjölda barna hjá dag- mæðrum frá. Lagði hann til að tillagan yrði felld og stjórnarand- staðan léti sér detta eitthvað snjallara í hug til að laða að starfsfólk á dagvistarheimilin mj SUJ Ungkratar móti stjóminni Búist við sviptingum á þingi ungra jafnaðarmanna í Keflavík á sunnu- dag. Átök um formannssœtið. Ályktað gegn ríkisstjórninni Idrögum að stjórnmálaályktun sem liggur fyrir þingi ungra jafnaðarmanna sem haldið verð- ur í Keflavík á sunnudag, er lýst andstöðu við aðild Alþýðuflokks- ins að núverandi ríkisstjórn. \Þessi stjórn sé dauð og flokkurinn og forystumenn hans hafi ekki getað komið fram baráttumálum jafnaðarmanna í þessari ríkis- stjórn. Því beri að slíta stjórnar- samstarfinu. Búist er við nokkrum átökum á þinginu, ekki um afstöðuna til ríkisstjórnarinnar, heldur um forystu sambandsins. Erlingur Kristensen varabæjarfulltrúi Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði mun láta af embætti formanns SUJ og svokallað „Varðbergslið“ innan SUJ með Davíð Björnsson við- skiptafræðing í forystu, hefur krafist þess að fá að ráða for- mennskunni að þessu sinni, en gengið illa að finna rétta manninn í embættið. Róttækari armurinn sem hald- ið hefur uppi starfi SUJ undan- farin ár ætlar ekki að láta sitt eftir og hefur verið mikið þrýst á Tryggva Harðarson bæjarfull- trúa í Hafnarfirði um að taka að sér forystuna, en hann hefur beð- ist undan því. Bendir flest til þess að niður- staðan verði sú að Birgir Árnason hagfræðingur og aðstoðarmaður viðskiptaráðherra sem orðaður Laugardagur 17. september 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5 hefur verið við framboð, hljóti að ekki verði einhugur um þá formennskuna en fullvíst þykir kosningu. -ig. Stórstúkan - Handritin óhæf Skáldsagnakeppnin framlengd Alls bárust sjö handrit í skáld- sagnakeppni Stórstúku Is- lands sem Stúkan efndi til í okt- óber sl. í tilefni 90 ára afmælis hennar. Ekkert af handritunum fullnægði gæðakröfum útgefenda og því hefur skilafrestur verið framlengdur til loka mai á næsta ári. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu skáldsöguna eða 200 þúsund krónur að viðbættum venjulegum ritlaunum. Dóm- nefnd áskilur sér rétt til að taka hvaða handriti sem er eða hafna öllum. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.