Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 17
Ólympíuleikar Ullehammer í náðinni Vetrarólympíuleikarnar verða haldnir í Lillehammer í Noregi árið 1994. Þetta var ákveðið af alþjóðaólympíunefndinni í Seoul en auk þeirra höfðu Svíar og Búlgarir sóst cftir keppninni. Það kom nokkuð á óvart að Noregur skildi hreppa hnossið en Svíar eru greinilega ekki í náðinni hjá nefndinni. Þeir hafa oft sótt um leikana en aldrei fengið en Noregur hefur áður haldið vetrarólympíuleika. -þóm IÞROTTIR Handbolti Hlutkesti réð úrslitum Svíar fá heimsmeistarakeppnina 1993 en Islendingar 95 Hlutkesti réð endanlegum úrs- litum um hvort íslendingar fengju að halda heimsmeistarak- eppnina í handknattleik 1993. Eins og kunnugt er hefur HSI sóst mjög eftir keppninni að undan- förnu en helstu óvinir okkar á handknattleikssviðinu, Svíar, sóttu einnig um keppnina. Á þingi alþjóðahandknatt- leikssambandsins, IHF, í Seoul var málið tekið fyrir og báru Austur-Þjóðverjar upp mála- miðlunartillögu sem hljóðaði upp á að önnur þjóðin hlyti keppnina árið 1993 en hin ‘95. Bæði Svíum og íslendingum leist vel á þessi málalok og var ákveðið að hlutk- esti skyldi ráða hvor fengi fyrri keppnina. Svíar voru getspakari og verður keppnin því í Svíþjóð 1993 en íslendingar munu halda heimsmeistarakeppnina tveimur árum síðar, árið 1995. Enda þótt keppnin sem upp- haflega var sótt um hafi fallið Sví- um í skaut ættu íþróttaáhuga- menn að vera ánægðir með þessi málalok. Við fáum altént að halda heimsmeistarakeppni og tvö ár til eða frá ættu ekki að skipta öllu máli. Þá ættum við að hafa meiri tíma til að undirbúa keppnina en ríkisstjórnin hefur ábyrgst byggingu nýrrar íþrótta- hallar í Laugardalnum. Hún á ekki að kosta „nema“ um hálfan miljarð en verður væntanlega allri íþróttahreyfingunni til fram- dráttar. Stærsti kosturinn við að halda keppnina 95 en þó senni- lega sá að ólympíuleikar verða árið eftir og til að komast á þá þurfum við að ná 1.-6. sætinu í HM. Það er því örugglega meiri möguleiki á að ná góðum úrs- litum á heimavelli og íslendingar mjög líklegir til að komst á leikana 96. Til upprifjunar má minna á að HM verður næst í Tékkóslóvakíu 1990 og vinna sex efstu þjóðirnar í Seoul sér þátttökurétt í þeirri keppni, auk gestgjafanna. Það er því möguleiki á að sjöunda sætið í Seoul gefi rétt til keppninnar, verði Tékkar í einu af sex efstu. Ólympíuleikar verða síðan í Barcelona á Spáni 1992, HM verður í Svíþjóð árið 1993, ís- landi 95 og eftirleiðis með tveggja ára millibili. -þóm Fótbolti 22 leikmenn valdir Landsleikur gegn Ungverjum í nœstu viku Ólafur Þórðarson hefur verið í byrjunarliði íslands í öllum landsleikjum ársins. Hann mun væntanlega fá gullúr fyrir sinn 25. landsleik gegn Ungverjum á miðvikudag. Ungverjar koma með landslið sitt hingað til lands eftir helgina og leika gegn Islendingum á mið- vikudag. Þetta er annar lands- leikur þjóðanna en sá fyrri fór fram í Búdapest í vor og lauk með sigri Ungverja, 3-0. Bæði liðin eru að sjálfsögðu að undirbúa sig fyrir leiki himsmeistarakeppninnar en ís- lendingar leika gegn Tyrkjum í Istanbúl 12. okt. og gegn Austur- Þjóðverjum 19 okt. Þann sama dag leika Ungverjar við Norður- íra en auk þeirra eru Spánn, fr- BRIDGE Naumur sigur Sveit Pólaris Reykjavík, skipuð þeim; Karli Sigurhjartar- syni, Sævari Þorbjörnssyni, Guðmundi P. Arnarsyni og Þor- láki Jónssyni, sigraði í Sanitas- bikarkeppni Bridgesambands fs- lands 1988. Sveitin spilaði til úrslita við sveit Braga Haukssonar Reykja- vík, eftir að hafa slegið út sveit Modern Iceland deginum áður. Sveit Braga sló út sveit Kristjáns Guðjónssonar frá Akureyri. Úrslitaleikurinn var jafn og spennandi allan tímann. Fyrsta lotan endaði 42-42, næsta lota 63- 66 fyrir Braga og þriðja lotan 22- 30 fyrir Braga. Staðan fyrir síð- ustu lotu var því 127-138 fyrir sveit Braga. í síðustu lotunni spil- aði sveit Pólaris afar þétt á sama tíma og menn Braga gáfu lítillega eftir. Lokatölur leiksins urðu 158-147 (160-149) eða 11 stiga munur. Sveit Pólaris er vel að sigri sín- um komin, enda atti hún kappi við sterkustu sveitir landsins í þessari keppni og sigraði þær all- ar. Sveitin verður fulltrúi okkar á næsta Rottnerás-móti, eins konar bikarkeppni Norðurlanda 1989. í mótslok afhenti Guðlaugur Guðlaugsson markaðsstjóri San- itas sigurvegurunum viðurkenn- ingu fyrir frammistöðuna. Magnús Ásgrímsson og Þor- steinn Bergsson sigruðu á Opna Hótel Valaskjálf-mótinu, sem spilað var um síðustu helgi. Að- eins 20 pör tóku þátt í mótinu. Mótið sjálft tókst vel. Keppnis- stjóri var ísak Örn Sigurðsson. Húsvíkingar hafa ekki gefist upp á að halda stórmótið í sveitakepþni, sem til stóð að spila í vor. Akveðið hefur verið að halda mótið helgina 26.-27. nóv- ember og vonast mótshaldarar til að spilarar fjölmenni. Stórglæsi- leg verðlaun verða í boði auk fjöl- da silfurstiga. Nánari upplýsingar veitir Björgvin Leifsson á Húsa- vík. Skráning í opna Stórmótið á Hótel Örk gengur mjög vel, eins og áður hefur komið fram. Mótið verður spilað 1.-2. október. Skráð er m.a. á skrifstofu BSÍ. Afar góð verðlaun eru í boði. Opna minningarmótið um Ein- ar Þorfinnsson verður spilað á Selfossi laugardaginn 15. októ- ber. Miðað er við að 36 pör taki þátt í mótinu, hámark. Skráð er á skrifstofu BSÍ og á Selfossi hjá Valdimar Bragasyni. Búast má við að fljótlega fyllist í mótið. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. SVERRIR HÓLMARSSON Næsta miðvikudag hefst barometer-keppni hjá Bridgefé- lagi Reykjavíkur. Skráninger hjá stjórninni. Hjá Skagfirðingum á þriðjudaginn er eins kvölds tví- menningskeppni, en þriðjudag- inn 27. sesptember hefst haust -barometertvímenningskeppni hjá félaginu. Skráningu annast Ólafur Lárusson hjá BSÍ. Hjá Breiðholti er einnig eins kvölds tvímenningur næsta þriðjudag, en síðan hefst þriggja kvölda tví- menningskeppni. f Kópavogi hefst þriggja kvölda tvímennings- keppni næsta fimmtudag. Hjá Breiðfirðingum á fimmtudaginn er væntanlega eins kvölds tví- menningskeppni. B.R. og Breiðfirðingar spila í Sigtúni, Skagfirðingar að Drangey v/ Síðumúla 35, Breiðholt í Gerð- ubergi og Kópavogur í Þinghól v/Hamraborg. Bridgeskólinn er að hefja hauststarfsemi sína að nýju. Guðmundur Páll Arnarson hefur umsjón með rekstri skólans. Síminn á skrifstofu Guðmundar er 27316. Aðalsteinn Jörgensen/Ragnar Magnússon og Hrannar Erlingsson/Matthías Þorvaldsson taka þátt í afmælismóti Stúdenta- klúbbsins í Kaupmannahöfn, um þessa helgi. Um 200 pör eru skráð til leiks. Valin hafa verið 20 pör til þátt- töku í afmælismóti Bridgesam- bandsins íslands í tilefni af 40 ára afmæli sambandsins. 20 fyrirtæki styrkja mótið og munu pörin spila fyrir hönd þeirra. Spila- mennska hefst kl. 14.00 laugar- daginn 24. september á Loft- leiðum. Keppnisstjóri verður Agnar Jörgensson en honum til aðstoðar Vigfús Pálsson. Og einn léttur. Hvað er það kallað þegar menn mæta til spila á einni löpp, með staf eða hækju undir armi? Að misstíga sig í vörninni .... (Hvað gerðist Jón?) land og Malta í riðlinum. Sig- fried Held, landsliðsþjálfari, hef- ur valið 22 leikmenn til undirbún- ings fyrir leikinn en endanlegur hópur verður valinn eftir leiki helgarinnar. í hópnum eru 4 leik- menn með erlendum liðum en eftirtaldir leikmenn voru valdir til leiks: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Brann.......24 Guðmundur Hreiðarsson, Víkingi ...1 Birkir Kristinsson, Fram........2 Aðrir leikmenn: ÁgústMárJónsson, KR............18 Arnljótur Davíðsson, Fram.......2 Atli Eövaldsson, Val...........52 Guðni Bergsson, Val ...........20 GunnarGíslason, Moss...........35 HalldórÁskelsson, Þór..........21 Kristinn R. Jónsson, Fram ......3 Ólafur Þórðarson, lA...........24 ÓmarTorfason, Fram.............30 Pétur Arnþórsson, Fram.........19 PéturOrmslev, Fram....... RagnarMargeirsson, ÍBK ... Rúnar Kristinsson, KR.... SigurðurGrétarsson, Luzern Sigurður Jónsson, Sheff. Wed Sævar Jónsson, Val........ Viðar Þorkelsson, Fram .. Þorsteinn Þorsteinsson, Fram ÞorvaldurÖrlygsson, KA ...30 ...32 ....5 ...21 ..15 ..43 ..19 ....9 ....7 Eins og sjá má munu Bjarni Sigurðsson og Ólafur Þórðarson leika sinn 25 landsleik verði þeir með og fá þeir gullúr frá KSÍ eins og venja er. Þá vekur það athygli að Ágúst Már Jónsson er kominn í hópinn á ný og Kristinn R. Jóns- son er er í hópnum en hann hefur lítið fengið að spreyta sig með landsliðinu. Leikurinn hefst kl. 17.30 á miðvikudag. Verð í stúku er kr. 600, í stæði kr. 400 og fyrir börn kostar kr. 150. Sjáumst! -þóm Fjölskylduhlaup að Reykjalundi Tilvalin útivera fyrir alla fjölskylduna Reykjalundarhlaupið ‘88 verð- ur haldið eftir eina viku, 24. sept- ember. Hér er um almennings- hlaup að ræða sem Reykjalundur gengst fyrir í samvinnu við SÍBS og er þetta í fyrsta sinn sem hlaupið fer fram. Fjórar vegalengdir standa keppendum til boða, 13, 6,3 og 2 kílómetrar að lengd. Sú stysta er eingöngu á malbiki og því tilvalin fyrir þá sem þurfa að styðja sig við hjálpartæki eða hjólastól. Vonast er til að sem flestir taki þátt í hlaupinu, hvort heldur fólk ætlar að hlaupa, ganga eða þarf að rúlla sér í hjólastól. Hlaupið hefst kl. 11.00 og verður boðið upp á léttar veiting- ar að Reykjalundi eftir að trimm- inu lýkur. Þá verða vegleg verð- laun veitt, ekki fyrir besta tímann heldur verður dregið um þau. Þátttöku ber að tilkynna í símg 666200 á virkum dögum milli kl. 8 og 16. Þar fást allar nánari upþ- lýsingar en þátttökugjald er kr. 400 og er bolur og veitingar inni- faldar í verðinu. -þóm Handbolti íslendingar lögðu Spánverja Kvennalandslið íslands lék á fimmtudagskvöld við Spánverja f Vestmannaeyjum og fóru með sigur af hólmi, 19-13. Sigurinn var nokkuð öruggur og var stað- an í leikhléi 10-7. Liðin leika aftur í alþjóðlegu móti sem hefst í Keflavík í dag en auk þeirra taka Portúgalir og B lið íslands þátt í mótinu. Þjóðirn ar eru allar í sama riðli C- keppninnar sem verður í Frakk- landi f október. Laugardagur 17. september 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.