Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 19
Nýtt tilboð frá Gorbatsjov Burt með herstöðvar frá S.A.-Asíu Vinsamlegar undirtektir á Filippseyjum - kuldalegar í Washington Míkhaíl Gorbatsjov, aðalráða- maður Sovétríkjanna, lýsti því yfir í ræðu í gær í Krasnoj- arsk, iðnaðarborg í Suður- Síberíu, að Sovétmenn væru reiðubúnir að leggja niður flota- stöð sína í Cam Ranh í Víetnam gegn því að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við herstöðv- ar sínar á Filippseyjum. Filipp- ínskur öldungadeildarþingmað- ur, sem er meðal helstu stuðn- ingsmanna Aquino forseta, hefur þegar tekið vel undir þetta, en gat Gorbatsjov - risaveldin dragi úr hernaðarumsvifum f Suðaustur-Asíu og á Kyrrahafssvæði. þess að vísu um leið að ekki væri enn Ijóst, hve mikil alvara lægi að baki tilboðinu. í sömu ræðu bauðst Gorbat- sjov til að láta breyta ratsjárstöð mikilli í Krasnojarsk í alþjóðlega geimrannsóknastöð og væru Sov- étmenn fúsir til viðræðna við vís- indamenn allra landa um það efni. Ratsjárstöð þessi hefur ver- ið Vesturveldunum nokkur þyrn- ir í auga, og halda Bandaríkja- menn því fram að tilvist hennar sé brot á samningi risaveidanna frá 1972 um varnir gegn langfleygum kjarnaflaugum. Stöðin í Cam Ranh hefur verið talin gegna lykilhlutverki viðvíkj- andi ítökum Sovétmanna í Suðaustur-Asíu og á Kyrrahafi og herstöðvarnar á Filippseyjum hafa jafnan verið kallaðar horn- steinar ítaka Bandaríkjanna í Austur-Asíu og á Kyrrahafs- svæðinu. Talsmaður Hvíta hússins brást kuldalega við báðum tillögum Gorbatsjovs, en kvað Banda- ríkjastjórn þó ætla að taka til- löguna um að leggja niður her- stöðvarnar til athugunar. Reuter/-dþ. Burma Herinn rekinn úr rikisflokki Ríkisstjórnin í Burma tilkynnti í gær að hún liti svo á að liðs- mcnn í her landsins, um 180.000 talsins, væru ekki lengur í ríkis- flokknum þarlcndis og það sama ætti við um alla opinbcra starfs- menn. Sósíalíski áætlunarflokk- urinn, eins og flokkur þessi kall- ast, hcfur í aldarfjórðung verið eini leyfði flokkur landsins. Frá stofnun flokksins 1963 hafa allir liðsmenn í Burmaher verið í honum, enda hefur vald Ne Wins hershöfðingja, sem nýlega lét af völdum eftir að hafa ríkt sem ein- ræðisherra síðan 1962, einkum byggst á hernum. Stjórnin hafði áður lofað frjálsum kosningum, en stjórnarandstæðingar höfn- uðu tilboðinu og kváðust ekki treysta stjórn og ríkisflokki til að standa fyrir slíkum kosningum. Með tilkynningu stjórnarinnar í dag, sem virðist jafngilda því að ríkisflokkurinn sé lagður niður, er svo að sjá að enn lengra sé komið til móts við stjórnarand- stæðinga. Mótmælafólk hefur í hundruðþúsunda tali farið um götur Rangún daglega undanfar- ið, og vestrænir sendiráðsmenn þar í borg segjast óttast að um- rædd tilskipun stjórnarinnar kunni að leiða til vaxandi ringul- reiðar. Reuter/-dþ. Sœnsku kosningarnar Græningjar í oddaaðstöðu? Umhverfismál í brennidepli Amorgun, sunnudaginn 18. sept., kjósa Svíar fulltrúa á þing og auk þess í fylkis- og byggðastjórnir. Kosninga þess- ara er beðið í verulegum spenn- ingi. Að vísu er talið líklegast, að jafnaðarmenn muni koma það sterkir út úr kosningunum að þeir fari með stjórn áfram, en miklar líkur eru á að flokki græningja vaxi svo fiskur um hrygg að jafn- aðarmönnum verði ekki fært að stjórna nokkurnveginn snurðu- laust án samkomulags við þá. Umhverfisverndarmálin hafa verið mjög í brennidepli í kosn- ingabaráttunni. Þau hafa að vísu verið ofarlega á blaði í opinberri umræðu þarlendis frá því á 8. ára- tugnum, en nú eru þau ofar í hug- um kjósenda en nokkru sinni fyrr. Seladauðinn mikli í höfun- um vestur af Svíþjóð veldur þar miklu um, ekki síst þar sem hann bætist ofan á hörmulegt ástand selastofnsins í Eystrasalti. Par var áður mikið um sel, og selveiðar voru verulegur þáttur atvinnulífs sumra byggða með ströndum fram og í skerjagarði. Stóraukin iðnvæðing landanna kringum Eystrasalt hefur valdið gífurlegri mengun í því hafi, með þeim af- leiðingum að selastofnarnir þar eru nú svo illa leiknir, að líkur eru á að þegar sé orðið of seint að forða þeim frá algerri útrýmingu. Sjávarmengun og kjarnorkuver Sjávarmengunin stafar ekki einungis frá iðnaðinum, heldur og frá landbúnaði, því að margs- konar efni sem notuð eru við hinn háþróaða landbúnað Svía og grannþjóða þeirra renna stöðugt í sjó út. Eitraðir þörungar eru eitt af því sem miklum skaða héfur valdið, og t.d. á stórum svæðum við vesturströnd Svíþjóðar er sjávarbotninn orðinn að eyði- mörk, að mestu sneyddri lifi. Ofan á þetta bætist kjarnorku- slysið í Tsjernobyl, sem olli mikl- um ugg í Svíþjóð og verulegu tjóni. Það hleypti nýju lífi í kröf- ur, sem lengi höfðu verið uppi hafðar af mörgum, um að kjarn- orkuver Svía verði lögð niður. Nú eru allir stjórnmálaflokkar þar- lendis, nema Hægriflokkurinn, sammála um að svo verði gert, að minnsta kosti í orði kveðnu. Hinsvegar er um það deilt, hversu skjótt skuli gengið til verks í því efni. Græningjar krefj- ast þess að allir kjarnakljúfar landsins verði gerðir óvirkir innan þriggja ára, en flestir aðrir munu vera þeirrar skoðunar, að það sé ekki hægt nema því aðeins að efnahagur landsins bíði veru- legan hnekki, sökum orkufram- leiðslu kjarnakljúfanna. Öflugir jafnaðarmenn Hvergi í heiminum er styrkur verður ekki á móti mælt að síðan hefur ferill þeirra í stórum drátt- um verið eftir því. Enda er það svo, að þótt margt megi auðvitað að sænska þjóðfélaginu og stefnu þess finna, þá verður ekki komið auga á annað þjóðfélag í heimi hér, sem er betur stjórnað og fólk almennt hefur það betra. Þetta hefur haft í för með sér að í augum meðalsvíans er Jafnað- armannaflokkurinn tákn öryggis og stöðugleika, flokkurinn sem kann að stjórna, og það hugarfar nær langt út fyrir raðir fastakjós- enda flokksins. Þetta hefur alið af sér minnimáttarkennd borgara- flokkanna þriggja gagnvart jafn- aðarmönnum, og þegar þeir fyrr- nefndu loksins komust aftur í stjórn á s.l. áratug bar stjórnar- stefna þeirra mikinn svip af til- raunum til að sýnast ennþá betri jafnaðarmenn en jafnaðarmenn sjálfir. FRETTASKÝRING 7 Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafn- aðarmanna - græningjar líklegir til að verða honum erfiðir viðfangs. jafnaðarmanna slíkur sem í Sví- þjóð, þar sem þeir hafa borið höfuð og herðar yfir alla aðra flokka frá því snemma á 4. ára- tugnum. Á þeim árum var kreppuástand í Svíþjóð eins og annarsstaðar en leiðtogar þar- lendra jafnaðarmanna, undir for- ustu Skánverjans Pers Albins Hansson, urðu meðal fyrstu vald- hafa í heimi til að grípa til nýrra hagstjórnaraðferða, sem þá voru villutrúarkenndar í augum flestra stjórnmálamanna og hagfræð- inga, en áttu drjúgan þátt í sköpun þess fyrirbæris sem kallað er velferðarríki. í því tókst sænskum jafnðarmönnum betur upp en nokkrum öðrum og því Borgaraflokkar ósamstœðir Ferill borgaraflokkanna í ríkis- stjórn varð að öðru leyti ekki til að auka traust á þeim. Þeir unnu kosningarnar 1976 og áttu það mest að þakka baráttu Mið- flokksins (sem áður hét Bænda- sambandið og hefur enn mest fylgi í dreifbýli) gegn kjarnorkun- otkun. En sú þriggja flokka stjórn, sem borgaraflokkarnir mynduðu þá, var ógæfuleg frá byrjun, því að Hægriflokkurinn, sem í henni var áhrifamikill, var hlynntari kjarnorkunotkun en nokkur annar flokkur. Enda hvellsprakk stjórnin á því máli á áliðnu kjörtímabili, og á sömu leið fór um aðra stjórn, sem borg- araflokkarnir mynduðu eftir kosningarnar 1979. Frá því 1982 hafa jafnaðar- menn aftur farið með stjórn og líklegast er talið að framhald verði á því eftir kosningarnar á morgun, enda þótt þeir kunni að tapa einhverju fylgi. Þar sem þeir hafa ekki hreinan þingmeirihluta hafa þeir síðustu árin verið nokk- uð komnir upp á Kommúníska vinstriflokkinn, hin evrópu- kommúníska kommúnistaflokk Svía, um stuðning á þingi. En ef niðurstöður skoðanakannana um að græningjar fái sjö til níu prós- ent atkvæða standast, getur svo farið að jafnaðarmenn verði í staðinn að leita til þeirra um stuðning á þingi. En ýmsar af kröfum græningja, svo sem um niðurlagningu kjarnorkuvera og skattlagningu vegna mengunar, geta orðið stjórn jafnaðarmanna erfiðir bitar að kingja. Græningjar taka fylgi frá flest- um eða öllum flokkum, einkum þó frá Miðflökknum, sem áður hafði mest fylgi meðal umhverfis- verndarsinna. Frjálslynda flokknum (Folkpartiet), sem vann stórsigur í síðustu kosning- um, er og spáð áframhaldandi fylgisaukningu. Á flokkurinn það ekki síst að þakka leiðtoga sín- um, Bengt Westerberg, sem þyk- ir gera sig frábærlega vel í sjón- varpi. Hann er líklegur til að taka fylgi frá Hægriflokknum, en hugsanlega einnig frá jafnaðar- mönnum. dþ. Laugardagur 17. september 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.