Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.09.1988, Blaðsíða 4
FRETTIR Tímamót Náðarstungan veittmeð „rýtingi íbakið“ á Alþýðuflokki og Framsókn. „Tillaga Þorsteins var ekki œtluð tilsátta, “ segja Steingrímur og Jón Baldvin. Minnihlutastjórn framundan? Ríkisstjórn Þorstcins Pálssonar er fallin, þó enn eigi cftir að stim- pla dánarvottorðið. Hún féll í gær eftir að Þorsteinn Pálsson færði þeim Jóni Baldvini Hanni- baissyni, formanni Alþýðu- flokksins og Steingrími Herm- annssyni, formanni Framsóknar- flokksins, tillögur sínar um „lausn efnahagsvandans“. Þær tillögur voru þess eðlis að bæði Steingrímur og Jón Baldvin voru sammála um að þær hefðu hvorki verið lagðar fram til að ná sátt- um, né tækju þær á lausn efna- hagsvandans eins og hann hefur verið skilgreindur, heldur væru þær það sem Jón Baldvin kallaði rýtingsstungu í bak samstarfs- flokkanna. Rýtingurinn var í formi tillögu um að matarskattur yrði afnuminn og tekjuskattur hækkaður úr 35% upp í 38%- 40% og að gengið yrði fellt um 6%. Sameinaðir stöndum vér... Atburðarrás mála í gær var dramatísk og að því leytinu til einstök að henni var að hluta til Kvennalistinn Lærdómsríkar uppákomur -Ég get ekki séð annað en að þetta „Iukkutríó“ sé búið að leika sitt síðasta leikrit til enda. Þetta var merkileg sjónvarpsútsending á Stöð 2 og hefur sjálfsagt komið öllum á óvart, sagði Kristín Hall- dórsdóttir þingkona Kvennalist- ans í gærkvöld. - Mér heyrðist þeir Jón Bald- vin og Steingrímur tala um ábyrgð og tímaskort og þeir vildu gjarnan skipta um leikfélaga, en fyrir mitt leyti þá finnst mér það ekki koma til greina að ganga til viðræðna um myndun nýrrar stjórnar án kosninga. Ég þykist viss um að við stæðum betur að vígi að loknum kosningum. Kristín sagði það hafa verið af- skaplega lærdómsríkt að fylgjast með atburðarrásinni á stjórnar- heimilinu síðustu dagana. „Eitt er víst að svona eiga stjórnmál ekki að vera“, sagði Krístín Hall- dórsdóttir. sjónvarpað beint á Stöð 2. Um klukkan fimm gengu þeir Jón Baldvin og Steingrímur og fengu tillögurnar í hendur. Samkvæmt frásögn þeirra félaga mun sá fundur ekki hafa verið alveg há- vaðalaus, en tillögurnar voru af- hentar þeim sem trúnaðarmál. Þeim var hins vegar mjög fljótt lekið út og voru lesnar í útvarps- fréttum klukkan 19.00. Þar með byrjaði hin opinbera leiksýning þar sem báðir, Steingrímur og Jón Baldvin mættu í sjónvarpssal og studdu við bakið hvor á öðr- um. Oviðsœttan- legar tillögur Steingrímur byrjaði á að lýsa furðu sinni á lekanum og síðan á tillögunum sjálfum. Matarskatt- urinn væri mjög viðkvæmt mál sem þó hefði verið ákveðið af ríkisstjórninni allri og hún bæri því ábyrgð á. Því væri ábyrgðar- hluti að setja þessar hugmyndir fram á þennan hátt. f tillögum Þorsteins væri ekki gert ráð aukinni niðurgreiðslu á landbún- aðarafurðum og því héldust inn- lendar matvörur óbreyttar í verði, en innfluttar vörur lækk- uðu. Auk þessa vantaði í tillögur Þorsteins flest það sem Fram- sóknarmenn hefðu lagt áherslu á. Ekkert væri gert til að draga úr þenslunni, ekki tekið á fjár- magnsmarkaðnum og rekstrar- grundvöllur væri ekki tryggður. „Ég held að enginn hefði getað gert sér vonir um að þetta væri samkomulagsleið við okkur,“ Ég sé ekki betur en Þorsteinn Pálsson hljóti að biðja um lausn fyrir stjórnina í dag eða næstu daga, sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins í gærkvöldi um stöðuna í stjórnmálunum. - Stjórnin er auðvitað alger- lega búin, og nú verða stjórnar- flokkarnir að ganga frá dánar- vottorðinu. Það er merkilegt aó Þorsteinn Pálsson hefur líklega orðið til þess með tillögu sinni í sagði Steingrímur. Þá kom fram að Steingrímur hafði beðið Þor- stein um að draga þessar tillögur til baka, þó ekki væri nema af því að í þeim væri reikningsskekkja, en því hafi Þorsteinn hafnað. Matarskatts- rýtingur Jón Baldvin upplýsti að hann hafi sagt við Þorstein að hann áliti matarskattinn vera grundvallar- atriði í heildarendurskoðun skattakerfisins sem flokkarnir hafi orðið sammála um í stjórn- armyndunarviðræðunum. Hann hafi vaðið í gegnum eld og brennistein til að koma þessum breytingum fram og hlotið óvin- sældir að launum. Nú, þegar þessu máli væri hent upp á síð- ustu stundu, sem hluta af skyndi- lausn í efnahagsmálum, hafi hann spurt Þorstein hvort honum þætti ofmælt að tillögurnar væru ekki aðeins rýtingur upp í erminni, heldur rýtingur í bakið á sam- starfsmönnum? Þorsteinn hafi svarað að „þetta væri ekki þannig meint, þetta væri vel meint.“ Hann velti því fyrir sér, hvað til- löguhöfundur, sem hann taldi að gæti vart verið Þorsteinn Pálsson, væri að fara, því tiliögurnar vörð- uðu ekki einu sinni þann vanda sem við væri að fást og gerði af- komu rfkissjóðs einum og hálfum miljarði lakari. Tilgangur til- Iöguhöfunda væri væntanlega að slá sig til riddara með því að leggja af matarskattinn. Þetta væri ekki annað en kosninga- plagg af háifu Sjálfstæðismanna. gær að framkalla sögulegan skilnað milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, rjúfa þá pól- itísku samstöðu þessara flokka sem staðið hefur í marga áratugi, og um leið innsiglað tilhugalíf Al- þýðuflokks og Framsóknar. Aðspurður um afstöðu Al- þýðubandalagsins til næstu skrefa sagði Olafur að menn yrðu að fá endanlega niðurstöðu úr dauðastríði stjórnarinnar áður en ljóst yrði hvað við tæki. -Um leið og Þorsteinn Pálsson Hann neitaði þó að taka undir að Þorsteinn væri þarna, sem leiksoppur annarra manna. Þetta væri þó ekki aðalatriðið,.heldur væri þetta spurning um samskipti manna, spurning um drengskap í samskiptum. Jón Baldvin sagðist hafa spurt Þorstein að því hvort hann teldi að Jón gæti verið áfram fjármálaráðherra í þessari ríkisstjórn, hafandi komið á mat- arskattinum á ábyrgð allrar ríkis- stjórnarinnar? Við því hafi Þor- steinn ekki gefið neitt svar. Jón sagðist gera þetta upp við sig fyrir daginn í dag og þingflokkurinn mæti síðan stöðuna í heild. Þorsteinn brást Steingrímur lagði áherslu að ástandið væri það alvarlegt að á- kvarðanir þyrfti að taka strax „og það er tapað, því miður.“ Ríkis- stjórnin hefði sem sagt eytt of miklum tíma í vitleysu. Það væri hins vegar ekki á hans valdi að slíta ríkisstjórninni, það vald væri forsætisráðherra. Astandið væri hins vegar afar ógæfulegt og spurning hvort nokkuð traust væri eftir innan ríkisstjórnarinnar sem gæti haldið henni samán. Það væri eitt stærsta hlutverk for- sætisráðherra að skapa slíkt traust, en nú hefðu gerðir Þor- steins augljóslega orðið til að traust Jóns til hans væri horfið og sama gilti um hann. „Traustið er ekki til,“ sagði Steingrímur. Minnihlutastjórn ? Um framhald mála á næstunni biðst lausnar er umboðið til stjórnarmyndunar aftur komið í hendur forseta íslands. Afstaða Alþýðubandalagsins hefur verið sú að þjóðin eigi að fá að kveða upp sinn dóm yfir þessari stjórn. Við höfum að undanförnu lagt fram ítarlegar tillögur um að- gerðir í efnahagsmálum og þær munu móta grundvöllinn í af- stöðu okkar, bæði í viðræðum við aðra flokka og í kosningum, sagði formaður Alþýðubandalagsins. -m sagði Steingrímur að þriðji flokk- urinn, mætti ekki standa í vegi fyrir því að hinir tveir flokkarnir framkvæmdu tillögur, væru þeir sammála. Þriðji flokkurinn mætti heldur ekki standa í vegi fyrir því að fá aðra aðila inn. En þetta þyrfti að gerast með hraði og því vildi hann alls ekki útiloka minnihlutastjórn. Þeir Stein- grímur og Jón sögðust að sjálf- sögðu hafa velt fyrir sér ýmsum möguleikum ef allt færi á versta veg og rætt þá, bæði sín á milli við Þorstein Pálsson og aðila úr stjórnarandstöðunni. En þeir hefðu ekki staðið í neinu sem héti stj órnarmy ndunarviðræður. Þegar þeir félagar voru að lok- um spurðir hvort „bomba“ Þor- steins hefði orsakað dauða ríkis- stjórnarinnar, svaraði Steingrím- ur því að hún væri særð djúpu sári, en svar Jóns Baldvins var: „Kristilegu kærleiksblómin spretta, svona í kringum hitt og þetta“! phh Borgaraflokkurinn Stjómin er búin - Það er ekki annað að sjá en að þetta sé búið, ég get ekki séð framhald á þessu samstarfi eða öllu heldur samstarfsleysi, sagði Albert Guðmundsson formaður Borgaraflokksins í gærkvöld.. - Ég hélt satt að segja þegar ég heyrði tillögur Þorsteins í kvöld- fréttum að þetta væru sameigin- legar tillögur flokkanna, en eftir að heyra viðbrögð samstarfs- flokkanna þá held ég að þessi kosningaleikur komi ákaflega illa út fyrir Sjálfstæðisflokkinn og forystu hans. Albert sagði erfitt að meta hvað gerðist næstu daga. - Mér finnst eðlilegast að það Alþingi sem situr reyni til fullnustu að mynda ríkisstjórn og allir flokkar hljóta að vera reiðubúnir að tala saman. Þessar viðræður síðustu daga vikur og mánuði hafa ekki verið neitt annað en stjórnar- myndunarviðræður. Við höfum ekki haft neina ríkisstjórn í nærri hálft annað ár, aðeins ráðherra í stólum, saeði Albert Guðmunds- son. -Ig A Iþýðubandalagið Sögulegur skilnaður ÖKUMENN! Tökum tillit til annarra vegfarenda ||| Bílastæðasjóður Reykjavíkurborgar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.