Þjóðviljinn - 08.11.1988, Page 13

Þjóðviljinn - 08.11.1988, Page 13
ERLENDAR FRÉTTIR Bush, Dukakis og dæmigert bandarískt flokksþing - það getur orðið mjótt á mununum. Bandarísku forsetakosningarnar Dukakis i sokn Innanríkismál vega þyngra en utanríkismál Idag, þriðjudaginn 8. nóv., ganga Bandaríkjamenn að kjörborðinu og kjósa sér forseta og varaforseta til næstu fjögurra ára. Jafnframt er kosið í öll 435 þingsæti fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings og í þriðjung 100 sæta öldungadeildar þingsins. Enn- fremur er kosin tylft ríkisstjóra, en þeir eru alls 50. En það eru auðvitað kosning- arnar til forsetaembættisins, sem mesta athygli vekja. Niðurstöð- um síðustu skoðanakannana fyrir kosningarnar ber ekki saman, en helst er þó á þeim að sjá að Mic- hael Dukakis, ríkisstjóri í Mass- achusetts og frambjóðandi dem- ókrata, sé í nokkurri sókn. Sam- kvæmt niðurstöðum einnar könnunar er George Bush, vara- forseti og frambjóðandi repú- blíkana, nú aðeins fimm pró- sentustigum fyrir ofan keppinaut sinn í fylgi. Hvorugur frambjóðendanna dró af sér í lokahrinu kosninga- baráttunnar, sem hefur verið venju fremur illvíg og frekar snú- ist um persónur frambjóðenda en málefni. Dukakis var allhress síð- ustu dagana vegna þess að kosn- ingaspár tóku þá að snúast hon- um í vil og beindi óspart spjótum sínum að andstæðingnum þar sem hann var hvað veikastur fyrir, það er að segja að varafor- setaefni repúblíkana, Dan Qua- yle. Hann hefur ekki gengið í augun á kjósendum og upp á síð- kastið hafa repúblíkanar reynt að láta eins lítið á honum bera og mögulegt hefur verið. Dukakis hamraði mjög á því í gær að Bandaríkin hefðu „ekki efni á þeirri áhættu“ að fá kannski Qua- yle yfir sig sem forseta. í Bandaríkjunum eru það yfir- leitt innanlandsmálin, sem skipta mestu í kosningum, og svo er það í þetta sinn. Bush heldur því stíft fram að skattalækkunarstefna Reagans hafi innleitt tímabil vel- sældar og auðlegðar, heitir því að leggja ekki á neina nýja skatta og leggur til að ríkisútgjöld séu fremur lækkuð en hækkuð. Með því móti verði hægt að minnka hallann á fjárlögum. Dukakis segir efnahagsmálastefnu Reag- ans helst hafa komið þeim ríku til góða, lofar að hindra brask og heitir harðari stefnu í utanríkis- verslun. í varnarmálum vill Bush halda áfram stefnu Reagans í flestum atriðum, þar á meðal framþróun varnarkerfis þess úti í geimnum, sem kallað hefur verið „stjörnustríðskerfið“. Dukakis vill draga mjög úr útgjöldum til þess kerfis og hætta alveg við smíði nýrra kjarnaeldflauga af gerðunum MX og Midgetman. Hann kveður bæði Bandaríkin og Sovétríkin hafa nóg af kjarnorku- vopnum, sem er víst hverju orði sannara, og segist í staðinn vilja efla þann hluta hers Bandaríkj- anna, sem væddur er svokölluð- um venjulegum vopnum. Bush segist ætla að hitta Gor- batsjov Sovétleiðtoga að máli sem fyrst, verði hann kosinn, en vill meina að kalda stríðinu sé ekki lokið og fullyrðir, að stefna Gorbatsjovs um fækkun kjarna- vopna sé að þakka kjarnavopna- vígbúnaðarstefnu Reagans. Duk- akis telur hinsvegar að efnahags- legar ástæður heima fyrir hafa valdið mestu um stefnu Gorbat- sjovs á þessum vettvangi. Dukak- is er öllu harðari gagnvart Suður- Afríkustjórn en Bush, sem er þeim mun harðari gagnvart Ník- aragva og ekki frá því að halda áfram fjárstuðningi við contrana. Dukakis vill hinsvegar ekki styðja þá og aðhyllist svokallaða Arias-áætlun (kennda við forseta Kostaríku með því nafni) um frið í Mið-Ameríku. Frambjóðend- urnir eru á hinn bóginn sammála um að halda áfram fullum stuðn- ingi við ísrael. dþ Bretland Hvítflibbar skrópa Opinberir starfsmenn lögðu niður vinnu ígœr vegna ofríkis járnfrúarinnar úsundir hvítflibba í þjónustu hennar hátignar sátu heima í gær með hendur í skauti. Þúsund- ir kollega þeirra héldu sig sömu- leiðis fjarri vinnustöðum en þrömmuðu hinsvegar um götur borga og bæja og fjölmenntu á baráttufundi í stað þess að húka heima. Allir voru þeir að mót- mæla valdníðslu ráðamanna, brottrekstri fjögurra „leyniþjón- ustumanna“ fyrir þær „sakir“ einar að vera í stéttarfélagi. Hafnir, fangelsi, dómstólar og pósthús voru í lamasessi eða sem næst því vegna fjarveru opinberu starfsmannanna. 80 prósent fé- lagsmálaskrifstofa stóðu auðar. Allt sök tvennra öflugustu BSRB á Bretlandseyjum sem efnt höfðu til sólarhrings vinnustöðvunar. Verkfallið er nýjasta nýtt í fjögurra ára rimmu samtaka op- inberra starfsmanna og ríkis- stjórnar Margrétar Thatchers. Þannig er mál með vexti að járn- frúin lét það boð út ganga árið 1984 að það væri óhæfa að „leyni- þjónustumenn“ (samkvæmt skil- greiningu forsætisráðherrans) væru félagar í stéttarfélögum. Því skyldu þeir tafarlaust segja skilið við vafasaman félagsskap en hljóta bágt fyrir ella. Ofannefndir fjórmenningar starfa í Fjarskiptastöð ríkis- stjórnarinnar (GCHQ). Þeir létu hótanir Thatchers sem vind um eyrun þjóta og voru reknir frá störfum. Verkamannaflokkurinn styður verkfallsmenn. Neil Kinnock ávarpaði í gær samkomu í Lund- únum þar sem saman voru komn- ir 2.500 opinberir starfsmenn. Hann spurði í forundran hví for- sætisráðherrann hefði tungur tvær og talaði sitt með hvorri, annarri í Póllandi en hinni á heimaslóðum. Thatcher væri haukur í horni pólskra verka- manna en óskaplega fjandsamleg breskum verkalýð. „Við teljum það ofur eðlilegt að boðberar samstöðu og kær- leika hefjist handa á heimaslóð- um þar sem mikið verk er að vinna áður en þeir leggja land undir fót og fara í trúboðs- leiðangur til Póllands. Það er gott og blessað að krefjast frelsis til handa íbúum Gdansk en vita- skuld óska starfsmenn GCHQ slíks hins sama.“ Reuter/-ks. Til framtíðar Menntamálaráðuneytið og Samband ísl. sveitarfélaga gangast fyrir ráðstefnu um æskulýðs- og félagsstörf 11. nóvember 1988 í Borgartúni 6 kl. 13.15. Ráðstefnan er opin öllum þeim sem áhuga hafa á þátttöku í félagsstarfi æsku- fólks. Dagskrá Kl. 12.30. Skráning þátttakenda og afhending pappíra í Borgartúni 6. Kl. 13.15 Setning, ávarp: Svavar Gestsson, menntamálaráðherra. Uppeldishlutverk heimilanna: Sigríður Ing- varsdóttir héraðsdómari, formaður Barnavernd- arráðs íslands. Grunnskóli: Pétur Þorsteinsson, skólastjóri, Kópaskeri. Æska og atvinnulif, við hvað vinnum við í framtíðinni?: Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn- tæknistofnunar. Tölvur/gagnabankar: Halldór Kristjánsson verkfræðingur. Æska og fjölmiðlar: Dr. Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri. Hreyfing og næring: Kristín Sigfúsdóttir, fram- haldsskólakennari, Akureyri. Æska og íþróttir: Jóhann Ingi Gunnarsson, sál- fræðingur og íþróttaþjálfari. Æskulýðs- og félagsstörf, framtíðarsýn: Brynja Guðjónsdóttir skátaforingi, Gunnar Jóns- son, formaður æskulýðsráðs Akureyrar, Jó- hanna Leópoldsdóttir skrifstofustjóri. Ráðstefnuslit: Sigurgeir Sigurðsson bæjar- stjóri, form. Sambands ísl. sveitarfélaga. Ráðstefnustjórar: Elís Þór Sigurðsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, Akranesi, Guðjón Arngríms- son fréttamaður. Að loknum erindum verður kaffihlé. Þá verður þátttakendum skipt í umræðuhópa, er ræða er- indin og koma með hugmyndir og ábendingar. Að því loknu verður farið í heimsóknir til UMFÍ, ÍSÍ og í Skátahúsið. Þar verður aðstaða skoðuð og sagt frá starfseminni. Þaðan verður farið aftur í Borgartún 6, þar sem kvöldinu lýkur með sam- eiginlegu borðhaldi. ( tengslum við ráðstefnuna verður haldið nám- skeið fyrir félagsforystufólk í Borgartúni 6 laugar- dag 12. og sunnudag 13. nóvember. Skráning þátttakenda á ráðstefnuna og nám- skeiðið er á skrifstofu Sambands ísl. sveitarfé- laga í síma 91-83711. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sambandi ísl. sveitarfélaga og menntamálaráðuneytinu, íþrótta- og æskulýðsmáladeild, sími 91-25000. LANDVERND Aðalfundur Landverndar verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík 26. og 27. nóvember. Auk aðalfundarstarfa verða mengunarmál tekin til umfjöllunar. Aðildarfélög fá dagskrá fundarins senda í pósti innan skamms. Stjórnin. fcETTA EB. BKKIHÆGT ll UMFERÐAR RÁÐ Þriðjudagur 8. nóvember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.