Þjóðviljinn - 29.11.1988, Side 5
FRETTIR
Geir Gunnlaugsson: Alþýðufl-
okkurinn skuldar um 9 miljónir.
Kristján Valdimarsson: Alþýðu-
bandalagið skuldar 2-3 miljónir.
Kjartan Gunnarsson: Fjárhags-
staða Sjálfstæðisflokks er erfið.
Stjórnmálaflokkar
Ingibjörg Hafstað: Kvennalistinn Sigurður Geirdal: Framsóknar-
er skuldlaus frá 1. okt. flokkurinn er líka blankur.
Stjómmál á tímamótum
* Fjárhagsstaðaflokkanna erfið nema hjá Kvennalista. Almenn samstaða virðist
Fjárhagsstaða stjórnmála-
flokkanna hefur verið nokkuð
í sviðsljósinu, eftir að fráfarandi
framkvæmdastjóri Alþýðuflok-
ksins, Geir Gunnlaugsson, skýrði
frá erfiðri stöðu Alþýðuflokksins
á þingi flokksins. Alþýðuflokkur-
inn er í lang erfiðustu stöðunni
miðað við heimildir Þjóðviljans.
Geir segir flokkinn skulda um 9
miljónir króna og er stærsti hluti
þeirra skulda vegna síðustu al-
þingiskosninga.
Þessi staða Alþýðufíokksins
vekur upp spurningar um hvernig
kosningabaráttu skuli háttað í
landinu. Eiga flokkarnir eftilvill
að gera með sér samkomulag um
það hversu miklum fjármunum
skuli varið í auglýsingar eða á að
tryggja þeim ákveðnar tekjur.
Eins og er fá flokkarnir engin
bein fjárframlög frá ríkinu, en
hafa samið við stofnanir eins og
Póst og síma um afslátt á símagj-
öldum í kosningum. A Norður-
löndunum eru stjórnmálaflokk-
unum hins vegar tryggðar tekjur,
þó reglur þar að lútandi séu mis-
jafnar.
Erf itt hjá nær
öllum
í viðræðum við framkvæmda-
stjóra og gjaldkera flokkanna
kom í ljós að fjárhagsstaðan er
erfið hjá nær öllum, þó menn hafi
borið sig misjafnlega mannalega.
Kjartan Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins segir að fjárhagsstaða flokks-
ins sé erfið enda hafi síðustu al-
þingiskosningar verið flokknum
dýrar. Hann vildi þó ekki gefa
upp neinar tölur varðandi skuldir
flokksins en sagði ástandið oft
hafa verið verra í þeim efnum.
Þessu væri mætt með því að draga
úr allri starfsemi sem kostaði
peninga. Happdrætti flokksins
hefur reynst honum rýrnandi
tekjulind en allir stjórnmála-
flokkarnir hafa notað þessa fjárö-
flunarleið.
Framkvæmdastjóri Framsókn-
arflokksins, Sigurður Geirdal,
segir flokkinn blankan en hann
skrimti eins og alltaf. Hann segir
happdrætti flokksins hafa reynst
honum trygg tekjulind og þakk-
aði það góðu skipulagi, þar sem
aðferðin „maður á mann“ hefði
verið notuð. Það er þó að heyra á
Sigurði að hann óttist það fyrst nú
að draga kunni úr vilja flokks-
manna til happdrættismiða-
kaupa.
AB skuldar nær 3
miljónir
Alþýðubandalagið skuldar 2-3
flokksins og þegar menn fara að
ræða þessi mál koma eflaust upp
ólíkar hugmyndir um fram-
kvæmdina, hverjir eigi að fá
styrki og hve mikið. A flokkur
sem nær engum manni inn á þing
að fá styrk og eiga styrkir að fara
Framkvæmdastjórar flokkanna segja þá hafa úr smáaurum að spila og þurfi mun meiri tekjur. Flestir vilja að
flokkunum verði tryggðar ákveðnar tekjur á fjárlögum.
vera um það að tryggja beri flokkunum tekjur
miljónir króna. Flokkurinn hélt
landsfund sinni í fyrra og ofan á
kostnaðinn vegna hans bættist
síðan kostnaðurinn við alþingisk-
osningarnar. Kristján Valdi-
marsson framkvæmdastjóri
flokksins segir stöðuna verri en
hún hefur verið og segist ekki
reikna með að flokkurinn nái að
greiða skuldirnar niður á þessu
ári. Hann segir það alvarlegt mál
ef stjórnmálaflokkarnir fari með
háar skuldir frá fyrri tíð út í kosn-
ingar, sérstaklega þegar skuldirn-
ar eru eins miklar og hjá Alþýðu-
flokki.
Kvennalistinn hefur greitt upp
allar sínar skuldir frá því í kosn-
ingunum og var með sinn
reikning ánúlli l.október. Flokk-
urinn eyddi heldur ekki miklum
fjármunum í auglýsingar en gekk
þö vel í kosningunum. Þetta segir
Geir Gunnlaugsson að sé um-
hugsunarefni og veki spurningar
um það hvort auglýsingar skili
flokkunum yfirleitt auknu fylgi.
Hann er frekar hallur undir það
að auglýsingar verði takmarkað-
ar fyrir kosningar en að flokkun-
um verði tryggðar tekjur.
Vilja tryggar
tekjur
Þau sem Þjóðviljinn ræddi við
hjá Framsóknarflokki, Alþýðu-
bandalagi, Kvennalista og Sjálf-
stæðisflokki voru hins vegar
hlynnt því að flokkunum yrðu
tryggðar tekjur með einhverjum
hætti. Kjartan Gunnarsson segir
það vel koma til greina að sínum
dómi en Ingibjörg Hafstað starf-
skona Kvennalistans, Kristján
Valdimarsson og Sigurður Geir-
dal eru því fylgjandi að flokkun-
um verði tryggðar tekjur.
Menn eru ekki tilbúnir að segja
til um með hvaða hætti eigi að
tryggja flokkunum þessar tekjur.
En viðmælendur Þjóðviljans
bentu margir á að
stjórnmálaflokkarnir þyrftu að
keppa við ýmis hagsmunasamtök
sem hefðu traustan fjárhagslegan
bakgrunn. Það sjónarmið var
einnig ríkjandi að lýðræðið og
þingræðið kostaði peninga og
það væri ekki í takt við tímann og
þær kröfur sem gerðar væru til
stjórnmálaflokka að þeim væru
ekki tryggðar einhverjar tekjur.
íhaldið á móti
Málið er þó ekki svo einfalt að
það megi eiga von á því að flokk-
arnir komi sér saman um þetta
fyrirhafnarlítið. Andstaða við
ríkisstyrki til stjórnmálaflokka
hefur verið innan Sjálfstæðis-
eftir stærð flokkanna og svo
framvegis.
En það er líka ljóst að innan
allra flokka gætir nokkurs ótta
varðandi framkvæmd kosninga
og kostnaðinn við þær. Viðmæl-
endur blaðsins voru sammála því
að aðstæður hefði breyst inikið
eftir að fjölmiðlum fjölgaði og
það mætti aldrei gerast að kosn-
ingar breyttust í fjölmiðlastríð í
ætt við það sem þekkist í Banda-
ríkjunum.
-hmp
✓
• /
Tilboð vikuna 29.
nóv - 5. des.
Að þessu sinni er boðið upp á tvær
ágætar bækur frá Forlaginu og eru
báðar eftir konur.
Gunnlaðarsaga eftir Svövu
Jakobsdóttur vakti mikla athygli
undireins og hún kom út. En í henni
tekst listakonunni með frumlegum og
um leið yfirveguðum hætti og drjúgri
þekkingu að brúa bil milli samtímans
og goðsögulegrar fortíðar: Ung stúlka
er tekin höndum í Þjóðminjasafni
Dana þar sem hún stendur við brot-
inn sýningarglugga með forsögulegt
gullker í höndunum. Og finnst mörg-
um liggja beint við að stúlkan sé rugl-
uð eða standi í vafasömu andófi -
meðan stúlkan sjálf upplifir ást og
svik, sekt og sakleysi á ýmsum tímum
í senn og um leið mátt skáldskaparins
til að snúa heimi af helbraut.
Okkar verö 1.950
kr. Venjulegt
verö 2.188 kr.
WW JÆKOBSDOTTIR
ÁRNADÓTTIR
Móðir, kona, meyja er fyrsta
skáldsaga Nínu Bjarkar Árnadóttur,
sem fyrir löngu hefur tryggt sér sess
meðal fremstu Ijóð- og leikritaskálda
íslenskra. Hún segir frá ungri stúlku,
náttúrubarni, sem ræðst í vist til
auðugra hjóna í Reykjavík, og verður
í krafti mikils kvenleika mikill örlaga-
valdur í lifi allra sem hún kemst í
snertingu við: verða a< þeim fundum
heitar erótískar lýsingar. Stillt er sam-
an í sögunni tveim heimum - heimi
glæsileika, auðs og einsemdar og
svo heimi örbirgðar og ráðleysis sem
leitar einatt réttlætingar í tryllingi og
ástríðu.
Okkarverö 1.750
kr. Venjulegt
verö 1.988 kr.
Þriðjudagur 29. nóvember 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 5