Þjóðviljinn - 29.11.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 29.11.1988, Síða 6
þj ÓÐVILJIN N Maigagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Ódýrt brennivín ogembættismenn Fá tíðindi hafa vakið eins almenna fordæmingu og um- fangsmikil vínkaup fyrrverandi forseta Hæstaréttar. Þótt magnið, 1440 flöskur af sterku áfengi sem Magnús Thor- oddsen hefur fengið á þessu ári á svokölluðu diplómata- verði, hafi verið með ólíkindum, voru það þó önnur atriði sem einkum vöktu fólk til umhugsunar. Málið hefur varpað dökkum skugga á alla æðstu embættismenn íslenska ríkis- ins og þó alveg sérstaklega á starfsmenn Hæstaréttar, þá menn sem eiga umfram alla aðra að vera hafnir yfir grun um að persónulegir hagsmunir geti haft áhrif á embættisfærslu þeirra. Þær yfirlýsingar, sem Magnús Thoroddsen gaf í fjölmiðl- um, að hér væri um hans einkamál að ræða, juku ekki á virðingu almennings fyrir æðstu embættismönnum okkar. Og ekki bætti úr skák að fyrrverandi forseti Sameinaðs þings, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, sem um árabil hefur kappkostað að skapa sér ímynd sem virðulegur og staðfast- ur íhaldsmaður af gamla skóianum, upplýsti að hann hefði staðið í svipuðum áfengiskaupum og Magnús, þótt í minna mæli væri. Mönnum þóttu þessir atburðir vera í stíl við fréttir frá ýmsum þróunarlöndum þar sem lýðræði og eðlilegur að- gangur að upplýsingum eru óþekkt nema sem fagurgaii í hátíðaræðum. Margir töluðu um bananalýðveldi. Nú má vera að Magnús Thoroddsen hafi rétt fyrir sér þegar hann segir að æðstu valdsmenn okkar hafi, alltfrá því embætti forseta íslands varð til, keypt sér í stórum stíl áfengi til einkanota með umtalsverðum afslætti. Sé svo, hljóta að vakna dapurlegar efasemdir um það hvort lýðveldisstofnun- in á Þingvöllum 17. júní 1944 hafi í rauninni verið tímabær. íslendingar hafa löngum verið tunguhvassir og þeir munu ekki í bráð gleyma brennivínsbjástri embættismannanna. Sú umfjöllun mun ekki verða til að auka á virðingu fyrir æðstu fulltrúum ríkisvaldsins. Það eflir t.d. ekki tiltrú á dóm- stóla að á veitingahúsi nokkru í Reykjavík er mönnum nú boðið upp á nýjan kokteil sem er að tveimur þriðjuhlutum rússneskt vodka en að einum þriðja skoskt viskí. Og blandan heitir að sjálfsögðu hæstiréttur. Hvað sem líður einkaskoðunum Magnúsar Thoroddsen og hvað sem líður þeirri staðreynd að hann er af mörgum talinn hafa verið duglegur og farsæll í starfi sínu við Hæsta- rétt, verður að gera þá kröfu að hann láti af störfum, ekki bara sem forseti Hæstaréttar heldur einnig sem dómari. Gera má því skóna að vínkaup embættismanna hefðu ekki komist í hámæli ef forseti Hæstaréttar hefði kunnað sér hóf og keypt minna magn. Því hlýtur að vakna sú spurning hvort margir embættismenn fái uppbót á laun sín í formi brennivínsafsláttar. Og enn hljóta menn að spyrja til hvers í ósköpunum ÁTVR selji vín á tvenns konar verði. Það mælir nákvæmlega ekkert með því að vín, sem drukkið er í veislum á vegum þess opinbera, sé ekki fært í bókhaldi viðkomandi ráðuneytis eða stofnunar á eðlilegu útsöluverði. Það á einmitt að vera nauðsynlegt að geta skoðað hver raunverulegur kostnaður af veisluhöldunum hefur verið og þá upphæð á að vera unnt að bera saman við kostnað af veisluhöldum annarra aðila í þjóðfélaginu. Það mælir heldur ekkert með því að hver ráðuneytis- starfsmaður skuli geta keypt tvær flöskur af sterku víni í desember ár hvert fyrir miklu minna fé en nemur útsöluverði í ÁTVR. Telji ráðherrar og ráðuneytisstjórar rétt að starfsfólk þeirra fái jólagjafir, verða þeir að standa að þeim málum á sama hátt og aðrir atvinnurekendur. Og auðvitað á að bók- færa slíkar gjafir á fullu verði svo að unnt sé að sjá hve miklu var í raun og veru kostað til. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra hefur ákveðið að láta gera skýrslu um áfengissölu á diplómataverði. Sú skýrsla verður að ná til allra embættismanna en ekki bara þeirra sem verið hafa handahafar forsetavalds. En umfram allt verður strax að afnema þau sérkjör sem ríkissjóður, einstök embætti og embættismenn hafa notið við áfengis- kaup. ÓP KLIPPT MORGUMBIADIÐ. LAUCARDACUR « NÓVEURER 1M* MORCirWBLADID. 1>»CAM). IBorgunblu&iö ÚIQtfandl Arvakur, R*yVj»ylV F ramkvAfndMtjórl M«r»klur SvWnuon. RiUlrVar MallMaa JotwooMaan. AAatoAarrllsljúrl BjömBjamaaon FuUtrúar trtsljöra Porbtörn Ouömundaaon. Bjfim Jðhannsson. Aml JðrQsnasn. Magnús Flnnsson, SJgtryggur Sigtryggsson. Agúst Ingl Jönsson Augtýalngastjórl BakMnJönaaon. RnstfOrn og skrWstohr AAalstrasti 6. aM »81100 Auglýalngar AAalatrasli ». afcnl 22««0 AJgraiAala: kringlan 1. alml »3033. Stefnumörkun í fílabeinsturni eftírDaVÍð (uui Og þaA sr JU msrkilejtt. þnjtsr þsms .sr konuð En þegsr KrADlganjfm Jóns BaJdvins daa á tvaraa mánaAs fraali o* laaalna akki mátiA o» f*DÓ W Allum sá mo ofsrtegs 1 mrnni frsmRsngs »*..»t-fcUðil Mfdr M. UIU ÍIÍ þar smn t*rf. IwTfyrri hurnjmAum. AJW*i- JöasBaldrmaHi»«mkaoMr tyrtr *r rssAu ssm DaviA Oddaaon bad-Nlf lalondinim. flármál bairrs o« bsndalamA ImfAi litiA á InarsrániA, sAlsOl kosnmgar. Þá fAr hsnn Batti á f-odl SjáJf- stmAmfálacs MoaírUmr. 1 Maa- | |0 ár og fonnaAur Mjácn- hakkana og hm konar fcyatingu «P; •> B>*r Mtabar. þriAjudafinn 22. mt-nm- máJaflokka. skuli wgns Umsbund- á kjðrum fAlks nánast srm dsuAa- fsnnat tAhmrt U um þjA hvenu* mnar nn smnar 1 fllal«mstumi aynd. Hsflk |>sA upgi irgA( hánrrar hsnn hsgsAl slnam máJfhdnuigl o* ViA tslmdingmr gstum rkkí Jrynt ,kki OUKtUm hvaA hafl .rnA krtfur um. aA fr* slfku yrAi þrfpr hwrsu gsrplrga hann sótU frsm iÆSÉ MÆm m1 BŒr Dartá Oddsssa skiljs þaA. aA J6n Hai rfni til þrsa sA f.lla i gtryps viA görAUum drrkka Or hikamum engin strfnubrryting alaA. fcvrrt á mAU rn Ir, srm AgarfustjAmii þann aamnrfnara, ar J hagalrg Ags-fa hrfuj átt. 1 þrim rfnum vl ögsrfu allt aA vo,.il handafli rfkiaína J hagsllfiA I QAtra t*J afll rlkiam. aA dml.J t»kj",yrtj* Mmra aA argja H afla a> mr|noá^^| rr r..al 1 kaJla^H Hægri vandi Þaö hafa verið erfiðir dagar hjá Morgunblaðinu uppá síðkastið eftir að Sjálfstæðisflokkurinn lagðist í kör og Þorsteinn Pálsson tilkynnti að flokkurinn ætlaði að taka sér hvíld frá pólitíkinni til að leita sér hressingar og endurhæf- ingar. Og á Morgunblaðinu eru menn að hugsa sinn gang. Eftir allt sam- an er tilgangurinn á bakvið tilvist Mogga í tvennu lagi, - í fyrsta lagi hagsmunavarsla fyrir eigend- urna, stétt þeirra og stjórnmála- flokk, hinsvegar á blaðið sér auðvitað hreinan viðskiptalegan tilgang, - velvild auglýsenda (og kreddutrú á auglýsingastofun- um) hefur skapað Mogga yfir- burði á blaðamarkaðnum og und- anfarin ár hefur blaðið skóflað fyrirhafnarlítið inn miljónum í hreinan gróða á hverju ári. Stangast hagsmunir á Moggamenn standa nú frammifyrir tvennu. Annarsveg- ar er ljóst að það kreppir að í samfélaginu, og það kemur með- al annars niðrá auglýsingatekjum fjölmiðla. Þetta gæti komið illa við Moggann sem þegar er farinn að finna fyrir samdrættinum og býður nú auglýsendum allskonar afslátt og fyrirgreiðslu sem áður var ekki við komandi. Hinsvegar hefur Sjálfstæðis- flokkurinn veikst verulega. Fylgi flokksins hefur dvínað um hér- umbil fjórðung, úr um 40 í um 30 prósent. Flokkurinn hefur orðið fyrir þeirri niðurlægingu í sumar að hafa misst um tíma forystusæti í skoðanakönnunum, og honum hefur ekki aukist fylgi þótt Borg- arar hafi misst frá sér flesta stuðn- ingsmennina. Flokkurinn klúðr- aði ríkisstjórn sem hann bar á mesta ábyrgð og fékk nýlega þá einkunn frá einum af helstu for- ystumönnum sínum í atvinnulíf- inu að atvinnurekendur væru hættir að vænta sér nokkurs af flokknum. í þessari stöðu er úr vöndu að ráða fyrir Mogga. Sjálfstæðis- flokkurinn bindur vonir sínar við það að núverandi ríkisstjórn mis- heppnist sín ætlunarverk, enn einu sinni sé hægt að veifa glund- roðakenningunni og vinstri- stjórnargrýlunni og hræða til fylgis við flokkinn þá millihópa sem að undanförnu hafa leitað á flest önnur mið en til gamla þreytta íhaldsins. Til að þessi ætlun gangi upp þarf flokkurinn á öllu sínu að halda, og má illa við öðru en Morgunblaðið beiti sér af öllu afli gegn ríkisstjórninni og fyrir flokknum með sömu ófyrir- leitninni, sömu lituðu frétta- mennskunni og flokksgloríunni og menn muna til dæmis frá vin- striárunum í borgarstjórn eða tíma síðustu ríkisstjórna án íhaldsþátttöku. Moggi hefur síðustu árin verið að mjaka sér frá þeirri fortíð og ímyndar sér sjálfan sig sem hæg- fara og ábyggilegt borgaralegt stórblað. Þar á bæ eru sumir þess- vegna tregir í pólitísk ævintýri fyrir flokk sem nýtur æ minni stuðnings meðal lesenda blaðs- ins, og telja að hörð stjórnar- andstaða í gömlum stfl geti skemmt fyrir blaðinu bæði í áliti og af hreinum og beinum fjár- hagslegum ástæðum, - sem er óneitanlega skringileg staða mála í ljósi sögunnar. Davíð talar Það hefur líka verið augljóst að á Morgunblaðinu hafa ráðamenn verið sáróánægðir með forystu Þorsteins Pálssonar þótt þeir hafi sjálfir ekki átt sístan hlut að því að leggja það Moggaegg í hreiður fálkans. Þessvegna var merkilegt að sjá í Morgunblaðinu á laugardag að Davíð Oddsson var kominn í heiðurssess á miðopnu. Og Moggi gefur um það bendingar að hér séu á ferð sérlegar pólitísk- ar áherslur, - textinn er nefnilega ekki aðsend grein eftir borg- arstjórann, heldur ræða sem Da- víð flutti fyrir viku á fundi íhalds- manna í Mosfellsbæ. Og uppistaðan í þessari ræðu er tvennskonar. Annarsvegar er venjulegur söngur íhaldsins um núverandi stjórnarflokka, eink- um svikabrigsl í garð Steingríms og krata. Hinsvegar segist Davíð hafa séð fyrir ófarirnar í ríkis- stjórninni og varað við á sínum tíma, - og hafi haft rétt fyrir sér allan tímann meðan aðrir for- ystumenn gerðu hverja vit- leysuna annarri fráleitari. Ákæruskjal Davíðs í garð • flokksforystunnar er í þremur hlutum. f fyrsta lagi: „að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði farið verr útúr kosningum, sem voru undanfari stjórnarinnar, en nokkru sinni áður.“ í öðru lagi: „Ég lagði á það áherslu, eftir að kosningaúrslit lágu fyrir, að Sjálfstæðisflokkur- inn yrði utan stjórnar.“ í þriðja lagi: „Sjálfstæðisflokk- urinn stóð veikari inni í þessari ríkisstjórn en í nokkurri annarri stjórn, sem hann hefur átt aðild að. Við þær aðstæður má segja, að það hafi verið honum fjötur um fót að þurfa að hafa á hendi forystuna í stjórninni.“ Það er að segja: Fyrst klúðrar Þorsteinn Pálsson kosningunum. Svo þvælir hann flokknum inní vonlausa ríkisstjórn. Og til að kóróna vitleysuna tekur Þor- steinn að sér forystu í stjórninni og þarmeð mesta ábyrgð á mis- tökum hennar. Á slíkur maður von um framhaldslíf? Skilyrtur stuðningur? Þetta eru skýr skilaboð frá Da- víð Oddssyni. Héðan í frá vakir það eitt fyrir borgarstjóra að velja heppilegasta tímann til að taka við aðalhlutverkinu í Sjálf- stæðisflokknum. Og þjóðhöfðingjameðferð Morgunblaðsins á ræðunni frá fundi Sjálfstæðisfélags Mosfell- inga er líka hægt að túlka sem skilaboð til Flokksins: stuðningur blaðsins við endurreisnarstarfið í Sjálfstæðisflokknum er háður því að flokkurinn skipti um forystu- sveit. Maður mistakanna í for- mannsstóli flokksins verði að víkja. Saman í Evrópu Það var undarlega ánægjulegt að horfa á kvikmyndaverðlaun Evrópu afhent í sjónvarpinu á laugardagskvöldið. Maður settist við kassann í hálfgerðu kæruleysi og bjóst við innantómri skrautsýningu í stíl Óskarsins eða fegurðardrottn- inga eða Evróvisjónlaga, - en það kom snemma í ljós að hér voru þrátt fyrir Hollywood- umgjörðina á ferðinni nokkur tíðindi. Evrópumenn voru með nokkrum hætti að uppgötva OG SKORIÐ sjálfa sig og sinn sameiginlega kraft á nýju sviði, takast í hendur yfir gjárnar sem tungumál og menningarbakgrunnur og pólitík hafa búið til í álfunni. Kannski var þarna blásið í sóknarlúðra gegn ofurveldi am- erísks kvikmyndaiðnaðar, - það er að minnsta kosti víst að verð- launahátíðin eykur verulega möguleika þeirra kvikmynda sem þar fengu mesta viðurkenningu. Meira að segja á íslandi þarsem yfir 90 prósent af sýndum mynd- um eru frá Bandaríkjunum. Fyrir fslendinga var það stolts- mál að eiga fulltrúa í þessari evr- ópsku fjölskyldu, - þau Helga Skúlason og Tinnu Gunnlaugs- dóttur, sem sómdu sér hið besta innanum annað evrópskt kvik- myndafólk og listamenn. Við eigum nefnilega heima hérna, erum saman í Evrópu og getum vel talað hvort við annað þótt framburðurinn verði stund- um soldið slitróttur. Það sannað- ist á hátíðinni í Berlín, hvortheld- ur þar var dansaður spænskur flamenco eða hylltur Ingimar Bergman. -m Þjóðviljinn Síðumúla 6 ■ 108 Reykjavík Sími 681333 Kvöldsími 681348 Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rttstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Ottar Proppé. Fréttaatjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnús H. Gíslason, Ulia Gunnarsdóttir, ólafur Gíslason, Páll Hannesson, SigurðurÁ. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.). Handrlta-og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson. Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, Kristberguró.Pétursson Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifatofuatjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir. Skrifatofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýaingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir. Símavarala: Sigriður Kristjánsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Biiatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir Útbroiðalu-og afgreiðaluatjóri: Ðjörn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663. Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrotogsetning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 70 kr. Nýtt helgarblað: 100kr. Áakriftarverð á mánuði: 800 kr. 6 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.