Þjóðviljinn - 29.11.1988, Qupperneq 12
FLÓAMARKAÐURINN
Pennavinir
18 ára, þýsk stúlka óskar eftir
pennavini á íslandi, helst 18 ára
strák. Hef áhuga á íslandi og vil
gjarnan koma og hitta pennavininn
og jafnvel feröast um landiö. Skrifið
til:
Ursula Kirsch,
Kirschstrasse 19,
D-6551 Hufelsheim
Deutschland.
Óska eftir
ódýrum fataskáp, 4 eldhússtólum
og ísskáp (má vera stór). Upplýs-
ingar í síma 19239.
Góð saumavél til sölu
Vilborg, sími 35006.
Jólagjöf eða tækifæriskaup?
Sinclair Spectrum tölvan mín ásamt
segulbandi og leikjum er til sölu fyrir
lítið. Upplýsingar í síma 24362.
2 fataskápar óskast
Upplýsingar í síma 40116.
ísskápur óskast
ódýrt eöa gefins. Helst ekki breiðari
en 60 sm. Upplýsingar í síma
681333 frá kl. 9-16, Guðrún.
Vantar þvottavél gefins
Vinsamlegast hringið í síma 23886.
Óskast
Fuglabúr og lítið fiskabúr óskast.
Upplýsingar í síma 11409.
Til sölu
Notuð eldhúsinnrétting til sölu, am-
eriskur ofn, hellur og kæliskápur.
Selst ódýrt. Upplýsingar í síma
37415 eftir kl. 17.00.
Hókus Pókus stóll
Á einhver ódýran eða gefins Hókus
Pókus matarstól handa 10 mánaða
gömlum strák? Þarf ekki að vera vel
með farinn. Sími 40248 eftir kl.
14.30.
3 vandaðarkápur
til sölu, nr. 44-46. Upplýsingar í
síma 681884.
Ný fótaaðgerðastofa
Guðríður Jóelsdóttir fótaaðgeröa-
sérfræðingur hefur opnað fótaað-
gerðastofu að Borgartúni 31, 2.
hæð til hægri. Tímapantanir alla
virka daga kl. 9.30-10.30 í síma
623501.
Píanó
Óska eftir að kaupa notað pianó.
Upplýsingar í síma 35203, Ragn-
hildur.
Okkur vantar
ónýta eldavél og sófa gefins. Sími
10045, Jónína eða Ragnhildur.
Myndlistarmaður
óskareftirvinnustofu. ALLTkemur
til greina. Upplýsingar í síma
24389.
Stúdíóíbúð
Til leigu er 25 ferm. íbúð nálægt
miðbænum. Laus um áramót. Til-
boð merkt „Stúdíóíbúð" sendist
auglýsingadeild Þjóðviljans, Síðu-
múla 6, fyrir 3. des.
Til sölu
Lada 1500 árg. 79. Upplýsingar í
síma 41751.
Óska eftir
litlum ísskáp á vægu verði. Einnig
óskast ódýrt litsjónvarpstæki eða
svart/hvítt og sófasett og borð, helst
gefins. Upplýsingar i síma 28940.
Góðir dagar og hamingja
Kynning fyrir allt landið, fyrir kven-
fólk og karlmenn. Ef pið viljið nánari
upplýsingar þá eru þær veittar í
sima 91-20585. Gefið upplýsingar
um aldur og áhugamál. Trúnaður.
Láttu skrá þig.
Óska eftir nagladekkjum
undir Trabant, stærð 520x13 og
gangi af 175x70x14. Upplýsingar I
síma 16718 fyrir hádegi og eftir kl.
18.00.
Til sölu
vandaöar og vel með farnar barna-
kojur úr furu, lengd 164 sm. Verð kr.
15.000. Upplýsingar í síma 23982.
Tökum að okkur jólahreingern-
ingar
erum 2 duglegar stelpur sem viljum
vinna okkur inn pening fyrir jólin.
Upplýsingar í síma 36718, Sara og
Kolla.
Flóamarkaður
Opið mánudaga, þriðjudaga og
miðvikudaga frá kl. 14-18. Enda-
laust úrval af góðum og umfram allt
ódýrum vörum. Gjöfum veitt mót-
taka á sama stað og tíma. Flóa-
markaður SDÍ Hafnarstræti 17,
kjallara.
Rafmagnsþjónustan
- dyrasímaþjónustan
Allar nýlagnir, breytingar og viðhald
á raflögnum. Uppsetningar á dyra-
símum og sjónvarpsímum svo og
lagfæringar á eldri kerfum. Tilboð,
kostnaðaráætlanir, ráðgjöf. Margra
ára reynsla. Kristján Sveinbjörns-
son rafvirkjameistari, simi
44430.
Flóamarkaður
Rússneskar vörur í miklu úrvali,
m. a. tehettur, babúskur, vasaúrog
ullarsjöl. Póstkröfuþjónusta.
Upplýsingar í síma 19239.
Sjóðsvél (búðarkassi) óskast
Upplýsingar í síma 21784 á kvöldin.
Ritsöfn til sölu
Ritsafn Þórbergs Þórðarsonar (15
bindi) til sölu. Safnið er nýtt og að-
eins ein bók hefur verið lesin. Selst
á góðu verði gegn staðgreiðslu.
Einnig ritsafn Gunnars Gunnars-
sonar á mjög góðu verði og loks
Guðmundur Kamban allt ritsafnið á
mjög góðu verði. Upplýsingar í
síma 681310 eða 681331 á daginn.
Sófi óskast
Mig vantar gamlan sófa ókeypis.
Get sótt hann. Hringið í síma
12063.
Húsnæði óskast
Myndlistarkona sem er að koma
heim frá námi óskar eftir 2-4ra her-
bergja íbúð frá 15. des. eða ára-
mótum. Upþlýsingar í síma 43180 á
kvöldin.
íbúð í New York
Stór, tveggja herbergja íbúð, sem
námsmenn leigja í New York, er til
leigu með húsgögnum frá 22. des-
ember og út janúar eða eftir
samkomulagi. Upplýsingar í síma
16034.
Frá Borgarskipulagi
Reykjavíkur!
Athygli er vakin á því aö sýningu á skipulags-
tillögunum KIRKJUSANDUR - LAUGARN-
ES - KLETTUR og MÝRARGATA OG NÁ-
GRENNI lýkur þann 7. desember 1988.
Uppdrættir og líkan eru til sýnis hjá Borgar-
skipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 4. hæð
alla virka daga frá kl. 8.30 til 16.00.
Athugasemdum eöa ábendingum, ef ein-
hverjar eru, skal skila skriflega til Borgar-
skipulags Reykjavíkur, innan auglýsts kynn-
ingartíma.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartúni 3,
105 Reykjavík.
ERLENDAR FRÉTTIR
Kosrúngabarátta i Venesúelu
í skugga olíuverðfalls
Gífurlegar skuldir annað helsta kosningamál
Forsetakosningar fara fram í
Venesúelu 4. des n.k. og geisar
þar nú hörð og allskrautleg kosn-
ingabarátta, scm snýst einkum
um efnahagsvandræði landsins.
Þau eru ekkert smáræði, sem best
má sjá af því að olían, helsta út-
flutningsvara Venesúelu, hefur
fallið í verði um 48.5 af hundraði
síðan 1984. Þar að auki er land
þetta skuldugt upp fyrir haus,
jafnvel á rómanskamerískan
mælikvarða.
Skuldir Venesúelu erlendis
nema nú um 30.3 miljörðum doll-
ara og eru aðeins þrjú ríki í Róm-
önsku Ameríku enn skuldugri.
Meira en helmingur útflutnings-
tekna fer í afborganir og vexti af
skuldabagganum. Frambjóðend-
ur heita kjósendum því hver um
annan þveran að sjá til þess, að
afborganirnar verði lækkaðar að
minnsta kosti um helming. Þeir
lofa einnig að knýja fram stöðvun
verðlækkunar á olíu í gegnum
Samband olíuframleiðsluríkja
(OPEC) og auka áhrif og virð-
ingu Venesúelu í augum íbúa
annarra rómanskamerískra
landa.
Tveir frambjóðendur eru taldir
líklegastir til sigurs. Annar heitir
Carlos Andres Perez og býður sig
fram fyrir Lýðræðisaðgerða-
flokkinn, sem telst vera tiltölu-
lega vinstrisinnaður miðjuflokk-
ur. Samkvæmt niðurstöðum síð-
ustu skoðanakannana er hann 12
til 19 prósentustigum fyrir ofan
helsta keppinaut sinn í fylgi.
Lýðræðisaðgerðaflokkurinn hef-
ur undanfarið farið með völd og
beinist því drjúgum að honum
reiði almennings út af versnandi
lífskjörum. En á móti vegur það
að árin 1974-1979, þegar Perez
var forseti, voru landinu mikil
gullöld. í upphafi stjórnartíðar
hans hækkaði olían fjórfalt í verði
og lífskjör landsmanna bötnuðu á
þessu árabili um 12 af hundraði
að meðaltali, að sögn hagfræð-
inga. Vegna þessa eru góðar
endurminningar tengdar stjórn-
artíð Perezar í hugum margra af
kjósendum, sem eru alls rúmar
níu miljónir talsins. En síðan hef-
ur flest gengið á afturfótunum í
efnahagsmálum Venesúelu og er
lækkandi olíuverð helsta orsökin.
Tekjur á mann hafa lækkað um
fjórðung að meðaltali síðan 1979
og eru lífskjör landsmanna nú
ekki betri en þau voru á fyrstu
árum sjöunda áratugar.
Annar sigurvænlegasti fram-
bjóðandinn er Eduardo Fern-
andez, sem er í framboði fyrir
flokk kristilegra lýðræðissinna.
Mun sá flokkur eitthvað svipaður
flokkum sem svo kallast í Evr-
ópu. Fernandez er aðsópsmikill
og að sögn hinn vígalegasti, svo
að hann hefur verið auknefndur
„Tígrisdýrið.“ Sagt er að þetta
kristilega og lýðræðislega rándýr
hafi talsverða möguleika á að
fara fram úr Perezi í fylgi fyrir
kjördag. Alls eru frambjóðendur
25, og er sá þriðji vinsælasti að
sögn skoðanakönnuða Teodoro
Petkoff, sósíalisti og fyrrum
skæruliðaforingi, sem á þeirri tíð
var sagður hlynntur Castro
Kúbuleiðtoga. Honum er þó ekki
spáð nema um sjö af hundraði
atkvæða og öðrum smáflokka-
frambjóðendum þaðan af minna.
Reuter/-dþ.
_____________MINNING____________
Jónína Salvör Helgadóttir
Fœdd 16.07. 1894 - Dáin 15.11. 1988
í gær var til moldar borin
amma okkar, Jónína Salvör
Helgadóttir. Jónína eða amma
Jóna eins og hún var gjarnan
kölluð innan fjölskyldunnar og
meðal vina, var fædd að Kvía-
völlum á Miðnesi, 16. júlí 1894.
Foreldrar hennar voru þau Hall-
dóra Sigurðardóttir frá Hrút í
Oddahverfi og Sigurður Helgi
Jónsson, sjómaður, fæddur að
Melabergi á Miðnesi. Þau Hall-
dóra og Sigurður Helgi bjuggu að
Kvíavöllum til ársins 1901 er þau
fluttu til Reykjavíkur ásamt
börnum sínum. Foreldrar Hall-
dóru voru þau Björg Guðmunds-
dóttir, fædd að Mykjunesi í Holt-
um 26.2 1828 og Sigurður Jóns-
son, bóndi og sjómaður, fæddur
að Vetleifsholti í Ásahreppi, 17.6
1824. Þau Björg og Sigurður
bjuggu fyrstu árin að Hrút í
Oddahverfi en fluttust árið 1853
suður á Miðnes. Foreldrar Bjarg-
ar voru þau Halldóra Einarsdótt-
ir fædd að Framnesi í Holtum 25.
maí 1800. Hún var þrígift og lifði
menn sína alla. Faðir Bjargar var
annar maður Halldóru, Guð-
mundur Pálsson, bóndi, fæddur í
Vestmannaeyjum 1. janúar 1798.
Mælt er að Guðmundur hafi
ákveðið að hve magar dætur sem
hann ætti skyldu þær allar heita
Bjargir. Þau Halldóra eignuðust
fjórar dætur og einn son. Börn
Halldóru og Sigurðar Helga voru
fjórar dætur. Auk ömmu Jónu
voru það Sigríður fædd 1889,
Eyrún fædd 1891 og Björg 1895.
Allar létust þær í hárri elli og nú
sfðast amma Jóna 94 ára gömul.
Amma Jóna giftist í Reykjavík
hinn 24. desember 1919 Ernst
Fridolf Backman, sænskum
verkamanni, sem hingað fluttist.
Þeirra börn voru þau Elsa Viola
sem dó 4 ára gömul; Ernst Frid-
olf, sundkennari, giftur Ragn-
heiði Jónsdóttur frá Vestmanna-
eyjum; Halldór Sigurður, húsa-
smíðameistari, sem látinn er fyrir
4 árum, giftur Jóhönnu Arn--
mundsdóttur frá Akranesi; Elsa
Viola, sjúkraliði, gift Birni Emil
Björnssyni, skipasmíðameistara;
Henning Karl, verkamaður en
sambýliskona hans er Dagmar
Gunnlaugsdóttir; Ingibjörg
Helga, húsmóðir, gift Sverri
Jónssyni, bifreiðastjóra og Val-
geir, verkamaður, giftur Helgu
Ágústsdóttur. Áður átti amma
Jóna soninn Ingimar Karlsson,
málarameistara, sem giftur er
Guðmundu Guðnadóttur. Dóttir
Ingimars og uppeldisdóttir
ömmu Jónu er Sonja gift Birgi
ísleifi Gunnarssyni, alþingis-
manni.
Amma Jóna og afi Backman,
sem dó í apríl 1959, eru okkur
barnabörnunum ákaflega minn-
isstæð. Þegar við komum til sögu
bjuggu þau hjón í háreistu og fal-
legu timburhúsi, efst á Háaleitinu
nr. 23 við gamla Háaleitisveg.
Umhverfis húsið voru mikil og
falleg tún þar sem nú standa
blokkir í röðum. Á landar-
eigninni var eins og víða í þá daga
ýmislegt gert til að drýgja tekjur
og afla matvæla. Þar lögðu þau
hjón stund á ræktun af ýmsu tagi
og höfðu jafnan einhver húsdýr.
Framan við gamla húsið var af-
girtur meðalstór skrúðgarður
með blómum og trjám, rifs-
berjum og sólberjum. í minning-
unni var á garðinum sænskur
blær. Þó kann það að vera rangt
vegna þess að í þá daga voru
þannig garðar framandi öllu
venjulegu verkafólki, sem hlaut
fátæktina í vöggugjöf og rétt-
leysið í arf. Yfir Háaleitinu ríkti
þá friður sveitalífsins. Skarkali
stórborgarinnar náði varla lengra
en inn að Lönguhlíð. Á þessum
ljúfa reit bjó stórfjölskyldan
Backman í blíðu og stríðu, for-
eldrar, börn, tengdabörn þegar
þau bættust við og loks fyrstu
barnabörnin. Yfir hressulegu, til-
finningaríku heimilishaldinu ríkti
amma eins og verkstjóri á stórum
vinnustað, glæsileg, stórbrotin,
sterkgreind og skapheit. Þvílík
stemmning þar. Börn þeirra
hjóna hlutu þá náðargjöf úr báð-
um áttum að geta geislað af því-
líkum léttleika og glaðværð að
leitun var að öðru eins. Svo er
enn í dag. Músíkin og hláturinn
hljóma enn frá Háaleitinu.
Sveiflan var stórbrotin en alvaran
var einnig mikil. Lífsbaráttan var
lengst af hörð og óvægin. Þar
blönduðust saman í réttum hlut-
föllúm byltingarkennd afstaða til
þjóðfélagsmála og trú á skapara
himins og jarðar. í báðum til-
fellum var krafan sú sama. Rétt-
læti.
Árið 1964 varð ríki ömmu Jónu
á Háaleitinu að víkja fyrir æðandi
stórborginni. Hún fluttist þá í
íbúð í blokk við Skaftahlíð. Þar
bjó hún að mestu til æviloka en af
sömu reisn og fyrr. Hún var ein-
staklega tíguleg kona. Hún bar
höfuðið hátt og horfði beint
fram.
Með þessum fátæklegu orðum
viljum við barnabörnin þakka
henni fyrir samfylgdina og kraft-
inn. Við þökkum henni fyrir
gömlu góðu dagana þegar hún
stóð í miðjunni. Við þökkum
henni fyrir einstaklega ljúfar
minningar hin síðari ár þegar hún
stóð til hliðar.
Barnabörnin
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1988