Þjóðviljinn - 29.11.1988, Side 14
í
/í dag/
Dýrbítur í
stjórnarráði
Aldrei fór það svo að við-
skiptaráðherranum okkar tækist
ekki að vekja á sér athygli. Það
virðist hann hafa gert rækilega
með orðum, sem hann lét falla á
nýafstöðnu Alþýðuflokksþingi.
Hann ræddi þar um gróður-
eyðinguna og komst m.a. svo að
orði:
„Orsakir eyðileggingarinnar
eru fleiri en ein, en ljóst er að hún
verður ekki leyst án þess að
lausaganga búfjár á viðkvæmu
gróðurlandi verði alfarið
bönnuð... Ef tii vill er eina ráðið
að efna til herferðar meðal al-
mennings um að hann hætti að
kaupa kjöt af þeim dýrum, sem
alin eru á beit afrétta í uppblást-
urshættu. Þetta á bæði við um
afurðir sauðfjár og hrossa.“ Svo
mörg voru þau vísdómsorð - og
fleiri þó.
Ég hélt nú sannast að segja að
sá hugsunarháttur, sem lýsir sér í
þessum síðustu orðum ráðherr-
ans, hefði gengið af sjálfum sér
dauðum fyrir meira en háifri öld.
Þá brugðust herskáar íhaldshús-
mæður í Reykjavík við umbótum
á mjólkursölumáiunum með
þeim hætti, að hvetja stallsystur
sínar til þess að hætta að kaupa
mjólk en nota ýsusoð í staðinn.
Þessir sjálfskipuðu ráðunautar
um neysluvenjur almennings
höfðu þó ekki erindi sem erfiði en
hafa síðan verið lýsandi dæmi um
það út í hvaða ógöngur ofstækis-
fuil vanhyggja getur leitt fólk.
Nú sýnist mér að næsta skref
viðskiptaráðherrans hljóti að
verða að upplýsa það, hvernig
hann hyggst haga þessari herferð
sinni gegn sumu kinda- og hross-
akjöti en öðru ekki. Hvernig á
fólk að vita, hvort kjöt, sem það
er að kaupa í verslun, sé af
skepnum, sem hafa gengið á
landi, sem ráðherrann kallar
uppblásturssvæði eða ekki? Ætl-
ar ráðherrann að stimpla hvern
einasta kjötbita? Eða hvernig
hugsar hann sér framkvæmdina?
Ég sé ekki betur en þetta yrði
erfitt verkefni, flókið og dýrt og
sjáifsagt væri svo bændum ætlað
að bera kostnaðinn af þessum
sérkennilegu heræfingum ráð-
herrans. Auðvitað er þetta í
reynd bara rugl manns, sem í
þessum efnum sér ekki út fyrir
hattbarðið sitt. Þarna verður eng-
inn greinarmunur gerður á. Þess-
vegna væri herferð ráðherrans
bein árás á alla þá bændur í þessu
landi, sem stunda sauðfjár- og
hrossabúskap.
Páli frænda mínum Her-
steinssyni og hans mönnum hefur
gengið vel í baráttunni við tófu og
mink. Hinsvegar mun hvorki
honum né öðrum hafa komið til
hugar, að dýrbít ætti eftir að
skjóta upp í stjórnarráðinu.
-mhg
í DAG
er 29. nóvember, þriðjudagur í
sjöttu viku vetrar, níundi dagur
ýlis, 334. dagur ársins. Sól kemur
upp í Reykjavík kl. 10.40 en sest
kl. 15.52. T ungl minnkandi á
þriöja kvartili.
VIÐBURÐIR
Kommúnistaflokkur íslands
stofnaður 1930. Þjóðhátíðardag-
ur Júgóslavíu. Þjóðhátíðardagur
Albaníu.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR 50ÁRUM
Verklýðssambandið franska
lýsir herskyldutilskipunina ólög-
mæta. Verklýðsflokkarnirvinnaá
í kosningum. - Radikalir tapa allt
að 40%. Beztu menn Radikala-
flokksins skora á Herriot að „losa
flokkinn og Frakkland við Daladi-
er“.
Venjuleg
helgi
Kirkjutónleikar
Rás 1 kl. 22.30
Fyrir 12 árum var frumflutt í
Útvarpinu leikrit Þorsteins Mar-
elssonar, „Venjuleg helgi“. Það
verður nú endurflutt í kvöld.
Leikritið segir frá venjulegri
helgi í lífi hjónanna Halldórs og
Dóru. Á föstudögum er það hátt-
ur Halldórs að koma við í Ríkinu
á heimleiðinni og er þá ekki beint
smátækur. Hann nær sér í nokkr-
ar flöskur og er innihaldið ætlað
til hátfðarbrigða yfir helgina.
Drengjunum sínum tveimur
koma þau í gæslu hjá ömmu
þeirra og síðan er farið „út í
lífið“. - Að því rekur þó, að Dóru ‘
finnst nóg komið af svo góðu og
vill að þau hjónin taki upp aðra
lifnaðarhætti. - En það er ekki
laust, sem skrattinn heldur, eins
og þar stendur. - Leikstjóri er
Þorsteinn Gunnarsson en
leikendur: Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Sigmundur Örn
Arngrímsson, Ásdís Skúladóttir,
Sigurður Karlsson, Árni
Tryggvason og Halla Guðmunds-
dóttir.
- mhg
UM UTVARP & SJONVARP
7
Kirkjutónlist á dag-
skrá Rásar tvö í kvöld. Þar verða
flutt þrjú verk. Fyrst er það
„Herra, Drottinn vor“, mótetta
fyrir átta raddir og bassafylgirödd
úr „Pars Concertum Sacrorum",
eftir Samuel Scheidt, Christa-
Sylvia Gröschke og Esther
Himmler sópranar, Kurt Huber
tenór og Wilhelm Pommerien
bassi syngja með Spandauer
Kantor sönghópnum. Karl Hoc-
hreiter, Christoph Kapler og
Hans Nowak leika á sembal, sello
og kontrabassa. Helmut Rilling
stjórnar. - Þá kemur „Sinfónía da
Requiem", op. 20 eftir Benjamin
Britten. Sinfóníuhljómsveitin í
Birmingham leikur, Simon Ratt-
le stjórnar. - Og loks er það „Ich
ruf zu dir, Herr Jesu Christ", Þorsteinn Marelsson
kantata eftir Nicholaus Strungk.
Maria Zedelius syngur ásamt fé-
lögum úr Musica-Antiqua í Köln.
Halldóra Friðjónsdóttir Þorkell Ólafsson Friðrik Rafnsson
Kviksjá
Rás 1 kl. 19:33
Svo sem hlustendum er von-
andi kunnugt þá er Kviksjá
blandaður menningarþáttur og
blandar sér sannast að segja í flest
sem er að gerast á sviði lista og
menningar. Hann er á dagskrá
Rásar eitt þriðjudaga til föstu-
daga kl 19:33. - í kvöld verður
lesið úr nokkrum jólabókum, en
þær eru nú sem óðast að koma á
markaðinn. - Fyrst er það þá „Á
forsetavaktinni", dagur í lífi Vig-
dísar Finnbogadóttur, en skráetj-
arierSteinunn Sigurðardóttir. Þá
kemur umfjöllun og upplestur úr
bókinni „Húsið með blindu gler-
svölunum“, eftir norsku skáld-
konuna Herbjörgu Wassmo. Síð-
an koma rússnesk ljóð í þýðingu
Geirs Kristjánssonar. Fjallað
verður um bókina „Undir hælum
dansara“. Ljóðin eru valin af
þýðandanum. Meðal þeirra eru
nokkur ljóð Nóbelsverðlauna-
hafans Brodski. Loks verður sagt
frá bókinni „Mamma, hvað á ég
að gera?“ Þetta er handbók í
gamansömum tón fyrir ungt fólk,
eftir Jón Karl Helgason. - Um-
sjónarmenn Kviksjár eru Friðrik
Rafnsson og Halldóra Friðjóns-
dóttir. - mhg
GARPURINN
KALLI OG KOBBI
Súrt regn, eiturúrgangur,
götótt ósonlag,
sjórinn að fyllast af drasli...
Ljósi punkturinn að það hlýtur
að koma að því að stríð leggist
af þegar enginn ásælist lengur
draslið hjá hinum.
FOLDA
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. nóvember 1988