Þjóðviljinn - 08.12.1988, Síða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1988, Síða 2
FRETTIR Ein af 350 vatnslitamyndum Snorra Sveins Friðrikssonar, sem sýnd verður með tónlistinni. Sinfónían Hnotubrjóturínn í kvöld kl. 20.30 verða síðustu almennu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar íslands á þessu ári, - fjölskyldutónleikar á aðventu. Flutt verður jólaævintýrið Hnot- ubrjóturinn, eftir sögu E. T. A. Hofmanns við tónlist Tsjaíkov- skís. Þá syngur Skólakór Kárs- nesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari. Milli atriða segir Benedikt Árnason söguna um Hnotubrjót- inn sem Snorri Sveinn Friðriks- son hefur myndskreytt með 350 vatnslitamyndum. Verður þeim varpað á sýningartjaldið meðan á flutningi stendur. Tæknimaður er Einar Erlendur ljósmyndafræð- ingur. Snorri Sveinn hefur lengst af starfað hjá Ríkissjónvarpinu síð- an 1969 sem ljósmyndahönnuður og sýnt þar bæði hugmyndaflug og listfengi. - Einar Erlendur lauk BS-prófi í tæknilegri ljós- myndun í Lundúnum 1980. Hann rekur fyrirtækið Myndverk, sem starfar á ýmsum sérsviðum ljós- myndunar. Hnotubrjóturinn var frum- sýndur í St. Pétursborg 1892, við fremur dræmar undirtektir, svo sem einnig höfðu hlotið fyrri ball- ettar tónskáldsins, Svanavatnið og Þyrnirós. En nú er öldin önnur og ballettar Tsjaíkovskís hafa hlotið verðskuldaða viðurkenn- ingu vítt um heim. Aðgöngumiðasala er í Gimli við Lækjargötu milli kl. 9 og 17 og svo við inngang Háskólabíós við upphaf tónleikanna. Miða- verði er mjög stillt í hóf en það er kr. 500 og 250. - mhg Nautahakkið Ótrúleg ósvífni Neytendasamtökin: Framleiðendur verði sviptirframleiðsluleyfi ef þeirgerast ítrekað sekir um vörusvik „Við teljum fráleitt að verið sé að selja aðrar kjöttegundir en nautakjöt í nautahakki og ekkert annað en ósvífni við neytendur. Við teijum að ef framleiðendur gerast ítrekað sekir um svona vörusvik eigi að svipta þá fram- leiðsluleyfi,“ sagði Jóhannes Gunnarsson formaður Neytend- asamtakanna. Mikil gremja hefur ríkt meðal neytenda eftir að könnun Verð- lagsstofnunar var birt í fyrradag um að nokkrir kjötframleiðendur ástunduðu vörusvik með því að bjóða neytendum nautakjöt sem blandað er ýmist svína- eða kind- akjöti. Gunnar G. Þorsteinsson vara- verðlagsstjóri sagði að stofnunin mundi fylgja þessari könnun eftir í framtíðinni. Hann sagði að upp- haflega hefði könnun átt að leiða í ljós hvort fylgni væri á milli gæða og verðs en í efnagreiningu hjá Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefði síðan komið í ljós að verið væri að efnagreina allt annað kjöt en nautakjöt og þá hefðu vörusvikin komið í ljós, öllum að óvörum. -grh Axarfjörður Fagnað í sveitinni Björn Björnsson bóndi: Vonandi verður vísbendingin um olíu hértil að jarðirnar okkar hœkki í verði Okkur finnst ekkert nema já- kvætt við þessa niðurstöðu Orkustofnunar um að mælst hafi lífrænt gas úr borholu þeirra og að líkur séu á að olía geti verið hér neðanjarðar. Vonandi verður þetta til þess að jarðir okkar hækki eitthvað I verði frá því sem nú er, en þær eru nánast verð- lausar í dag, sagði Björn Björns- son bóndi að Sandfellshaga 2 í Öxarfirði. í gær var ekki um annað talað í Öxarfirði en hugsanlegar líkur á að olíu sé að finna í setlögunum undir yfirborði fjarðarins og ríkti almennur fögnuður meðal íbú- anna. Þó verður einhver bið á að byrjað verði að bora eftir olíu á svæðinu þar sem eftir á að gera umfangsmiklar rannsóknir á set- lögunum og alls óvíst hvort þær skili jákvæðum niðurstöðum sem síðan muni leiða til markvissrar olíuleitar. Björn bóndi sagði að vissara væri að fara hægt í sakirnar í þessu máii en óneitanlega yki þetta á bjartsýni íbúanna í sveitinni um betri tíð. Þegar eru 3 fiskeldisfyrirtæki með starfsemi í firðinum, ísnó, Árlax og Silfur- stjarnan. -grh Héðinn Gilsson var Valsmönnum oft erfiður í gærkvöldi og skoraði kappinn alls níu mörk, flest þeirra stórglæsileg. Hér reynir varnarjaxl- inn mikli, Þorbjörn Jensson, að stöðva Héðin, en allt kemurfyrir ekki. Geir Sveinsson fylgist með á örvæntingarfullan hátt. Handbolti Valur og KR enn með fullt hús Valsmenn sigruðu FH-inga með góðum enda- spretti að Hlíðarenda og KR lenti í basli með botnliðið Valur-FH ..............30-25 Það má með sanni segja að meistaraheppnin hafi fylgt Vals- mönnum í lok þessa leiks gegn FH að Hlíðarenda. Leikurinn var mjög jafn allan tímann og stefndi lengi vel i að Valur tapaði sínu fyrsta stigi í íslandsmótinu í ár. FH-ingar höfðu tveggja marka forystu, 20-22 og 21-23, þegar fá- einar mínútur voru til leiksloka en þá var Guðjóni Árnasyni vikið af leikvelli fyrir kjaftbrúk. Eins og allir vita sem fylgjast með handbolta má ekkert lið við því að missa mann útaf á örlaga- stundu þegar andstæðingurinn heitir Valur. Þeir gengu á lagið, jöfnuðu og komust yfir, Síðan var jafnt 24-24 en Valsmenn skoruðu tvö mörk í röð úr hraðaupp- hlaupum eftir að markstengurnar höfðu orðið fyrir þrumuskotum Héðins Gilssonar. Eftirleikurinn var síðan Valsmönnum auðveld- ur og staðan skyndilega orðin 30- 24! Héðinn skoraði svo síðasta mark leiksins af mjög löngu færi á lokasekúndunum. Leikurinn að Hlíðarenda var spennandi og mjög skemmtilegur fyrir áhorfendur. FH-ingar komu nokkuð á óvart með sterkum varnarleik og varð sóknarleikur Vals nokkuð fálmkenndur fyrir vikið. Þá var vörn Vals ekki eins góð og hún á að sér, og skoruðu FH-ingar mörg mörk úr nokkuð vafasömum marktækifærum. í fyrri hálfleik var jafnt á all flest- um tölum og staðan í leikhléi 13- 13. Síðari hálfleikur var álíka jafn, eða allt þar til FH spilaði rassinn úr buxunum undir lok leiks. Valdimar Grímsson var bestur Valsmanna að þessu sinni og skoraði hann 8 skemmtileg mörk, þar af tvö úr vítaköstum. Júlíus Jónasson var' einnig mjög skæður og skoraði 7/1 mörk með miklum þrumuskotum. Sigurður Sveins- son var óvenju daufur í fyrri hálf- leik en náði sér ágætlega á strik í þeim síðari og skoraði alls 6 mörk. Þá skoraði Jón Kristjáns- son 5 mörk, Jakob Sigurðsson 3 og Geir Sveinsson 1 mark. í liði FH var Héðinn Gilsson ávallt hættulegur og skoraði alls 9 mörk. Óskar Ármannsson skoraði 8 mörk og var helmingur þeirra gerður úr vítaköstum en Guðjón Árnason gerði 4 mörk á skemmtilegan hátt. ÓskarHelga- son skoraði 3 og Þorgils Óttar Mathiesen 1 mark. Breiðablik-KR...........23-26 KR-ingar höfðu forystu allan leikinn en lentu í miklu basli undir lok Ieiksins er Blikum tókst að minnka muninn í tvö mörk. Vesturbæjarliðið hafði það þó af að sigra og fylgja Valsmönnum því enn sem skugginn. Fram-Víkingur..........29-29 KA-ÍBV.................24-19 Stjarnan-Grótta........24-19 -þóm Stokkseyri Hörð innheimta Allt rafmagn var tekið affrystihúsiþorpsinsþegar vinna stóð sem hœst. Við það fékkst helmingur af 3ja miljóna króna skuld greiddur Rafveitustjórinn á Stokkseyri lokaði fyrir allt rafmagn til Hraðfrystihúss Stokkseyrar rétt fyrir hádegi í gær til að knýja á um borgun 3 miljón króna raf- magnsskuldar fyrirtækisins við veituna. Það hreif og fékk veitan helming skuldarinnar greiddan og var þá straumi aftur hleypt á. Stefán Runólfsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihússins sagðist aldrei fyrr á 40 ára ferli sínum í bransanum hafa kynnst öðrum eins innheimtuaðgerðum. Hann sagði að fyrst hefði raf- magnið verið tekið af heimili sínu um 10 Ieytið um morguninn og síðan af frystihúsinu án nokkurr- ar viðvörunar. Verið var að vinna bolfisk í húsinu og að sjálfsögðu varð sjálfhætt þegar rafmagnið fór. Flytja varð fiskinn sem óunn- inn var inn í kæligeymsluna sem er fleytifull af afurðum ss. frystri síld. Hörður Gestsson veitustjóri sagði að veitan hefði ítrekað að- varað stjórnendur frystihússins um að lokað yrði fyrir rafmagnið ef reikningurinn yrði ekki greiddur. Hörður sagði að það væri þýðingarlaust að vera sífellt með hótanir ef engin alvara væri að baki. Hann sagði að þrátt fyrir að Stokkseyrarhreppur ætti 80% í frystihúsinu og rafmagnsveituna með Eyrarbakka hefði að sínu mati ekki annað verið hægt en að gera alvöru úr hótununum um rafmagnslokun. -grh Verkalýðssaga Bókafundur íkvöld Félag áhugafólks um verka- lýðssögu boðar til bókafundar fimmtudaginn 8. desember kl. 20.30 í húsi Félags bókagerðar- manna Hverfisgötu 21. Einar Már Guðmundsson kynnir nýtt smásagnasafn sitt „Leitin að dýragarðinum“ og les- ið verður úr bók Haraldar Ölafs- sonar togarasjómanns, „Brim- öldur“ sem Jón Guðnason skráði. Að lokum verða lauslega kynntar nokkrar bækur sem eru áhugaverðar fyrir félagasmenn. Kaffiveitingar. 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmudagur 8. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.