Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 3
FRETTIR
Fleiri gerast nú
vígarmenn...
Halldór
ræðst
að Mogga
Halldór Blöndal Sjálfstæðis-
flokksþingmaður ritar í Morgun-
blaðið í gær grein til að mótmæla
Reykjavíkurbréfi um síðustu
helgi, sem hann segir „óábyrgt“
og þurfi ritstjórar blaðsins að
„gera ítarlega grein fyrir stefnu
þess í þjóðmálum“ þarsem hún
hafi greinilega breyst, enda þurfti
Halldór að lesa Reykjavíkur-
bréfið „þrem sinnum“.
Halldór vísar þarmeð til þess
að Njáll bóndi á Bergþórshvoli
lét „þrem sinnum“ segja sér frétt-
ir af síðustu sendiför Þórðar son-
arfóstra síns, og sagði síðan sem
kunnugt er: „Fleiri gerast nú
vígamenn en eg ætlaði.“
í Reykjavíkurbréfinu var lögð
áhersla á að við núverandi að-
stæður yrðu þingmenn báðu-
megin við stjórnarlínur að sýna
fulla ábyrgð og benda á eigin úr-
ræði við tekjuöflun eða niður-
skurð ef þeir settu sig á móti til-
lögum fjármálaráðherra og ríkis-
stjórnarinnar.
Halldór setur ofaní við Morg-
unblaðsritstjóra af þessu tilefni
og segir að þeir hafi ekki fylgst
nógu vel með þingræðum sínum
og félaga sinna en í þeim ræðum
hafi þeir Halldór sannað að
stjórnin nýja sé óalandi og óferj-
andi vinstri ríkisafskiptastjórn.
Þegar gengið hafi verið fellt,
-sem sé stefna sameinaðrar og
ábyrgrar stjórnarandstöðu-, þá
muni allt verða gott á ný. Þá:
„mun aftur birta til í íslensku
þjóðlífi, uppbyggingin mun halda
áfram en samdrátturinn hverfa
einsog dalalæða á sólbjörtum
sumardegi.“
Fróðir menn telja þessi orða-
skipti lýsa ágreiningi innan Sjálf-
stæðisflokksins um stefnuna
frammundan og afstöðuna til
ríkisstjórnarinnar. Halldór er
sem kunnugt er einn af helstu
bandamönnum Þorsteins Páls-
sonar í þingliði Sjálfstæðis-
manna._________________~m
Ráðhúsið
Hönnunar-
kostnaður á
við 150 fóstmr
Það samsvarar launuin 150
fóstra að hanna ráðhúsið á þessu
ári. Þó er langt í land með að
hönnunarvinnu við húsið sé lok-
ið. Nú þegar er búið að bókfæra
um 88 miljónir kr. vegna hönnu-
nar. Gert er ráð fyrir að í allt
verði varið 104 miljónum á árinu
undir þessum lið.
Almenna verkfræðistofan hef-
ur fengið tæpar 40 miljónir, Stu-
dio Grandi, sem sér um arkitekt-
avinnuna, hefur fengið rúmlega
20 miljónir, og Rafhönnun tæpar
10. Þessar upplýsingar komu
fram í svari borgarverkfræðings í
borgarráði í gær, en Sigurjón Pét-
ursson borgarfulltrúi hafði óskað
eftir upplýsingum um hvernig
kostnaður vegna hönnunar ráð-
hússins skiptist. Þá kom fram í
svarinu að nokkur fleiri fyrirtæki
hefðu tekið að sér hönnun á
þessu ári. Þar af hefði eitt erlent
fyrirtæki fengið um 7 miljónir.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans má gera ráð fyrir að 10 til
20 manns hafi unnið í fullu starfi á
þessu ári við hönnun hússins. Það
þýðir að hver þeirra hafi kostað
borgarsjóð rúmlega 5.2 miljónir
á árinu. Það er 4,4 miljónum
meira en borgarsjóður þarf að
greiða hverjum þeim sem gætir
barna á barnaheimilum borgar-
innar. Fóstrur hafa um 750.000
krónur á ári í laun. S&
Tekju- og eignaskattur
Undanþágum fækkað
Samspilpersónuafsláttar, barnabóta og tekjuskatts notað til að hlífa þeim tekjuminni.
Skattur hjóna með 120 þúsund krónur lœkkar. Stóreignaskattur á eignir yfir 12 milljónir
Síðasta tekjuöflunarfrumvarp
ríkisstjórnarinnar, um tekju-
og eignaskatt, var lagt fram á Al-
þingi í gær. Markmið frumvarps-
ins er að þeir tekjuminni hækki
ekki í sköttum en þeir tekjumeiri
taki á sig hækkun álagningar-
prósentunnar um 2%. Til að
mynda fá hjón með tvö börn,
jafna tekjuskiptingu og 120 þús-
und í mánaðartekjur endur-
greiddar 600 krónur úr kerfinu á
mánuði. Talið er að um 6.000 ein-
staklingar lendi í sérstöku stór-
eignarskattþrepi og þrengt verð-
ur að möguleikum fyrirtækja til
að komast hjá því að greiða tekju-
skatt.
Frádráttarliðum fyrirtækja
verður fækkað og tekjustofninn
þannig breikkaður. Á blaða-
mannafundi í gær sagði Ólafur
Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra, að það væri algerlega óþol-
andi að búa við svo götótt skatta-
kerfi að 1/3 fyrirtækja hefðu get-
að skotið sér löglega undan því að
greiða tekjuskatt góðárið 1987.
Reglur um fyrningar og hlunn-
indi verða hertar. Stjórnendur og
forstjórar fyrirtækja hafa oft á
tíðum bíl til afnota frá fyrirtæk-
inu, sem síðan er svo frádráttar-
bær til skatts. Fyrir þetta verður
lokað. Þá á að koma í veg fyrir
það að fyrirtæki geti keypt fyrir-
tæki í rekstrartapi í óskyldum
rekstri, til að fá skattafrádrátt.
Tekjuskattur fyrirtækja hækkar
. einnig um 2% eins og hjá
einstaklingum.
Fjármálaráðherra hafði gert
tillögu um 3% hækkun tekju-
skatts. Alþýðuflokkurinn lagðist
gegn því og þess vegna er hækk-
unin ekki nema 2%. En vegna
samspilspersónuafsláttar, barna-
bóta og tekjuskatts hækkar raun-
álagningin ekki nema um 0,5%.
Ólafur sagði Þjóðviljanum að
þessi niðurstaða væri honum ekki
vonbrigði en hann hefði kosið að
hækkunin yrði 3% svo hærri upp-
hæð hefði fengist til hækkunar
persónufrádráttar og barnabóta.
Svo tekin séu dæmi um áhrif
hækkunarinnar hækkar tekju-
skattur hjóna með 150 þúsund
króna mánaðartekjur og tvö börn
um 300 krónur á mánuði. Sörnu
hjón með 300 þúsund í mánaðar-
tekjur greiða 3.300 krónunr
meira í tekjuskatt á mánuði. í
heildina greiða einstæðir foreldr-
ar að jafnaði engan tekjuskatt.
En einstætt foreldri með tvö börn
og annað yngra en 7 ára, greiðir
700 krónum meira á mánuði í
tekjuskatt af 120 þúsund króna
tekjum.
Tvö þrep verða á eignaskatti.
Lægra þrepið hækkar úr 0,95% í
1,2% af skuldlausri eign einstakl-
ings yfir 2,5 miljónir króna. Stór-
eignaskattþrepið verður 1,5% á
skuldlausar eignir einstaklinga
yfir 6 miljónir króna, og skuld-
lausar eignir hjóna yfir 12 miljón-
ir króna. Reiknað er með að um
6.000 manns lendi í þessurn stór-
eignaskatti og um 2.300 hjón.
Ellilífeyrisþegar með litlar eða
engar tekjur geta nýtt ónýttan
persónufrádrátt til að lenda ekki í
stóreignaskattþrepinu.
-hmp
Mörgum þykja rjúpur herramannsmatur og ómissandi um hver jól. Það er því næsta víst að rjúpurnar sem starfsmenn
Kjötstöðvarinnar þeir Harry t.v og Eiríkur halda á stoppa stutt við í versluninni áöur en þær lenda i einhverjum
innkaupapokanum. Mynd: Jim Smart.
Ríflega veitt í
Eg hef trú á að rjúpnaveiðin í ár
verði mjög svipuð og hún var í
fyrra sem þýðir veiði uppá 25
þúsund rjúpur. Annars hefur
leiðindaveður einkennt veiði-
tímabilið og hingað til hafa fáir
alvöruveiðidagar komið svo
heitið geti frá því veiðin hófst 15.
október sl.,“ sagði Sverrir Sch.
Thorsteinsson jarðfræðingur og
skotveiðimaður.
Senn líður að lokum rjúpna-
veiðitímabilsins í ár en eftir 22.
desember nk. er óheimilt að
skjóta rjúpu. Vegna einmuna lé-
legrar tíðar unr svo til land allt frá
því veiðar hófust hefur minna
veiðst en menn áttu von á í upp-
hafi. Áður en vertíðin byrjaði
voru menn bjartsýnir á góða veiði
því hvarvetna virtist vera nóg af
rjúpu. En hún hefur verið frekar
sýnd veiði en gefin vegna um-
hleypinganna sem verið hafa.
Þrátt fyrir það er enginn
soðið
skortur á rjúpum í verslunum en
veiðinrenn merkja þó á inn-
kaupurn kaupmanna að þeir eru
gætnari en oft áður og kaupa
minna inn í einu. í dag fær veiði-
maðurinn um 300 krónur fyrir
rjúpuna en út úr búð er hún seld á
410 - 460 krónur eftir því hvort
hún er hamflett eður ei. Af því
verði gleypir matarskatturinn um
100 krónur og kaupmaðurinn fær
afganginn í sinn vasa.
-grh
Bandaríkjamarkaður
Þorskblokkin upp um 15 sent
Hækkaðúr 1,25í 1,40dalihvertpund. ArnarSigurmundsson: Jákvætten baraoflítið. Pýðir70-90
miljóna tekjuauka á ársgrundvelli á sama tíma og tapið er metið á 2 miljarða
Vissulega eru það jákvæðar
fréttir að afurðaverð sé farið
að þokast upp af botninum á
Bandaríkjamarkaði. En þetta er
bara svo ótrúlega lítið. Á árs-
grundvelli þýðir hækkunin um 70
- 90 miljóna tekjuauka fyrir
vinnsluna á sama tíma og tapið er
áætlað um 2 miljarðar,“ sagði
Arnar Sigurmundsson formaður
Samtaka flskvinnslustöðva.
Pundið af frystri þorskblokk
hefur hækkað á Bandaríkjamark-
aði úr 1,25 dölum í 1,40 dali eða
um 15 sent. Það er þó langt í að
það verð náist sem gilti unt síð-
ustu áramót en þá seldist pundið
af þorskblokkinni á um 2 dollara.
Ástæðan fyrir þessari verð-
hækkun er talin vera ótti fisk-
kaupenda við fiskskort á mark-
aðnum á næstunni í kjölfar boð-
aðs samdráttar í afla ríkja Efna-
hagsbandalagsins á næsta ári
vegna ofveiði að undanförnu.
Á þessu ári hefur verðið á
þorskblokkinni fallið úr 2 dollur-
um hvert pund niður í 1,25. Verð-
lækkanaferillinn hefur verið sá að
í apríl sl. fór verðið úr 2 dollurum
niður í 1,85. í júní sl. datt það
niður í 1,60 og niður um 10 sent í
júlímánuði. I ágúst féll verðið um
25 sent hvert pund niður í 1,25
dollara. Síðan þá hefur verðið
verið að þokast upp. Fyrst í 1,30
dali í september, í 1,35 í október
og í 1,35 -1,40 í síðasta mánuði og
í byrjun þessa.
-grh
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Kaupmenn
Stoppað í götin
Nefnd mótar nýjar reglur um innheimtu söluskatts. Á að koma í vegfyrir undan-
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra greindi frá því í
gær að hann hefði skipað nefnd til
að móta nýjar reglur um inn-
hcimtu söluskatts, en nú eru um 2
miljarðar króna í vanskilum hjá
fyrirtækjum. Reglurnar eiga að
koma í veg fyrir að hægt sé með
alls konar brögðum að koma sér
undan því að greiða söluskatt, til
dæmis með því að leggja fyrir-
skot
tæki niður og stofna nýtt. En
nokkuð hefur verið um það að
innheimtumenn ríkisins grípi í
tómt vegna þess að nýtt fyrirtæki
hefur verið stofnað með sömu
eigendum.
„Það er alveg ljóst að fjölmarg-
ir aðilar eru farnir að hagnýta sér
kerfið,“ sagði Ólafur í gær. Loka
þyrfti fyrir ótvíræð undanskot á
greiðslu söluskatts. Fjármálaráð-
herra sagði að sér hefði verið sagt
frá því, að söntu aðilar stofnuðu
ný og ný fyrirtæki án þess að gera
upp söluskattinn við hið opin-
bera. Sérstök nefnd skipuð full-
trúum fráfjármálaráðuneyti, við-
skiptaráðuneyti og dómsmála-
ráðuneyti á að fara ofan í þessi
mál og móta nýjar reglur.
-hmp