Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 14. desember 1988 268. tölublað 53. órgangur
Forsœtisráðherra
Samningsbannið burt
Ríkisstjórninfellir úrgildi bann við samningsrétti og kjaraaðgerðum. Frysting launa áfram ígildi til 15.febrúar.
Forystumenn samtaka launafólksfagna ákvörðuninni. Svavar Gestsson: Mjög skynsamleg ákvörðun
Rétt fyrir kvöldmat í gær í um-
ræðum í efri deiid skýrði
SteingrímurHermannsson forsæt-
isráðherra mjög óvænt frá þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
fella úr gildi ákvæði bráðabirgða-
laganna er banna verkföll og
verkbönn. Ákvæði sem banna
hækkun launa fram tii 15. febrú-
ar á næsta ári eru óbreytt. Samn-
ingsrétturinn er því viðurkennd-
ur á ný strax og alþingi staðfestir
bráðabrigðalögin, en fórsætis-
ráðherra bjóst við að það gerðist
nú á næstu dögum.
Forystumenn helstu samtaka
launafólks fögnuðu þessari
ákvörðun í gærkvöld og töldu
hana sigur fyrir launafólk og
samtök þeirra. Viðbrögð Sjálf-
stæðismanna á þingi einkenndust
hins vegar af ráðleysi, enda virtist
sem tíðindin kæmu þeim algjör-
lega í opna skjöldu.
BSRB
Sigur sam-
takanna
Ögmundurjónasson:
Fagnaþvíað stjórnin
skulisjáaðsér
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB sagði við Þjóðviljann í gær
að hann fagnaði ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar og þakkaði hana
öflugum þrýstingi og baráttu
samtaka launafólks undanfarið.
Kröfur um að samningsrétturinn
yrði virtur hefðu hljómað mjög
sterkt á þingi BSRB fyrir
skömmu og aftur á ASÍ-þinginu,
og á baráttufundi allra launa-
mannasamtakanna um síðustu
helgi hefði samningsrétturinn
verið hafður á oddinum.
- Petta hreinsar óneitanlega
andrúmsloftið, sagði Ögmundur.
Við erum ánægð með að ríkis-
stjórnin skuli hafa séð að sér og
vonum að þetta jafngildi víljayf-
irlýsingu um bætt samskipti við
samtök launafólks. Stjórnvöld
þurfa líka að viðurkenna rétt
allra til mannsæmandi lífs. Það er
næsti áfangi. _m
Það er síðari hluti hinnar
illræmdu fjórðu greinar bráða-
birgðalaganna frá í maí og sept-
ember sem felldur verður úr
gildi, en þar segir: „Verkbönn,
verkföll, þar með taldar samúðar-
vinnustöðvanir, eða aðrar að-
gerðir sem œtlað er að knýjafram
aðra skipan kjaramála en lög
þessi mœlafyrir um eru óheimil."
ASÍ kærði bráðabirgðalögin sem
kunnugt er fýrir alþjóða Vinnu-
málastofnuninni í Genf, og þetta
ákvæði var á sínum tíma helsti
þröskuldur í vegi fyrir stjórnar-
þátttöku Alþýðubandalagsins.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði á Stöð 2 í gær-
kvöldi að hann vonaðist til að
þessi ákvörðun auðveldaði samn-
inga við samtök launafólks, og
sagði að 'allir stjórnarliðar stæðu
bakvið ákvörðunina.
Skúli Alexandersson, sem eins-
og kunnugt er hefur lýst því yfir
að hann muni sjálfur ekki verja
stjórnina vantrausti, tók til máls í
efri deild eftir ræðu Steingríms og
sagðist fagna þessu frumkvæði
forsætisráðherra. Það styrkti
ríkisstjórnina.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra sagði við Pjóðviljann í
gær að hann teldi þetta mjög
skynsamlega ákvörðun sem for-
sætisráðherrann hefði tekið með
stuðningi stjórnarflokkanna.
Þetta yrði vonandi til þess að
auðvelda lausn þeirra verkefna
sem óhjákvæmileg væru á næsta
ári í efnahags- og atvinnumálum.
Bæði Borgarar og Kvennalista-
þingmenn hafa flutt breytingart-
illögur þarsem gert er ráð fyrir að
verkfalls- og samningabannið
falli burt og er talið að þessi
ákvörðun geti haft áhrif á stöðu
þessara þingflokka til stjórnar-
innar. Þeir þingmenn þessara
flokka sem Þjóðviljinn ræddi við í
gær fögnuðu því að stjórnarliðar
styddu þessar tillögur sínar en
vildu ekki tjá sig frekar um málið
að sinni.
í þingskapaumræðum eftir til-
kynningu forsætisráðherra í efri
deíld voru Sjálfstæðismenn mjög
ókyrrir, og í svari Steingríms
Hermannssonar gagnrýndi hann
stjórnarandstöðuna alla fyrir
vanstillt viðbrögð við þessari
ákvörðun. Borgaraflokksmaður-
inn Júlíus Sólnes kvaðst ósáttur
við að vera spyrtur við Sjálfstæð-
ismenn, og steig forsætisráðherra
þá aftur í pontu og bað
Kvennalista- og Borgaraflokks-
þingmenn afsökunar á að hafa í
ógáti bendlað þá við Sjálfstæðis-
menn. Jókst þá ókyrrð í herbúð-
um hinna síðastnefndu.
Undirbúningur yfirlýsingar
forsætisráðherra hefur staðið
nokkra hríð en farið mjög leynt.
Augljóst var að yfirlýsing Stein-
gríms kom flestum þihgmönnum
og ýmsum verkalýðsleiðtogum á
óvart, og það var haft til marks
um hve hljótt hafði farið að lang-
flestir fréttamenn höfðu yfirgefið
þingsali þegar Steingrímur tók til
máls.
Annarri umræðu um staðfest-
ingarfrumvarpið var frestað í efri
deild að beiðni Sjálfstæðis-
manna. -m/phh/hmp
... 11 ,i___ ^ wr W1"* mS
t«*w» H K h ~:% ^v ''¦¦¦¦'¦¦¦ ¦^'^&fSt--''-' P *5»>_>«^_i
_______ _* *_,__*__-$-_>_ ^Htf-l ¦ ¦ ' -¦¦'.'¦:¦'¦ '..:":.'''¦¦' ¦¦¦'¦''¦¦/:':-" ¦'¦¦'•:".;';"¦' __T_^v:' J mm ÉÉl . _..__^::i]JUyjttí|i 1 **• 6ir & W^Y
. & ^m "' m æÉM _, ^_?_s_^ *_k_N_x
/ - .'-.¦
jgÉÉ^iE ____?_*__ R___ _r___ ; í
¦B ^^^^^^^^ "^.iJ^g^ Mf^^_l_P%_r /_!_HP?*'1^ ' ^^ )__i ¦• í_^r "-'' *
___¦ ' *_____ mÆÉíi¥ j&z/fn P^; :¦:¦¦
Jól í skógræktinni. Skógræktarfélag Reykjavíkur hef ur að undanförnu boðið börnum af dagheimilum á
höfuðborgarsvæðinu í skoðunarferð og gefið þeim barrgreinar í leiðinni. Hornafjarðarleið hefur hönd í
bagga með að f lytja börnin á áfangastað en þangað koma tveir hópar á dag, allt f rá 7. desember til jóla og fá
börnin einnig endurskinsmerki frá Umferðarráði. Þau þakka fyrir sig með jólasálmi að heimsókn lokinni.
(Mynd: ÞÓM).
ASI
Engin efnisbreyting
Ásmundur Stefánsson: Breytingin hefur íraun ekkert
að segja. Verkföll enn óheimil til 15. febrúar
Eg er satt að segja nokkuð rugl-
aður yfir þessum breytingar-
hugmyndum og sýnist þær ekki
fela í sér neina efnisbreytingu á
innihaldi laganna, sagði Asmund-
ur Stefánsson forseti ASÍ við
Þjóðviljann í gær.
„Mér skilst að ætlun ríkis-
stjórnarinnar sé að aflétta samn-
Háskólahappdrœttið
Dagmamma vann 25 miljónir
Hœsti vinningur hérlendis til sjötugrar ekkju íVesturbœnum. Karítas
Magnúsdóttir: Hét áfatlaða
Eg sagði honum Jóhannesi hjá
happdrættinu að hann mætti
ekki láta blaðamenn hringja fyrr
en ég væri búin að ná valdi á mál-
rómnum aftur, sagði Karítas
Magnúsdóttir, sem í gær varð 25
miljónum ríkari þegar fyrsti
vinningur Happdrættis Há-
skólans, fimm miljónir, kom á
trompmiða hennar.
- Þetta er áheit, ég hafði heitið
á Styrktarfélag lamaðra og fatl-
aðra að það fengi sitt ef ég ynni í
Háskólahappdrættinu, en það
verður að bíða rólegri tíma að ég
ákveði hve mikið það verður,
sagði Karítas sem er sjötug
ekkja. Hún er átta barna móðir,
vinnur nú sem dagmamma og
gætir sjö barna.
- Nei, það er engin hætta á að
ég leggist í ferðalög, ég hef alltaf
átt í vandræðum með flug. Ég er
ákveðin í að sóa ekki þessum
peningum og ætla að fara vel með
þá. Húsið þarf líka sitt, þannig að
þetta kemur sér vel, sagði hún.
- Ég ætla að halda áfram að
gæta barnanna því ekki svíkur
maður vini sína þótt maður verði
ríkur, sagði Karítas miljónamær-
ingur í gær.
ingsbanninu strax, þannig að allir
fái samningsrétt með fullum
verkfallsrétti þegar umsaminn
samningstími rennur út. Það þýð-
ir að sjómenn og aðrir sem voru
með lausa samninga þegar lögin
voru sett á gætu gengið strax til
samninga og þess vegna til verk-
falla, opinberir starfsmenn og
Sókn um áramót, verslunar-
menn, VMSÍ og iðnverkafólk
þann 10. apríl og flestir iðnaðar-
menn næsta haust. Það er að
segja að allir gætu sest að samn-
ingsborði en verkfallsrétturinn
fengist þá fyrst er samningstím-
inn er úti. Þannig skýrði forsætis-
ráðherra breytinguna fyrir mér í
fréttatíma Stöðvar 2 í Ícvöld. Ég
fæ ekki séð að þetta sé rétt. Ef
áfram stendur að samningar séu
framlengdir til 15. febrúar, er
augljóslega óheimilt að ganga til
verkfallsaðgerða fyrr en þá.
Breytingin breytir því engu um
innihald laganna. Þarna hlýt ég
því að leita lögfræðilegrar ráð-
gjafar, því mér sýnist skýring for-
sætisráðherra og texti laganna
stangast á," sagði Ásmundur.
-phh
10 dagar
til jóla
Stúfur hét sá þriðji/ stubburinn
sá. Svo segir í Jólasveinavísu
dagsins og þessa ágætu mynd af
Stúfi teiknaði hún Eva Signý
Berger 7 ára, en hún á heima í
Helgamagrastræti 13 á Akureyri.
Við þökkum henni sendinguna
og minnum á að Stúfur kemur í
heimsókn á Þjóðminjasafnið í
Reykjavík kl.11 i dag. Þar verður
einnig hópur 6 ára bama úr
Grandaskóla og syngur jólalög.