Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 12
ERLENDAR FRETTIR Rómanska Ameríka Byltingin við hliðin? Vinstrihreyfingumýmiskonar vex óðumfylgi íkjölfar efnahagskreppu og versnandi lífskjara r Ifrægu riti stendur, að vofa koniniúiiismaiis gangi Ijósum logum um Evrópu. Nú er það sumra mál, að sú hin sama vofa sé víða á kreiki í Rómönsku Amer- íku og magnist þar jafnt og þétt. Víst er um það að mörg merki sjást þess, að vintrisinnar af ýmsu tagi færist um þessar mundir í aukana í þeim heimshluta. í nóv. s:l. vann tiltölulega rót- tækur vinstriflokkur, Verka- mannaflokkur nefndur, mikinn sigur í byggðastjórnakosningum í Brasilíu. f Venesúelu eru nýaf- staðnar forsetakosningar, þar sem tiltölulega vinstrisinnaður miðjumaður, Carlos Andres Per- ez, vann með miklum yfirburð- um. í forsetakosningum í Mexíkó í júlí s.l. fékk vinstrisinnað flokkabandalag svo mikið fylgi, að furðu þótti gegna þarlendis. Byltingarsinnaði stofnanaflokk- urinn, sem hefur verið einskonar ríkisflokkur þar í landi næstum svo lengi sem elstu menn muna, vann að vísu að vanda, en með minni meirihluta en nokkru sinni fyrr. Tveimur mánuðum fyrr hafði fremur hægrisinnaður mið- flokkur, sem farið hafði með völd í Ekvador, beðið mikinn kosn- ingaósigur fyrir einskonar jafn- aðarmannaflokki þarlendum. „Sósíalísk bylting í vændum" í sömu átt virðist stefna þar sem vopnin eru látin tala. Þótt Níkaragva sé á kúpunni efna- hagslega, virðist her þess hafa tekist að lama baráttuvilja kontr- anna, sem Bandaríkjamenn hafa vopnað ogfjármagnað. Marxísk- ir skæruliðar í Salvador færast í aukana. í Perú lætur maóísk skæruliðahreyfing, Sendero Luminoso (Ljómandi stígur), mikið að sér kveða, jafnframt því sem upplausnarástand virðist í aðsigi þarlendis af völdum slig- andi skuldabagga, óðaverðbólgu og verkfalla, sem eiga rætur sínar að rekja til slæmra og versnandi lífskjara. í Kólombíu eru vinstris- innaðir skæruliðar einnig á kreiki. Það leynir sér ekki heldur að margir ráðamenn í löndum þess- um eru felmtri slegnir. „Landið er á leið til alræðisstjórnar," sagði Jose Sarney, Brasilíufor- seti, nýlega. „Sósíalísk bylting er í vændum. Brasilía stefnir til vinstri og það bólar ekki á neinum þeim öflum, sem snúið gætu þeirri þróun við." Um sama leyti lét Fidel Castro Kúbuleið- togi hafa eftir sér að vaxandi neyð væri að skapa skilyrði fyrir bylt- ingu víða í Rómönsku Ameríku. „Vandamálið er hungur, vöntun á tækifærum..." Fyrsta kastið eftir að Castro náði völdum á Kúbu vonuðu sumir, en -aðrir óttuðust, að Rómanska Ameríka sem heild færi fljótlega að dæmi Kúbana. Burtséð frá valdatöku sandinista í Níkaragva hefur ekki komið til Tíðar kröfugöngur, útifundir og verkföll eru ásamt með öðru samfara rómanskamerísku vinstribylgjunni. Myndin er frá Salvador. þess enn. En nú aukast sem sé líkurnar á því á ný. Og hvað ástæðunum viðvíkur eru flestir á sama máli og Castro, einnig fhargir hægrisinnaðir stjórnmála- menn. „Vandamálið er hungur, vöntun á tækifærum, vonir sem hafa brugðist," segir rómansk- amerískur stjórnarerindreki. Að sögn sérfróðra búa um 130 milj- ónir af um 400 miljónum róman- skra Ameríkana við fátækt, eins og það ástand er skilgreint í þeim heimshluta. Talið er að árið 2000 verði tala fátæklinganna orðin 170 miljónir. Gífurleg fólksfjölg- un gerir að verkum að umbætur sem tiltölulega ærlegar og dug- miklar stjórnir hrinda i fram- kvæmd koma fyrir lítið. Hin öra fólksfjölgun er ein af ástæðunum til þess, að ástandið fer sífellt versnandi. Önnur ástæða er verðfall á flestum út- flutningsvörum rómanskamer- ískra ríkja. Ófyrirleitni í fjárm- álastjórn leiddi ásamt með öðru til þess að flest þessi ríki söfnuðu erlendis skuldum, sem þau eru að sligast undir nú í kreppunni. Arg- entína greiðir erlendum lánar- drottnum í afborganir og vextí 41 af hundraði útflutningstekna sinna, Brasilía 30 af hundraði og Mexíkó 28 af hundraði. Sam- drátturinn í atvinnulífinu hefur haft í för með sér stóraukið atvinnuleysi, sem t.d. er um 50 af hundraði í Salvador, þar sem margra ára borgarastríð gerir illt verra. Á hverju ári koma út á vinnumarkaðinn í löndum þess- um miljónir unmenna, sem engar sem helst líkur eru á að fái nokkru sinni neina vinnu. Millistéttir á öreigastig Sem dæmi um versnandi kjör má nefna kaupgetu mexíkansicra verkamanna, sem lifa á samn- ingsbundnum lágmarkslaunum þarlendis, en þau eru rúmlega 180 krónur á dag. Fyrir þá fjár- hæð fæst nú helmingi minna en 1980. í Venesúelu, því landi Suður-Ameríku sem komist hef- ur næst því að geta kallast vel- ferðarríki, hröpuðu meðalvinnu- laun í þéttbýli um 37.5 af hundr- aði á sama tíma og í Brasilíu hefur þróunin í þessum efnum verið svipuð. Hlutskipti þeirra, sem í hag- skýrslum skilgreinast sem fátækl- ingar, er hungur og næringar- skortur. Þetta fólk á sjaldan kost á teljandi læknishjálp og al- mannatryggingar, sem eitthvað er byggjandi á, heyra til undan- tekningum. Lágstéttirnar eru illu vanar, en þar að auki dregur nú kreppan lægri millistétt niður á fátæktarstigið. Efnahag efri milli- stéttar hrakar einnig, en þeir rík- ustu verða aftur á móti gjarnan enn ríkari. Svona ástand er upp- lagt félagslegt sprengiefni. Hluti Vesturlanda Auk annars er Rómanska Am- eríka með hliðsjón af sögu og menningu líklegri til byltingar - í klassískum skilningi orðsins - en aðrir hlutar þriðja heimsins. Hvað sem líður féíagslegri van- þróun er Rómanska Ameríka hluti Vesturlanda og hefur verið það allt frá landvinningum og landnámi Spánverja og Portú- gala. Rómanskir ameríkanar hafa því alla tíð átt auðveldara með að skilja vesturlandamenn en afríkumenn, múslímar, austurasíatar. Hugsjónir þær og. hugmyndakerfi, sem urðu til á Vesturlöndum, hafa því alltaf átt greiðan aðgang að íbúum Róm- önsku Ameríku, þar á meðal marxismi í ýmsum afbrigðum. dþ. Egyptaland „Heimsmóðir" vanrækir bömin sín Börn á aldrinum 6-11 ára leggja afmörkum sjö afhundraði allrar vinnu íegypsku hagkerfi Hann er harður í horn að taka, háðskur og öllum hnútum kunnur í skúmaskotum og öngstrætum fátækrahverfanna. Hann er 17 ára gamall og hefur séð sjálfum sér farborða í 8 ár, móður sinni og systkinum lung- ann úr því tímabili. Nafn hans er Sajed Mohammed Sajed. Hann er af sama skóla og miljónir annarra ungmenna, tólf ára og yngri, sem strita myrkranna á milli fyrir sultarlaunum. Sajed hefur frá níu ára aldri skilað dagsverki á sútunarverk- stæði í Izbit Abu Wafa fátækra- hverfinu í Kaíró, höfuðborg Eg- yptalands. „Verst er að bera húð- irnar uppá loft því fýlan er svo vond og húðirnar eru svo kald- ar," segir hann við tíðindamann Reuters á verkstæðínu. Þar veður hann berfættur í óhreinu úr- gangsvatni, brúnu og illa þefj- andi, og dregur blautar húðirnar uppúr stærðarinnar bölum þar sem þær hafa legið í blöndu vatns og ókennilegra efna. „Ég er svo heppinn að ég er stundum skilinn einn eftir á verkstæðinu og þá fæst ég við vélarnar. Þannig öðl- ast ég reynslu." Sajed á sér miljónir bræðra og systra um allan hinn vanþróaða heim, börn sem þræla baki brotnu sér til lífsviðurværis og minna um margt á ensku ung- menninn sem Carles Dickens gerði ódauðleg í skáldsögum sín- um á öldinni sem leið. Kaíró ergjarnan nefnd „móðir heimsins" í skáldskap og túrista- auglýsingum en fjöldi yngstu barna hennar gengur í berhögg við barnaverndarlög til þess að hafa í sig og á. Vegna lítilþægni sinnar gengur þeim vel að verða sér úti um vinnu í verkstæðum, bakaríum, verslunum og jafnvel verksmiðjum. Og mörg eru þau sjálfs sín herr- ar. Nemi bifreið staðar við rautt umferðarljós skjóta þau upp koll- inum um leið og bjóða límonaði til sölu, eldspýtur, skyndiþvott bílrúðanna eða eitthvað í líkum dúr. Ekki verður tölu komið á barnunga burðarkarla eða skó- burstara. „Svo skal böl bæta..." Maður er nefndur Ahmed Abdullah, félagsfræðingur og sérfræðingur í málefnum ungra berfætlinga á heimaslóðum sín- um. „Eymdin er til muna minni hér í Egyptalandi en víða annars staðar. Jafnvel í fátækrahverfum Kaíró er sumsstaðar rafmagn og rennandi vatn. I ýmsum heims- hlutum er ekki einu sinni hægt að benda á slíkt." í Egyptalandi verða börn að fæða og klæða foreldra sína þegar þeir verða óvinnufærir af ellisök- um. Því kosta fátæklingar kapps um að eignast sem flest afkvæmi; næsta víst er að þau verða fátæk einsog foreldrarnir og lítt aflögu- fær en margt smátt gerir eitt stórt. Af þessu leiðir að barnafjöld er trygging gegn ásókn hungurvo- funnar. Barnið er í heiminn borið til þess að strita. Þegar faðir Sajeds féll í valinn langt um aldur fram kom það í hans hlut að axla ábyrgð af fram- færslu fjölskyldunnar. Hann er drengur glöggur og eljusamur og því er svo komið að dagstekjur nema allt að tveim dollurum. Það nægir honum, móður hans, tveim systrum og yngri bróður tií fram- færslu. Og gerir ívið betur því hann leggur fé til hliðar sem ætlað er að kosta bróðurinn til mennta. Þjóðarbúinu nauð- syn Börn á aldrinum 6-11 ára gömul leggja af mörkum sjö af hundraði egypsks vinnuafls. Ys og þys á götum Kaíró, kátir krakkar í forgrunni. Þetta kom í ljós í rannsókn sem gerð var árið 1984 og boðaði verri tíðindi en eldri kannanir um sama efni. Að egypskum lögum eiga ungmenni að sitja á skólabekk fram að 15 ára aldri en þó er þeim heimilt að fara útá vinnumarkað- inn 12 ára. Þessi lög eru orðin tóm. „Því fer fjarri að við hyggjumst uppræta vinnu ungmenna. Þau þurfa sárlega á fénu að halda og fjölskyldur þeirra þurfa sárlega á fénu að halda," segir félagsráð- gjafinn Maissa Hamed sem gengur erinda UNICEF, Barna- hjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Egyptalandi. Við leggjum áherslu á að börnin njóti vinnu- verndar og séu ekki misnotuð. Það væri óðs manns æði að þykj- ast ætla að binda enda á barna- vinnu í Egyptalandi." Fröken Hamed kveðst beina orku sinni að því að tryggja ungu verkafólki lágmarkshvíld, lágmarkslaun og lágmarksheilsugæslu. -ks. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Míðvikudagur 14. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.