Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 11
Nýjar bækur — Nýjar bækur — Nýjar bækur -Nýjar bækur — Nýjar bækur Strá í hreiðrið Bókin um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur „Um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur hefur verið skrifað að enginn einn íslendingur hafi nteð starfi sínu átt meiri þátt í því að íslensk- ar konur fengu pólitískt jafnrétti á við karlmenn og stórlega bætta mannfélagsstöðu." Þannig hefst bókin „Strá í hreiðrið - Bók um Bríeti Bjarn- héðinsdóttur" sem Svart á hvítu hefur nýlega gefið út. Og eins og eftirfarandi upptalning ber með sér eru þetta orð að sönnu: Bríet var m.a. fyrsta íslenska konan sem hélt fyrirlestur opinberlega, fyrsta íslenska konan sem skrif- aði blaðagrein og hún var fyrsti íslenski kvenritstjórinn en hún ritstýrði oggaf út Kvennablaðið í 25 ár samfleytt. Hún stofnaði og var formaður Hins íslenska kvenréttindafélags (nú Kvenrétt- indafélag íslands), en það félag bar kröfuna um kosningarétt til handa konum fram til sigurs árið 1915. Hún stóð og að stofnun Hins íslenska kvenfélags og verkakvennafélagsins Framsókn- ar. Bríet átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1908-12 og aftur frá 1914-20 fyrir hönd Kvenna- listans hins fyrsta. Hér eru þessir merkisatburðir raktir frá sjónarhóli Bríetar sjál- frar því bókin er að stofni til bréf hennar, manns hennar, Valdi- mars Asmundssonar ritstjóra, og barna þeirra Héðins og Laufeyjar. I bréfunum rekur Bríet gang mála og greinir m.a. frá því sem átti sér stað á bak við tjöldin á þessum umbrotatímum þar sem m.a. margar þjóðkunnar persónur koma við sögu. Bókin fjallar þó fyrst og fremst um ntanneskjuna Bríeti Bjarnhéð- insdóttur sem hér birtist lesend- um ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um því Bríet liggur síður en svo á skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Sonardóttir Bríetar og nafna, Bríet Héðinsdóttir leikkona, hef- ur valið úr bréfunum og búið þau til prentunar. „Strá í hreiðrið" er þó ekki aðeins bréfabók og ævi- saga. Hún er skemmtileg almenn sagnfræði og þá ekki síst saga ís- lenskrar kvennahreyfingar fram yfir 1930; hún er einnig fagurbók- menntir, lifandi og kjarnntikil túlkun á persónum og atburðum liðinna tíma. Bók um kirkjur og kirkjulist Út er komin glæsilega mynd- skreytt bók unt kirkjur og kirkju- list á íslandi. Kentur bókin út samtímis á íslensku og ensku. Is- lenska útgáfan heitir Gengið i guðshús og er gefin út af Al- menna bókafélaginu. Höfundur textans er séra Gunnar Kristjánsson, myndirnar tók Páll Stefánsson, hönnuður er Björgvin Ólafsson. Bókin er 112 bls. í stóru broti, öll litprentuð, myndirnar langt á annað hundr- að. Efni bókarinnar snertir flesta þætti kirkjunnar á íslandi: Sögu, húsagerð og list. Bókin skiptist í tvo megin- kafla. Annars vegar ritgerð höf- undar um kirkjuna að fornu og nýju í íslensku samfélagi. Hins vegar eru valdar 24 kirkjur og þeim gerð skil í myndum og texta. „Þær 24 kirkjur, sem sérstak- lega er um fjallað, eru valdar með það í huga að gefa sem besta yfir- sýn yfir íslenskar kirkjur að fornu og nýju, í bæjum og sveitum, stórar og smáar, timburkirkjur, steinkirkjur, torfkirkjur," segir höfundur í eftirmála. fslandsævintýri Himmlers Bókin íslandsævintýri Himmlers er væntanleg næstu daga frá Almenna bókafélaginu. Höfundur er Þór Whitehead. Efni bókarinnar er lýst svo á kápu: „Sameining íslands og Hitlers- Þýskalands var á dagskrá hjá Heinrich Himmler, yfirforingja SS og þýsku lögreglunnar í Berlín 1936. Erindreki Himmlers, SS- foringinn Paul Burkert, fór um ísland og reyndi að veiða inn- lenda ráðamenn í net sitt. Meðal þeirra var Hermann Jónasson forsætisráðherra. Himmler mælti til vináttu við Hermann með sér- stæðum hætti og bauð honum á ólympíuleikana í Berlín. Á með- an sendi hann könnunarleiðang- ur til íslands skipaðan SS- foringjum og Gestapómönnum, sem síðar urðu kunnir um heim allan fyrir fjöldamorð, undir- róður og njósnir. Ráðagerðir voru uppi unt stóriðjufram- kvæmdir Þjóðverja á íslandi, landnám þeirra hér og byltingar- þjálfun fyrir íslenska nasista hjá SS.“ Þór Whitehead fylgir í bókinni sínum ítrustu kröfum sagnfræð- innar, en tekst jafnframt að hrífa lesendur sína með ljósri og lifandi frásögn. Hér opnar hann þeim furðuheint þýskra nasista og skýrir ráðabrugg þeirra um að innlima ísland í ríki Hitlers. Vinnubrögð Þórs og stíll hafa áunnið bókum hans sess á met- sölulistum. Að baki þessari bók liggur margra ára könnun á heimildum SS og öðrum gögnum í skjala- söfnum víða um lönd. íslandsæv- intýri Himmlers 1935-37 er hér loks rakið. umbrot og filmuvinnu sá Dags- prent á Akureyri en Prentstofa G. Benediktssonar í Reykjavík sá um prentun. Upplag er tak- markað og verður bókin ekki seld á alntennum markaði. Þeint sem hug hafa á að næla sér í eintak er bent á að hafa samband við Sæmund Óskarsson í Reykjavík en á Akureyri verður bókin til sölu í Sporthúsinu og KA- heimilinu við Dalbraut. Af merku hrossa- kyni ísafold hefur gefið út bók eftir Anders Hansen sem nefnist Svaðastaðahrossin - uppruni og saga. Þetta er fyrsta bindi ritverks um Svaðastaðahrossin. Svaða- staðastofninn er langútbreiddasti stofninn innan íslenska hesta- kynsins og hross af hinum ýmsu ættlínum hans eru hvarvetna í fremstu röð á hestaþingum. í þessu fyrsta bindi ritverksins eru öllum þessum ættlínum gerð skil og sérstaklega fjallað um merkustu stóðhesta Svaðastað- astofnsins. Þá er gerð sérstök grein fyrir hrossarækt margra kunnustu búa landsins. Lokabindi Kennaratals Alls eru komin út 5 bindi af Kennaratali í tveimur útgáfum, u.þ.b. 2400 bls. Vinnslu 1. og 2. bindis lauk 1964 og hafði vinnsla þess þá staðið yfir í 12 ár. í fyrri útgáfunni eru æviágrip kennara allt aftur að aldamótunum 1800 til 1960. Aftur var svo hafist handa við söfnun efnis í nýtt Kennaratal 1977 og hefur ötullega verið unn- ið að verkinu síðan. Nýja Kenn- aratalið spannar allt stafrófið frá A-Ö og eru í því æviágrip þeirra kennara sem voru á lífi þegar fyrri útgáfu lauk. Alls eru í nýju útgáfunni nöfn 8643 kennara og æviágripin því orðin um 12000 í báðum útgáfun- unt til samans. Leiöangur til Suðurskautsins Saga Þorláks- hafnar Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur að frumkvæði Ölfushrepps gefið út þriggja binda ritverk, Sögu Þorlákshafnar til loka ára- skipaútgerðar, eftir Skúla Helga- son. Hér er á ferðinni viðamikið og margþætt verk, í senn safn þjóð- sagna frá Þorlákshöfn, sagn- fræðileg úttekt á sögu staðarins, þjóðháttarit um sjósókn fyrri tíma þar sem útgerðarsagan er rakin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti til loka áraskipaútgerð- ar 1929, og ævisögurit sögufrægra bænda og sjósóknara í Höfninni eins og t.d. Jóns Árnasonar og Jóns Ólafssonar. Auk þess er hér safnað á einn stað ýmsu efni varð- andi Þorlákshöfn er birst hefur áður í blöðum og bókum eða varðveist í handritum. En saga Þorlákshafnar varðar ekki einungis staðinn Þorláks- höfn, hún er umfangsmikið verk í íslenskri atvinnu- og menningar- sögu. Hún lýkur upp dyrum að heimi löngu genginna kynslóða þar sem þær ganga fram í starfi og leik, blíðu og stríðu, í hversdags- leik og á örlagastundum. Höfundur verksins, Skúli Til suðurskauts á slóð Ánt- undsens, heitir bók eftir Monicu Kristensen, sem Skjaldborg gef- ur út. Þýðandi er Gissur O. Er- lingsson. Monica Kristensen er magister í heimspeki og jöklafræði frá Cambridgeháskóla. Doktorsrit- gerð hennar fjallar um borgarís við Suðurskautsland. Monica Kristensen hefur tekið þátt í mörgum ieiðöngrum um norður- slóðir. Áður en sú för var farin sem þessi bók fjallar um hafði hún tekið þátt í þrem leiðöngrum um Suðurskautssvæðið, tveim breskunt og einum norskum. Nú starfar hún við vísindarannsóknir hjá loftslagsdeild veðurstofunnar norsku. Monica Kristensen kom til íslands og hélt fyrirlestur í Norræna húsinu í september s.l. fyrir fullu húsi gesta. Saga KA í 60 ár Á næstu dögum kemur út all sérstæð bók á Akureyri. Hér er um að ræða sögu Knattspyrnufé- lags Akureyrar sl. 60 ár, en í ár átti félagið þetta stóra afmæli. Það var söguritarinn Jón Hjaltason sem sá um að afla heimilda og taka viðtöl í bókina sem er prýdd á fimmta hundrað mynda, bæði f lit og svarthvítu. Hér er um tímamótaverk að ræða. Sagan er rakin frá upphafi í máli og myndurn og koma við sögu brautryðjendur íslenskra íþróttakappa, jafnt Akureyring- ar sem aðrir, háir sem lágir. Bókin er um 260 bls. á stærð í vönduðu bandi. Urn setningu, Helgason, hefur unnið að söfnun heimilda varðandi Þorlákshöfn í áratugi. Fyrri bækur hans eru Saga Kolviðarhóls og Sagna- þættir úr Árnessýslu í tveimur bindum. Viðtöl við sjómenn Hörpuútgáfan gefur nú út nýja viðtalsbók Hjartar Gíslasonar blaðamanns við landsþekkta aflamenn. Á síðasta ári kom út fyrsta bókin í þessum bókaflokki og hlaut góðar viðtökur. í bókar- kynningu segir m.a.: „Aflakóngar og athafnamenn gefur raunsanna mynd af lífi sjó- manna og viðhorfum þeirra og varpar ljósi á ýmis framfaraspor sem stigin hafa verið í íslenskum sjávarútvegi. Fjöldi mynda úr lífi og starfi sjómanna prýðir bók- ina.“ Höfundur ræðir við þessa menn: Örn Þór Þorbjörnsson, Hornafirði, Sigurjón Óskarsson, Vestmannaeyjum, Willard Fiske Ólason, Grindavík, Arthur Örn Bogason, Vestmannaeyjum, Snorra Snorrason, Dalvík, og Jón Magnússon, Patreksfirði. Aflakóngar og athafnamenn 2. bindi er 172 bls. Að koma aftur til lífsins Helga Thorberg hefur skrifað bók sem nefnist „Minna - engin venjuleg mamma". Hún rekur þar lífsögu móður sinnar, Guð- finnu Breiðfjörð. Helga segir svo í inngangskafla: „Þú ert farin og hér sit ég með minningabrotin sem þú skildir eftir. Þú varst að skrifa ævisögu þína, sögu konu sent komst út í lífið aftur eftir að hafa verið lok- uð inni á stofnun í mörg ár. Þú varst að skrifa um það hvernig var að brjótast til baka, ná tökum á þunglyndinu, sinnu- leysinu og uppgjöfinni. Og ná loks hinu langþráða frelsi, að komast út og lifa lífinu aftur á meðal okkar hinna, þessara „heilbrigðu". En nú er komið að mér að fylla í eyðurnar. Ég vel þá leið að tala til þín í gegnunt bókina. Kannski þarf ég að spyrja þig einhvers. Þannig hef ég þig líka hjá mér á meðan ég skrifa. Það er bæði sárt og ljúft, eins og lífið sjálft.“. Bókin er 173 bls. Útgefandi er ísafold. Monica Kristensen 0m hjambrdðurl hjara heims Miðvikudagur 14. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.