Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 14
I DAG
Póstur af
Ströndum
Allmikið er um svonefnd átt-
hagafélög í Reykjavík. Það eru
samtök fólks, sem upprunnið er
úrsömu héruðum, jafnvel kaup-
stöðum. Einhverntíma heyrði ég
meira að segja talað um átthag-
afélag Reykvíkinga í Reykjavík,
en sjaldan er það nefnt í seinni
tíð.
Líklega er aðal verkefni þess-
ara félaga fólgið í því að efna til
árshátíðaog annars
skemmtanahalds. Sum halda
uppi söngstarfsemi og/eða gefa
út héraðsrit. Og kannski fer at-
hafnasemi félaganna ekki alltaf
eftirfjölmenni þeirra. Það mætti
t.d. segja mér að Átthagafélag
Strandamanna væri ekki mjög ,
fjölmennt samanborið við ýmis
önnur, ef tekið er mið af íbúatölu
sýslunnar. Það mun þó starfa af
miklum móði og gefur m.a. út
ársritið Strandapóstinn, yfirlætis-
lítið rit en skemmtilegt og fróðlegt
í senn og hefur nú komið út í 21
ár. Þarhafamargirgóðirog
gegnir menn lagt hönd að verki
og þótt frumherjunum færi eðli-
lega fækkandi gerast jafnan nóg-
ir aðrir til að fylla í skörðin.
f síðasta Strandapóstinum eru
hvorki meira né minna en 28
þættirog Ijóðog höfundarmunu
vera einir 18. Ekki er hér rúm til
að rekja allt efni ritsins en bent
skal á stórfróðlega grein Játvarð-
ar Jökuls Júlíussonar „ Um versl-
unarmál við Húnaflóa fyrir 90-
100 árum.“ Þótt Borðeyri við
Hrútafjörð láti ekki mikið yfirsér
geymir þó saga hennar minning-
ar um merkilega tilraun íslend-
inga til að ná versluninni í eigin
hendur á öldinni sem leið. Dala-
maðurinn, Torfi í Ólafsdal, kom
þar við sögu sem víðar og eru
þarna birtir kaflar úr bréfum frá
honum til Kristjáns Gíslasonar,
afhendingarstjóra á Borðeyri.
Skúli heitinn á Ljótunnarstöðum
var afkastamikill á ritvellinum þótt
blindurværi veruleganhluta
ævinnar. Hann ánafnaði Strand-
apóstinum það sem hann átti
óbirt ífórum sínum. Eru þarna
tveir spaugilegir þættir eftir hann
„Hundarog Hundamálið". Ingólf-
ur Jónsson frá Prestabakka hef-
ur allt frá byrjun lagt Strandapóst-
inum drjúgt lið, bæði í bundnu
máli og lausu. Hann hefur undan-
farin ár birt þarna þætti úr Hrúta-
firðinum og lýkur nú þeirri þáttar-
öð. Ingvar Agnarsson, góðkunn-
ingi úrfyrri „póstum" á þarna
bæði Ijóð og lausmálsþætti. Aðrir
höfundar eru Sigurbjörn Finn-
bogason, Stefán Gíslason, Þor-
steinn Matthíasson, Sveinbjörn
Valgeirsson, SveinsínaÁgústs-
dóttir, Gísli Jónatansson, Gunnar
Grímsson, Jóhannes frá Aspar-
vík, Agnar Jónsson, Hermann
Búason, Jóhannes Pétursson,
Guðmundur Guðni Guðmunds-
son, Jóna Vigfúsdóttir, Ásgeir J.
Líndal og Þórir Daníelsson.
Að öllu samanlögðu er Strand-
apósturinn hið ágætasta rit nú
sem áður og þjónar vel þeim til-
gangi, sem honum er ætlað.
- mhg.
í DAG
er 14. desember, miðvikudagur í
áttundu viku vetrar, tuttugasti og
fjórði dagurýlis, 349. dagurárs-
ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl.
11.15 en sest kl. 15.30. Tungl
vaxandi á fyrsta kvartili.
VIÐBURÐIR
Imbrudagar. Vísir hefur göngu
sína1910.
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR 50ÁRUM
Bólstruð húsgögn er bezt að
kaupa hjá okkur. Konráð Gísla-
son & Erlingur Jónsson.
UM UTVARP & SJONVARP
Mýsla í Glaumbæ
Sjónvarp kl. 18.00.
Og hún er svo sem söm við sig.
Ekkert lát á því að hún leggi
gildrur sínar fyrir vesalings jóla-
sveinana okkar, sem nú eru
auðvitað á ferli um öll foldarból,
eins og jafnan áður á þessum árs-
tíma og mörgum aufúsusgestir.
En Mýsla gerir meira en að
hrekkja jólasveinana, hún hefur
einnig á boðstólum nokkrar
teiknimyndir, Rubbi leiðbeinir
lj óni, sem hefur lent á villigötum.
Sammi brunavörður er sama
hjálparhellan og ætíð áður. Og
svo er það hún frú Paddington
sem fer á stúfana til jóla-
innkaupanna. Tuskudúkkurnar
verða sér úti um nýjan vin en
verða jafnframt vitni að ótrú-
legum sóðaskap ferðafólks. Og
svo er það Töfraglugginn með
teikningunum sínum.
- mhg.
Dagbók Önnu Frank
Stöð tvö, kl. 15.35.
Ástæða er til að hvetja þá sem
aðstöðu hafa til, að fylgjast með
sýningunni á myndinni unt Önnu
Frank á Stöð tvö kl. 15.35 í dag.
Því miður fer sýningin fram á
þeim tíma dags að hætt er við að
hún fari fram hjá mörgum. -
Anna Frank var af gyðingaættum
og bjó, ásamt fjölskyldu sinni, í
-Hollandi. Gyðingaofsóknir
þýsku nasistanna voru alþekktar
og alræmdar og þegar þeir her-
námu Holland, flúði Ánna og
fólk hennar í felur, svo sem allir
aðrir gyðingar á umráðasvæði
nasista, sem fengu því við komið.
Á meðan þessir ógnartímar stóðu
yfir hélt Ánna Frank dagbók þar
sem greint er frá hörmungum
þessarar hollensku gyðingafjöl-
skyldu. Að styrjöldinni lokinni
Land
og synir
Sjónvarp kl. 22.10.
Mér hefur ávallt fundist Land
og synir einhver besta saga Ind-
riða G. Þorsteinssonar. Höfund-
ur fj allar þar af nærfærni og skiln-
ingi um mikinn örlagaþátt í ís-
lensku þjóðlífi, flutning fólks af
mold á möl, orsakir hans og af-
leiðingar og það tilfinningaum-
rót, sem hann olli - og veldur.
Sagan var kvikmynduð 1979 og
frumsýningin fór fram í febrú-
armánuði árið eftir. Myndinni
var mætavel tekið og mun hálf
íslenska þjóðin hafa sótt sýningar
á henni. Myndin var einnig sýnd á
hinum Norðurlöndunum, í sjón-
varpi í Bretlandi og Þýskalandi,
og mun hvarvetna hafa fengið
góða dóma. Reyndar er myndin
enn á faraldsfæti og verður m.a.
sýnd innan skamms í tyrkneska
sjónvarpinu. Allt er þetta auðvit-
að gott og blessað. Og nú fáum
við að sjá þessa mynd í Sjónvarp-
inu í kvöld. Leikstjóri er Ágúst
Guðmundsson, en hann gerði
kvikmyndarhandritið eftir sögu
Indriða. Með aðalhlutverkin í
myndinni fara þau Guðný Ragn-
arsdóttir og Sigurður Sigurjóns-
son. _ mhg.
fannst dagbókin og ..varð
heimsþekkt. Með hlutverk Önnu
í myndinni fer Melissa Gilbert en
við hana ættu þeir að kannast sem
horfðu á „Húsið á sléttunni".
Með stór hlutyerk fara þeir einn-
ig Maximillian Schell og Joan
Plowright. Kvikmyndahandbók-
in gefur þessari mynd enga
stjörnu en ekki veit ég hvaða
mælikvarða sú bók notar. - mhg.
GARPURINN
FOLDA
Asninn þinn. Heldurðu að þú eigir \
einhvern möguleika í þeirri
samkeppni?
Komdu strax með pennann minn!
Annars tek ég hann af þér!
Ha? Þykistu
ætla að vera vondur?
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 14. desember 1988