Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 14
Póstur af Ströndum Allmikið er um svonefnd átt- hagafélög í Reykjavík. Þaö eru samtök fólks, sem upprunniö er úrsömu héruöum, jafnvel kaup- stöðum. Einhverntíma heyrði ég meira að segja talað um átthag- afélag Reykvíkinga í Reykjavík, en sjaldan er það nefnt íseinni tíð. Líklega er aðal verkef ni þess- ara félaga fólgið í því að efna til árshátíða og annars skemmtanahalds. Sum halda uppi söngstarfsemi og/eða gefa út héraðsrit. Og kannski ferat- hafnasemi félaganna ekki alltaf eftirfjölmenni þeirra. Þaö mætti t.d. segja mér að Átthagafélag Strandamanna væri ekki mjög , fjölmennt samanborið við ýmis önnur, ef tekið er mið af íbúatölu sýslunnar. Það mun þó starfa af miklum móði og gefur m.a. út ársritið Strandapóstinn, yfirlætis- lítið rit en skemmtilegt og fróðlegt í senn og hefur nú komið út í 21 ár. Þarhafamargirgóðirog gegnir menn lagt hönd að verki ogþóttfrumherjunumfærieðli- lega fækkandi gerast jafnan nóg- ir aðrir til að fylla í skörðin. í síðasta Strandapóstinum eru hvorki meira né minna en 28 þættir og Ijóð og höfundar munu vera einir 18. Ekki er hér rúm til að rekja allt efni ritsins en bent skal á stórfróðlega grein Játvarð- ar Jökuls Júlíussonar „Um versl- unarmál við Húnaf lóa fyrir 90- "lOOárum." Þótt Borðeyri við Hrútafjörð láti ekki mikið yfir sér geymir þó saga hennar minning- ar um merkilega tilraun íslend- inga til að ná versluninni í eigin hendur á öldinni sem leið. Dala- maðurinn, Torfi íólafsdal, kom þar við sögu sem víðar og eru þarna birtir kaflar úr bréfum frá honum til Kristjáns Gíslasonar, afhendingarstjóra á Borðeyri. Skúli heitinn á Ljótunnarstöðum var afkastamikill á ritvellinum þótt blindurværiveruleganhluta ævinnar. Hann ánafnaði Strand- apóstinum það sem hann átti óbirt í fórum sínum. Eru þarna tveir spaugilegir þættir eftir hann „Hundarog Hundamálið". Ingólf- ur Jónsson frá Prestabakka hef- ur allt f rá byrjun lagt Strandapóst- inum drjúgt lið, bæði í bundnu máli og lausu. Hann hefur undan- farin ár birt þarna þætti úr Hrúta- firðinumog lýkurnú þeirri þáttar- öð. Ingvar Agnarsson, góökunn- ingi úrfyrri „póstum" á þarna bæði Ijóð og lausmálsþætti. Aðrir höfundareru Sigurbjörn Finn- bogason, Stefán Gíslason, Þor- steinn Matthíasson, Sveinbjörn Valgeirsson, Sveinsína Ágústs- dóttir, Gísli Jónatansson, Gunnar Grímsson, Jóhannes frá Aspar- vík, Agnar Jónsson, Hermann Búason, Jóhannes Pétursson, GuðmundurGuðni Guðmunds- son, Jóna Vigfúsdóttir, Ásgeir J. Líndal og Þórir Daníelsson. Að öllu samanlögðu er Strand- apósturinn hið ágætasta rit nú sem áður og þjónar vel þeim til- gangi, sem honum er ætlað. -mhg. í D AG er 14. desember, miðvikudagur í áttundu viku vetrar, tuttugasti og fjórði dagurýlis, 349. dagurárs- ins. Sól kemur upp í Reykjavík kl. 11.15 en sest kl. 15.30. Tungl vaxandiáfyrstakvartili. VIÐBURÐIR Imbrudagar. Vísir hefur göngu sína1910. ÞJÓÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Bólstruð húsgögn er bezt að kaupa hjá okkur. Konráð Gísla- son & Erlingur Jónsson. UM UTVARP & SJONVARP f Mýsla í Glaumbæ Sjónvarp kl. 18.00. Og hún er svo sem söm við sig. Ekkert lát á því að hún leggi gildrur sínar fyrir vesalings jóla- sveinana okkar, sem nú eru auðvitað á ferli um öll foldarból, eins og jafnan áður á þessum árs- tíma og mörgum aufúsusgestir. En Mýsla gerir meira en að hrekkja jólasveinana, hún hefur einnig á boðstólum nokkrar teiknimyndir, Rubbi leiðbeinir ljóni, sem hefur lent á villigötum. Sammi brunavörður er sama ^hjálparhellan og ætíð áður. Og svo er það hún frú Paddington sem fer á stúfana til jóla- innkaupanna. Tuskudúkkurnar verða sér úti um nýjan vin en verða jafnframt vitni að ótrú- legum sóðaskap ferðafólks. Og svo er það Töfraglugginn með teikningunum sínum. -mhg. Land og synir Sjónvarp kl. 22.10. Mér hefur ávallt fundist Land og synir einhver besta saga Ind- riða G. Þorsteinssonar. Höfund- ur fj allar þar af nærfærni og skiln- ingi um mikinn örlagaþátt í ís- lensku þjóðlífi/flutning fólks af mold á möl, orsakir hans og af- leiðingar og það tilfinningaum- rót, sem hann olli - og veldur. Sagan var kvikmynduð 1979 og frumsýningin fór fram í febrú- armánuði árið eftir. Myndinni var mætavel tekið og mun hálf íslenska þjóðin hafa sótt sýningar á henni. Myndin var einnig sýnd á hinum Norðurlöndunum, í sjón- varpi í Bretlandi og Þýskalandi, og mun hvarvetna hafa fengið góða dóma. Reyndar er myndin enn á faraldsfæti og verður m.a. sýnd innan skamms í tyrkneska sjónvarpinu. Allt er þetta auðvit- að gott og blessað. Og nú fáum við að sjá þessa mynd í Sjónyarp- inu í kvöld. Leikstjóri er Ágúst Guðmundsson, en hann gerði kvikmyndarhandritið eftir sögu Indriða. Með aðalhlutverkin í myndinni fara þau Guðný Ragn- arsdóttir og Sigurður Sigurjóns- son. _ mhg. Dagbók Önnu Frank Stöð tvö, kl. 15.35. Ástæða er til að hvetja þá sem aðstöðu hafa til, að fylgjast með sýningunni á myndinni um Önnu Frank á Stöð tvö kl. 15.35 í dag. Því miður fer sýningin fram á þeim tíma dags að hætt er við að hún fari fram hjá mörgum. - Anna Frank var af gyðingaættum og bjó, ásamt fjölskyldu sinni, í -Hollandi. Gyðingaofsóknir þýsku nasistanna voru alþekktar og alræmdar og þegar þeir her- námu Holland, flúði Anna og fólk hennar í felur, svo sem allir aðrir gyðingar á umráðasvæði nasista, sem fengu því við komið. Á meðan þessir ógnartímar stóðu yfir hélt Anna Frank dagbók þar sem greint er frá hörmungum þessarar hollensku gyðingafjöl- skyldu. Að styrjöldinni lokinni fannst dagbókin og varð heimsþekkt. Með hlutverk Önnu í myndinni fer Melissa Gilbert en við hana ættu þeir að kannast sem horfðu á „Húsið á sléttunni". Með stór hlutverk fara þeir einn- ig Maximillian Schell og Joan Plowright. Kvikmyndahandbók- in gefur þessari mynd enga stjörnu en ekki veit ég hvaða mælikvarða sú bók notar. - mhg. GARPURINN Sko til ! Nú togar Mars í okkur. -*^ \^" \ ^- "^í ^k» ^%J 1 w —*"^_;^VC_i - \ wgaLjÍBB KALLI OG KOBBI Lentir! Viö urðum fyrstir til að stíga fæti á aðra plánetu Og svo Tónei. Það varsf þurftirðu að gleyma myndavélinni þú sem vildir ekki snúa við. FOLDA 14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Miövikudagur 14. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.