Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 2
FRETTIR
Aíviniuurvzí’inxasióðui
Þríðjungi umsókna vísað frá
Gunnar Hilmarsson: Hátt í30 umsóknir afgreiddar ígœr ogþá hefur
sjóðurinn gengiðfrá um 70 umsóknumfrá byrjun. Valdið erfiðleikum að ríkissjóður vill ekki veita ríkisábyrgð á
skuldbreytingum. Viðrœður um sameiningufyrirtœkja hafnar á nokkrum stöðum
Stjórn Atvinnutryggingasjóðs
afgreiddi á fundi sínum í gær
hátt í 30 umsóknir frá illa stseðum
útflutningsfyrirtækjum og hefur
sjóðurinn þá tekið til afgreiðslu
um 70 umsóknir frá því hann tók
til starfa. Um þriðjungi umsókna
hefur verið vísað frá.
Aö sögn Gunnars Hilmars-
sonar hefur ríkissjóður ekki enn
viljað gefa ríkisábyrgð á skuldb-
reytingum þrátt fyrir að ríkið eigi
sjóðinn og sé þegar búið að ráð-
stafa til hans einum miljarði og
ríkisábyrgð sé fyrir öðrum til við-
bótar. Þessi afstaða ríkissjóðs
hefur valdið vissum erfiðleikum
fyrir sjóðinn við að skuldbreyta
lánum sem viðkomandi fyrirtæki
skulda lífeyrissjóðunum. Þar á
bæ velta menn því fyrir sér hvort
skuldbreyting án ríkisábyrgðar
samrýmist lögum sjóðanna og
ennfremur er mönnum umhugað
um öryggi slíkra viðskipta með
tilliti til hagsmuna lífeyrissjóð-
anna. „Engu að síður hefur fjöld-
inn allur af kúnnum fengið vilyrði
hjá viðskiptaaðilum sínum um að
losna við skuldarbreytingarb-
réfin þó svo að alltaf verði ein-
hver afföll af þeim,“ sagði Gunn-
ar Hilmarsson.
Aðspurður hvert yrði fram-
haldið hjá þeim fyrirtækjum sem
stjórn Atvinnutryggingasjóðs
synjaði frá um aðstoð sagði
Gunnar að ýmislegt kæmi þar til
álita ss. sameining fyrirtækja eða
aðrar umfangsmiklar uppstokk-
anir á núverandi rekstri sem
gerðu hann gæfulegri í framtíð-
inni heldur en nú væri.
Hafnar eru viðræður á milli
forráðamanna fiskvinnslufyrir-
tækjanna á Stöðvarfirði og Breið-
dalsvík með sameiningu fyrir-
tækjanna í huga. Hið sama er að
gerast í Þorlákshöfn á milli
Meitilsins og Glettings hf. og hef-
ur ma. verið ráðinn sérstakur
starfsmaður til þess. Ennfremur
eru uppi þreifingar á milli
eigenda tveggja frystihúsa á Ól-
afsfirði um sameiningu þeirra.
„Frumkvæðið verður að koma
frá heimamönnum sjálfum. Engu
að síður hvetjum við menn til
þess en skipum þeim ekki af fyrra
bragði," sagði Gunnar.
A fundi Sambands sveitarfé-
laga fyrir skömmu sagði Gunnar
Hilmarsson að hrepparígurinn sá
forni fjandi stæði oft á tíðum fyrir
skynsamlegri samvinnu á milli út-
flutningsfyrirtækja í sömu sveit
og jafnvel sömu byggð vegna
væringa frá gamlli tíð. Gunnar
sagði að sem betur fer væri þetta
þó að breytast og að sér sýndist
sem losnaði um þennan ríg þegar
yngri stjórnendur tækju við
stjórnartaumunum í viðkomandi
fyrirtækjum. „Það þarf kynslóð
og stundum tvær til að koma
þessum samskiptum á milli aðila
á eðlilegt stig á nýjan leik,“ sagði
Gunnar Hilmarsson. _grh
Arnarflug
Einkasamning-
amir hæpnir
Tíu prósent launalœkkun í athugun hjá
Arnarflugi. Magnús L. Sveinsson, VR:
Lœkkun áyfirborgun. Dœmi um hverfulleik
einkasamninganna. Ottast
launalœkkunaráróðurinn
H
Viðræður eða kynning? Heitar umræður urðu um það í önnunum á alþingi í gær hvort samræður
ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðuflokka væru „viðræður" eða „kynning". Sumir þingmenn létu sér þó
fátt um finnast, og ekki ber á öðru en vel fari á með stjórn og stjórnarandstöðu á þessari mynd. En er
Hjörleifur í viðræðum við Kvennalistann? Eða stendur yfir kynning? Kannski á Kjartani Jóhannessyni?
(Mynd: ÞÓM).
ér er verið að ræða um lækk-
un á yfirborgun og ekki á
taxta, sagði Magnús L. Sveinsson
formaður VR um íhuganir starfs-
manna Arnarflugs um tíu prósent
launalækkun sem leið til að leysa
vanda flugfélagsins. Magnús
sagði þetta vera ágætt dæmi um
íbúamir felmtri slegnir
Gjaldþrot sveitarfélagsins kom íbúum Hofsóss á óvart. Skuldirnarþykja
óeðlilegaháar. Oddvitinn: Verðum ekki gerðir upp persónulega. Dýr
fjármagnskostnaður gerði útslagið
Þetta leggst almennt afar illa í
þorspsbúa og satt best að
segja áttum við ekki von á að
staðan væri jafn slæm og raun ber
vitni. Þá finnst okkur mörgum
sem skuldirnar séu óeðiilega háar
í ekki stærra sveitarfélagi sem tel-
ur um 270 manns, sagði ónefndur
íbúi á Hofsósi.
íbúar Hofsóss eru felmtri
slegnir yfir gjaldþroti sveitarfé-
lagsins sem skuldar um 55 miljón-
ir. Það er þrefalt meira en sem
nemur tekjum þess á þessu ári.
Félagsmálaráðherra hefur svipt
sveitarstjórnina fjárforræði og
mun á næstunni skipa þriggja
manna fjárhagsstjórn sem á að
taka yfir fjármálastjórn Hofsóss-
hrepps og jafnframt hefur ráðu-
neytið óskað eftir greiðslustöðv-
un.
Af þessum 55 miljóna króna
skuldum eru um 20 miljónir í per-
sónulegri ábyrgð sveitarstjórnar-
manna. Einn af þeim er Gísli
Kristjánsson framkvæmdastjóri
Hraðfrystihúss Hofsóss, sem
jafnframt er oddviti hrepps-
nefndar. Gísli sagðist ekki vera
hræddur um að hann yrði gerður
upp þrátt fyrir að hann hefði
gengist í persónulega ábyrgð fyrir
hreppinn. Hann sagði það
auðvitað ekki eðlilegt að einstak-
lingar þyrftu að skrifa uppá fyrir
sveitarfélagið en ekki hefði ann-
að verið fært þegar lánastofnanir
hefðu krafist þess.
„Það eru margir samverkandi
þættir sem liggja að baki því
hvernig komið er. En það sem
gerir útslagið er fyrst og fremst
hinn mikli fjármagnskostnaður
sem hefur verið að sliga útflutn-
ingsfyrirtækin í landinu sem og
sveitarfélögin. Hann gátum við
einfaldlega ekki ráðið við og því
Fjármálaráðherra
Nefnd í fjámtagnsgróðann
Fjármálaráðherra,
Rag
Ólafur
agnar Grímsson, tilkynnti í
gær að sérstök nefnd hefði verið
mynduð til að móta tillögur um
það hvernig skattleggja megi
raunvaxtatekjur.
Nefndinni er ætlað á næstu
dögum og vikum að móta drög að
frumvarpi í þessum efnum.
Ólafur Ragnar sagði í gær að lög
raunvaxtatekjur gætu tekið
um
gildi á næsta ári. Hann sagði að
meðal annars hefði verið horft til
reglna sem giltu í Bretlandi í þess-
um málum. En um hinn vestræna
heim hafa víða verið settar reglur
um skattlagningu raunvaxta-
tekna.
Nefnd sú sem á að leggja drög
að nýju frumvarpi er skipuð full-
trúum forsætisráðuheytis, fjár-
málaráðuneytis, viðskiptaráðu-
neytis og Seðlabanka.
-hmp
fór sem fór. En við ætlum okkur
ekki að leggja árar í bát, heldur
þvert á móti. í dag siglum við í
stórsjó í von um góða lendingu
eftir að hafa farið í gegnum öskr-
andi brimgarðinn sem ber við
ströndina," sagði Gísli Kristjáns-
son.
íbúar Hofsóss búast við í fram-
haldi af gjaldþroti sveitarfélags-
ins að meiri áhersla en áður verði
lögð á sameiningu sveitarfélags-
ins við nágrannabyggðarlögin.
Þegar hefur tekist góð samvinna
við þau og reka td. Sauðárkróks-
bær og Hofsósshreppur sam-
eiginlega skóla auk samvinnu í
atvinnumálum.
f dag er ekkert unnið í Hrað-
frystihúsi staðarins sem er stærsti
atvinnurekandi þorpsins en fast-
ráðningarsamningum starfsfólks
hefur þó ekki verið sagt upp.
Miklar vonir eru bundnar við
komu togara Hraðfrystihúss
Keflavíkur til Sauðárkróks sem
mun leiða til aukins hráefnis til
vinnslunnar frá því sem nú er.
Enda ekki vanþörf á eins og í
pottinn er búið í fjármálum
sveitarfélagsins. -grh
hverfulleika þeirra samninga sem
starfsfólkið gerir sjálft án þátt-
töku síns stéttarfélags.
„Á ári mundi þessi launalækk-
un þýða að launakostnaður lækk-
aði um 20 miljónir hjá félaginu.
Einsog er hefur ekkert verið
ákveðið í þessum efnum," sagði
Halldór Sigurðsson hjá Arnar-
flugi.
A hundrað manna fundi starfs-
manna Arnarflugs með fram-
kvæmdastjóranum í síðustu viku
þar sem rætt var um fjárhags-
stöðu fyrirtækisins kom fram til-
laga um að starfsmenn lækkuðu
sín laun um 10%. Tillagan hlaut
jákvæðar undirtektir fundar-
manna en síðan hefur hún verið í
gerjun meðal starfsmanna félags-
ins.
Að sögn Halldórs Sigurðs-
sonar verður að skilja þessa til-
lögu og jákvæðu undirtektir
starfsmanna við hana í því ljósi að
margir starfsmenn félagsins hafa
að engri annarri atvinnu að
hverfa ef Arnarflug gefst upp.
-grh
Kópavogur
Frjálst framtak
í gatnagerðina
Undirritaður hefur verið
samningur milli Kópavogsbæjar
og Frjáls framtaks hf. þess efnis
að fyrirtækið tekur að sér gatna-
gerð í hinu svonefnda Smára-
hvammslandi.
Smárahvammslandið er um 30
hektarar og var gengið frá sölu
meginhluta þess 11. febrúar sl. Þá
keypti Frjálst framtak hf. rúman
helming landsins en aðrir aðilar
sem keyptu landið voru bygging-
avöruverslunin BYKO og Hag-
kaup. Kópavogsbær hélt nokkru
landi eftir og hefur nú selt það tilx
Toyota-umboðsins. ,
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1988