Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 7
VIÐHORF Gefum Amarflugi lengra líf Þar sem almenningur og stjórnvöld standa frammi fyrir þeirri ákvörðun hvort taka eigi upp enn frekari einokunarsam- göngur við landið eða ekki í formi niðurbrots Arnarflugs langar mig að benda sósíalistum íslands og öðru heiðarlegu og vel hugsandi fólki á nokkur atriði á því máli. Einokun langoftast í óhag almennings í fyrsta lagi þá er það skilyrðis- laust í hag almennings að sem mest samkeppni fyrirtækja eigi sér stað í þjónustu og vörufram- boði víð hann sem víðast í þjóðfé- laginu. Þar sem samkeppni er sæmilega við komandi á annað borð, s.s. í farþegaflugi innan- lands og milli landa. Það er þess vegna sem menn ættu að staldra ögn við áður en þeir fara að troða Arnarflugi inn í einokunarsæng Flugleiða, í píndri samvinnu eða píndri sameiningu, eins og gert var við hugsjónafyrirtækið Loft- leiðir á sínum tíma inn í ríkis- rekstrarsæng Flugfélags Islands. Dæmið þar varð því: Flugfélag íslands + Loftleiðir = Flugleiðir, með hörmulegum afleiðingum í fargjaldaokri á almenningi alla tíð síðan, - að frádreginni veikburða viðleitni Arnarflugs síðustu sex árin í óheiðrlegri sam- keppni í millilandaflugi við ríkis- verndaða einokunarflugfélagið Flugleiðir. í öðru lagi þá á almenningur og allur heilbrigður atvinnurekstur og öll heilbrigð skynsemi kröfu á því að kerfisbundið verði dregið úr einokun Flugleiða. Það er eng- um meira í hag en almenningi Vilja sósíalistar einokunarflugsamgöngur aftur? Magnús H. Skarphéðinsson skrifar sem ferðast þarf á þessum einok- uðu og okruðu Flugleiðaleiðum til Evrópu og Ameríku, að ógleymdum hinum hálflömuðu Norðurlandasamskiptum okkar vegna himinhárra einokunarfar- gjaldamúra sem Flugleiðir hafa flugi að fljúga til örfárra staða í Evrópu, þá lækkuðu fargjöld til almennings víðast hvar á pessum leiðum um allt að helming frá því sem áður var hjá Einokunarversl- uninni? ...að Arnarflug hefur sótt ár- Aðstoðin við Flugleiðir var mun stærri forðum Og vissuð þið það að þessi beiðni um ríkisaðstoð, sem farið hefur verið fram á að yrði aðal- „Dœmiðþar varðþví; Flugfélag íslands + Loftleiðir = Flugleiðir, með hörmulegum af- leiðingum ífargjaldaokri á almenningi alla tíð síðan, - að frádreginni veikburða viðleitni Arnarflugs síðustu sex árin." reist um þau lönd héðan, að svo verði gert hið fyrsta. Vissir þú lesandi góður það að... ...að það er ódýrara að fljúga víðast hvar frá flestum stöðum á Norðurlöndunum til nánast allra staða í Evrópu heldur en til ís- lands vegna einokunarverslunar- innar sem íslensk stjórnvöld hafa komið Flugleiðum upp á þessum flugleiðum? .. .að það er meira að segja víða á Norðurlöndunum ódýrara að fljúga til Bandaríkjanna, yfir haf- ið mikla, heldur en til litla einok- unar-Norðurlandsins íslands? .. .að síðan lítilli glufu var kom- ið fyrir í einokunarmúr Flugleiða á Evrópuflugleiðunum frá ís- landi, með því að heimila Arnar- angurslaust til þessa að fá að fljúga á stærstu flugleiðunum frá íslandi, þ.e. til Norðurlandanna, en sífellt verið neitað vegna mis- skilinnar umhyggju stjórnvalda fyrir almenningi með verndun Einokunarverslunar Flugleiða? ...að hallarekstur Arnarflugs á þessu ári og sá hluti hans sem far- ið hefur verið fram á að ríkið kaupi samsvarandi hlutabréf, til aðstoðar þessu litla en þarfa flugfélagi, er aðeins brotabrot þeirrar upphæðar sem Arnarflug hefur fært íslensku daglaunafólki í aðra hönd í formi lækkaðra far- gjalda á flugleiðum sínum til Evr- ópu, að ógleymdum nauðbeygð- um lækkunum á fargjöldum Ein- okunarverslunarinnar til nálægra staða í Evrópu við áfangastaði Arnarflugs þar, einmitt vegna samkeppninnar frá Arnarflugi? lega í formi keyptra hlutabréfa í Arnarflugi, er aðeins brot þeirrar upphæðar sem ríkið var nauðbeygt að gefa Einokunar- versluninni hér fyrir nokkrum misserum þegar Flugleiðir áttu í miklu meiri rekstarerfiðleikum þá en Arnarflug á í dag? Ríkið fékk ekki eitt einasta hlutabréf fyrir flestar þessar fúlg- ur eða fríðindi sem Flugleiðum voru færðar á silfurfati í ýmsu for- mi. Þetta var meðal annars í for- mi langtímaniðurfellingar á lend- ingargjöldum, sem og ýmis konar beinum fjárhagsfyrirgreiðslum að auki. Að ógleymdum hinum beinu ríkisábyrgðum á erlendum og innlendum lánum til Einokun- arinnar sem verðleggja má einar sér sem gjafir upp á hundruð miljóna króna í reiðufé á verðlagi dagsins í dag. I þessu sambandi er rétt að benda þeim lesendum á sem ekki vita að þegar fyrirtæki sem standa illa eru að taka lán á erlendum mörkuðum, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, þá þurfa þau yfirleitt að greiða mun hærri vexti af slíkum lánum þegar ekki eru ríkisábyrgðir á þeim en ann- ars. Margföld áhætta fylgir slíkri vafalánveitingu af hálfu lánar- drottnarans þegar um rekstar- vandafyrirtæki er að ræða, heldur en þegar ríkiskassi viðkomandi lands er í pant fyrir láninu. Þá þarf ekkert að óttast vanskil eða annað klandur, og vextir því verðlagðir með lægsta móti. Slíkar fyrirgreiðslur til Flug- Ieiða voru regla hér forðum en ekki undantekning þegar Ein- okunarverslunin var búin að hál- fkollsigla sjálfri sér með undir- boðum á Ameríkuflugleiðum fyrir útlendinga á milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Gefum Arnarflugi - flugfélagi láglauna- fólksins - lengra líf Rétt er að minna á þessar sfð- astnefndu staðreyndirnar núna þegar Einokunarverslunin setur upp hofmóð og svip þegar rætt er um að aðstoða keppinaut þess nú í tímabundnum erfiðleikum þess, þ.e.a.s. Arnarflugi h/f, sem að- mörgu leyti má kalla hið sanna flugfélag láglaunafólksins. Kveðja, Magnús H. Skarphéðinsson Fyrrverandi vagnstjóri SVR Magnús er nemi í háskólanum og fyrrverandi vagnstjóri hjá SVR. Hvenær er þögnin dyggð? Frumskylda lögreglu er að vinna að auknu öryggi borgar- anna. Þegar allt gengur vel er starfið leikur einn. f því ölduróti og átökum sem fylgja nútíma þjóðfélagi fer þó, því miður, sí- fellt meira fyrir alvarlegum af- brotum. Þegar ráðist er á fólk á heimilum sínum, þegar fólk getur ekki gengið óhult um götur og stræti, þegar eignir fólks verða fyrir barðinu á spellvirkjum, þeg- ar eiturlyfjasalar og neytendur mynda harðan kjarna vopnaðra afbrotamanna og þegar lögreglan stendur vanmáttug og ráðþrota gagnvart þeirri frumskyldu sinni að skapa hinum almenna borgara vernd, þá er átaks þörf. Við félagar í Lögreglufélagi Reykjavíkur hljótum að þurfa að gera það upp við samvisku okkar hvort við teljum okkur vera þjóna fólksins sem óttast um líf sitt og limi eða þræla þess kerfis sem nú og ætíð óttast um æru sína og krefst þess að við dönsum með. Hvenær er þögnin dyggð og hvenær glæpur? Þorsteinn Geirsson, ráðu- neytisstjóri í dómsmálaráðuneyt- inu, lætur ýmis orð falla í við- tölum við fjölmiðla, sem ekki skal svarað að sinni, utan þetta: í fyrsta lagi: Ekki þarf að fara í grafgötur um hverjar undirtektir lögreglumenn fá frá ráðuneytis- stjóranum við ábendingum og áskorunum um úrbætur. í öðru lagi: Ráðuneytisstjórinn telur ýmislegt í skýrslu okkar of- sagt og missagt. Hér skal fullyrt að þvert á móti er þar margt van- sagt. I þriðja lagi: Ráðuneytisstjór- inn telur ómaklegt að birta samantekt okkar þegar lögreglu- stjóri er staddur erlendis, rétt eins og slíkt sé eitthyert nýmæli. Hjalti Zóphaníasson lætur að því liggja að hér séu lögreglu- menn einfaldlega að fá útrás fyrir gremju vegna niðurskurðar á aukavinnu! Kannski má í þessum orða- skiptum sjá í hnotskurn hver vandi lögreglumönnum er á höndum við að fá áheyrn hjá yfir- völdum. Vegna þeirra mörgu borgara sem nú eiga um sárt að binda vegna ofbeldis á götum og í heimahúsum, vegna þeirra sem óttast um líf sitt og limi á al- mannafæri og ekki síst vegna þeirra tuga lögreglumanna sem slasast hafa í starfi, jafnvel hlotið örkuml, er útlokað að lengur sé þagað um átakanlegan vanmátt Íögreglunnar í Reykjavík. Það er hverjum manni nauð- synlegt að geta verið stoltur af sínu starfi, að geta fundið lífsstarf sitt vera til góðs. Góð lögregla er einn af hornsteinum nútíma þjóðfélags. Sem lögreglumaður í áratugi og sem fjölskyldumaður í Reykjavík get ég ekíri annað en kallað eftir stuðningi ykkar. Tökum höndum saman og treystum öryggi hins almenna borgara. Jón pétursson Lögregluþjónn nr. 11. Hugleiðingar ísvartasta skammdeginu. Opið bréftil Alþýðubandalagsmanna Kæra alþýðubandalagsfólk og Þjóðviljamenn. Ástæðan fyrir þessum skrifum mínum eru stöðugar árásir ykkar á Kvennalistann undanfarnar vikur, allar götur síðan þið fóruð í stjórnarsamstarfið, illu heilli fyrir ykkur. Hér á heimifinu er keypt eitt blað, Þjóðviljinn, og hefur svo verið um áraraðir. Mér hefur til skamms tíma þótt hann vera mjög læsilegur, góðar greinar, sérstaklega í Helgarblaðinu. Skyndilega fóru að renna á mig tvær grímur. Hvað er að ske með Þjóðviljann, er hann að verða sama kjaftasögublaðið og hin blöðin? Ég les nefnilega blaðið á kvöldin mjög gaumgæfilega. Mér er satt að segja farið að ofbjóða hinn markvissi neikvæði tónn ykkar í garð Kvennalistans. Allar fréttir um hann eru rangtúlkaðar. Þingkonur okkar eru sagðar brjóta lög, við erum sagðar dug- lausar, andlausar, hræddar við að takast á við vandann, viljum lifa í „fílabeinsturni" og þar fram eftir götunum. Það hefur ævinlega ta- list góð blaðamennska að kynna sér málefnin áður en ráðist er út á ritvöllinn og ég mæli með að þið hemjið fullyrðingar ykkar þang- að til að þið hafið kynnt ykkur hugmyndafræði Kvennalistans. Maður rekst á þessar yfirlýsingar ykkar hvar sem er í blaðinu, ef ekki í fyrirsögnum þá eru þær í Klippt og Skorið eða einhverjum „menningarpíslunum" eftir Arna Bergmann, Gest Guðmundsson eða aðra menningarpostula. Mér er spurn, hvað vakir fyrir ykkur? Er það vond samviska yfir því að þið óðuð út í þetta stjórn- arsamstarf, án þess að hafa þarfir fólksins í huga sem margt hvert hefur fylgt ykkur gegnum þykkt og þunnt? Eruð þið hræddir um að missa það litla fylgi sem þið eigið eftir hjá landsmönnum? Spyr sá sem eicki veit. Mér býður í grun að innst inni séuð þið dá- lítið afbrýðisamir út í okkur kvennalistakonur sem létum ekki draga okkur á asnaeyrunum inn í stjórnarsamstarf þar sem grund- vallarmannréttindi á borð við samningsrétt og fl. er ekki í heiðri haft. Kvennalistakonur misbjóða nefnilega ekki réttlætiskennd sinni fyrir ráðherrastóla. Fyrst í stað lét ég þessi skrif fara í taugarnar á mér, en nú er ég satt best að segja farin að aumka ykkur. Ég sem fyrrverandi al- þýðubandalagsmaður vil gefa ykkur gott ráð. Hættið þessum leiðu skrifum, þau fæla fólk frek- ar frá ykkur en hitt. Þið skuluð heldur líta í eigin barm, hugsa um eigin flokk og tína saman þau brot sem eftir eru. Við kvenna- listakonur styrkjum stöðu okkar og lítum björtum augum til fram- tíðar. Sigurlaug Sveinsdóttir kvennalistakona Að kasta steini úr glerhúsi í þættinum Klippt og skorið sem birtist í Þjóðviljanum fimmtudaginn 8. desember 1988 níðir greinarhöfundur niður ís- lenska barnaþætti sem ríkissjón- varpið sýnir nokkrar mínútur á hverju kvöldi á jólamánuðinum. í lok greinar sinnar spyr höfund- ur lesendur hvað þeim finnist um orðatiltækið „að gera hreingern- ingu", sjálfum finnst honum það afleit íslenska. Því er til að svara að svona tók amma mín að norðan til orða þegar mikið lá við og þá sérstaklega í jólahreingern- ingunum. Samt held ég að varla hafi verið hægt að kenna tungu- tak ömmu minnar við stofnanam- ál. Ef til vill hefur gömlu konunni fundist full stuttaralegt að segja „gera hreint" og ekki lýsa nógu vel þeim gerningi sem til stóð. Hinsvegar virðist mér ekki vera vanþörf á því að greinarhöf- undur taki sjálfur til í eigin orða- forða. Ef hann læsi hugverk sitt með sömu gagnrýnisaugum og hann beinir í átt til annarra kæm- ist hann ef til vill að því að orðfær- ið færi full „billegt" svo vitnað sé beint í þann mann sem búinn er að losa sig undan öllum „stór- dönskum" áhrifum á þessum síð- ustu og verstu „tombólu" tímum. Kunningjar mínir segja mér að undir bókstafnum - m sem grein- in er merkt geti varla falist hinn illræmdi Mr. M, húsbóndi James Bond, hér hljóti að fara sjálfur ritstjóri Þjóðviljans Mörður Árnason. Ég vil því nota tækifær- ið og hvetja ritstjórann til að gera sitt til að kveða niður það orðspor sem fer af Þjóðviljanum að hann sé bæði illmálgur og rætinn. Það er nú einu sinni svo að upplýstum almenningi finnst skemmtilegra að lesa jákvæða og uppbyggjandi gagnrýni frekar en niðurrifsskrif full af geðvonsku. Fyrir hönd barna minna vil ég þakka ríkissjónvarpinu fyrir ágæta barnaþætti. Börnin opna dagatal sjónvarpsins snemma á morgnana og veíta fyrir sér þeirri vísbendingu um efni kvöldþáttar- ins sem þar kemur fram. A þátt- inn horfa þau svo með gleði og eftirvæntingu. Verði ágóði af sölu dagatalanna er gott til þess að vita að peningarnir renna til að gera íslenskt barnaefni. Þá getum við í framtíðinni haldið áfram að deila um það hvort við tölum góða eða vonda íslensku en þurf- um ekki að grípa til enskrar orða- bókar til að skilja barnabörnin. Þar sem ég vinn hjá stórfyrirtæki vil ég að lokum mótmæia þeim fordómum sem birtast í greininni að þar sé töluð eða skrifuð verri íslenska en gengur og gerist. Svo óska ég meistara - m gleðilegra jóla og vona að hann megi á • þessari hátíð barnanna finna þann frið og lítillæti hjart- ans sem hann svo sannarlega þarfnast. Jón Hálfdanarson eðlisfræðingur Miövikudagur 14. desember 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIDA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.