Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 6
þl ÓÐVIUIN N Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
I þágu lýðræðis
„Fleiri pólitískar stöðuveitingar - í þágu stjórnmála og
lýðræðis“ heitir grein sem Karl Birgisson skrifaði í Þjóð-
viljann í gær, og vakið hefur nokkra athygli.
Athyglin stafar kannski ekki síst af djarflegri fyrirsögn. Á
íslandi hafa pólitíkusarnir nefnilega komið óorði á pólitík-
ina, og lýsingarorðið „pólitískur" hefur á sér ákaflega
neikvæðan blæ. Og hver kannast ekki við þá bölsýnu
niðurstöðu að eitthvað sé nú eftir alltsaman barasta pó-
litík, -og þarmeð illa þefjandi og ekki nálægt komandi fyrir
heiðvirt fólk.
Eitt af því allra versta sem menn vita af í pólitík á íslandi
eru einmitt pólitískar stöðuveitingar, og kann því einhverj-
um að bregða í brún þegar einmitt fjölgun þeirra er talin
mundu verða lýðræði til þroska.
En það segir einmitt Karl Birgisson, -sem sjálfur var
fyrir fáum mánuðum í pólitískri stöðu í fjármálaráðuneyt-
inu. Hann fagnar fjölda aðstoðarmanna ráðherra í nýju
stjórninni, og segir góðs viti: „Mér sýnist álitlegt að auka
verulega stöðuveitingavald ráðherra við stjórnarskipti.
Það er gott fyrir pólitíkina, stjórnmálaflokka og stjórnmála-
menn, og á endanum einnig gott fyrir trúnað þeirra við
stefnu sína.“ Þessir pólitísku starfsmenn ráðherranna
eiga hvergi að þrengja að almennu ráðuneytisfólki, enda
á hlutverk þess að vera annað: „að mynda ramma utan-
um hin pólitísku störf, skapa samfellu í störfum ráðuneyt-
isins sem nauðsynleg er óháð pólitískum sviptivind-
um“..., vera „minnisbanki ráðherrans".
Karl grípur hér á einu af verstu kýlum í íslenska
stjórnkerfinu, nefnilega því að nánast enginn greinar-
munur er gerður á faglegum störfum og pólitískum, með
þeim afleiðingum að hvorttveggja drabbast niður, góð
fagmennska og heiðarleg pólitík. Besta og frægasta
dæmið um þetta er kóngulóarvefur Sjálfstæðisflokksins í
stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, en í flestum ráðuneytum
og ríkisstofnunum má finna svipað munstur. Það þarf
varla lengra en í menntamálaráðuneytið til að finna gróf
nýleg dæmi um samblöndun fagmennsku og pólitíkur
síðustu ár, bæði innan ráðuneytisins og utan. Að ekki sé
minnst á helmingaskiptaregluna í dómskerfinu, eða
flokkslitinn á sendiherrunum, eða bankastjórana, eða...
Það þarf ekki að skyggnast lengi um þessar gáttir til að
sjá að þessi óáran í íslensku stjórnkerfi er fyrst og fremst í
hag þeim tveimur stjórnmálafylkingum sem lengst og
oftast hafa unað sér við sætleik valdsins, Sjálf-
stæðisflokki og Framsóknarflokki, -og menn meira en
grunar að forystumenn þessara flokka virði ennþá sjálf-
krafa áratuga gamlan óskrifaðan samning um helminga-
skipti og þögn um hvors annars spillingu.
Pólitískar stöðuveitingar, sem til dæmis gætu tekið mið
af bandarískum venjum, mundu eiga þátt í að slá á þetta
samfélagskrabbamein. Þeir starfsmenn sem eru pólitískt
skipaðir sitja aðeins meðan sætt er og standa og falla
með sinni pólitísku ábyrgð, —hinir eru alvöru-fagmenn
sem bæði stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og almenningur
geta treyst eitt hundrað prósent.
Hér rekast umbótamenn á sterka hagsmuni, hagsmuni
spilltra embættismanna, hagsmuni spilltra stjórnmála-
manna og hagsmuni spilltrar valdastéttar sem lítur á ís-
lenska ríkið og stjórnkerfi þess sem einskonar einkafyrir-
tæki sitt.
En síðasta birtingarmynd þess álits er einmitt tíðrætt
brennivínsmál hæstaréttarforsetanna og þingforsetans
fyrrverandi.
Það er margra fróðra manna hald að sú spilling hefði
aldrei í dagsljós komið nema vegna þess að ríkisendur-
skoðun hafði nýverið verið losuð við pólitískt taumhald
ráðuneytis og sett undir löggjafann, -og vegna þess að í
forsæti hinna þjóðkjörnu situr nú óspilltur maður, hinn
glæsilegi og vinsæli þingmaður Reykvíkinga, Guðrún
Helgadóttir, sem ekki ruglar saman hagsmunum vald-
stéttarinnarog hagsmunum almennings, heldurbeitirfor-
setavaldi sínu í þágu stjórnmálanna og í þágu lýðræðis-
ins. -m
Dýrö Þriðja ríkisins: að fá glýju í augun eða hugsa sér gott til glóðarinnar...
íslandsdraumar
Himmlers
Nú geisar bókaflóð sem allt vill
leggja undir sig - og ekki nema
von að þessi þáttur hér, Klippið,
fljóti með.
Út er komin hjá AB bók eftir
Þór Whitehead sagnfræðing sem
nefnist „íslandsævintýri Himml-
ers“. Þór Whitehead hefur, sem
kunnugt er, verið að setja saman
ritröð mikla um Island í
heimsstyrjöldinni síðari, og þessi
bók hér skarar það með ýmsum
hætti sem hann hefur áður saman
sett um aðfara heimsstyrjaldar-
innar. En vegna þess að gögn
hafa upp hlaðist og málið er sér-
stætt og fróðlegt þá verður nú til
sérstök bók um íslandsdrauma
eins helsta glæpamanns sögunn-
ar, Heinrichs Himmlers, ríkisfor-
ingja SS.
Tölvert
á sig lagt
En þar er skemmst frá að segja
að Himmler var mjög sterkt hald-
inn hugmyndum um að íslend-
ingar væru sérlega hreinir Aríar
og fornir í sér. Og bókin greinir
frá því að hann hefur mörg spjót
úti til þess að efla sem mest
tengslin við íslendinga - m.a.
leggur hann ýmiskonar vinátt-
usnörur fyrir Hermann Jónasson
forsætisráðherra, sendir honum
SS-riddara úr postulíni, býður
honum á Ólympíuleika og fleira í
þeim dúr. Hann býður íslending-
um að læra leirbrennslu og móta-
smíð við fyrirtæki SS í Dachau
(þar var vinnuafliðm.a. pólitískir
fangar), og - svo annað dæmi sé
nefnt - fyrr en varir er nýbakaður
læknir íslenskur kominn að við
háskólasjúkrahús í Berlín og sæk-
ir kaupið sitt í sjálfar höfuðstöðv-
ar Gestapo. Svo mætti áfrani
telja.
Ástríðan
og dellan
Þrennt er einkum fróðlegt við
þessa bók:
í fyrsta lagi: hve rammur áhugi
Himmlers og SS var á íslandi.
Svo sem sá leiðangur nær tuttugu
SS-manna sýnir, sem til íslands
kom á því vansæla ári 1936. Lík-
lega hefur jafn svartur söfnuður
aldrei til landsins komið - en Þór
Whitehead rekur það af sinni
fræðilegu þolinmæði hvað um þá
varð síðar: voru þeir flestir
dæmdir fyrir stríðsglæpi herfilega
þótt þeir þættu fæstir nógu miklir
bógar til að þeir væru hengdir
strax eftir stríð meðan mönnum
var enn heitt í hamsi.
í annan stað: Himmlers-
ævintýrið minnir með skemmti-
legum hætti á það, hve allskonar
gervivísindi og rutl blómstra í al-
ræðisríki. Vegna þess að við eru
teknir nýir menn sem hafa ótak-
mörkuð völd, líka til þess að gera
óskhyggju sína um hvaðeina að
„vísindum“ - þeir demba sér út í
það með skuggalegum ærslum að
láta sem heimurinn sé eins og þeir
hugsi sér hann. Og því getur
hraðlyginn ruglukollur sem
Burkert heitir (helsti milligöngu-'
maður SS og íslendinga) komist
ótrúlega langt með Himmler sem
horfir hrifinn í norður og bíður
eftir fregnum af íslenskum blót-
stöðum og annarri heiðni.
Oss til
framdráttar
f þriðja lagi er vitanlega alltaf
forvitnilegt að skoða það, hvern-
ig íslendingar brugðust við blíð-
uhótum nasista. Það hefur
reyndar áður verið um það fjallað
í sambandi við skrif Þórs White-
heads og reyndar fleiri manna, að
þeir menn sem höfðu af ýmsum
ástæðum fengið miklar mætur á
Þjóðverjum, þýskri menningu
eða þá varningi, voru mjög
auðveld bráð áróðursmaskínu
nasista. Menn geta svo deilt um
það endalaust, hve saklaust það
trúnaðartraust var (barnaskap-
arkenningin) eða þá hvort ekki
réði mestu um framgöngu þess-
ara manna vonin um að hagnast
persónulega. Til dæmis á kyn-
þáttaórum nasista.
Einn slíkur var Guðbrandur
Jónsson, mikill furðufugl, kaþ-
ólskur maður og félagi í Alþýð-
uflokknum og um leið firna dug-
legur við að koma á sem mestum
og nánustum tengslum við Þýska-
land Himmlers. Hann gerir m.a
sitt besta til að reyna að koma
Hermanni Jónassyni forsætisráð-
herra á Ólympíuleikana í Berlín
og skrifar þá í orðsendingu sem
Hermanni er ætluð:
„Eitt með öðru í hinum ein-
kennilegu skoðunum ráðandi
manna í Þýskalandi um „race-
málið“ (kynþáttamálið) er það,
að vér íslendingar séum hinir
einu hreinu og óblönduðu Arí-
ar... og því einhverskonar „race-
yfirstétt" sem hlynna beri að
...Enda þótt vér ekki skiljum
þennan hugsanagang virðist svo
sem oss sé skylt að nota hann oss
til framdráttar eftir því sem föng
eru á. Það er því fráleitt fyrir hið
opinbera ísland að vilja ekki hafa
öll vinsamleg mök við hið opin-
bera Þýskaland, vegna þess að
nasistar standa að stjórninni þar,
jafnfráleitt eins og það væri af
þýsku stjórninni að vilja engin
mök hafa við hið opinbera fsland
af því að stjórn lands vors standa
sósíalistar og framsóknarmenn“
Guðbrandur Jónsson var furð-
ufugl sjálfsagt, en þessi viðhorf
hans hafa reynst sterk og afdrifa-
rík lengst af síðan. Þau að „oss sé
skylt að nota oss til framdráttar"
hvaðeina sem stórveldi kann upp
á að taka á hverjum tíma - óháð
því hvað okkur sjálfum finnst satt
og rétt. Guðbrandur Jónsson
reyndist spámaður í sínu föður-
landi - því miður.
KLIPPT QG SKORIÐ
Þjóðviljinn
Síðumúla 6 -108 Reykjavík
Sími 681333
Kvöldsími 681348
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason.
Fróttastjóri: Lúövík Geirsson.
Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hjörleifur Sveínbjörnsson, Kristófer
Svavarsson, Magnús H. Gíslason, LiliaGunnarsdóttir, Ólafur
Gíslason, Páll Hannesson, Sigurður A. Friðþjófsson (Umsjónarm. Nýs
Helgarb.), Sævar Guðbjörnsson, Þorfinnur Omarsson (íþr.).
Handrita- og prófarkaiestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir.
Ljósmyndarar: Jim Smart, ÞorfinnurÓmarsson.
Útlitsteiknarar: Kristján Kristjánsson, KristbergurÓ. Pétursson
Framkvæmdastjóri:HallurPáll Jónsson.
Skrifstofustjóri: Jóhanna Leópoldsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Olga Clausen.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Unnur
Ágústsdóttir, Sigurrós Kristinsdóttir.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, ÞorgerðurSigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Húsmóðir: Anna Benediktsdóttir
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson.
Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir.
Innheimtumaður: Katrín Bárðardóttir.
Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, símar: 681333 & 681663.
Auglýsingar: Síðumúla6, símar681331 og 681310.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 70 kr.
Nýtt helgarblað: 100kr.
Áskriftarverð á mánuði: 800 kr.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 14. desember 1988