Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 8
Gallerí Borg Horfin er Louisa Mynd eftir Louisu Matthías- dóttur, „Kind og fugl“, olía á striga, máluð 1987, stærð 36x48, án ramma, að verðmæti 170.000 kr., hvarf úr Gallerí Borg síðdeg- is síðastliðinn miðvikudag 7. des- ember. Grunur leikur á að um samantekin ráð manns og konu hafi verið að ræða, en þau voru í Galleríinu umræddan dag og héldu starfsfólki Gallerísins upp- teknu við eitt og annað smálegt, sem þau vildu fá svör við. Verði fólk vart við að boðin sé föl, eða viti um ofangreinda mynd eftir Louisu Matthíasdótt- ur, er það vinsamlega beðið að hafa samband við Gallerí Borg eða Rannsóknarlögreglu ríkisins, og að sjálfsögðu er varað við að kaupa myndina. Myndvefnaður I útibúi Sparisjóðs Reykjavík- urognágrennisaðÁlfabakka 14, í Breiðholti, stendur nú yfir sýn- ing á damaskmyndvefnaði Sig- ríðar Jóhannsdóttur og Leifs Breiðfjörð. Leifur er þekktur fyrir glerlist- averk sín, og hefur Sigríður verið aðstoðarmaður hans við vinnslu þeirra í mörg ár. Sigríður lærði damask- myndvefnað í Finn- landi, en damaskvefnaður er aldagömul vefnaðartegund sem síðustu áratugi hefur þróast í nú- tíma norrænunt myndvefnaði. Er Sigríður ein af fáum veflistakon- um á Norðurlöndum sem vefur slíkan myndvefnað. Þau Sigríður og Leifur hafa unnið saman að myndvefnaði síð- an 1978, hafa sýnt hann bæði hér á landi og erlendis, auk þess sem þau hafa ofið kirkjutextíl fyrir margar kirkjur, meðal annars Hallgrímskirkju og Viðeyjar- kirkju. Gal er í Sál Nýtt gallerí var opnað í Reykjavík á dögunum, heitir Gal er í Sál og er til húsa að Tryggva- götu 18. Fyrsta sýningin í Sál er mál- verkasýning Tryggva Gunnars Hansen, sem hefur stundað nám í myndlist, tónlist, heimspeki og sálfræði hér á landi og erlendis, og einnig unnið flest störf á sjó og landi einsoggengur. Tryggvi hef- ur haldið sýningar í Evrópu og Asíu, meðal annars íTyrklandi, á Indlandi og í Freiburg í Þýska- landi. Tryggvi er einnig þekktur undir nafninu Torfi, því hann hefur unnið torf og grjót í hús, garða, skúlptúr og grímur, auk þess sem hann hefur um árabil gengist fyrir kynningu á torfverki og íslenskri byggingalist á íslandi um árabil. Gal er í Sál er opið daglega kl. 17-21. Jólasala Þriðja árs nemar í Myndlista- og handíðaskólanum hafa hafið árlega jólasölu sína í turninum á Lækjartorgi. Til sölu eru ýmsir hlutir unnir af nemendum skólans, svo sem piparkökuhús, smákökur, laufabrauð, kerti, eyrnalokkar, slæður og málverk. Allur ágóði af jólasölunni rennur til námsferða nemenda, en í MHÍ er áralöng hefð fyrir utanlandsferð 4. árs nema áður en hafin er vinna lokaverkefna. Turninn er opinn mánudaga til fimmtudaga kl. 16-18, föstudaga kl. 16-19 oglaugardagakl. 10-18. FÍM-salurinn Nýtt fyrirkomulag Félag íslenskra myndlistar- manna hefur hafið nýjan rekstur í galleríi sínu, FÍM-salnum, að Garðastræti 6. Framvegis verður salurinn annars vegar sölugall- erí, þar sem fólk getur keypt verk því sem næst beint af listamann- inum, og stutt þannig framgang íslenskrar myndlistar. Hins vegar verður haldið áfram með gallerí- ið, en þar verða stöðugar sýning- ar. Eingöngu verða boðin til sölu verk eftir viðurkennda mynd- listarmenn, jafnt unga sem aldna, meðal annars eftir félagsmenn sem aldrei hafa sett sig í samband við önnur sölugallerí. í desember og janúar verður salurinn ein- göngu starfræktur sem sölugall- erí, og verður skipt um upphengi viku- til hálfsmánaðarlega. Sem stendur eru til sýnis myndir eftir meðal annarra Daða Guðbjörns- son, Hring Jóhannesson, Sigurð Örlygsson, Valgerði Hauksdótt- ur og Sigrid Waltingojer. FIM-salurinn er opinn frá kl. 12-18 virka daga, og kl. 14-18 á laugardögum, nema í desember, þá er salurinn opinn á sama tíma og verslanir. LG MENNING Kjarvalsstaðir Beint til áhorfandans Hörður Karlsson listmálari heldur sýninguna Fjórar árstíðir II Um síðustu helgi opnaði Hörður Karisson listmálari málverkasýninguna Fjórar ár- stíðir II á Kjarvalsstöðum. Þetta er þriðja einkasýning Harðar hér á landi, en hann hefur um árabil verið búsettur í Washington. Á sýningunni eru nafnlausar akrílmyndir. Hörðurbyrjaðifyrir mörgum árum að nota krít til að gera uppköst að olíumálverkum, og hóf síðar að mála krítarmyndir jafnframt vinnu sinni með olíu og akríllitum. Nafnleysið er til kom- ið vegna þess að myndunum, sem flokkast undir abstrakt expressi- onisma, er ætlað að ná beint til áhorfandans, án þess að nafngiftir standi í vegi. Áhorf- andanum er þannig boðið að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn og fella eigin dóm. Hörður er fæddur í Reykjavík 1933. Tvítugur fór hann til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum, nam við Corcoran listaskólann í Washington D.C. og stundaði eftir það listnám við Háskólann í Mexíkóborg um nokkurt skeið. Hann var forstöðumaður mynd- smíðadeildar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins í Washington í fjölda ára. Málverk hans og myndverk Hörður Karlsson hafa verið sýnd víða um lönd, til að mynda í Bandaríkjunum og á Spáni. Hörður hefur hlotið margar viðurkenningar fyrir myndverk sín. Árið 1961 varð hann ásamt samverkamanni sínum hlut- skarpastur í samkeppni sem Póst- stjórn Sameinuðu þjóðanna gekkst fyrir um frímerki til heiðurs Álþjóðagjaldeyrissjóðn- um. Nokkrum árum síðar bar hann sigur úr býtum í frímerkja- samkeppni Póst- og símamálar- áðs Evrópu, og var verðlaunafrí- merkið gefið út í sextán Evrópu- löndum. Árið 1968 gaf Banda- ríska póstþjónustan út frímerki eftir Hörð í tilefni hálfrar aldar afmælis síns. Sýning Harðar stendur til 24. desember. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 14-22. LG Frábær bassaleikari Blaðinu hefur borist geisla- diskur Árna Egilssonar kontra- bassaleikara. Hann starfar í Los Angeles. Þar hefur hann meðal annars leikið aðal bassahlutverk- ið í kvikmyndamúsik frægra filmutónskálda svo sem Wil- liams, Jerry Goldsmith og Maurice Jarre. Á þessum diski spilar Árni með Sinfóníuhljóm- sveit íslands undirstjórn Vladim- ir Ashkenazy. Hann leikur fyrst „Nið“ fyrir kontrabassa og hljómsveit eftir Þorkel Sigur- björnsson. Það er hið fegursta verk og býður upp á marga mögu- leika fyrir einleikarann. Þá er verk eftir Charles Wittenberg „Electronic Study 11“ fyrir kont- rabassa og segulband. Loks tvö verk eftir Árna sjálfan. Þau heita „Quest" og „Steeped-in-Pathos“ fyrir píanó og bassa. Þar leikur með píanóleikarinn Randy Ker- ber. Skemmst er frá því að segja að Árni Egilsson er meistari á hljóð- færi sitt. Hann hefur frábæra tækni, fínan og mikinn hljóm og nær fram ótrúlegum blæbrigðum. Síðast en ekki síst hefur hann SIGURÐUR ÞÓR GUÐJÓNSSON Árni Egilsson, meistari á kontra- bassann. mikið músikalitet og frjótt hug- myndaflug. Helsti galli þessa geisladisks er það hve fáar mínút- ur af músik eru á honum og hve upptakan er ekki alveg upp á það allra besta. í verki Þorkels er kontrabassinn of sterkur svo allt fer að titra þótt lágt sé stillt og það er talsvert suð sums staðar í upp- tökunni. En hvað sem þessu líður er þetta frábær diskur mikils lista- manns. Mótettukórinn í Hallgrímskirkju Mótettukór Hallgrímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar hélt aðventutónleika í kirkjunni sunnudaginn 4. desember. Þeir hófust á ambrósíönskum lofsöng Veni redemptor gentium. Það var fegursta stund tónleikanna. Enda er músíksagan frá dögum Ambrósíusar eitt samfellt hnign- unarskeið. En lofgerðir hans eru músik. Og líka grergoríönsku hymnarnir. Hvernig væri að syngja þá heila nótt? Til dæmis jólanóttina? Byrja á miðnætti á Prima Missa in Nativitate Dom- ini Nostri Jesu Christi og halda áfram til morguns. Það væri eitthvað meira vit í því en blað- rinu í prestunum. í lok tónleika Mótettukórsins var svo sunginn sálmurinn Nú kemur heimsins hjálparráð í raddsetningu Ró- berts A. Ottóssonar. En á milli þessara sálma flutti kórinn verk eftir Johannes Eccard sem uppi var á sextándu öld og hafði rnikil áhrif á þróun hins þýska kórals, enska stórmeistarann William Byrd, Schútz og vini hans Ham- merschmidt og Scheidt, Sweel- inck hinn hollenska, Purcell, Bach, Bruckner og Grieg. Efnis- skráin var því mjög ósamstæð. Bruckner sómdi sér reyndar vel en þessi Grieg var helgispjöll innan um hina göfugu barok- kmeistara. Kórinn söng að vísu allt fallega en sýnu betur þá gömlu. Þar var hann stílhreinn og fínn. Rómantíkina ætti kórinn hins vegar ekki að flytja fyrr en hann er búinn með allt hitt. Ekki þó vegna þess að hann syngi hana svo illa heldur vegna þess að hún er verri músik. En mikil blessun var að hlusta á þessa tónleika í skammdeginu og verslunardell- unni og brennivínssvindlinu og svo framvegis og svo framvegis og svo framvegis. Skelfing er ég orðinn þreyttur á sjálfum mér að vera sífellt að þusa þetta sama upp aftur og aftur. Ég nenni ómögulega að bæta því við rétt einu sinni að þetta fari allt til and- skotans að lokum. Og „því fyrr því betra“ er víst áframhald þeirrar ágætu formúlu. Sigurður Þór Guðjónsson 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJiNN Miðvikudagur 14. desember 1988 Miðvikudat

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.