Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 5
FRETTIR Vinnumarkaðurinn 1200 manns án atvinnu Skráðum atvinnuleysisdögum fjölgaði um 64% frá október til nóvember. Vinnumálaskrifstofan: Reiknað með enn verra ástandi í desember Isíðasta mánuði voru skráðir 25 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öilu, en það er aukning frá mánuðinum á undan um tæp- lega 10 þúsund daga eða sem næst 64%. Þessi fjöldi skráðra at- vinnuleysisdaga jafngildir því að 1200 manns hafi að meðaltali ver- ið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um á móti 700 manns í október. Skráð atvinnuieysi í nóvember sl. svarar til 0,9% af áætluðum mannafla á vinumarkaði í mán- uðinum samkvæmt spá Þjóðhags- stofnunar. En það er aukning um 0,3 prósentustig frá síðasta mán- uði. Atvinnuleysisdögunum fjölg- aði í öllum landshlutum nema á Suðurnesjum, þar sem þeim fækkaði um 700 daga. Mest varð aukningin á höfuðborgarsvæð- inu, tæplega 3000 dagar, þá á Suðurlandi 2900 dagar og á Norð- urlandi eystra 1800 dagar. Af ein- stökum stöðum varð aukning á skráðu atvinnuleysi mest í Reykjavík 2500 dagar og í Þor- lákshöfn 1960 dagar. Mikil umskipti hafa orðið á vinnumarkaði hér á landi frá sama tíma í fyrra. í nóvember- mánuði árið 1987 voru aðeins skráðir 5800 atvinnuleysisdagar á öllu landinu, en 25000 dagar nú. Skráð atvinnuleysi hefur þannig meira en fjórfaldast milli ára og var tvöfalt meira í nóvember sl. en að meðaltali í sama mánuði síðustu þrjú árin. í nóvembermánuði bárust Vinnumálaskrifstofunni tilkynn- ingar frá fyrirtækjum um upp- sagnir sem taka til 552 starfs- manna og koma til framkvæmda um eða eftir næstu áramót. Eru þá slíkar tilkynningar komnar á seytjánda hundrað í haust og vet- ur og skiptast þannig að 762 störf eru á höfuðborgarsvæðinu en 890 utan þess. Af einstökum starfs- Bókaklúbbur Atvinnuleysi hefur ekki verið jafn mikið og nú um langt árabil. greinum eru flestar uppsagnir í fiskvinnslu 534 og í verslun og þjónustu 511. f þessum tölum eru ekki taldar með uppsagnir á 1000 fastráðningarsamningum í fisk- vinnslu en Vinnumálaskrifstof- unni er kunnugt um a.m.k. 1000 uppsagnir á slíkum samningum víðsvegar um landið, sem taka gildi á næstu vikum. Að mati Vinnumálaskrifstofunnar má gera ráð fyrir að atvinnuástandið í desember verði lakara en um langt árabil á þessum árstíma. Frystitogarar Hvorki skip né frystihús Útgerðamenn: Frystitogara er ekki aðfinna íkerfinu og njóta ekki aðgerða stjórnvalda til hjálpar útgerð ogfiskvinnslu. Veiðar á djúpsjávarkarfa athugaðar á Reykjaneshrygg. Fyrir utan landhelgi og Svo virðist sem frystitogara sé ekki að finna í kerfinu og séu hvorki veiðiskip né frystihús. Allavega fáinn við ekki að njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til hjálpar útgerð og vinnslu," sagði Haraldur Jónsson útgerðarstjóri Sjólastöðvarinnar hf. í Hafnarfirði. Útgerðarmenn frystitogara funduðu sl. föstudag um málefni útgerða sinna enda hefur hagur frystitogara farið versnandi að undanförnu vegna verðfalls á Japansmarkaði og eins er fyrir- sjáanlegur samdráttur í veiðum á næsta ári sem mun bitna einna harðast á þeim skipum sem eru á sóknarmarki. Á fundinum var ma. rætt um stöðu frystitogara í kerfinu en útgerðarmenn þeirra án kvóta kvarta hástöfum yfir því að fá ekki að njóta þeirra aðgerða sem stjórnvöld hafa ráðist í til hjálpar útgerð og vinnslu. Þeir fá ekkert framlag úr Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðarins né heldur greiddan uppsafnaðan söluskatt og er hér um drjúgan skilding að ræða. Á fundinum voru ræddir hinir > ýmsu möguleikar á nýtingu frysti- togaranna og kom ma. til tals að athuga um kaup á veiðiréttindum hjá Grænlendingum. Ekki getur þó orðið að því af sinni vegna samninga Grænlendinga við Efnahagsbandalagið þar að lút- andi. Þá ætla menn að kynna sér möguleika á að veiða djúpsjávar- karfa á Reykjaneshryggnum þar sem Sovétmenn og aðrar austant- íaldsþjóðir hafa veitt grimmt á liðnum árum. Til þess þurfa þeir heimild frá sjávarútvegsráðu- neytinu þar sem miðin eru fyrir utan íslenska landhelgi og án kvóta. Á síðasta ári var heildaraflinn á djúp.sjávarkarfa á þessu svæði rúm 90 þúsund tonn og þar af veiddu Sovétmenn 71 þúsund tonn. Afganginn veiddu Pólverj- ar, A - Þjóðverjar og Búlgarar. Karfinn þarna er mun minni en sá hefðbundni hér við land en þetta er sá karfi sem austantjaldsþjóð- irnar hafa verið að fylla Japans- markað með að undanförnu og á sinn þátt í því verðfalli sem orðið hefur þar í landi. -grh Umferðin Þrjár skiltabryr Fyrstu skiltabrýrnar hafa verið settar upp í Reykjavík, tvær yfir Reykjanesbraut við Stekkjar- bakka og Breiðholtsbraut og ein yfir Breiðholtsbrautina við vega- mót Reykjanesbrautar. Skilta- brýrnar voru boðnar út og tekið lægsta tilboði frá Forster í Austurríki. Gerð skilta á brúnni er í sam- ræmi við reglur sem samræmdar hafa verið milli Reykjavíkur- borgar, Vegagerðar ríkisins og sveitarfélaga á landinu. Gert er ráð fyrir að á næsta ári verði sett- ar upp þrjár skiltabrýr til við- bótar. Einnig- er gert ráð fyrir leiðbeiningarskiltum meðfram helstu umferðaræðum á næsta ári. Kostnaður við hverja brú ásamt uppsetningu er um 2 milj. kr. Fyrirtækið Hagvirki hf. sá um uppsetningu skiltabrúnna. Iþróttamiðstöð Islands Laugarvatn hentugast Nefnd sem skipuð var af menntamálaráðherra í maí 1987 til þess að gera tillögur um uppbyggingu íþróttamiðstöðvar íslands sem staðsett verði að Laugarvatni hefur nýlega skilað tillögum sínum til Svavars Gests- sonar menntamálaráðherra. Kemst nefndin að þeirri niður- stöðu að Laugarvatn sé sérstak- lega ákjósanlegur staður fyrir íþróttir, útilíf og fjölbreytilega fræðslu og þjálfun fyrir alla lands- menn. Leggur hún eindregið til að stjórnvöld taki höndum saman við íþróttahreyfinguna, íþrótta- kennaraskóla fslands, heima- menn og þá aðila aðra sem til samvinnu eru fúsir um þetta verkefni, að byggja sem allra fyrst upp íþróttamiðstöð íslands að Laugarvatni. Bendir nefndin á að hefja megi rekstur íþróttamiðstöðvar að Laugarvatni án verulegs kostnað- ar með því að samræma þáð sem koma skal við það sem fyrir er og láta umsvif og reynslu af rekstrin- um ráða hraða uppbyggingar og endurbóta mannvirkjanna. Þær framkvæmdir sem nefndin telur brýnast að byrjað verði á eru snyrting og endurbætur bað- staðarins við vatnið, endurbætur íþróttavalla, gerð skokkbrauta og bygging sundlaugar. Nefndin hvetur til þess að sem allra fyrst verði skipuð stjórn íþróttamiðstöðvar íslands og framkvæmdastjóri ráðinn. Kom- ið verði upp kynningar- og þjón- ustuskrifstofu að Laugarvatni og samningar gerðir um eignaraðild, afnot, rekstur og uppbyggingu mannvirkja og að sótt verði um fjárframlög á fjárlögum til fyrstu aðgerða. Gert er ráð fyrir í til- lögunum að íþróttahreyfingin og aðrir eignaraðilar leggi þessu máli lið, fjárhagslegt, auk þess sem gert er ráð fyrir opinberum framlögum. Laugarvatnsnefndin starfaði undir forystu Hannesar P. Sig- urðssonar en aðrir nefndarmenn voru: Hafsteinn Þorvaldsson, Leifur Eysteinsson, Reynir G. Karlsson, Árni Guðmundsson, Ástbjörg Gunnarsdóttir og Jó- hannes Sigmundsson. Þjóðviljans Tilboö vikunnar 3.-20. des. Skuggabox Ný skáldsaga eftir Þórarin Eld- járn. Útgefandi er Gullbringa. Okkar verð kr. 2.200.- Venjulegt verð kr. 2.480.- Sjómenn og sauðabændur eftir Tryggva Emilsson. Útgef- andi Mál og menning. Verð kr. 2.500,- Venjulegt verð kr. 2.875,- Gunnlaðar saga eftir Svövu Jakobsdóttur. Útgef- andi Forlagið. Verð kr. 1.950 Venjulegt verð 2.188.- Móðir, kona, meyja fyrsta skáldsaga Nínu Bjarkar Arnadóttur. Útgefandi Forlagið. Verð kr. 1.750.- Venjulegt verð 1.988.- Himinn og hel Eftir Swedenborg. Útgefandi Örn og Örlygur. Verð kr. 1.930.- Venjulegt verð 2.450.- Sturlunga Þriggja binda glæsiútgáfa frá Svörtu og hvítu. Verð kr. 11.900 Venjulegt verð 14.980.- Leitin að dýragarðinum Nýtt smásagnasafn eftir Einar Má Guðmundsson. Verðkr. 2.150.- Venjulegt verð 2.670.- Að lokum Síðustu Ijóð Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar. Myndir eftir Jón Reykdal. Verð kr. 1.850... Venjulegt verð 2.175.- \ Miðvikudagur 14. desember 1988 WÓÐVIUINN - SlÐA 5 Þrjár sólir svartar Skáldsaga af Axlar-Bimi eftir Úlf- ar Þormóðsson. Verð kr. 1.900.- Venjulegt verð 2.632.-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.