Þjóðviljinn - 14.12.1988, Blaðsíða 16
—SPURNINGIN—
Ertu tilbúinn aö gefa
10% af þínum launum?
Gunnar Gestsson
húsvöröur:
Nei, ég hef bara ekki efni á því.
Mér finnst óeðlilegt að lækka
þurfi launin til bjargar útflutnings-
atvinnuvegunum eftir góðæri
undanfarinna ára.
Steinþór Þorleifsson
útgeröarmaður:
Nei, ég er ekki tilbúinn til þess. Ég
hef ekki efni á því. Almennir
launþegar hafa ekki efni á launa-
lækkun en hugsanlega mætti
klípa af launum ráðherranna.
Þorvarður E. Steinþórsson
bílamálari:
Nei, ég hef ekki efni á því. Það er
svodýrt að lifa. Þaðfaraallirpen-
ingarnir í rekstur heimilisins.
Gylfi Guðjónsson
stýrimaður:
Nei takk. Hef ekki efni á því. Hvort
einhverjir aðrir hafa efni á því veit
ég ekki, á meðan jafn dýrt er að
hafa í sig og á í þessu þjóðfélagi
og kunnugt er.
Björgvin Alexandersson
afgreiðslumaður:
Nei, á því hef ég ekki efni né held-
ur hinn almenni verkamaður
þessa lands. En trúlega eru til
þeir hópar sem hafa efni á að
gefa eftir af launum sínum.
SÍMI 681333
Á KVÖLDIN
CQ4040
ÁLAUGARDÖGUM
681663
vinnu
- Ég kynntist nú fyrst ullariðn-
aði þegar ég var í sveit sem dreng-
ur og var að tína hagalagða. Þá
var mér ekki Ijóst hvað varð um
þá hagalagða sem ég tíndi. Og
það má segja að ég hafi ekki kom-
ist að því fyrr en ég hóf að skrá
þessa sögu, sagði Magnús Guð-
mundsson sagnfræðingur, en
hann hefur tekið saman bók um
sögu ullariðnaðar Islendinga á
síðari hluta 19. aldar og á 20. öld.
Bókin, sem ber nafnið Ull
verður gull, er hluti af Iðnsögu
Islendinga sem nú er unnið að á
vegum menntamálaráðuneytis-
ins. Það er Jón Böðvarsson sem
ritstýrir því verki. Hann sagði að
þetta væri önnur bókin sem gefin
væri út í þessum bókaflokki, en
alls væri vinna hafin eða lokið við
sjö bindi.
Bókin Ull verður gull greinir
frá þróun ullariðnaðar á vélaöld.
Sagt er frá brautryðjendum sem
stofnuðu tóvélaverkstæði í lok
síðustu aldar og komu á fót
Það var við hæfi að kynna bókina um íslenskan ullariðnað í húsinu þar sem Sigurjón Þétursson á Álafossi kom upp
hraðsaumastofu sinni, á horni Bankastrætis og Þingholtsstrætis. Þar hefur nú verið komið fyrir tækjum og tólum sem
tengjast ullariðnaði. Hér situr höfundur bókarinnar Ull er gull, Magnús Guðmundsson sagnfræðingur, við spunavél sem
einhvern tíma malaði gull. Mynd Jim Smart.
klæðaverksmiðjum, greint er frá
baráttu fyrir varðveislu heimilis-
iðnaðarins. Við sögu koma öll
helstu fyrirtæki í klæðagerð,
Nýjung
Laxveiði á myndböndum
Islenski myndbandaklúbburinn hefurgefið útfjögur
myndbönd í pakka um laxveiði frá sl. sumri
„Þetta er í fyrsta skipti sem
myndbönd um laxveiði í fjórum
helstu laxveiðiám landsins eru
framleidd með það í huga að þau
verði einkaeign þess sem áhuga
hefur,“ sagði Helgi Hilmarsson
hjá Islenska myndbandaklúbbn-
um.
Nú gefst laxveiðiáhuga-
mönnum jafnt sem atvinnu-
mönnum tækifæri til að upplifa
veiðispennu sumars með því að
bregða spólu í myndbandstækið
því íslenski myndbandaklúbbur-
inn hefur nýverið gefið út fjögur
myndbönd í pakka frá laxveiði í
Laxá í Kjós, Laxá í Dölum, Mið-
fjarðará og Vatnsdalsá.
Myndirnar voru teknar sl.
sumar undir stjórn Friðriks Þórs
Friðrikssonar ícvikmyndagerðar-
manns. Myndataka var í höndum
Guðmundar Kristjánssonar og
um hljóð sá Þorvar Hafsteinsson.
Hvert myndband er um 60 mínút-
ur að lengd og á þeim má sjá
marga landsþekkta laxveiðimenn
í hörkuátökum við þann stóra ss.
Þórarin Sigþórsson tannlækni,
Bjarna Kristjánsson rektor
Tækniskóla íslands, Sigurð Gísla
Pálmason í Hagkaup, Jón Ólafs-
Laxveiðiár landsins eru snar þáttur í
náttúrudýrkun margra. Sumir láta sér
nægja að sjá laxinn stökkva en aðrir
vilja komast í návígi við hann með
veiðistöng að vopni. Mynd: E.ÓI.
son í Skífunni, Hannes Pálsson
bankastjóra og fleiri. -grh
ullarþvotti, gólfteppagerð og
prjónaiðnaði. I bókinni er einnig
sögð saga íslensku ullarinnar og
lýst meðferð hennar, vinnu-
brögðum og aðstæðum verka-
fólks. Það er Hið íslenska bók-
menntafélag sem gefur bókina
út.
- Þegar ég hóf að vinna þetta
verk rakst ég fljótt á, að lítið er til
af heimildum á prenti um þennan
iðnað. Ég þurfti að leita víða
fanga og hef rætt við mjög marga
sem tengst hafa þessum iðnaði,
og stend í mikilli þakkarskuld við
allt það fólk, sagði Magnús.
Hann sagði einnig að ekki hefði
mátt dragast öllu lengur að skrá
þessa sögu, því mikið af því fólki
sem kynntist ullinni við vinnu hér
áður fyrir væri komið á háan
aldur.
Þorsteinn Jónsson kvikmynda-
gerðarmaður hefur gert mynd-
band sem tengist bókinni en það
sýnir hvernig vinnubrögð við tó-
vinnu hafa breyst úr handverki í
stórfelldan verksmiðjuiðnað.
-sg
Iðnsaga íslendinga
Ull
verður
gull
Saga íslensks
ullariðnaðar komin á
bók. Hluti aflðnsögu
Islendinga sem verið er
aðskrá. Magnús
Guðmundsson:
Heimildirfyrst og
fremst sóttar tilfólks
sem kynntist ullinni við
Ritgerð um menntamál.
Þorsteinn staðhæfir að íslenska
skólakerfið sé eiginlega rjúkandi
rúst. Stærðfræðingureinn fékk
einn í stærðfræði.
„Ópaltöflur eru oftar en ekki
klesstarsaman í pökkun-
um, og fimmta hver tafla
bráðnar ekki heldur molnar
uppiímanni."