Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 18
Rætt við Einar Má Guðmundsson um bók hans Leitin að dýragarðinum „Og hann náöi sér í hnött, benti út í loftið og gekk meö lukt augu aö kringlóttum hnettinum. Og viti menn; undir þumlinum lá ísland, jafn stórt og farið eftir fingurinn. Hann horfði lengi á þessa eyju; umgyrta svo stóru hafi að furðulegt mátti heita af hverju sjórinn skvettist ekki yfir hana eða gleypti hana í einu ólgandi brimsogi. Svo sló hann upp í landa- bréfabókinni og fann tölur um íbúafjölda. Við það kom gamli mannfræðingurinn upp í hon- um. Hann kallaði til sín hús- vörðinn og sagði við hann: „Eyja þar sem rúmlega 200.000 manns búa hlýtur að vera stærsti dýragarður í heimi.““ Einar Már Guðmundsson hef- ur nýverið sent frá sér bók sem inniheldur 8 smásögur sem tengj- ast þessum dýragarði. í þessari bók yfirgefur Einar Már hverfið í Reykjavík sem hefur verið vett- vangur þeirra þriggja skáldsagna sem hann hefur sent frá sér. Sögusviðið er nú þessi eyja í haf- inu auk þess sem leikurinn berst til Kaupmannahafnar, Frakk- lands, Englands og Færeyja. Dýragaröurinn „Það má segja að fsland sé dýr- agarðurinn en sá sem leitar að þeim dýragarði kemst að vísu aldrei á leiðarenda. í þessari bók langaði mig til þess að gera eitthvað allt annað en í skáld- sögunum. Ég vildi fara út fyrir þá veröld sem ég hafði skapað þar, þetta hverfi, sem vissulega byggir á mínum upplifunum en er einnig sköpunarverk mitt. Sumar sagnanna eru sprottnar beint upp úr íslensku samfélagi en aðrar eiga rætur í ferðalögum erlendis.Aö sumum þeirra Iagði ég drög þegar ég var erlendis og aðrar höfðu brotist um í mér í mörg ár. Kveikjan að sögunni „Leitin að dýragarðinum" er frá því að ég vann í fiski í Færeyjum. Hún byggir á einu litlu atviki sem ég upplifði þar. Þarna var þá stadd- ur fransmaður sem líktist Kristi í útliti. Eitt sinn varð ég vitni að því að afgreiðslustúlka í verslun vildi ekki þiggja greiðslu af hon- um. Þegar aðrir fóru fram á það sama hristi hún bara hausinn og sagði: Jesús þarf ekki að borga í Færeyjum. Þetta atvik hefur svo vaxið og orðið að þessari sögu, sem fjallar um það hvað gerist þegar Jesús kemur inn í lítið trú- að samfélag. Pólitískt tungumál Ég hika ekki við að skálda upp atvik sem gerst hafa í lífi mínu. „Austrið er rautt“ byggir þannig á veru minni á vertíð fyrir austan. Það sem freistaði mín f þeirri sögu var að nota þetta pólitíska tungumál sem ungir vinstri sinnar notuðu snemma á áttunda ára- tugnum. Ég vildi búa til sögu- mann sem tryði því sem hann var að segja, persónu þar sem þessi pólitíska vinstri Veröld væri eðli- Íeg, en ekki setja mig á háan hest og hefja mig upp yfir þessa ver- öld. Ég lít ekki á skoðanir mínar sem einhverjar æskusyndir og er ekki að gera upp við neitt sérs- takt. Þegar ég skrifa sögur þá sest ég ekki niður og segi við sjálfan mig, nú ætla ég að skrifa sögu sem á að fjalla um þetta og þetta. Vissu- lega geng ég út frá ákveðinni grunnhugmynd en á einhverjum tímapunkti segir sagan við mig: Svona vil ég vera og nú skalt þú hlýða mér. Skáldskapurinn lýtur ákveðnu frásagnarlögmáli sem höfundur verður að beygja sig undir. Smásagan er hnitmiðaðra form en form skáldsögunnar. Inn í smásöguna þarf að byggja allar forsendur og hún gerir aðrar kröfur til mannlýsinga. Persónu- lega hef ég aldrei samt fundið grundvallarmun á þessum þrem- ur formum, Ijóði, smásögu og skáldsögu. Þetta eru hliðargötur út frá sömu sköpunaræðinni. Einhverntíman svaraði ég því svo til að stærsti munurinn sé sá að skáldsagan reyni meira á bakið en ljóðið. Hugsuö sem heild Þessi bók er ekki hugsað sem safn ólíkra sagna heldur er hún hugsuð sem eitt verk. Það er á- kveðin heildarbygging yfir bók- inni, ekki ólíkt og þegar höfund- ur setur saman ljóðabók. Það eru ákveðin tengsl á milli „Malbikun- arvélarinnar“ og „Garðyrkju- mannanna". Sömu sögu er að segja um sögurnar „Regnbogar myrkursins" og „Þegar örlaga- vindar blésu“ og sagnanna „Austrið er rautt“ og „Æðahnút- ar og eiturlyf“. Þessar sögur eru svo bundnar saman með löngu sögunum í upphafi og lok bókar- innar „Sending að sunnan“ og „Leitin að dýragarðinum“. Persónur sagnanna eru flestar á ystu nöf. Þær eru flestar utan- garðs og upp á kant við umhverfi sitt, þó ekki einungis í þjóðfélags- legum skilningi, heldur er þetta fólk sem tekur ekki skynsemis- hyggjuna sem gefna. Það er rétt að næstum allar sögurnar enda með ósköpum. í einni drekkir maður sér í brunni, snjóflóð lýkur annarri, einn brennur í lok sinnar sögu og þannig mætti lengi telja. Það sama má segja um skáldsögurnar mínar, þær enda iíka með ósköpum. Ætli þetta sé ekki ein- hver dramatískur hugsunarhátt- ur. Á síðari árum hefur skáldskap- urinn orðið meira meðvitaður um sérstöðu sína. Hann þarf að eiga annað erindi við fólk en aðrir fjölmiðlar. Það erindi er fólgið í því að skáldskapurinn skilur ekki heiminn skilningi skynsemis- hyggjunnar heldur gengur hann út frá því að andinn skapi heim- inn líka. Ég sest ekki niður og segi við sjálfan mig: Ég ætla að skrifa sögu sem endar skelfilega. Það er sagan sem tekur af mér völdin. Blátt áfram sögur í smásögunum vildi ég takast á við alveg nýtt form sem ég kalla blátt áfram frásögn. Þetta eru „actionsögur". Þrátt fyrir það eru þær ekki lausar við ljóðrænu en ljóðrænan er meira falin undir línunum. Þetta er einfalt form en engu að síður er margt falið á bak við þann heim sem þarna birtist. Borges er meistari þessa forms og var lengi dagleg skyldulesning hjá mér. Með einni stuttri setn- ingu tekst honum yfirleitt að segja langa sögu, lesandinn skynjar langa frásögn að baki þessari setningu. Nú vil ég alls ekki bera mig saman við Borges, en það hefur löngum verið talað um Borges sem völundarhúsasmið hér á landi og gefið í skyn að frásagnir hans væru eitthvert torf. Það er langt því frá. Borges er í mínum huga mjög alþýðlegur sagna- smiður og það sama vil ég segja um míg. Hér á landi búum við ekki við menningarlega stéttaskiptingu í sama skilningi og hin gömlu og hefðbundnu menningarsamfé- lög. Bókmenntirnar eru lesnar upp og niður samfélagið og ís- lenskir lesendur eru færir í flestan sjó. Ég spyr mig því aldrei fyrir hvern ég er að skrifa. Ég skrifa bara fyrir þá sem kunna að lesa. Jöröin er hnöttótt Höfundar hvar sem er í heiminum eru allir að fást við það sama; að segja sögu samtímis sem þeir horfast í augu við óreiðuna í veröldinni. Það hefur verið mér mikils virði að fá viðbrögð úr öðru umhverfi en beinlínis því sem bækur mínar eru sprottnar úr. Það hefur verið tilhneiging til þess að hugsa bókmenntir land- fræðilega og stundum er talað um jaðarsvæði einsog Suður- Ameríku og Norðurlöndin. Slíkt lýsir bara hroka stórveldanna. Jörðinn er hnöttótt og miðpuntur heimsins því þar sem þú ert staddur í það og það skiptið. íslendingar eru að skapa al- þjóðlegar bókmenntir og þess- vegna skapast þörf íslenskra höf- unda á því að vera í sambandi við umheiminn. Þegar bókmenntir eru komnar út fyrir landsteinana eru þær bara teknar sem bók- menntir á meðan við hugsum alltaf um það hvort þær fjalli um manninn í næsta húsi. Eitt dæmi um það hvernig bók- menntirnar riðla þessum land- fræðilega hugsanagangi eru bækur William Heinesen. Hann hefur fengist við það sama og suður-amerísku höfundarnir og var byrjaður á því löngu áður en margir þeirra kunnu stafrófið. Sömu sögu er að segja um Hall- dór Laxness. Þessi „magíska“ hefð á sér jafn sterkar rætur á Norðurlöndum og í S-Ameríku - en á sinn sérstaka hátt. -Sáf rifa fyrir kunna Einar Már Guömundsson: Ég sest ekki niður og segi: Ég ætla að skrifa sögu sem endar skelfilega. Pað er sagan sem tekur af mér völdin. Mynd Jim Smart. 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.