Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 9
FOSTUDAGSFRETTIR
Alþingi
Fyrstu sigrar stjómarinnar
Fyrstufjáröflunarfrumvörpin samþykkt í neðri
deild. Verðstöðvun úti ef
breytingartillögur stjórnarandstöðuflokkanna
verða samþykktar. Fulltrúar verkalýðshreyfingar
á fundforsœtisráðherra í dag
j^j eðri deild Alþingis samþykkti
fyrstu fjáröflunarfrumvörp
ríkisstjórnarinnar í gær. Frum-
varp um tvöföldun skatts á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði
var samþykkt með 21 atkvæði
gegn 11 og frumvarp um inn-
heimtugjald á erlend lán var sam-
þykkt með 20 atkvæðum gegn 11.
Bráðabirgðalögin voru afgreidd
frá efri deild á miðvikudag með
hjásetu Sjálfstæðis- og Borgara-
flokks og koma þau fyrir neðri
deild á laugardag. Þar hefur
Sjálfstæðisflokkurinn ákveðið að
styðja breytingartillögur
Kvennalista og Borgaraflokks á
bráðabirgðalögunum, en ef þær
yrðu allar samþykktar yrði
verðstöðvun úti, þar sem búvöru-
verð myndi hækka, sömuleiðis
þjónusta sérfræðinga, og samn-
ingar um fiskverð yrðu lausir.
Ríkisstjórnin virðist ætla að
halda þeirri stefnu að láta reyna á
styrk sinn í neðri deild, og stilla
málum þannig upp að annað-
hvort hleypi stjórnarandstaðan
fjáröflunarfrumvörpunum í
gegn, eða boðað verði til kosn-
inga. Breytingartillögur stjórnar-
andstöðuflokkanna við bráða-
birgðalögin verða sennilega allar
felldar á jöfnum atkvæðum í
neðri deild og þá verða greidd
atkvæði um frumvörpin tvö í
heild, sem bráðabirgðalögin
byggja á. Kvennalistinn mun þá
að öllum líkindum greiða atkvæði
gegn frumvarpinu, aðallega
vegna andstöðu hans við að fjár-
magn skuli tekið frá Atvinnu-
leysistryggingasjóði yfir til At-
vinnutryggingasjóðs. En ef ríkis-
stjórnin ákveður að þetta fé verði
tekið að láni, í stað þess að fram-
lag til Atvinnuleysistrygginga-
sjóðs verði skert, gæti afstaða
Kvennalistans mildast.
Við endanlega afgreiðslu
bráðabirgðalaganna er þó lík-
legast að einhverjir þingmenn
stjórnarandstöðunnar sitji hjá
eða „skreppi til Stykkishólms,"
eins og það er kallað í þinginu
þegar þingmenn „eru fyrir tilvilj-
un“ fjarstaddir atkvæðagreiðslu.
Stjórnarandstöðuflokkarnir eru
varla spenntir fyrir kosningum
nú, vegna þess að það yrði ekki
líklegt til vinsælda ef þeir felldu
stjórnina. Borgaraflokkurinn
myndi að öllum líkindum hverfa í
kosningum og segja má að Sjálf-
stæðisflokkurinn sé eitt logandi
sár eftir síðustu ríkisstjórn.
Kvennalistinn treystir sér varla til
að fella félagshyggjustjórn, til
þess er hún ekki nógu óvinsæl.
Ögmundur Jónasson formaður
BSRB átti fund með Steingrími
Hermannssyni í gær. Hann var já-
kvæður að fundi loknum og sagði
ákvörðun stjórnarinnar um að
fella út úr bráðabirgðalögunum
ákvæði um bann við verkföllum
og verkbönnum sýna að stjórnin
gerði sér grein fyrir að ekki gengi
að hafa verkalýðshreyfinguna í
böndum. Forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar munu eiga
fund með forsætisráðherra fyrir
hádegi í dag, þar sem samskipti
ríkisstjórnar og verkalýðshreyf-
ingar verða rædd.
Allt útlit er fyrir að það takist
að afgreiða öll fjáröflunarfrum-
vörp og fjárlagafrumvarp stjórn-
arinnar fyrir áramót. En þing-
menn munu að öllum líkindum
þurfa að funda á milli jóla og ný-
árs. Fjárlagafrumvarpið kemur
til annarrar umræðu í sameinuðu
þingi í dag, en útgjaldahlið þess
hefur hækkað mjög lítið í með-
förum fjárveitinganefndar, eða
um 550 miljónir, sem er um 0,5%
hækkun. Ekki er óalgengt að út-
gjaldahliðin hækki um 3% í með-
förum þingsins.
Frestun gildistöku virðisauka-
skatts hefur þegar verið afgreidd
sem lög frá Alþingi. Frumvörpin
um skatt á verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði og lántökugjald á
erlend lán eru komin til efri
deildar. Fyrstu umræðu um vöru-
gjald er lokið í neðri deild, sömu-
leiðis fyrstu umræðu um tekju- og
eignaskattsfrumvarpið og frum-
varp um skattskyldu innláns-
stofnana. Fátt virðist því geta
komið í veg fyrir afgreiðslu þess-
ara mála fyrir áramót annað en
málþóf einstakra flokka stjórnar-
andstöðunnar.
-hmp
Kvennalistinn studdi fyrstu tvö tekjuöflunarfrumvörp ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær en Sjálfstæðisflokkur-
inn greiddi atkvæði gegn þeim. Mynd Jim Smart.
Húsnœðismál
Husbréfaviöskipti lögð til
Nefnd semfélagsmálaráðherra skipaði um húsnæðismál klofnaði. Lagt til
að hætt verið að niðurgreiða vexti. Fulltrúi Framsóknarflokksins ogASI á
móti. Ráðherranefnd skipuð ímálið
er ráð fyrir að þegar seljandi hef-
ur fengið skuldabréf hjá
kaupanda geti seljandi skipt á því
skuldabréfi og húsbréfi sem
byggingarsjóður ríkisins og
Húsbréf sem Byggingarsjóður
ríkisins ábyrgist eru veiga-
mesta breytingin sem nefnd er
unnið hcfur að endurskoðun
húsnæðislánakerfisins leggur til
að gerð verði á húsnæðiskerfinu.
Einnig leggur nefndin til að nið-
urgreiðslu vaxta verði hætt.
Hugmyndin með svokölluðum
húsbréfum er að seljendur fast-
eigna láni kaupendum meira og
til lengri tíma en nú tíðkast. Gert
Vörugjald
Atvinnu iðn-
verkafólks ógnað
Fjölmennur baráttufundur iðnverkafólks skorar
á alþingismenn aðfellafrumvarp
fjármálaráðherra um hœkkun vörugjalds á
sælgæti, kex og gosdrykki
Seðlabankinn ábyrgjast.
Meirihluti nefndarinnar leggur
einnig til að niðurgreiðslu á vöxt-
um húsnæðislána verði hætt en
þess í stað verði teknar upp vax-
tabætur sem eiga að koma þeim
fyrst og fremst til góða sem
minnstar hafa tekjurnar.
Minnihluti nefndarinnar, full-
trúar Framsóknarflokksins og
Alþýðusambandsins, skilaði
séráliti. Þeir leggja til að áfcam
verði notast við núverandi kerfi
en það endurbætt að hluta, einnig
krefjast þeir þess að ríkissjóður
auki framlag sitt til kerfisins.
Að sögn Jóhönnu Sigurðar-
dóttur félagsmálaráðherra kynnti
hún álit nefndarinnar á ríkis-
stjórnarfundi í gær, en þar var
ákveðið að skipa nefnd þriggja
ráðherra til að ná samstöðu um
þær breytingar sem gera þarf á
kerfinu. Hún vonaðist til að hægt
yrði að leggja fram fruntvarp um
nýtt húsnæðislánakerfi þegar
þing kemur saman eftir jólaleyfi
þingmanna.
-sg
Afjölmennum fundi iðnrek-
enda í sælgætisiðnaði og iðn-
verkafólks í Bíóborginni í gær var
samþykkt einróma áskorun til al-
þingismanna um að fella frum-
varp fjármálaráðherra um hækk-
un vörugjalds á sælgætis-, kex- og
gosdrykkjaframleiðslu úr 14% í
25%. Að öðrum kosti sé atvinnu-
öryggi 700-800 manns í hættu.
A skömmum tíma hefur mjög
skipt til hins verra í atvinnumál-
um iðnverkafólks frá því sem
áðurvar. Aðsögn GuðmundarÞ.
Jónssonar, formanns Iðju félags
verksmiðjufólks og Landssamb-
ands iðnverkamanna, var
atvinnuleysi meðal iðnverkafólks
fátítt fyrir fáum misserum. í dag
hallar undan fæti og nú eru tugir
manna á atvinnuleysisskrá og út-
litið dökkt. Þá er svipaður fjöldi á
uppsagnarfresti.
I áskorun fundarins er frum-
varpi fjármálaráðherra um 11%
hækkun vörugjalds harðlega
mótmælt og því haldið fram að
það sé sett fram án nokkurs rök-
stuðnings nema ef vera skyldi
vegna hollustu- og manneldis-
sjónarmiða. Fundurinn vísar
þeim sjónarmiðum á bug og lýsir
furðu sinni á slíkri skinhelgi. Of-
angreindar iðngreinar noti að-
eins um 25 - 30% af innfluttum
sykri.
Kristinn Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Nóa-Siríus hf.,
sagði á fundinum að ef vöru-
gjaldshækkunin næði fram að
ganga þýddi það 11 -12% hækk-
un á framleiðsluvörum fyrirtækj-
anna á sama tíma og innflutt sælg-
æti væri mun ódýrara en hið inn-
lenda vegna rangrar gengisskrán-
ingar. Kristinn sagði að vöru-
gjaldshækkunin mundi leiða til
samdráttar og verri markaðs-
stöðu fyrirtækjanna en áður, sem
kæmi niður á starfsemi þeirra og
þá um leið á atvinnuöryggi starfs-
fólksins.
„Það er skrítin hagfræði að
hækka skatta á sama tíma og j afn-
illa árar fyrir innlendum iðnaði
sem nú þegar efnahagsástandið
er ekki upp á marga fiska,“ sagði
Kristinn Björnsson. -grh
Föstudagur 16. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9
Lóðaúthlutun
Til úthlutunar eru 34 lóöir fyrir einbýlishús viö
Austurfold og Vesturfold og 14 lóðir fyrir raöhús
við Fannafold á svæöi, sem nefnt er Fagra-
brekka, noröan Foldahverfis í Grafarvogi. Gert er
ráö fyrir aö lóðirnar veröi byggingarhæfar sumar-
iö 1989.
Nánari upplýsingar verða ýéittar á skrifstofu
borgarverkfræöings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími
18000. Þar fást einnig afhent umsóknareyöublöö
og skipulagsskilmálar.
Tekiö verður viö lóöarumsóknum frá og meö 19.
desember 1988 á skrifstofu borgarverkfræöings.
Athygli er vakin á því, að endurnýja þarf eldri
lóöarumsóknar.
Borgarstjórinn í Reykjavík