Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 6
Hverjir __ eiga ísland? Hvaða lög og reglurgilda um eignarrétt á náttúruauðlindum hér á landi? Hvaða reglur höfum við íslendingar sett okkur um skiptingu eignarréttar á náttúruauðlindum landsins? Þetta var spurning sem okkur á ritstjórn blaðsins datt í hug að leita svara við með skjótum og einföldum hætti. Spurningin vaknaði vegna nýrra vísbendinga um hugs- anlegar olíulindir í Axarfirði. En hún snertir líka ótal önnur mál er varða nýtingu fastra og fljótandi jarðefna, jarðvarma, fallorku vatns o.s.frv. Hún snertir líka þá auðlind sem gróðurinn er á hálendinu og hugsanlegan rétt manna til þess að spilla honum eða eyða, t.d. með ofbeit. Og hún snertir líka rétt manna til fiskj- ar í hafinu og nýbyrjaða versl- un manna með fiskkvóta á milli landshluta. Frumskógur laga og reglugerða Þegar leitað er svara við ofan- greindri spurningu þá rekast menn fyrst á heilan frumskóg lagagreina, reglugerða og dóms- úrskurða sem taka til þessarar spurningar, og þegar upp er stað- ið verður okkur fyrst og fremst ijóst að vafaatriðin eru fleiri en hin, þegar skilgreina á hvar eignarréttur einstaklingsins er takmarkaður og hvar eignarrétt- ur samfélagsins eða ríkisins tekur við. Eitt verður þó fljótlega ljóst: stór hluti af íslensku landssvæði lýtur engri lögeign, hvorki ríkis- ins né einstaklinga, svo undarlegt sem það kann að virðast. Eignarrétturog almannaheill Flestar ríkisstjórnir sem setið hafa undanfarin 20 ára.m.k. hafa látið semja lagafrumvörp er taka til eignarréttar ríkisins á náttúru- auðlindum á landssvæðum sem ekki lúta einkaeign. Jafnfram hafa verið samin frumvörp um takmörkun á eignarrétti einstak- linga til náttúruauðlinda eins og jarðvarma eða fallorku vatns miðað við eðlileg einkanot og hagsmuni heildarinnar. Þessi frumvörp hafa öll strandað í með- förum þingsins þar sem andstæð- ingar slíkrar lagasetningar hafa borið fyrir sig mjög stranga túlk- un á þeirri grein stjórnarskrár- innar er varðar friðhelgi eignar- réttarins. Dómur um Land- mannaafrétt í allmörgum tilfellum hefur af þessum sökum komið í hlut dóm- stóla að greina úr ágreiningi um eignarrétt á landi og landsgæð- um. Einn frægasti dómurinn sem kveðinn hefur verið upp í slíku máli var dómur Hæstaréttar frá 28. desember 1981 um eignarrétt á Landmannaafrétti, þar sem fjármálaráðherra f.h. ríkisins hafði farið fram á viðurkenningu réttarins á beinum eignarrétti ríkisins á Landmannaafrétti. Þrír af fimm dómurum Hæstaréttar höfnuðu kröfu ríkisins á þeim forsendum að ekki væru til laga- legar forsendur er réttlættu hana. Hins vegar segir í úrskurði að „handhafar ríkisvaldsins...geti í skjóli valdheimilda sinna sett reglur um meðferð og nýtingu landssvæðís þess, sem hér er um að ræða, en líta ber til þess að fyrirsvarsmenn ríkisins hafa við- urkennt rétt byggðamanna til uppreksturs og annarra afréttar- nota, sem lög og venjur eru fyrir.“ Einskis manns land Dómur þessi þykir setja þá reglu að þau afréttarlönd sem einkaeignarréttur nær ekki til séu ekki þar með sjálfkrafa eign ríkis- ins, heldur sé um að ræða e.k. almenning eða einskis manns land þar sem réttur til nýtingar er annars vegar háður hefð og hins vegar reglum sem ríkið kann að setja. Mörkin þar á milli eru ekki ljós. Þá hefur ekki verið kveðið upp úr með það hvort fyrrgreind heimild ríkisins til þess að setja reglur um landnýtingu nái til allra afréttarlanda eða einungis þeirra sem ekki teljast eignarlönd. Hitt er þó enn óljósara, hvaða réttarreglur gilda um einstök af- réttarlönd, hvort þau teljast eignarlönd ákveðinna aðila eða hvort þau lúta ofangreindum reglum um ráðstöfunarrétt ríkis- ins annars vegar og byggða- manna hins vegar. Um þessi vaf- amál þyrfti að fella dóm í hverju tilviki á meðan ekki hafa verið sett almennari reglur eða lög um eignarrétt á afréttarlöndum. Nefnd um afrétti Fyrir um það bil fjórum árum skipaði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra nefnd sem gera átti tillögur um löggjöf um afrétti. Allan Magnússon borgar- dómari er formaður nefndarinn- ar, og sagði hann í samtali við Þjóðviljann að verkefni nefndar- innar krefðist gífurlegrar gagna- söfnunar um einstök afréttar- svæði og mætti ætla að því starfi lyki ekki fyrr en seinnipart næsta árs. Nefndinni bæri síðan að gera tillögur að lögum um afrétti, en endanlega yrði málið afgreitt á Alþingi. Auk Allans eru í nefnd- inni þeir Gunnlaugur Claessen ríkislögmaður og Magnús Sig- urðsson bóndi á Gilsbakka. Mývatnsmálið Annar sögulegur dómur um eignarrétt á landi var dómur Hæstaréttar í Mývatnsmálinu frá 19. febr. 1981, þar sem rétturinn komst að þeirri niðurstöðu að þótt eignarréttur landeigenda að botni Mývatns næði ekki nema 115 m. út í vatn, þá væri ekki lagaleg stoð fyrir því að ríkið teld- ist eigandi botnsins þar fyrir utan. Botnsvæði Mývatns utan 115 m. markanna telst almenningur sem ríkisvaldið samkvæmt úrskurði réttarins getur nýtt „í skjóli vald- heimilda". Ólafur Jóhannesson túlkaði þetta mál í álitsgerð frá 1961 á þann hátt að sá hluti af botni Mý- vatns sem væri utan 115 m. mark- anna væri almenningur og þar með ríkiseign. Niðurstaða Hæst- aréttar var semsagt önnur. Hver á sjávarbotninn? Þennan dómsúrskurð hafa menn túlkað sem almenna reglu um vötn, en hvaða reglur gilda þá um sjávarbotninn? í tilskipun frá 1849 og lögum nr. 39 frá 1914 eru veiðiréttur og beitutekja eignarlanda að sjó takmörkuð við 60 faðma (100,2 m) frá stórstraumsfjörumáli og er eignarréttur á sjávarbotni talinn af flestum falla undir þann rétt. Nýting auðlinda af botni sjávar utan 100 m. markanna lýtur þá lögum um efnahagslögsögu, landhelgi og landgrunn annars vegar og Alþjóða hafréttarsátt- málanum hins vegar. Eignarréttur á jaröhita Eitt vafamálið þegar litið er á eignarrétt til náttúruauðlinda varðar túlkun á eignarréttinum og hvaða takmörkunum hann er háður. Um þetta gilda ekki held- ur skýrar reglur. Almenna reglan virðist þó vera sú að með eign á landi sé einnig átt við það sem neðan jarðar er, þar á meðal jarðhitann. Fleiri atlögur hafa verið gerðar til þess að takmarka eignarrétt á jarðhita og hefur þar ýmist verið talað um að miða við 100 m. dýpi eða lághitasvæði annars vegar og háhitasvæði hins vegar. Þessar at- lögur hafa allar strandað í þing- inu á þeim öflum sem túlka vilja vernd stjórnarskrárinnar á eignarréttinum það strangt að slík takmörkun jafngilti bóta- skyldu eignarnámi. Lagadeild Háskólans gaf umsögn um þetta mál í janúar 1974, þar sem hún taldi að slík takmörkun eignar- réttar á jarðhita stangaðist ekki á við stjórnarskrána, en hins vegar myndi ríkið væntanlega verða bótaskylt gagnvart þeim aðilum sem þannig yrðu sviptir rétti til þess að hagnýta jarðvarma með borunum. I grein um málið sem Ólafur Jóhannesson ritaði í Tímarit lögfræðinga taldi hann að ekki væri um bótaskyldu ríkisins að ræða og að setja ætti lög er takmörkuðu nýtingu jarðvarma við 100 m. dýpi. Hver á orku fallvatnanna? Samskonar vafi þykir leika á um eignarrétt á orku íslenskra fallvatna. Um þau efni hafa lag- afrumvörp ekki náð fram að ganga. Itarlegasta frumvarpið um þau efni var samið að frum- kvæði Hjörleifs Guttormssonar 1981, á þeim tíma er hann var iðnaðarráðherra. í frumvarpinu er kveðið á um að orka fallvatna landsins sé eign ríkisins, sem eitt hafi heimild til nýtingar hennar. Undantekningar eru virkjanir til einkanota allt að 200 kw, heimild aðila sem þegar hafa hafið virkj- anaframkvæmdir og þeirra er vir- kjað hafa fallvötn innan 10ára frá gildistöku laganna. Frumvarp þetta átti þar með að afnema Vatnalögin frá 1923, þar sem virkjunarréttur var bundinn við landareign. í athugasemdum sem fylgja frumvarpinu er fjallað um hvort það stangist hugsanlega á við eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar eða varði hugsanlega bótaskyldu. í því sambandi vitna nefndarmenn til Ólafs Lárus- sonar prófessors, sem kemst að þeirri niðurstöðu að „löggjafar- valdið hafi rétt til að setja al- mennar reglur um eignarréttindi 6 SÍÐA - NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 16. desember 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.