Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 27
t* I KYNLIF M. Í jJé \ JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓHIR Kynreynsla karla og goðsagnimar tíu Ég hef áður minnst á bók Bern- ie Zilbergeld um kynreynslu karla; „Male Sexuality" og m.a. fengið að láni þar hugmyndina um fantasíumódel karla til kyn- lífs. Margt fleira áhugavert er í þessari bók og reyndar finnst mér að íslenskir karlmenn ættu að gera kröfu um að fá þýddar bækur eins og þessa sem fjalla um kynreynslu karlkynsins. Þekk- ingargrunnur íslenskra karl- manna á sér sem kynverum er frekar bágborinn og endurspeg- last í trúnni á vissar bábiljur sem enn grassera meðal þeirra. Zil- bergeld gerir í bók sinni grein fyrir nokkrum þessara goðsagna og langar mig að kynna þær fyrir lesendum Nýja helgarblaðsins. Goðsögn er einfaldlega eitthvað sem á sér ekki stoð í raunveru- leikanum. Að standa sig... Fyrsta goðsögn: „Karlmenn ættu ekki að hafa eða að minnsta kosti ekki að tjá vissar tilfinning- ar.“ Sumar tilfinningar eins og reiði og gleði eru viðurkenndar en viðkvæmni og blíða eða sorg eru á einskonar bannlista. Þes- svegna læra ungir menn að sitja frekar á þeim tilfinningum sem eru „óæskilegar"' vegna hræðslu við að vera álitnir minni karl- menn. Þessi félagsmótun styrkir ekki þessa tilfinningaþætti sem eru afar mikilvægir í þróun ná- inna sambanda. Kærustur og kærastar slíkra karla kvarta undan „frosnum tilfinningum" og halda oft ranglega að þeir séu bara svona þrjóskir. Einnig er viss hætta á því ef karlmenn trúa mikið á þessa goðsögn, að þeir læri að túlka margar jákvæðar til- finningar sem kynferðislegar þótt þær séu það ekki. Ástúðleg snert- ing, hlýja og faðmlag þarf ekki alltaf að vera merki um að mak- inn vilji stökkva uppí rúm. Önnur goðsögn: „í kyn- mökum, líkt og á öðrum sviðum, er það frammistaða mín sem skiptir mestu máli.“ Lífið snýst um vinnu og aftur vinnu og lík'a í samlífinu. Þetta gerir það að verkum að margir karlmenn eiga afar erfitt með að slappa af og bara láta hlutina gerast af sjálfu sér, samlífið verður fljótt rútíner- að og eitthvað sem á bara að „hespa af.“ Berrassaður maki Þriðja goðsögn: „Karlmaður- inn verður að taka fruntkvæðið og stýra kynmökunum. “ Að sam- lífið heppnist vel er á ábyrgð karl- mannsins og ef makinn tekur frumkvæðið er hætta á að það særi hans karlmannlega stolt. Af- leiðing þessarar goðsagnar er einnig sú að karlmaðurinn er oft svo upptekinn við að örva maka sinn að hann fær ekki nægilega örvun sjálfur. Því að sjálfsögðu þarf karlinn ekkert sérstakt til að örvast; berrassaður makinn á að nægja. Margir karlmenn halda líka að þeir viti (eða eigi að vita) allt sem hægt er að vita um samlíf, og þá sérstaklega hvernig eigi að fullnægj a konu. Þeir ráðast á mis- munandi góðar bækur, spyrja vini og kunningja á fylliríum en forðast eins og heitan eldinn að spyrja konuna sjálfa - hvernig færðu fullnægingu? Fjórða goðsögn: „Karlmann á alltaf að langa í kynmök og vera til í tuskið.“ Það er ótrúlega erfitt fyrir suma karla að segja þetta einfalda orð „Nei“ ef þá langar ekki í kynmök, því líkt og vél þar sem ýtt er á takka eru þeir alltaf reiðu búnir. í fantasíumódelinu er hann nefnilega alltaf í stuði til að gera það hvenær sem er, hvar sem er og með hverjum sem er. Spurningin er ekki hvort hann langi heldur hvort hann sé sannur karlmaður. Ef hugtakið „sjálfs- nauðgun“ er til á það hvergi betur við en hér. Plássins vegna læt ég nægja að kynna núna fyrstu fjórar goð- sagnirnar og lýk umfjöllun þeirra í næstu viku. Um algerlega óp- lægðan akur er að ræða þegar kynreynsla karla er annars vegar og væri fróðlegt að sjá viðbrögð lesenda við þessum goðsögnum. Hafa íslenskir karlmenn alist upp við þessar kynferðislegu upps- kriftir eða er til einhver séríslensk kynreynsla karla? Óheppni Margeirs í Belgrad Það munaði ótrúlega litlu að Margeiri Péturssyni tækist að komast áfram á úrtökumót fyrir næsta hring heimsbikarmótanna í skák. Hannvarð aðlátasérnægja níunda sætið en átta efstu menn komust áfram. Það sem gerir dæmið enn sorglegra er að tveir þessara manna hlutu jafnmarga vinninga og Margeir eða 6V2 og hlaut Helgi Ólafsson reyndar sömu vinningstölu en lenti í 15. sæti. Jón L. Árnason var einnig meðal keppenda en náði sér ekki á strik og fékk AV2 vinning eða 50%. Efstu átta urðu þessir: Gúre- vitsj, Psahkis, Pigusov, Poluga- jevskij, Naumkin og Hulak 7 vinninga hver, Timosjenko og Barejev 6V2 vinning hvor. At- hygli vekur að í hópi þessara manna er aðeins einn sem ekki er Sovétmaður þ.e. Hulak sem er Júgóslavi. Eins og áður sagði var móti lið- ur í heimsbikarkeppni stór- meistarasambandsins og reyndist vera sterkasta opna mót sögunn- ar. AIls voru þátttakendur 258 þar af 100 stórmeistarar, 72 al- þjóðlegir meistarar og 33 Fide meistarar en þátttökurétt höfðu skákmenn með 2.350 elo stig eða meira. Verðlaun á mótinu voru heldur ekki skorin við nögl, heildarverðlaun 100 þúsund bandaríkjadalir og fékk sigurveg- arinn 20 þúsund dali í sínar hend- ur. Til þess að skýra betur hvernig val í næsta hring stórmeistara- sambandsins fer fram þá var þetta mót það fyrsta af þremur opnum mótum. Hin tvö síðari fara fram í mars á næsta ári, það fyrra í Lúgano og það síðara í New York. Úr hvoru þessara móta koma átta menn eins og í Belgrad, síðan bætast við þeir 19 sem ekki komust beint áfram úr hringnum 88/89. Loks eru 10 skákmenn fundnir til viðbótar og fer val þeirra eftir stigafjölda. Allur þessi hópur teflir síðan í svokölluðu „World Cuþ Open“ um þau sæti sem laus verða í næsta hring heimsbikarkeppni stórmeistarasambandsins. Við skulum skoða lauslega skák með einum af sigurvegurum mótsins, Psahkis, en hann hefur verið einn af fremstu skák- mönnum Sovétríkjanna um ára- bil. Hvítt: Psahkis Svart: Skembris Frönsk vörn. 1. e4-e6 2. d4-d5 3. Rd2 Psahkis er mikill fræðimaður, eins og margir landar hans, og leikur þessurn leik til jafns við 3. Rc3 en eins og skákin þróast skiptir það engu máli. Næsti leikur svarts hefur það sér nefni- lega til ágætis að honum má beita gegn hvorum riddaraleiknum sem er. 3. -dxe4 6. Bd3-Rd7 4. Rxe4-Bd7 7. c4-Bxe4 5. Rf3-Bc6 8. Bxe4-c6 Afbrigðið sem Grikkinn Skembris valdi í þriðja leik er nefnt í höfuðið á Rubinstein en fáir meistarar hafa viljað leggja því lið hin síðari ár. Þó eru þekkt- ar nokkrar skákir með Botvinnik og Petrosjan en það er í sjálfu sér enginn mælikvarði á gæði þessa afbrigðis. Varðandi biskupstil- færsluna er það að segja að allir þekkja ævintýrið um vonda bi- skupinn í franskri vörn og oft er það svo að stýrendur svarta liðs- ins vilja ólmir losa sig við hann. En vandinn er ekki búinn í stöðu- nni því eins og sjá má hefur hvítur fengið góðan tíma til að skipa sínu liði. 9. 0-0-Rf6 10. Bc2!-Bd6 Ein skrýtin hugmynd er að leika 10. -g6 og Bg7. 11. Hel-0-0 12. Dd3-Dc7 Staðan minnir óneitalega á Caro-Kann. í næsta leik kom til LÁRUS ÓHANNESSON greina að leika 13.b3 og Bb2 þó leikur Psahkis sé eðlilegri og lúti hinu sígilda lögmáli. 13. Bg5-Bf4?! Það kemur í ljós á eftir að þessi leikur er nokkuð vanhugsaður og svarti biskupinn á eftir að lenda í þrengingum. 14. Bh4-Hfe8 15. Hadl-Hac8 16. Dc3!-a6?! Hægfara leikur sem gerir ekk- ert við stöðulegu hótun hvíts. Skárra var 16. -b5 og t.d. 17. b3- bxc4 18. bxc4-c5 19. d5-exd5 20. Hxe8-Hxe8 21. cxd5-Re4 og svartur er á lífi. 17. Re5!-Rxe5 17. -Bxe5 tapar strax. 18. dxe5-Rd7 19. Dd4!-g5 Þvingaður leikur. Biskupinn er ekki laus við vandræði, næstu leikir eru þving- aðir. 21. -Bg5 24. exf6-Dxf4 22. Dg4-h6 25. Dxf4-Bxf4 23. f4-f5 26. Hd7! Hvíta staðan er nú léttunnin. 26. -Hf8 27. Hg7+-Kh8 28. Hxe6-Hc7 29. Hge7-Kg8 30. c5-Hfc8 31. Bh7+-Kh8 32. Bg6-Hf8 33. He8-Hcc8 34. Hxc8 Síðari skákin sem ég sýni í dag er tefld í Ungverjalandi árið 1987 milli Perenyi og Portisch. Ástæð- an er sú að Perenyi þessi hlaut nú fyrir nokkru sviplegan dauðdaga á leið sinni til Saloniki þar sem hann ætlaði að tefla í opna mót- inu sem fram fór samfara ólympí- umótinu. Bela, eins og hann hét að fornafni, kom hingað til lands einu sinni og tók þátt í opna Austfjarðamótinu þar sem leiðir okkar mættust fyrst. Það var ein- mitt þar sem íiann sýndi mér þessa skák sem hann hafði nýver- ið teflt í ungversku deildarkeppn- inni. Þó að Bela hafi ekki talist í hópi allra fremstu skákmanna heims var hann þó alþjóðlegur meistari og hafði 2.455 stig. Hann var kannski fyrst og fremst þekktur fyrir mikla kunnáttu í byrjunum og margar af hugmyndúm hans þykja góðar t.d. í Najdorf og drekaafbrigðum Sikileyjarvarn- ar. Margir íslenskir skákmenn þekktu til Bela og hvað sem sagt verður er eitt víst að skákin var hans líf og yndi. Stuðst verður við skýringar hans. Hvítt:Perenyi Svart: Portisch Frönsk vörn. 1. e4-e6 4. e5-b6 2. d4-d5 5. Dg4-Bf8 3. Rc3-Bb4 6. Rh3 Afbrigði það sem Portisch hef- ir valið kann að koma sumum einkennilega fyrir sjónir en þá get ég fullvissað um að það er byggt á góðurn stöðulegum grunni. Síðari leikur hvíts er orðinn „standard“ í frönsku vörninni og er riddarinn á leið til f4 og h5 eftir atvikum. Engu að síður koma aðrir leikir til greina og er 6. Bg5 algengastur af þeim. 6. -Re7 11. Be2-Dc8 7. Bg5-Rbc6 12. Rf4-Db7 8. Bb5-Bd7 13. DO-O-O-O 9. 0-0-0 14. Rh5-Be8 9- -h6 15. g4-Kb8 10. Be3-a6 16. Dg2-Hc8 Báðir hafa skipað liði sínu á þann veg sem ætlað var og ljóst er að hvítur mun reyna fyrir sér með framrás f-peðsins en svartur með því að brjóta upp miðborðið með c5. 17. Dfl Athyglisvert var að leika 17. f4 strax, t.d. 17. -Ra5 18. Hhfl og hvítur hefur þægilegri stöðu. 17. -Ka7 19. Hgl-Ra5 18. f4-Bd7 20. Hg3 Á þriðju línunni er hrókurinn mjög virkur og getur hæglega sveiflað sér í allar áttir. Karpov á slíkar uppfærslur til auk þess sem hugmyndin á fylgi að fagna í ýms- um afbrigðum Sikileyjarvarnar. 20. -c5! 21. dxc5-bxc5 22. Bgl-Rg6 1 afbrigðinu 22. -Rec623. Ra4- d4 24. Ha3! sést hvað átt var við með síðustu athugasemd. 23. Re4!-Hb8! En ekki 23. -dxe4 24. Ha3-Dc7 25. Hxd7!-Dxd7 26. Hxa5 og hvítur næði mikilli sókn. 24. Rxc5!-Dxb2 25. Kd2-d4! ± 1 é’ ± kk k A % ^ A ^ k AA 2 A 26. Ilbl! 26. Rxd7-Bd4+ 27. Kd3-Bc3!! 28. Hbl!-Dxa2! 29. Bxd4-Bxd4 30. Hxb8-Hxb8 31. Rxb8-Dc4+ 32. Kd2-Db4+ 33. c3-Db2+ 34. Kd3-Bxc3 35. Df2-Kxb8 dugar aðeins til jafnteflis! 26. -Bxc5?! Hér var nauðsynlegt að leika 26. -Dxbl 27. Dxbl-Hxbl 28. Rxd7-Bd4+ 29. Kd3-Hxgl! 30. Hxgl-Hd8 31. f5!-Rh4 32. fxe6- fxe6 33. Rb6!!-Kxb6 34. Hbl- Rc6 35. a3-a5 36. Rxg7!-Hd5 37. axb4 og hvítur stendur aðeins betur. 27. Hxb2-Hxb2 29. Kcl-H2b4 28. Dal!-Hhb8 30. Hc3!-Bb6 Ef 30. -Hbl+ 31. Dxbl- Hxbl+ 32. Kxb2-dxc3 33. Bxc5+-Kb7 34. Be3! óg hótar Rxg7 31. Hb3!-Rxb3+ 32. axb3-a5 34. Bxd4-Rc6 33. Bc4-Re7 35. Bxb6+-H8xb6? Nauðsynlegt var að taka með hinum hróknum. 36. c3-Hxb3 38. Kc2 37. Bxb3-Hxb3 og Portisch gafst upp. Föstudagur 16. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 27

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.