Þjóðviljinn - 16.12.1988, Blaðsíða 23
SJÓN
„Tæknilega söng kórinn með miklum ágætum. Hann hefur það þrek og þol sem til þarf. Líka hreinan og
öruggan tón. En mér fannst hann skorta herslumun að ná þessum sérkennilega „karakter" sem er í
mússíkinni hans Bruckners, ná „innihaldi" þessarar tónlistar hundraðprósent."
tyggilegra en notfæra sér neyð og
kvöl náungans sjálfum sér til
framdráttar og upphefðar. Hvort
sem það eru nú peningar, frami
og álit, eða það að verða hvorki
meira né minna en „kraftaverka-
maður“ íaugum trúgjarnra sálna.
Og enn er víst Einar að lækna í
eilífðinni eftir því sem umboðs-
maðurinn Sigurður Haukur segir
í bókinni. Það eru engin takmörk
fyrir þeirri lygi sem hægt er að
bera á borð fyrir almenning. En
það er við ramman reip að draga.
Pessir lygarar hafa nefnilega
logið svo miklu og lengi að þeir
eru farnir að trúa sinni eigin lygi.
Sigurður Þór Guðjónsson
Jón Múli Árnason
Deleríum
Jónas Árnason
Ríkisútvarpið - Hljóðvarp
DELERÍUM BÚBONIS eftir Jónas og
Jón Jón Múla Árnasyni.
Leikstjóri: Einar Pálsson.
Leikendur: Haraldur Björnsson, Þor-
steinn Ö. Stephensen, Emelía Jónas-
dóttir, Lárus Pálsson, Nína
Sveinsdóttir, Kristín Anna Þórarins-
dottir.
Áður flutt 1954, 1974.
Formálsorð: Þorsteinn Ö. Stephens-
en.
Á þriðjudagskvöld áttu menn
þess kost að heyra í þriðja sinn
hina sögufrægu frumgerð gam-
anleiksins Deleríum Búbónis
eftir Jónas og Jón Múla. Þetta var
hátíðleg stund. Ég hafði ekki
heyrt frumgerðina fyrr, en Deler-
íum er eins og mörg sígild verk til
í nokkrum gerðum og vissulega
bíður það ungra fræðimanna að
gera hinum ólíku útgáfum verks-
ins viðhlítandi skil.
Deleríum er tímamótaverk í ís-
lenskri leikritagerð. Þeir bræður
voru á þessum árum virkir í sam-
stafi við að koma söngleikjum á
svið þótt það væri undir dulnefn-
um. Allra meina bót og Rjúkandi
ráð sömdu þeir í félagi við Stefán
Jónsson og voru báðir leikirnir
sama markinu brenndir,
meinfyndnir og með þessari líka
yndislegu tónlist. Deleríum ruddi
hinsvegar brautina 1954 og átti
síðar afturkvæmt á sviðið 1958 og
hefur í sviðsgerðinni lifað fjöl-
breytilegu lífi á nær öllum
leiksviðum landsins.
í fyrstu sviðsetningunni 1958
varð það fyrsta nútímaleikrit
eftirstríðsáránna sem sló í gegn
PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
og færði mönnum heim sanninn
að íslensk verk gætu átt hljóm-
grunn með þjóðinni. Auðvitað
hlaut Deleríum þau eftirmæli að
það væri ómerkilegt og farsi, en
staðreyndin er sú að fá verk
seinni tíma eru eins hugvitsam-
lega samsett og það, ekkert eins
fyndið og enn býr það yfir góð-
legri gagnrýni á ýmsa þá bresti
sem við erum sífellt að berja í.
Þegar litið er til baka ntá glögg-
lega sjá svipmót Deleríium á
Pókók Jökuls og Einkennilegum
manni Odds.
Margir kostir sviðsútgáfunnar
eru Ijósir og áberandi í frumgerð
verksins; þar mátti heyra magn-
aða útgáfu Lárusar Pálssonar á
„Áin er alltaf að vaxa“ í djassaðri
útsetningu Carls Billich og Jóns
Múla; ríkulegan og fyndinn texta
sem á köflum var fullmikill, svo
að margt gullkornið datt uppfyr-
ir. Leikurinn var skemmtilega
hrár og hraður, Haraldur á fullri
ferð og Þorsteinn með nettan
undirleik. Áberandi var hvað tök
leikaranna voru áköf og áleitin en
slíkt heyrist vart nú til dags.
Deleríum var í upphafi unnið
fyrir útvarp eða hljóðvarp eins og
það nefnist í seinni tíð. Það leiðir
hugann að því hvað Leiklistar-
deildin hefur miklu hlutverki að
gegna sem ljósmóðir nýrra verka,
ekki aðeins þeirra sem búa yfir
eiginleikum hljóðvarpsleikja,
heldur líka hinna sem þurfa eld-
raun flutningsins áður en þau
komast á svið.
Þannig var flutningur leiksins á
þriðjudag ekki aðeins áminning
urn sögulegan áfanga í leiklistar-
sögunni, heldur líka vitnisburður
um hvernig standa má að nýbygg-
ingum í leikritasmíði í framtíð-
inni.
Föstudagur 16. desember 1988 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23
Piparköku-
söngurinn!
Það fyrsta sem þú gerir er að
leggja blaðið frá þér og hlaupa
fram í eldhús; eða inn í svefnher-
bergi; eða niður í kjallara; eða
upp á loft; eða í næsta hús; eða út
á gang; eða inn á tojlett; eða inn í
barnaherbergið; eða ofan í kom-
móðuskúffu; eða upp í efstu
hillu; eða innst í miðhilluna á
kústaskápnum; eða inn í hanska-
hólfið á Toyotunni (ef þú ert í
hópi þeirra sem líta nýjan dag);
eða í vasa eldhússvuntunnar; eða
í verkfærakassann; eða veiðafær-
akassann; eða undir elhúsvask-
inn; eða út í bílskúr; eða í símann
til að hringja í borgarfógeta eða
trésmið eða vinnumálastjóra
Reykjavíkurborgar eða pípu-
lagningarmann eða Rannveigu
og Krumma eða Búrfellsvirkjun
eða Kolaportið eða núllþrjá eða
núlltvo eða núllnúll og nú er held-
ur betur að færast fjör í leikinn og
þú hringir í Zimsen eða Brynju
eða Héðin eða Landmælingar
ríkisins eða niður í kjallara þar
sem er á tali því einhver er að
reyna að ná sambandi við ríkis-
sjónvarpið eða næsta hús eða
uppí stofu en þú sérð það ekki því
snúran á símanum hérna í hund-
akofanum er svo stutt og þú
hringir þá bara í fólkið á móti sem
getur með kíki kíkt og séð hvort
elsta dóttirin er með í þessu sam-
eiginlega átaki fjölskyldunnar að
halda jólin hátíðleg en það er
aldrei að vita með þessa unglinga
sem eru að verða svo villtir að
jafnvel lögreglan örvæntir og lög-
reglustjóri örvæntir um lögregl-
una sem er örugglega með elstu
dótturina á skrá eins og hún
hangir úti á kvöldin eða í síman-
um eða inni á baði eða á skóla-
planinu eða í barnapíustandi hjá
einhverri vinkonu sinni eða vini
maður veit varla hvað eða hvar
maður á að halda með hverjum
og hvernig eða í söluturninum
eða hjá söluturninum eða við
söluturninn eða fyrir aftan sölu-
turninn eða fyrir framan sölu-
turninn eða á söluturninum eða
undir söluturninum eða hinum
megin við söluturninn eða hand-
an við söluturninn eða inni á
lager í söluturninum og ekki á
launum mér er spurn? Hvar er
lögreglan þá og þegar hún (elsta
dóttirin) sér sóma sinn í að taka
þátt í jólahaldinu eða jólastúss-
inu eða jólastandinu eða jólaves-
eninu eða jólaatinu eða jól-
aundirbúningnum eða jólahátíð-
inni eða jólainnkaupunum eða
jólaskreytingunni eða jóla-
hreingerningunni eða jólabakk-
elsinu eða jólagjafavalinu þá er
um að gera að virkja unglinginn
og láta honum í té eitthvert það
starf sem eflir huga hans/hennar
og hönd eins og til dæmis til að
byrja með að láta hann hringja í
föður sinn sem er á rauðu ljósi
ófullur og hefur ekki heyrt svo
sem eitt píp-píp-píp í bílasíman-
um sem hann fékk með afslætti
því hann er á Toyotu (og þar af
leiðandi í hópi þeirra sem munu
líta nýjan dag) og hún elsta dótt-
irin hringir í hann pabba sinn og
heyrir tikkadatikkadatikktikk-
tikkadatakktakkadatikk-tikk og
heyrir svo talsóninn bíbph-bíbph-
bíbph-bíbph-bíbph og reynir aft-
ur því oft eru margir að hringja á
þessum sama tíma tikkada-
tikkadatikktikktikkadatakk-
takkadatikk-tikk og bíður spennt
þú heyrir það því hún segir suss-
suuuusss suuuusss-suss konan á
móti þegar þú spyrð hana hvort
unglingurinn á heimili þínu sem
þú sérð ekki héðan úr kofanum út
af snúrunni hefur náð sambandi
við hann pabba sinn sem situr
ófullur og bíður eftir símtalinu frá
þér á ljósunum og umferðin
hreyfist bara ekki neitt bara alls
ekki neitt á þessum tíma dags og
þá heyrir hún hið langþráða
bíiiiiip-bíiiiiip og hann heyrir hið
langþráða trírrrrpf-trírrrrpf sín
megin og tekur upp tólið konan á
móti segir þér í símanum að hún
hafi náð sambandi við hann
pabba sinn svona ótrúlega ófull-
ann á þessu ógurlega rauða ljósi
sem stækkar og stækkar (hann
segir henni það í símann) þá legg-
urðu á í kofanum eftir að hafa
þakkað henni fyrir þolinmæðina
og hjálpina við að halda fjöl-
skyldunni saman á jólunum og
hleypur yfir í húsið gegnum eld-
húsið frant hjá svefnherberginu
ofan í kjallara inn í herbergi ung-
lingsins (elstu dótturinnar) og
heyrir hana segja áður en hún
leggur tólið á tæícið (á sama tíma
annars staðar í bænum leggur
hann pabbi hennar svo tólið á far-
símann sinn eftir að hafa hrópað:
Veghefillinn nálgast! Veghefill-
inn kemur nær! Veghefillinn
kemur! Veghefillinn!) mundu að
koma við í næsta söluturni og
kaupa hið nýja helgarblað Þjóð-
viljans hann Sjón er með jólahug-
vekju í því og mamnta ætlar að
lesa hana upp á aðfangadags-
kvöld eftir matinn áður en við
opnum pakkana og þú ferð að
fussa og púa yfir því að fá alltaf...
Kæru lesendur rnínir hér læt ég
staðar numið við þessa hörmu-
legu lýsingu á því sem getur átt
sér stað ef þið hafið ekki hraðar
hendur og klippið út þessa jóla-
hugvekju mína. Ég óska ykkur
öllum gleðilcgra jóla og farsæls
komandi árs! Það er mér vissu-
lega sárt að hætta þessum pistla-
skrifum fyrir hið nýja helgarblað
Þjóðviljans sem ég *5k að mér í
fyrstu íyrir þrábeiðni umsjónar-
manns þess en hafa svo orðið mér
sú ástríða sem raun ber vitni. Já,
ég á erfitt með að trúa að það séu
aðeins fjórar vikur frá því að ég
skrifaði fyrsta pistilinn svo
breyttur sem ég er. Eða að ég hafi
látið í ljós þær barnalegu skoðan-
ir á kvikmyndinni „The Last
Temptation of Christ“ sem annar
pistillinn ber vitni um. Að ég tali
ekki um hinar undarlegu dylgjur
um ónefndan ritstjóra Þjóðvilj-
ans sem ég lét frá mér fara í síð-
asta pistli og eru ekki til marks
um annað en barnalega hefni-
girni mína vegna hrekksins (sjá
Þjv. 25. nóv. sl.) ljóta. Batnandi
mönnum er best að lifa...
Ég vil láta það verða mín síð-
ustu orð að bjóða þann sem tekur
við embætti mínu sem leigupenni
við hið nýja helgarblað Þjóðvilj-
ans velkominn til starfa!
P.s. Mattías Jochumsson var að
sjálfsögðu langalangömmubróðir
minn.
P.s.s. Stílnum á pistlinum stal ég
úr nýjustu skáldsögu Jóhamars.