Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 4
viikja Hátíðarmessa í Hóladómkirkju Ekkja stendur aldin kirkja ein í túni fornra virkja, hver vill syngja, hver vill yrkja, Hóladýrð, þinn erfisöng? Skoða raðir skörunganna, skín á mítrin biskupanna, „halelúja - hósíanna“ hljómi fyllir kirkjugöng. Hver er innstur ellihvítur? Aldirin Guðbrand sál mín lítur. Arason með œgimítur ystur hringir líkaböng. Svo mælti þjóðskáldið Matthí- as Jochumsson, í kvæði sínu Skagafjörður, sem skáldið orti 1890. Hólar í Hjaltadal hafa verið helgur staður í vitund Norðlend- inga og raunar allra íslendinga allt frá því að biskupsstóll var reistur þar árið 1106 og sá nafnto- gaði söngmaður, Jón Ögmunds- son, var vígður þar til biskups. „Heim að Hólum“ hvarf hugur þeirra jafnt á stundum sorgar og gleði. Margir mætismenn og skörungar hafa setið Hólastól á liðnum öldum. Hæst ber þó í minningunni Guðbrand biskup Þorláksson með Biblíuna sína, einn af mestu dýrgripum íslenskr- ar þjóðar og trúar, og frelsishetj- una Jón biskup Arason. Fimm dómkirkjur Skömmu eftir að Jón Ög- mundsson settist í biskupsstól á Hólum var reist þar dómkirkja, mikið hús og veglegt ájjeirri tíð. En byggingarefni Islendinga hentaði ekki húsum til langlífis. Önnur dómkirkja var því reist á Hólum 1280, síðan sú þriðja 1395 og hin fjórða 1624. Sú dóm- kirkja, sem nú er á staðnum, var svo reist á árunum 1757-1763, í biskupstíð Gísla Magnússonar, og fór vígsla hennar fram haustið 1763 eða fyrir 225 árum. Allar risu þessar kirkjur á sama grunni. En nú var öðruvísi að verki staðið en áður. Vegna framsýni og stórhugar þeirra, sem að þess- ari kirkjubyggingu stóðu, á þjóð- in hana enn í dag. Hún er byggð úr rauðum sandsteini og blágrýti úr Hólabyrðu og er næstelsta steinhús landsins og elsta steinkirkja. Ríkissjóður Dana kostaði bygginguna og aflaði fjár til þess með þeim hætti, að skatt- leggja allar kirkjur í Danmörku og Noregi. Húsameistari danska ríkisins, Lauritz de Turah, teiknaði kirkjuna en þýskur múr- arameistari, Sabinsky að nafni, sá um framkvæmdina. Norð- lenskir bændur byggðu síðan kirkjuna í þegnskylduvinnu. En engin bygging er svo traust að hún láti ekki smám saman undan fyrir tímans tönn. Veru- legar endurbætur voru gerðar á kirkjunni á árunum 1886-1889. Var þá sett á hana bárujárnsþak, steypt í gólfið yfir steinlögnina, sem áður var og gólfið hækkað. Einnig voru gerðar nokkrar breytingar á innréttingu, settir nýir gluggar í kirkjuna með 12 rúðum hver og póstar úr járni. Um 1920 tók þáverandi þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, að hlynna að kirkj- unni. Gerði hann nokkrar breytingar á henni, einkum tré- verki, sem hann reyndi að færa í meint upprunalegt horf. Árið 1922 tók Matthías svo kirkjuna á þjóðmínjaskrá, fyrst húsa á ís- landi. í túni fomra FANGINN OG DÓMARINN Þáttur af Sigurdi skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með ^ þeim látna daginn áður á Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. SKVG6SJÁ - BÓKABÚÐ OIIVERS STEINS ST P£TUP. ZOPHONÍAS50N VtKINGS IÆKJARÆIT V VÍKINGSLÆKJARÆTT IV Pétur Zophoniasson Þetta er ljórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k: og 1-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjamasona og Kristínar Bjarna- dóttur. í þessari nýju útgáfu •Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Siém m mmnm Ljfxfcisí? ÞORÐUR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, yitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, íÞórðar sögu, í Islendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.