Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 8
Þórarínn Eldjárn: Skugga- box Nú fer ég að nálgast kjarna málsins: Harka smjörs úr ísskáp var eitt af því sem kostaði ófá reiðiköst B. Mamma gat ein- hvern veginn ekki komist upp á lag með að taka smjörið út úr köldu faðmlagi litla Rafha- skápsins á réttum ríma. Það var eins og hún gæti ekki munað eftir því og á því varð aldrei nein breyting hvernig sem B. lét. Grimmur á svip og órétti beittur hamaðist hann með hnífnum sín- um á glerhörðu smjörstykkinu og endaði venjulega með því að henda bæði hnífi og smjöri á gólf- ið. Þá reiddist mamma á móti, stundum svo mjög að henni lá við köfnun af hlátri. Ef B. Kjögx tókst með einhverju móti and- stætt öllum líkindum að skafa sér klípu af þessum múrsteini fór brauðsneiðin venjulega í tætlur þegar hann reyndi á eftir að drepa smjörinu á hana. Fyrir kom að mamma reyndi að láta smjörskökuna hreinlega ekkert í ísskápinn, en þá tók yfirleitt ekki betra við, smjörið varð þá gjarnan eins og drulla og það kostaði svo aftur sín sérstöku reiðiköst og alltaf sömu yfírlýs- inguna um tilberasmjör. Ég vorkenndi mömmu svo út af smjörinu að ég fór að beina hugarorku minni að uppfinningu sem gæti leyst þennan smjörhnút. Þannig varð hitahnífurinn upp- haflega til í huga mínum. Löngum stundum sat ég við og hugsaði um hnffinn sem átti að bjarga móður minni úr þessum raunum. Ég var búinn að velta lengi fyrir mér ýmsum lausnum þegar ég loks datt ofan á útfærslu sem mér virtist vera svo fullkom- lega snilldarleg að á annað betra yrði vart kosið. Ég hafði komist yfir bilað straujárn með heilu el- ementi og gamlan búrhníf. Vinur minn Vigfús Guðmundsson for- vörður í Forhúð h/f sauð hnífinn fastan fyrir mig á sólann á straujáminu, hnífsoddurinn var afrúnnaður og breiður og stóð hæfilega framfyrir stefnið á straujáminu til að þægilegt yrði að smyrja með honum. Síðan tengdi ég snúm í elementið og setti kló á endann. Straujárns- boltinn snarhitnaði og hitaði upp hnífsblaðið. Jafnvel gaddfreðið smjör bráðnaði eins og vax við minnstu snertingu og var með- færilegra en mysingur. Ég var lengi að bisa þessu sam- an við mikið laumuspil til hugar og handa, en loks rann þó stundin upp þegar ég gat afhent mömmu gripinn á afmælinu hennar og út- skýrt fyrir henni hver væri meiningin: - Þetta er til að hann hætti að rífast út af smjörinu. Stráka(bóka)jól Það má kallast einkenni á jólabókaútgáfunni í ár að það eru strákarnir sem gefa út, og skiptir þar um frá því í fyrra er stelpurnar voru atkvæðameiri á fagurbókamenntasviðinu. Hér á eftir fara fáeinir bútar - einir og óstuddir einhverjum kommentum - úr nokkrum hinna nýútkomnu skáldverka. Að sönnu í stysta lagi til að unnt sé að glöggva sig á bókunum að ráði, en altént nógu langir til að lesendur geti spáð í stílinn og athugað hvort þeim þyki af setningi slegið. Valið á bókunum sem hér er leitast við að kynna með þess- um hætti má fráleitt skoðast sem einhvers konar velþóknunar- yfirlýsing blaðsins á þeim umfram ýmsar aðrar bækur sem gefnar eru út þessar vikurnar. Bara gamla álitamáJið um völina og kvölina, og sé stigið ofan á einhver bókmenntaskott í leiðinni er það óviljaverk. Forlögunum sem hlut eiga að máli er hér með þakkað fyrir leyfi til að birta glefsur þessar, og er það von okkar að þær megi verða lesendum hungurvaka. Ólafur Jóhann Ólafsson: Markaðstorg guðanna Hvað ætli ég hafi oft étið hum- ar síðan ég hóf störf í Fyrirtæk- inu? spyr ég sjálfan mig um leið og ég minnist máltíðarinnar á Krabbanum. Humar úr Atlants- hafi, soðinn lifandi í stórum potti, innfluttan humar frá Ástralíu, humar í ítalskri tómatsúpu. Hversu oft? Oftar en ég hef étið snigia eða kung-paó sví eða súsjí eða fúsjímí bentó eða cailles aux morilles - lynghænu fyllta með hrísgrjónum, baðaða sveppa- sósu, kryddaða veikbyggðum grösum, skreytta æðaberu laufi? Sjaldnar en ég hef drukkið Mondaví rauðvín eða Buena Vista? Oftar en ég hef gleypt ostrur? Sjaldnar en ég hef þröng- vað benedikta eggjum ofan í mig við morgunverðarborð á hóteium eftir nótt lymskra vína? Æ, ég veit það ekki, vil ekki hugsa um það. Eilíft át, eilíf drykkja. Mat- arréttir renna saman í allsherjar kássu í minningunni, vínin í eina bunu. Öll þessi kvöld, þegar ég hef sest til borðs á veitingastöð- um með fólki sem ég nenni ekki að þekkja. Öll þessi kvöld, þegar ég hef étið þangað til ég hef stað- ið á blístri og drukkið þangað til ég hef getað hlegið með borð- nautum mínum, hlegið að ein- hverri vitleysu, skellihlegið og sagt skrýtlur, sem ég mundi ekki hverjar voru daginn eftir. Öll þessi kvöld, sem ekkert hafa skilið eftir nema tómleika og timburmenn. Matsalurinn á Krabbanum hafði verið skreyttur greni og rauðum borðum, glitrandi stjöm- um og sverum kertum, því jól voru í nánd. Þegar ég hafði fengið nóg að drekka, fannst mér það ekki skipta máli lengur, að Vald- imar væri fámáll og á allan hátt ólíkur sjálfum sér. Hórímótó og fkava höfðu líka drukkið nægi- lega mikið til að hefja samræður. Við töluðum um fundinn fyrr um daginn; þeir sögðust ekki skilja Ameríkana. „Bandaríkjamenn em einfald- ar sálir," sagði ég, því ég vissi af fenginni reynslu, að Japönum lík- ar vel að heyra Ameríkönum hallmælt. „Eins og böm,“ bætti ég við. „Þess vegna verður að umgangast þá á sama hátt og full- orðið fólk umgengst óvita.“ „Menningarlausir," sagði íka- va. „Já,“ sagði ég, „menningar- lausir og vita sjálfir af því. Sneisa- fullir af vanmáttarkennd." Japanamir sögðust líka vera hræddir við allt þetta litaða fólk á götunum: Mexíkana, svertingja frá Afríku og Suður-Ameríku, Púertó-ríkana, Víetnama, Kín- verja. Engum væri hægt að treysta. Glæpamenn í hverju skoti: bílaþjófar, innbrotsþjófar, eiturlyfjasalar, morðingjar. „Þannig fólk er ekki til í Jap- an,“ sögðu þeir. „Þar er aldrei hættulegt að ganga um götur. Ekki einu sinni á nóttunni.“ Valdimar glotti: „Ekki veit ég hvernig þið farið að því. Þið eruð snillingar. Annað orð kann ég ekki yfir ykkur: snillingar." Þeir brostu og þökkuðu honum hólið. Samt er ég ekki grunlaus um, að þeir hafi skilið háðið. Valdimar virtist nú hafa fengið sér nóg neðan í því til að geta tekið þátt í samræðunum. „Það er aldrei hægt að treysta Amerík- önum,“ sagði hann. „Aldrei. Við Friðrik hleypum ekki einu sinni bandarískum starfsmönnum okk- ar í trúnaðarskýrslur frá Tókíó. Við getum það ekki, þótt við vild- um. Við getum ekki reitt okkur á þá/‘ Ég kinkaði kolli til samþykkis. „Við Friðrik erum Evrópu- menn,“ hélt hann áfram. „Evr- ópumenn og Japanir eiga margt sameiginlegt.“ „Margt,“ sagði Hórímótó. Hversu oft höfðum við Vald- imar lent í samræðum af þessu tagi? Oftar en ég kem tölu á, oft- ar en ég hef étið súsjí eða soðinn humar. Leggja menn sig niður við jafn lágkúrulegt hjal? Full- orðnir menn? Menn með dokt- orspróf í heimspeki? Já, það gera þeir. Því þannig öðlast þeir völd. Stuðning Japana, traust og völd. Þannig komast þeir áfram í heiminum. Er það ekki að hag- ræða sannleikanum? spyr ég sjálfan mig enn einu sinni, og enn einu sinni svara ég því neitandi. Guðmundur Andri Thorsson: Mín káta angist Þessi borg... Það var vatns- bragð af pilsnernum og heimsku- legt raus í blaðinu, fólkið þram- maði þungbúið þessa gráu götu og strákurinn á móti frussaði kappsamur remúlaðinu og kell- ingarnar hérna inni hvísluðust á með gúlinn fullan af tertufrauði og rjómann límdan við rauðsmurðar varir; fólkið fór í bflum niður Laugaveginn, niður Bankastrætið og síðan í einhverja hringi og leitaði að stæði, öll þessi ár var það að keyra í hríngi og leita að stæði til þess að þurfa ekki að ganga, til þess að þurfa ekki að hitta neinn, til þess að þurfa ekki að tala, sjá, snerta, heyra. Þessi borg með sín leiksvæði vinda, moldarauðnir og hríslupíslir, kastalakofa, verks- miðjurústir og steinsteypuhrjóst- ur, gosbrunna, spýtnabrak, hrúg- ur af nöglum og veðruðu timbri, bárujárn, bakgarðar, málningar- skellur og breiður af haugarfa og hjartaarfa og hundasúrum, bald- ursbrá, guiltoppi, fíflum og njól- um; borgin sem státaði af bflar- éttingum, bflatryggingum, bflak- irkjugörðum, bflaborgum, bíla- sprautunum og alltaf gnauðaði vindurinn hér í þessari borg þrátt fyrir marmarahýsin og mennina sem kölluðu sig uppa og héldu að þeir hefðu stfl af því þeir voru með tagl í hárinu, drukku grænt kampavín og hlustuðu á Mozaart með trommutakti, og bflarnir fóru í hringi og útvarpið gjamm- aði og fólkið var allt með leyni- læsingu á töskunum sínum og í strætó töluðu gömlu mennirnir um slys og hörmungar og gömlu konurnar um krabbamein, heila- æxli, kransæðastíflu og sykursýki og börnin sín í bflunum að fara í hringi; þessi borg með lamandi og fúla þögn sína, þessi smáborg, þetta útblásna þorp, morgnarnir þegar skyrgrá birtan kom eins og óhreinindi í svarbláan himin og réðst gráðug á kamelpakka sem hvítnaði og læonbar hvítnaði og laufið gulnaði í molnandi kjallar- atröppunum og allt í þessu fína með að vakna á morgnana og skreiðast öll Ijósárin inn á baðið og gangstéttarrykið glitrandi af glerbrotum; upplitaðirópalpakk- ar, daunillar laufhrúgur, beyglaðar kókdollur, bliknandi skilti, síðdegi - dagar eins og þessi sem nú var að Iíða þegar fólkið flýtti sér upp i bílana að keyra í þessa hringi áður en það keyrði heim titrandi af heift inni í loftlausum bflunum sem hreyfðust ekki spönn í tuttugu kflómetra röð, og hlammaði sér fyrir framan sjónvarpið svo böm- in þess gætu fengið bflinn til að fara niður í bæ til að keyra í hringi til að sjá grilla hvert í annað gegn- um bflrúðumar; þessi borg; þessi ambögulega borg með allar þess- ar götur og alla þessa bfla og allt þetta fólk sem skeiðaði þungbúið gráa götuna og allan þennan mig sem sat þama með stöm og kvað upp ráðleysislega dóma yfir þessu öllu saman og vissi ekki hvort ég var hluti af þessu eða þetta hluti af mér eða hvort ég kæmi úr ein- hverri allt annarri átt. Hafliði Vilhelmsson: Gleymdu aldrei að ég elska þig Vísarnir á klukkunni mynduðu 180 gráðu horn, þráðbeinir upp og niður, strik milli sex og tólf og það vom jól. Ég tók upp hnífa- pörin og skar í svínakjötssneiðina á disknum og bar fyrsta bita jól- amáltíðarinnar að munninum. Með kjötinu hafði ég grænar dós- abaunir, brúnaðar kartöflur, norska pakkasósu og jarðar- 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.