Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 10
ekki öll fýlan horfin, iyktarbiand- an var bara svolítið öðruvísi, óvenjuleg dálítið, maður þurfti að venjast henni aftur. Það var meiri andskotinn sem maður alltaf þurfti að vera að venjast. Þetta var svo sem ekki mikið, ekki var þessi heimur svo stór eða flókinn, hann var ekki vanur að breytast til skaða, í mesta lagi að það færi einn vitleysingur í land og annar jafn vitlaus kæmi í stað- inn. Það var ekki eins og maður þyrfti dag og nótt að búa með einhverjum stelpufávita, sem ekki mátti orðinu halla við og maður þurfti sífellt að vera við búinn því að venjast nýjum dynt- um. Maður gat náttúrlega reynt að vera karlmenni og húsbóndi á sínu heimili og berja í borðið og allt það, en það var eins og hver önnur nauðvörn og ósigur og endaði með því að maður fór að berja konuna og þá var allt orðið vonlaust og gat jafnvel leitt til ó- sigurs hennar og það gæti maður síst af öllu fyrirgefið sjálfum sér, aldrei um alla ævidaga. Skást var að leiða allt hjá sér, vonast ekki eftir neinu, verða litlu feginn, þrauka þangað til maður sneri upp tánum. Eða springa, brjótast út, lifa bara fyrir sjálfan sig, búa með Lóu Fimmboga. Það var bara svo helvíti takmörkuð skepna, eins og vantaði bæði haus og sporð. Jú. Það sat svo sem eftir lykt, föst og gróin inn í þiljurnar, sam- sett gegnum árin úr hinu og þessu, eimur af peysum og salt- stokknum buxum sem fleygt var á ofninn og þornuðu þar og hvítar skellurnar sátu eftir og plaggið harðnaði í brynju, sem að vísu mýktist í kalt slytti við fyrstu á- gjöfina, eða hosurnar votar af fótasvita og sjóbleytu úr stígvél- unum, strákurinn hafði vafalaust líka migið í buxurnar og alveg niður í sokka, það var undarleg stybban af þeim, saltsterkja og táfýla og hlandþefur. Svo þorn- uðu þeir á ofninum, líkast því að þeir væru frosnir, og maður þurfti að brjóta þá og hnuðla þá í hönd- unum þangað til hægt var að troða sér í án þess að bólgnar og aumar tærnar meiddu sig, en það var hlýtt að koma í þá, ókeypis blessuð hlýja. Strákgreyið hafði harkað af sér undir það síðasta, það voru komin ljót göt á hend- urnar á honum, hann hafði ekki látið mikið á því bera en maður sá það svo sem á ræsinu þegar hann var að reyna að klæða sig með gómunum og lauma blá fingrun- um í harða vinnuvettlingana með þrútnar lúkurnar eins og helaumt sár, án þess að opna lófann, það var einfaldlega of sárt, og hann kom sér hjá að taka á nokkrum hlut með höndunum fyrsta hálf- tímann á vaktinni, handarbaka- vinnubrögð satt best að segja, hann hafði reynt að hlífa strák- greyinu, enda hélt ræfilstuskan sig sem mest að honum. Svo dofnaði þetta smátt og smátt og maður fór að geta tekið á, eftir hálftíma var maður orðinn dofinn og gat farið að vinna með hönd- unum eins og þær væru tilfinn- ingalausir vélkrókar og framlen- ging á handleggsstúfunum, en saltið og átan í fiskinum héldu áfram að éta sig inn í holdið, dýpra og lengra inn undir skinnið þar sem maður hafið rifið sig á vírunum fyrstu dagana, maður þekkti þetta óneitanlega, öll stig- in, gleymdi því bara á eftir, þetta var óþverri. Það gróf svo sem ekki í þessu, holdið ást bara upp, það gróf ekki í sjónum og þetta greri fljótt ef það fékk frið í nokkra daga, til dæmis gott heimstím og tvo daga í landi og gott útstím. Og maður passaði lúkurnar betur næst. Jú, einn sém hann hafði verið með, hann mátti ekki fá skeinu, þá var undireins komið kýli, ef hann rispaði sig, hljóp illt í það, gróf síðan í kýlinu, sem var látið eiga sig þangað til það var orðið svo stórt, að hann þurfti að fara með það til læknis og láta skera í það. Lán að hann ekki drap sig á þessu. Kannski var hann dauður úr blóðeitrun, það gat vel verið. Hann hafði ekki séð hann í mörg ár. Það var myrkur í lúkarnum og hann heyrði að hann var einn. Skrýtið. Hvern andskotann var hann að gera hér? En hvem andskotann hefði hann haft að gera annars staðar? íoðgreiðslur V/SA reglubundnum greiðslum komið í fastan farveg Greiðslur færðar með tölvuboðum: * áskriftargjöld blaða og tímarita * afnotagjöld útvarps og sjónvarps * rafmagnsreikningar * endurnýjun happdrættismiða Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn. Skilvísar tryggar greiðslur þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr amstri, bið og umstangi, ónæði heima fyrir og létta blaðberum störf. Aðeins eitt símtal og málið er leyst: Morgunblaðið © 69 11 40 Stöð 2 © 67 37 77 Ríkisútvarpið © 68 59 00 Das © 1 77 57 Rafmagnsveita Reykjavíkur © 68 62 22 LATTU BOÐGREIÐSLUR VISA GREIDA GÖTU ÞÍNA ! BODBERI NÝRRA TÍMA í GREIÐSLUMIÐLUN VISA [J2ISEEZ3 Gyrðir Elíasson.- Bréfbáta- rigningin í rauninni er ég fremur jarðbund- inn maður, en ég á tvo árganga af Populær Mekanik, sem ég skoða oft í einverunni á kvöldin og rakst þar á þessa bráðsnjöliu teikningu af vængjum sem ég svo smíðaði úr naumum efniviði. Dálítið síð- JOLIN eru tími hvíldar og friðar. I tilefni þeirra sendir Alþýðusamband Islands launafólki og samherjum þess óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári. Jólabók sjómannsins Bókin fjallar um sjómenn og sjómennsku og segir líka frá afreki sjómanna í landi, sem mun eindæma og ekki þekkjast með sjómannastéttum annarra landa. „Sjómannadagurinn" hefur byggt yfir 630 gamalmenni og veitir þeim skjól í ellinni. Bók þessi er seld til ágóða fyrir „Minnisvarða óþekkta sjómannsins" og fæst hjá sjómannafélögunum í Reykjavík og Hafnarfirði og hjá happadrætti DAS. Úti á landi fæst hún hjá kvennadeildum Slysavarna- félagsins.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.