Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 5
Minnismerki um Jón Arason Næsti áfangi tengdur kirkjunni var svo sá, að árið 1938 fól hér- aðsfundur Skagafjarðarprófasts- dæmis sérstakri nefnd að gangast fyrir því að Jóni biskupi Arasyni yrði reistur sérstakur minnisvarði á Hólum. Reistur var 27 m hár turn undan norðausturhorni kirkjunnar og var hann afhjúpað- ur við fjölmenna athöfn og hátíð- lega sumarið 1950. Áhyggjur sóttu á ýmsa dagana áður en af- hjúpunin skyldi fara fram. Lát- lausar rigningar og kalsaveður höfðu gengið dögum saman og þótti ekki gott í efni fyrir fólk að dvelja lengi hreyfingarlaust utan dyra. Vígsludagurinn rann upp, þungbúinn að vísu og nokkur norðankaldi. Smámsaman létti þó til og um hádegið var komið stillilogn og glampandi sólskin. Hélst svo daginn allan. Trúðu margir því, að þarna hefði Jón biskup Arason sjálfur skorist í leikinn með þeim skörungsskap, sem honum var eiginlegur. Endurgerð Árið 1953 kaus héraðsfundur Skagafjarðarprófastsdæmis nýja Hólanefnd. Skyldi hún vinna að endurbótum á kirkjunni og um- hverfi hennar. Pað dróst hinsveg- ar til ársins 1983 að nefndinni var markaður tekjustofn á fjárlögum og komst þá fyrst verulegur skriður á verkið. í samráði við þjóðminjavörð fékk nefndin sér- fræðinga, arkitekt og verkf- ræðing, til þess að gera athugun á kirkjunni, en fram að því hafði það verið lagfært, sem augljós- lega var að fara úr lagi. Athugun- in leiddi í ljós, að gagngerra endurbóta var þörf, því kirkjan sjálf og munir hennar lágu undir allverulegum skemmdum. Leitað var liðsinnis stjórnvalda, ríkis- stjórnar og þingflokka. Þáver- andi kirkjumálaráðherra fól prófasti, sem jafnframt er for- maður Hólanefndar, að gera til- lögur um tilhögun endurbóta. Jafnframt sótti nefndin um fjár- magn til byrjunarframkvæmda. Þann 24. mars 1987 skipaði svo þáverandi kirkjumálaráðherra, Jón Helgason, Hólanefnd, sam- kvæmt tillögu prófasts. Nefndina skipa: sr. Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup, formaður, Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki, Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum og Jón Frið- björnsson, formaður sóknar- nefndar Hólasóknar. Trausti Pálsson, Hólum, tók sæti í nefn- dinni í ársbyrjun 1988 í stað Jóns Friðbjörnssonar. Skyldi nefndin vinna í umboði kirkjumálaráð- herra og í samráði við biskup og þjóðminjavörð að „endurbótum og fegrun dómkirkjunnar og nán- asta umhverfis hennar." Hóla- nefnd réði hönnuði, þá sem unn- ið höfðu frumdrög að endurbót- unum, þá Þorstein Gunnarsson arkitekt og Ríkharð Kristjánsson verkfræðing. Ákveðið var að um yrði að ræða endurgerð en ekki viðgerð á kirkjunni. Framkvæmdastjóri verksins var ráðinn Guðmundur Guðmundsson, Sauðárkróki. Áformað var að endurgerð kirkj- unnar yrði lokið á yfirstandandi ári, en hún hófst 4. jan. sl. Ytri endurgerð og fegrun umhverfis skyldi hinsvegar lokið á næsta ári. Kostnaður við framkvæmdirnar í ár er um 38 milj. kr. En áætlaður kostnaður á næsta ári er 21 milj. kr. og er þar innifalið kaup á nýju orgeli og fullnaðarviðgerð Hóla- bríkurinnar. Hvað var gert? En hvað hefur svo verið gert? Ekki verður það tíundað hér í smáatriðum. En í stuttu máli má segja að ekki hafi aðeins það ver- ið lagfært sem úr sér hafði gengið, heldur allt fært til fyrri gerðar, svo sem gólf og gluggar. Leitað var eftir föngum allra heimilda Meðal kirkjugesta má m.a. greina hér Gísla Pálsson, bónda á Hofi í Vatnsdal, Sigurjón Jónasson, bónda á Syðraskörðugili, Sigríði Ámadóttur og Jón Jóhannsson, Sauðárkróki og alþingismennina Pál Pétursson og Jón Sæmund Sigurjónsson. Herra Pétur Sigurgeirsson flytur pródikun. Norðlendinga fyrr og síðar og ís- lenska kristni og kirkju. Kir- kjunni ættum við það m.a. að þakka að við værum nú sjálfstæð þjóð. Bar biskup fram þá ósk, að kirkjan yrði hér eftir sem hingað til það ljós sem lýsti mönnum til æ meiri þroska og fullkomnunar. Fyrir altari þjónuðu sr. Sigurð- ur Guðmundsson, vígslubiskup, á Hólurn, sr. Hjálmar Jónsson, prófastur, sr. Sigurpáll Óskars- son og sr. Dalla Þórðardóttir. Kirkjukór Hóla- og Viðvíkur- sókna annaðist söng undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söngmála- stjóra en organisti var Rögnvaldur Valbergsson. Brynj- ar Skúlason lék á trompet en meðhjálpari var Valgeir Bjarna- son. Við messuna skírði sr. Sigurð- ur vígslubiskup þrjú börn. Von- andi eiga þau oft eftir að sækja Hóla heim. Að messu lokinni hófst sam- koma í kirkjunni, þar sem eftir- taldir menn fluttu ávörp: sr. Sig- urður Guðmundsson vígslubisk- up, sem greindi frá byggingar- sögu kirkjunnar og þeim breytingum sem á henni hefðu verið gerðar. Halldór Ásgríms- son kirkjumálaráðherra greindi frá aðild ríkisins að verkinu og sagði að séð yrði til þess að því yrði að fullu lokið á næsta ári. Þór Magnússon þjóðminjavörður lýsti ánægju sinni með hvernig að verki hefði verið staðið. Ætti það að vera okkur öllum til sálubóta, enda hefði kirkjan frá fyrstu tíð varðveitt helgi og minningu Hóla. Síðan flutti Þorsteinn Gunnarsson arkitekt erindi. Kirkjan er sjálfstætt listaverk, einstætt í sinni röð, sagði hann. Hún er næst elsta steinhús á ís- um frumgerð kirkjunnar. Til dæmis var rauði sandsteinninn úr Hólabyrðu notaður til viðgerðar á veggjum og gólfi, og múrverk með sama hætti og í upphafi. Bitar, burðarvirki og tréverk hef- ur verið lagfært og endurnýjað, komið upp nýju loftræstikerfi, grunnur þurrkaður. Flestir hinna ómetanlegu dýr- gripa kirkjunnar eru nú komnir á sinn stað: Kristslíkneskið sem tal- ið er vera frá 16. öld. Minningar- krossinn um Einar Þorsteinsson biskup (1692-1696) og Ingibjörgu Gísladóttur, konu hans. Skírn- arfonturinn sem höggvinn var í stein af Guðmundi Guðmunds- syni frá Bjarnastaðarhlíð árið 1674. Hald manna er að steinninn hafi borist hingað frá Grænlandi með hafís. í kórnum er frum- myndin af Guðbrandi biskupi Þorlákssyni. Legsteinar í kórgólfi hafa verið hreinsaðir. Alabastur- bríkin, sem Jón biskup Arason færði kirkjunni og flutt var á Þjóðminjasafnið 1886, er nú aft- ur komin „heim að Hólum“, og er nú unnið að viðgerð á henni. Margir að verki hafa og biskup íslands og Kirkju- ráð, þjóðminjavörður, Búnaðar- bankinn á Sauðárkróki, Fram- kvæmdasjóður íslands, Bænda- skólinn á Hólum og starfsfólk hans veitt þessum framkvæmdum ómetanlegan stuðning. Hátíðarmessa Oft hefur mikið fjölmenni sótt Hóla heim á liðnum öldum. Og ekki vantaði að svo væri þann 4. des. sl. þegar hátíðarmessa fór fram í Hóladómkirkju í tilefni af því að kirkjan var nú á ný tekin í notkun eftir endurgerðina. Hátt á fimmta hundrað manns var á staðnum þennan skammdegis- dag. En það ríkti svo sannarlega ekkert skammdegi í hugum há- tíðargesta. Biskup íslands, hr. Pétur Sig- urgeirsson, flutti prédikun og lýsti blessun í messulok. Ræddi hann m.a. um gildi Hóla fyrir landi og elsta steinkirkjan. Við endurbæturnar hefði verið reynt að halda hinni upprunalegu gerð í öllum meginatriðum. Lokaorð flutti svo sr. Hjálmar Jónsson prófastur. Að athöfn lokinni var öllum viðstöddum boðið til kaffi- drykkju. Hóladómkirkja hefur nú, góðu heilli, gengið íendurnýjun lífdag- anna. Hún mun enn um aldir kalla marga „heim að Hólum“. Magnús H. Gíslason Blóðbankinn sendir öllum blóðgjöfum og velunnurum sínum bestu jóla- og nýjársóskir með þakklæti fyrir hjálpina á undanförnum árum. BLÓÐBANKI Hér hafa margir lagt hönd að verki, bæði með beinum hætti og óbeinum. Má þar nefna kirkju- málaráðherrana Jón Helgason, Jón Sigurðsson og Halldór Ás^- grímsson. Hönnuðina Þorstein Gunnarsson arkitekt, Ríkharð Pálsson verkfræðing, Egil Skúla Ingibergsson, Eyjólf Jóhannsson rafhönnun og Kristján Flygenr- ing, hita- og loftræstikerfi. Yfirs- miður var Björn Björnsson, Sauðárkróki, um tréverk sá Trésmiðjan Borg, Sauðárkróki, múrverk Hans Danry, Dan- mörku, múrverk og steinlögn Baldur Haraldsson, Sauðár- króki, málningu Sigurður Snorrason, Stóru-Gröf, Kristján Hansen og Jón Svavarsson Sauðárkróki, raflögn Rafsjá hf., Sauðárkróki, hita- og loftræsti- lagnir Blikksmiðjan Höfði Reykjavík, pípulagnir Hörður Ólafsson, Sauðárkróki, aðstoð við grjótnám úr Hólabyrðu Landhelgisgæslan og Björgunar- sveit Skagafjarðar, lagfæring muna Morkinskinna, fornleifa- gröftur, lagfæring legsteina o.fl. starfsfólk Þjóðminjasafnsins. Þá Félag járniðnaðarmannd^ sendir félögum sínum og öðrum velunnurum féhgsins bestu óskir um gleðilegjól og farsælt komandi ár. Stjórn Féhgs jkniðmðarmmm ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.