Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 11
an smíðinni lauk, en það var ekki fyrr en í haust að ég fór að nota þá að ráði. í rökkrinu spenni ég á mig vængina, opna glugga á hana- bjáikanum. Glerhiminn tekurvið mér. Á fluginu er ég stundum með eitthvað að lesa, oftar en ekki Stjömufræði Björns Jens- sonar Latínuskólakennara, gam- alt kver í fjólubláum lúðum spjöldum. Vængirnir eru svo hugvitssamlega hannaðir að handleggir eru að mestu frjálsir, og ég er með lítið vasaljós, rýni í kverið, glöggva mig hikandi á stjörnumerkjum, bæri vængina ofurhægt. Það er engin hollusta í að fljúga strax eftir kvöldmat, svo ég læt fara vel um mig fram undir mið- nætti heima, horfi svolítið á sjón- varp, heili upp á hverja kaffi- könnuna af annarri, og þegar tími er kominn tii að ganga upp stig- ann er ég orðinn glaðvakandi, hvert skilningarvit vel á verði. Bærinn er ekki stór. Hálfsof- andi strax um tólfleytið. Að vísu stingast bláir glampar hér og þar út í myrkur, og þar sem ég sé glætu leggst ég á glugga. Stund- um er dálítill hvinur frá vængjun- um þegar ég iendi. En hér um slóðir er sjaldan logn og enginn tekur þyt við glugga alvarlega. Fyrir kemur að ég sunki fyrir- varalaust niður um tugi metra sé ókyrrð í lofti og er rétt að segja brotlentur á bárujámsþökunum sem tindra dauft í hálfmánanótt- inni. Undir þökunum liggur fólk og dreymir. Mig dreymir örsjald- an. Sef lítið, tek mér stuttan blund heimkominn úr næturferð- um og búinn að brjóta vængina snyrtilega saman ofan í ieður- kassa. Svo vakna ég og dreg skell- inöðruna út úr jarðhýsi sínu, ek hjálmlaus út malarveginn áleiðis til bæjarins. Ég bý í stóru húsi sem gnæfir eitt á klettahæð um það bil kílómetra fyrir innan byggðina. Klettahæðin rís úr mýrlendri sléttu. Ég vinn í prentsmiðju. Einar Mór Guðmundsson.- Leitin að Dýra garð- inum Einsog regnbogi í myrkri. Hvítt egg sem dansar. Svartar öidur bylgjast og vagga. Hve mörg kvöld hafði Viktor ekki setið með fæturna dinglandi fram af bryggjusporðinum og horft á tunglið spegiast í olíu- brákuðum sjónum? Eflauut jafn mörg og stjörn- urnar sem hvolfdust hátt yfir höfði hans og glitruðu í slíkri ringulreið að honum hafði aldrei tekist að telja þær allar. En slík kvöid var heimurinn, þrátt fyrir endalausa víðáttuna sem við blasti, varla stærri en ör- lítið bátskríli og guð kannski bara oggulítill fuglsungi í yfirgefnu stýrishúsi. Stundum ímyndaði Viktor sér að ef hægt væri að brjóta skurn eggsins þá gæti hann gengið inn í glampandi tunglið og ef hann hoppaði oní regnbogann var aldrei að vita nema óskirnar rætt- ust undir öldunum. „Þú ert allur í draumum," sagði mamma hans þegar Viktor bar fram spurningar eða sat ann- ars hugar og fitlaði við rafmagns- klær og innstungur. Hann prílaði líka upp á eldhús- borðið og sótti stóra kökuboxið uppi á skápnum með diskunum. Þegar hann opnaði það sá hann andlit sitt spegiast á botninum. Stundum teygðist úr því og fyrir augum hans flaut alit í undarlegri þokumóðu; þeirri sömu og löngu seinna grúfði sig svo oft yfir hann. Samt vissi Viktor ekki hvað mamma hans meinti. Hann hafði oft heyrt fólk tala um drauma en sjálfan dreymdi hann aldrei neitt. Hann svaf í svörtum veruleika en dreymdi oft á leiðinni í skólann, glaðvakandi með opin augu, eða í svefnrofunum á meðan hann var að festa blund. Nei, það var ekki hægt að lýsa Viktori sem félagslyndum dreng. Hann forðaðist jafnvel systur sína og kaus fremur að sitja einn í kennslustundum en við hlið ein- hvers annars. Samt átti hann ekki í útistöðum við neinn og enginn gat kallað hann gungu. Þetta var afar einfalt mál. Svona vildi Viktor hafa það. Það hefði kannski verið allt í lagi að eiga kunningja í næsta þorpi, tvífara við aðra bryggju, en ekki vini sem koma og vilja hitta mann þegar mann langar ekkert til að hitta þá. En þannig, þó Viktor um- gengist fáa aðra en sjálfan sig og vildi heist vera einn, var hann ekki einmana. Svo fjölskrúðugar voru kvöldstundirnar við bryggj- una að þær þráði hann að minnsta kosti jafn heitt og aðrir þrá vini og ieikféiaga. Já hver veit nema stjörnurnar, sem hvolfdust yfir höfði hans, hafi verið á við mörg þúsund vini? Einsog regnboginn sem hann smíðaði í huganum. Hvítt eggið sem dansaði. Eða röddin sem stundum kom... KAUPFELAG ARNESINGA óskar starfsfólki og viðskiptavinum gleðilegra jóla og þakkar viðskiptin á liðnum árum EYMIíHDSSO ÚR ELDINUM TIL ÍSLANDS Endurminningar Eðvalds Hinrikssonar skráðar af Einari Sanden. Óvenjuleg og ótrúleg bók um ævi Eðvalds Hinrikssonar, föður þeirra Atla og Jóhannesar. Eðvald er Eistlendingur og sem foringi í verndarlögreglu föðurlands síns lenti hann á striðsárunum í úti- stöðum, bæði við Rússa og Þjóðverja. Það kom í hans hlut að yfirheyra skæðan Rússneskan njósnara. Vegna mikilvægrar vitneskju sem Eðvald komst þá yfir var hann hundeltur af Rússum. Flótta hans lauk á íslandi en þar með var ekki öll sagan sögð. Hér var hann ofsóttur í blöðum. Úr eldinum til íslands er viðburðaríkari en margar spennusögur. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.