Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 15
þannig var að nokkru leyti varið til að greiða niður verð á innflutn- ingsvörum til allra landsmanna. Ef nislegur rammi Þesar niðurstöður Gísla eru í hæsta máta athyglisverðar. Undanfarna áratugi hefur alveg ný og á vissan hatt óvænt vídd bæst við sagnfræðina við það að menn hafa fundið aðferðir til að rannsaka og gera sér að nokkru leyti aliskýra mynd af því sem kalla mætti „efnislega ramma" mannlífsins á umliðnum öldum, hvort sem það eru náttúruskil- yrðin eða sá rammi sem skapaðist við samspil manna við þau. Þann- ig hefur mönnum tekist að rekja nokkuð ítarlega sögu loftslagsins síðastliðin þúsund ár, gera línurit yfir hafísa og reikna jafnvel út breytingar á sjávarhita. Einnig háfa verið fundnar aðferðir til að rannsaka allnákvæmlega eldgos, hraunstreymi, öskufall og annað slíkt á fyrri öldum, og hefur mikið áunnist á því sviði þótt margt sé ógert enn. En fleira mætti nefna. T.d. mætti telja jafnvægi fólks- fjöldans, fæðingar- og dánartölur og breytingar þeirra, sem hægt er að reikna út meö mikilli ná- kvæmni á vissum tímum, til þessa „efnislega ramma" í víðum skiln- ingi. Sama máli gegnir um ýmis þau fyrirbæri, sem Gísli fjallar um og lýsir í riti sínu, framleiðslu íslendinga, útflutnings- og innf- iutningsvörur og verðlagskerfið í heild. Nákvæm þekking á fyrirbærum af þesu tagi eykur að sjálfsögðu söguskyn manna, en á einu sviði skiptir hún þó sérstaklega miklu máli. Þegar íslenskir sagnfræð- ingar velta á annað borð fyrir sér rökum íslandssögunnar, hallast þeir gjarnan að „efnislegri nauðhyggju" í einhverri mynd. Bendir Gísli á algengustu skýr- inguna: „í sagnfræðiritum síð- ustu áratuga hefur borið nokkuð á fremur einhæfum náttúruskýr- ingum á samfélagsþróuninni: Veðurfar (eða eldgos) stjórnaði gangi sögunnar, maðurinn sjálfur gerði það ekki" (bls. 24). Viðhorf af þessu tagi endurspeglast mjög glögglega í því þegar línurit yfir verðurfarsbreytingar og hafís- mánuði ár hvert frá landsnám- söld til þessa dags eru kölluð „ör- lagakúrfan" (sbr. „íslenska þjóð- menningu" I, bls. 211). Sjálfur lítur Gísli svo á að „slíkar skýr- ingar (séu) í eðlilegu rökréttu samhengi við lútherska forlag- atrú fyrir tíma skynsemisstefn- unnar“ (bls. 24). En til þess að kanna gildi þeirra og „efnislegrar nauðhyggju" yfirleitt er ekki nema ein leið til, og hún er sú að skilgreina „efnislegan ramma" mannlífsins sem nákvæmast, setja hann upp í töflur og línurit ef þess er kostur, og athuga síðan samspil hans og sögunnar. „Bestu manna yfirsýn" Niðurstöður Gísla af „bók- haldsrannsóknum" á einokunar- versluninni leiða beint til slíks samanburðar á einu sviði. Öldum saman versnuðu skilyrði til land- búnaðar á íslandi vegna kólnandi loftslags („örlagakúrfan") og á- gangs manna og kvikfjár á landið. „Eðlilegt svar" við því, eins og Gfsli segir, hefði verið efling sjávarútvegs, og voru til þess góð skilyrði, því verð á ís- lenskri skreið var mjög hátt á mörkuðum erlendis. Þetta gerð- ist þó ekki á einokunartímabil- inu, og telur Gísli að ein helsta ástæðan hafi verið léleg utan- ríkisverslun, en eins og hann sýnir glögglega bjó þó fleira undir: hinir „bestu menn" lands- ins á þessum tíma litu nefnilega svo á að landbúnaður væri eðli- legur vettvangur fyrir íslenskt mannlíf og þeir voru andvígir því að auka fiskveiðar og efla sjávar- útveg með öllu því sem honum fylgdi (fiskiþorpum, frjálsu verkafólki, breytingu á yerðlagi og launum). Hátt verðlag á skreið var því ekki látið renna til þeirra sem veiddu fiskinn og unnu hann: með því að nota það til að greiða niður verð á ýmsum innflutningsvörum til allra lands- manna var sjávarútvegurinn í raun og veru notaður til að styr- kja landbúnaðinn með þessum fjármagnstilfæringum og fékk ekki að dafna sjálfstætt. Verð- lagsstefna einokunarverslunar- innar var því í samræmi við stefnu hinna „bestu manna" í landinu og stuðlaði að því að viðhalda óbreyttu þjóðfélagsástandi. Þegar á þetta er litið fær bar- lómur íslendinga á þessum tíma um fátækt landsins nokkuð ann- an hljóm, og einnig kenningar sem komu fram í svipuðu sam- hengi um að ekki gæti fleira fólk búið í landinu en 45-50.000. Fátækt sem hugarfar Á þessu sviði a.m.k. dugir „efnisleg nauðhyggja" sem sé ekki nema að mjög takmörkuðu leyti: „efnislegi ramminn" virkar ekki beint á mannlífið og gang sögunnar, heldur er einn millilið- ur í spilinu, - viðhorf og hugarfar mannfólksins sjálfs. Það var hug- arfar íslendinga sem olli því að þeir kusu lífsfyrirkomulag, sem leiddi til stöðnunar og kom í veg fyrir framfarir í efnahagsmálum, sem létu mikilvægar auðlindir að verulegu leyti ónýttar. Þetta Ieiðir vitanlega hugann að því gamla vandamáli hvort fátækt sé ekki að talsverðu leyti hugarfar: franskur sagnfræðingur, Delum- eau, gat sér mikið orð fyrir að semja „sögu óttans” og mætti velta því fyrir sér hvort ekki væri á sama hátt hægt að semja sögu fátæktarinnar sem hugarfars. En svo maður haldi sig við það sem nær stendur, þá eru rannsóknir Gísla ekki aðeins mikilvægar fyrir hagsögu, heldur sýna þær ljóslega að það er nú brýnt við- fangsefni - jafnvel á þeim sviðum sem tengjast hagsögunni - að kanna hugarfarssögu íslendinga frá sem flestum hliðum. En þessi vandamál eru fyrir utan viðfangsefni Gísla eins og hann skilgreinir það. „Upp er boðið ísaland" er fyrst og fremst traust og ítarlegt rit um afmarkað vandamál hagsögu íslands með miklum upplýsingum. sem ekki hafa áður komið fram, og úr- vinnslu úr þeim. Ef maður vildi vera með einhverjar aðfinnslur væri helst að nefna, að sú „sjálfs- gagnrýni” Annálahreyfingarinn- ar, sem Jacques Le GofT nefndi hér á dögunum gæti að nokkru leyti átt við rit Gísla: sagnfræð- ingarnir frönsku eru sem sé komnir á þá skoðun að þeir hafi ekki gefið atburðasögunni eins mikinn gaum og skyldi, og á sama hátt mætti setja, að ritið hefði orðið enn skýrara ef Gísli hefði gert þeim atburðum, sem hann vísar til hér og þar og rekur stund- um, skipulegri skil og fundið þeim stað í uppbyggingu bókar- 'nnar- -e.m.j. (Fyrirsagnir. millifyrirsagnir og myndatexti eru blaðsins). MÓNINN «1 jaiíh viv Einkaþjónn §fS§| ■ Ma Landsbankl Islands pM ^♦****»’S'fc-*---, 0100 0000 0002 T122 ttlFUR OURNARSSOR omxnOT 1?/B7 Einkab lOni er í aðalbanka Landsbankans, Austurstræti 11. EINKAÞJÓNNINN er tæki sem ílýtir fyrir afgreiðslu reikningsyfirlita og gengisskráningar til viðskiptavina Landsbankans. Með hjálp bankakortsins veitir EINKAÞJÓNNINN eftirtalda þjónustu á einfaldan og þægilegan hátt: Yfirlit yfir Einkareikninga og aðra tékkareikninga. f Yfirlit yfir sparisjóðsreikninga (KjÖrbók, Afmælisreikning og aðra sparisjóðsreikninga). Yfirlit yfir innlenda gjaldeyrisreikninga. Gengisskráningu dagsins. Ekkert leyninúmer þarf til að nota EINKAÞJÖNINN, aðeins bankakortið. Láttu EINKAÞJÓNINN stjana við þig^- til þess er hann. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.