Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 6
Þess vegna trúir
Ásbjöm á
jólasveinana
Smásaga
Þiö hafið ef til vill veitt því at-
hygli um daginn að það var lýst
eftir manni sem hafði týnst á
rjúpnaveiðum. Hann hafði orðið
viðskila við félaga sinn og seint
um kveldið var hann ekki kominn
fram. Eins og venjulega voru
kallaðar út leitarsveitir,
reyndar ekki fyrr um morguninn,
en áður en þær komust almenni-
lega af stað var maður gripinn al-
klæddur og vopnaður tvíhleyptri
haglabyssu í heita pottinum í
Laugardalslaug. Það var týnda
rjúpnaskyttan. Ekki gat hann eða
vildi gera grein fyrir því hvemig
hann komst ofan úr Bláfjöllum
og í heita pottinn án þess að hans
yrði vart. En lögreglumennirnir
sem yfírheyrðu hann þóttust
verða varir við ýmis merki þess
að maðurinn vissi fullvel hvernig
leiðir hans höfðu legið. Hann
vildi bara ekki segja frá því. Og
hvers vegna ekki? Jú, ef þið
heyrðuð söguna, mynduð þið
skilja af hverju vinur vor kaus að
þegja. Það hefðuð þið ugglaust
líka gert.
En nú vill svo til að ég komst á
snoðir um það hvað kom fyrir
hann Ásbjöm. Ekki spyrja mig
að því hvemig ég frétti þetta allt-
saman. Það er ekki það sem
skiptir máli. Það skiptir máli
hvað kom fyrir hann Ásbjöm. Og
það ætla ég að segja ykkur.
Þeir fóm saman á bleisernum
hans Finnboga og það var ratljóst
og gott veiðiveður. Þeir ákváðu
að ganga hvor sína leið og hittast
ekki seinna en kl. 10 um kvöldið
við jeppann. Ef hann færi að
snjóa skyldu þeir bara snúa sem
fýrst að bílnum, umfram allt að
leggja ekki í neina tvísýnu. Svo
gengu þeir af stað.
Þetta var sosum ekki í fyrsta
skipti sem þeir félagar fóm á
rjúpu í Bláfjöllin. Ásbjöm vissi
mætavel hvert hann ætlaði og
hvar veiðar var helst von. Hann
gekk rösklega gamalkunna leið
en eitthvert veiðimannshugboð
fékk hann til að sveigja út af
leiðinni ,og stefna meira til
norðurs en hann var vanur.
Landið var svosem ekkert þyngra
yfirferðar og hann hafði heldur
ekki neitt verri sýn til kennileita
en frá gömlu leiðinni en samt
hefði hann nú ekki átt að gera
þetta. Eða hvað - ?
Ásbjöm vissi eiginlega ekki
hvað gerðist. Hann vissi það bara
að skyndilega var hann að detta.
Detta á fullri ferð. Detta inn í
eitthvert óskiljanlegt tómarúm
sem var ekki venjuleg gjóta eða
gjá eða hellir eða neitt af því tag-
inu. Það var miklu fremur eins og
hann svifi í lausu lofti og það var
hvorki bjart né dimmt í kring um
hann. Allt í einu var hann umluk-
inn vatni og rétt um það bil sem
hann hélt hann væri að kafna var
hann ekki lengur í vatninu. Hann
hafði varla tíma til að furða sig á
þessu þegar honum birti fyrir
augum og snarpur hiti gaf til
kynna að eldur logaði allt í kring
um hann. Hann þakkaði
bleytunni það að ekki kviknaði í
fötum hans en rétt um það bil sem
hitinn var að verða óbærilegur
var hann ekki lengur í eldinum.
Svo heyrði hann fremur en fann
sjálfan sig lenda á einhverju
mjúku - hann hélt það gæti verið
mosaþemba - og satt best að
segja, þótt það lýsi nú engum um-
talsverðum hetjuskap hjá vini
vorum Ásbimi, þá varð hann svo
undrandi og feginn yfir því að
slasa sig ekki að það steinleið yfir
hann.
En hann átti eftir að verða
meira hissa. Svo hissa að öll yfir-
lið og þessháttar var gersamlega
óhugsandi. Hann vaknaði nefni-
lega í gömlu eldhúsi og allt í kring
um hann sátu, stóðu og héngu
skrýtnir og skeggjaðir karlar á
vaðmálsbuxum og Iopapæysum.
Þegar þeir sáu að hann var að
mmska skríkti einn: Hann er að
vakna. Þegiðu, Stúfur, sagði ann-
ar og rétti Ásbirni skál með ein-
hverjum vökva í. Hana, drekktu
þetta, sagði hann og Ásbjöm var
svo ringlaður að hann drakk
brúnan og ramman vökvann til
síðasta dropa og alveg án þess að
átta sig á því að eiginlega var
þetta sem hann var að drekka al-
veg hrikalega vont. Hvað í ó-
sköpunum er þetta, spurði hann
og gretti sig. Þetta er nú bara
fjallagrasaseyði, væni minn, svar-
aði renglulegur sláni með sítt
skegg og studdi sig fram á prik.
Hah, hann þekkir ekki fjalla-
grasaseyði, gall í þeim sem fyrst-
ur hafði talað. Þegiðu, Stúfur,
vertu kurteis við gestinn, sagði þá
sá með seyðið.
Ásbjörn leit til skiptis á þessa
undarlegu menn sem stóðu allt í
kring um hann. Allir vom þeir
eins klæddir og allir vom með
skegg. Sumir sítt, aðrir styttra,
sumir með tjúguskegg, aðrir með
stórkostleg yfirskegg og minna á
hökunni. I hálfrökkri eldhússins
virtist honum öll þessi skegg og
úfinn hárlubbinn á körlunum
vera úlfgrár á lit.
Og nú fór hann að skoða um-
hverfið betur. Óljóst hálfrökkrið
gerði allt grátt. Þetta skrýtna eld-
hús virtist ekki hafa neitt loft.
Þegar hann leit upp sá hann bara
upp í endalausan svartan geim.
Og eitthvað vom veggirnir óljósir
líka. Hann hætti að horfa á um-
hverfið og fór að skoða gestgjafa
sína betur. Þama stóðu þeir, sátu
eða héngu fram á bríkur, horn og
snasir, þrettán karlar, og horfðu
þegjandi á hann rétt eins og hann
horfði þegjandi á þá. Loks rauf
Ásbjöm þögnina: Hverjir eruð
þið eiginlega? spurði hann og leit
af einum til annars.
Þeir litu hver á annan og
brostu.
Svo hlógu þeir. Hátt og trölls-
lega. Ásbjöm heyrði hlátra-
sköllin bergmála út í endalausa,
svarta geiminn fyrir ofan sig.
Snöggvast fannst honum meira
að segja að jörðin bifaðist. Svo
hljóðnuðu hlátrasköllin og þeir
horfðu brosandi á hann. Svo hver
á annan. Svo aftur á hann.
Hah, hann veit ekki hverjir við
erum, skrækti sá sem þeir köll-
uðu Stúf. Þegiðu Stúftir, sagði
þykkvaxinn, góðlátlegur karl,
sem sat á steini nærri fleti Ás-
bjarnar. Svo sneri hann sér að
Ásbirni og spurði: Er þig virki-
lega ekki farið á gruna hverjir við
erum? Við emm þrettán, einn
heitir Stúfur og allir emm við
með skegg.
Jó - jóla - emð þið jóla-
sveinarnir? stamaði Ásbjöm
þmmu lostinn. Það er einmitt
það sem þið kjósið að kalla okk-
ur, ansaði skarpleitur og beina-
langur náungi og settist nær fleti
Ásbjamar. Upprunalega vomm
við nú bara náttúmvættir, mein-
lausar náttúmvættir sem sáust
ekki nema við sérstök birtuskil-
yrði. Þau skilyrði em einmitt fyrir
hendi um miðjan vetur þegar sól-
arljósið er sem minnst og annað
ljós sem mest. Þessvegna fór
mannfólkið að kalla okkur jóla-
sveina og eigna okkur ýmsa eigin-
leika sem því þótti hæfa árstíman
um og þessari hátíð sem þið kallið
jól.
Skyndilega varfriðurinn rofinn
af tveimur stelpugopum á striga-
pilsum með hálftippraknaðar
fléttur sem byltust með sköllum
um hellinn þveran. Æ, skiptu þér
ekki af þeim, sagði viðmælandi
Ásbjamar. Þetta em bara Bóla
og Leiðindaskjóða. Venjulega
em þær til friðs, greyin, en það
em einhver gestalæti í þeim
núna.
Bóla og Leiðindaskjóða, hváði
Ásbjöm, em þær líka til?
Við emm öll til, ansaði sá langi
og mjói. Sumir halda því reyndar
fram að við séum það ekki. En þú
sérð nú bara að það er vitleysa.
eftir
Friðrik
Guðna
Þórleifsson
En hva - hvemig - hverjir emð
þið þá? - Ég meina - ég veit að
þið emð jú jólasveinamir, en
hvað heitið þið?
Stekkjarstaur, sagði saman-
rekinn kubbur sem sat hálffalinn í
skugga. Giljagaur, sagði þessi
langi og mjói með prikið. Hah,
þú veist nú hvað ég heiti, hvein í
Stúfi. Þvörusleikir, sagði skin-
horaður krangi sem húkti á snös.
Pottaskefill, kumraði væskils-
legur náungi sem sat nærri eldin-
um. Askasleikir, vældi næstum
því dvergvaxinn karl sem sat á
hellisgólfinu. Hurðaskellir, sagði
hæglætislegur sveinn lágum rómi.
Skyrjarmur, sagði stór og sver
karl og veifaði gildum hnefa.
Gluggagægir, sagði dapurlegur
karlvesalingur með sultardropa.
Bjúgnakrækir, sagði þessi þykk-
vaxni og góðlátlegi. Gáttaþefur,
sagði sá sem hafði gefið Ásbimi
að drekka. Ketkrókur, sagði sá
skarpleiti og beinalangi, sem
hafði frætt Ásbjörn um að þeir
væm jólasveinar. Kertasníkir,
sagði feimnislegur og næstum
bamalegur hnokki.
En hvað með hina? spurði Ás-
bjöm, ég meina Bólu og það.
Leppur, Skreppur, Lápur,
Skrápur, Langleggur og
Leiðindaskjóða, Völustallur og
Bóla, Sigurður og Sóla búa héma
í grenndinni, sagði Stekkjar-
staur, þau em svona hálfgildings
fjölskyldumeðlimir, eins og þú
veist, og em svona undir handar-
jaðrinum á okkur síðan gömlu
hjúin féllu frá.
Gömlu hjúin? Meinarðu...
spurði Ásbjöm.
Grýlu og Leppalúða, sagði
Skyrjarmur. Þau þoldu ekki
hugarfarsbreytingu þessa svo-
kallaða nútíma og hurfu inn í
eilífðina.
Jesús minn, sagði Ásbjöm,
þessu hefði ég aldrei trúað.
Nei, að sjálfsögðu ekki, sagði
Hurðaskellir lágum rómi. Ekki
frekar en þú trúðir á tilvist okkar.
En það gera nú fæstir hvort eð er.
Er þetta ekki makalaust, sagði
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN