Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 21.12.1988, Blaðsíða 14
Þegar tímavíddin hœttir að skipta máli... ...og sagnfrœðingurinn bregður sér í Ifki endurskoðandans. Einar Már Jónsson fjallar um verk Gísla Gunnarssonar, „Upp er boðið ísaland," sögu einokunarverslunarinnar á íslandi Táknmyndasyrpa um efnahagslíf íslendinga á tímum Einokunarinnar. Kórónaöa, flatta skreiðin (platfisk) í öndvegi- eins og vera ber, og til hliðar við hana sauðkindin mikilvæga og hið nýinnflutta hreindýr. Neðst er svo mynd sem snýst um þemað: Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi. Titilsíðumynd á bók Carls Pontoppidans um íslandsversl- unina 1787 til 1788. Það er engum ofsögum sagt, að einokunarverslun Dana á íslandi hafi fengið heldur lélega pressu meðal íslendinga síðastliðna öld og vel það. Frá því Jón Sigurðs- son reyndi að reikna út hagnað- inn af henni og setti fram stór- felldar kröfur á hendur Dönum um endurgreiðslu hafa menn yfir- leitt sameinast í fordæmingunni á þessum verslunarháttum. Hefur sú skoðun löngum verið ríkjandi, að einokunarverslunin hafi verið tæki danskra nýlendukúgara til að halda íslendingum niðri, fé- fletta þá og arðræna og hafi hún ásamt eldgosum, hafísum, hung- ursneyð og drepsóttum átt mest- an þátt í örbirgð og vesöld lands- manna á 17. og 18. öld og langt fram á þá síðustu. Fyrir atbeina kennslubóka hefur þessi kenning að verulegu leyti mótað sögu- skoðun íslendinga nútímans og hafa þjóðernissinnaðir landar og forvígismenn sjálfstæðis að sjálf- sögðu haldið henni á looti, en það er ekki síður athyglisvert, eins og stundum hefur verið bent á, að á meðan ýmsir forsprakkar hægri flokka voru að njörfa íslendinga sem mest við Bandaríkjamenn á sjötta áratugnum, reyndu þeir að ala á óvild í garð danskra yfir- valda með tilvísunum til einokun- artímans, og jafnframt voru hug- myndir um hag þjóðarinnar á þessum öldum gjarnan notaðar sem röksemdir fyrir ýmsum kenningum um „frjálsa verslun". í meira en sextíu ár var helsta sagnfræðiritið um einokunar- verslunina hið mikla rit Jóns Að- ils „Einokunarverslun Dana á ís- landi 1602-1787“, sem kom út árið 1919, enda var það mjög merkilegt verk á sínum tíma, þótt ýmislegt megi að því finna ef það er grandskoðað frá sjónarmiði sagnfræðinga nútímans. En nú hefur bæst við nýtt verk, sem tví- mælalaust má telja nýjan áfanga í rannsóknum þessa tímabils fs- landssögunnar, en það er „Upp er boðið fsaland" eftir Gísla Gunnarsson, sem kom út eins og vera ber 1987, þegar réttar tvær aldir voru liðnar frá því að einok- unarverslunin var afnumin (eða a.m.k. rýmkuð), en er íslenskuð og aukin útgáfa doktorsritgerðar höfundar frá 1983. Segja má, að þetta rit Gísla sé mjög eftir kokkabókum „Ann- ála-hreyfingarinnar“ frönsku, sem nú er í þann veginn að verða sextíu ára gömul, og þá kannske einna helst annarrar kynslóðar hennar, þótt höfundur hafi að- ferðir sínar fremur úr öðrum átt- um. Helsta nýjung þessarar hreyfingar var sú að tengja saman sagnfræði og ýmis önnur þjóðfél- agsvísindi, t.d. félagsfræði og hagfræði - en sagnfræðingar „annarrar kynslóðarinnar" lögðu einmitt mikið upp úr ýmsum greinum efnahagssögunnar - og fjalla um þjóðfélag fyrri tíma nánast því eins og þeir væru fé- lagsvísindamenn að fjalla um sinn eigin samtíma. í riti Gísla er nýjungin fólgin í því að hann tengir saman á þennan hátt sagn- fræði og hagfræði eða jafnvel viðskipta- og rekstrarfræði. Hann bregður fyrst upp almennri heildarmynd af íslenska samfé- laginu á einokunartímanum og „stoðum" þess, en með því að fara rækilega ofan í saumana á hagskýrslum og margvíslegum 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN bókhaldsgögnum einokunar- kaupmannanna sjálfra leitast hann síðan við að lýsa éinokunar- versluninni sem ítarlegast og af- komu hennar, - rekja i einstök- um atriðum fyrirkomulag henn- ar, innflutning og útflutning, framleiðslu íslendinga sjálfra og markaðssetningu og dreifingu varanna erlendis, verðþróun í al- þjóðaverslun, og reikna út ágóða eða tap kaupmanna af einstökum liðum. Jafnframt víkur hann að stefnu og hugmyndum þeirra valdhafa, sem réðu íslandsversl- uninni, og stöðu hennar í Dana- veidi. Hann greinir frá verslunar- deilunni 1770-71 og fjallar um áhrif verslunarinnar á ýmis innanlandsmál (t.d. framfaravið- leitni í sambandi við „innrétting- arnar"). í hlutverki endur- skoöandans Þessi vinnubrögð hafa m.a. þann mikla kost að oft á tíðum er eins og tímafjarlægðin þurrkist burtu. Fræðimaðurinn er ekki Iengur í hefðbundnu hlutverki sagnfræðingsins sem er að vega og meta gamlar sögulegar heim- ijdir, velta fyrir sér að hve miklu leyti þær séu „áreiðanlegar" og túlka þær síðan út frá sjónarmiði manns sem er uppi mörgum öldum eftir atburðina, hefur önnur viðhorf og annan sjón- deildarhring og verður því að leggja mikið á sig til að „setja sig inn í“ viðhorf fortíðarinnar, að svo miklu leyti sem hann á annað borð getur það. f staðinn fyrir þetta er fræðimaðurinn nánst því kominn inn í hiutverk „endur- skoðandans", sem er að fara eftir föstum reglum gegnum skjöl, sem geta talist „samtímaheimild- ir“, þar sem afstaða hans eða vinnubrögð breytast ekkert eftir því hvort þau eru honum nálæg eða fjarlæg í tíma - tímavíddin hættir sem sé að skipta máli í rannsókninni. Þar að auki eru skjölin ekki einungis heimildir um eitthvað sem er fyrir utan þau, heldur eru þau einnig sjálf hluti af þeim raunveruleika sem verið er að rannsaka, og geta því ekki sem slík verið „óáreiðanleg" í þeirri merkingu sem það orð er venjulega notað um sagnfræði- heimildir. Þetta gildir í raun og veru einnig um bókhaldsvillur og jafnvel „falsanir" ef svo ber undir, - en það var aðeins í eitt skipti sem „endurskoðandinrí' Gísli komst að öðrum niðurstöð- um en bókhaldarar einokunar- kaupmanna (sbr. bls. 148). Ekki er alltaf auðvelt fyrir leikmenn og jafnvel fleiri að rýna í þessi talna- fræði og meta þau, eins og orða- skipti Gísla við norskan fræði- mann í tímaritinu „Sögu“ (1985) sýndu glögglega. En hvað sem því líður er það mikilvægara en margur kann að gera sér grein fyrir að geta þannig á einu sviði sagnfræðirannsóknaa.m.k. kom- ist í bein og tímalaus tengsl við veruleika fortíðarinnar. Endurmat Nú vill svo til að sú mynd sem Gísli dregur upp af einokunar- versluninni er með talsvert öðru sniði en menn hafa átt að venjast í hefðbundnum sagnfræðiritum. Enginn getur reyndar efast um að þetta fyrirkomulag utanrríkis- verslunarinnar hafi verið íslend- ingum óhagstætt, þegar á heildina er litið, en til að meta það og dæma í réttu samhengi verður þó að taka tillit ýmissa víðtækari þátta, bæði í kringum verslunina og svo í sjálfum versl- unarháttunum. Hugmyndasagan leiðir í ljós, að á þessum tímum efaðist enginn um að það væri réttur eða jafnvel öllu heldur skylda yfirvalda í hverju landi að ákveða hvernig utanríkisverslun- inni skyldi háttað, setja reglur um verðlag, innflutning og útflutn- ing, gefa þeim verslunarleyfi sem þau vildu og tryggja öryggi kaup- manna og kaupenda, og voru ekki uppi neinar kenningar um „frjálsa verslun" í nútímamerk- ingu þessara orða, a.m.k. ekki fyrr en seint á 18. öld. Þegar Dan- akonungur kom á einokunar- versluninni árið 1602 - þ.e.a.s. hann neitaði að endurnýja versl- unarleyfi þýskra kaupmanna og ákvað að veita þau framvegis þegnum sínum einum - var hann því aðeins að notfæra sér rétt sem enginn vefengdi og menn töldu fyllilega lögmætan. Tilgangurinn var vitanlega ekki sá að „arð- ræna“ íslendinga í nútímamerk- ingu þessa orðs: svo virðist sem fyrir konungi hafi fyrst og fremst vakað að tryggja einingu og hagsmuni ríkisins í heild í sam- ræmi við þær hagfræðikenningar sem þá voru við lýði. Dönsk yfir- völd virðast hafa óttast að sigling- ar erlendra kaupmanna til Is- lands í stórum stíl myndu leiða til þess fyrr eða síðar að landið lenti undir yfirráðum einhvers annars ríkis, fyrst og fremst Englend- inga; vildu þau fyrirbyggja það með því að „efla verslun og sjó- mennsku í danska konungdæm- inu“, eins og sagt var, og að sjálf- sögðu einnig tryggja að ágóði verslunarinnar færi ekki til Hamborgar eða á aðra slíka staði, heldurtil Kaupmannahafn- ar, enda var þá sú stefna ríkjandi í efnahagsmálum á vesturlöndum að flytja auðævi frá landshlutum til höfuðborgar. Það sem hef ði getað orðið Tíu árum áður en einokunar- versluninni var komið á hafði Al- þingi sent konungi beiðni um að Einar Már Jónsson. erlendir kaupmenn fengju að sigla til landsins án sérstakra verslunarieyfa og að þeir mættu sigla á hvaða höfn sem væri, en þeirri beiðni var hafnað (bls. 78). Það má líka teljast sennilegt að ótti danskra yfirvalda við afleið- ingar af ótakmörkuðum sigling- um erlendra kaupmanna til Is- lands hafi haft við nokkur rök að styðjast. Vitanlega hefði ábatinn af verslun íslendinga við Eng- lendinga orðið hæpinn í meira lagi, ef hún hefði leitt til þess að landið hefði komist undir stjórn Englandskonungs, en það er vandamál sem fellur ekki innan verkahrings hagsögu og jafnvel ekki sagnfræðinnar yfirleitt og heldur heyrir það fremur undir einhvers konar söguspeki sem leitaðist við að bera saman það sem varð og það sem hefði getað orðið, ef atburðimir hefðu farið í einhvern allt annan farveg. Slíkar bollaleggingar þyrftu þó engan veginn að vera fánýtar. En þar sem það var hlutverk Danakon- ungs að ákveða skipulag utan- ríkisverslunar íslands og hann átti naumast annan valkost, ef hann vildi sjá fyrir hagsmunum ríkisheildarinnar og tryggja ein- ingu hennar, en þann að koma á „einokunarverslun" í einhverri mynd, er því vandamál sagnfræð- innar því ekki þessi verslun í sjálfu sér heldur, hitt hvernig skipulag hennar hafi samræmst hugmyndum og óskum íslend- inga sjálfra. Kaupmönnum bönnuö vetur- seta „Einokunarverslun“ getur ver- ið með mörgu móti, og bendir Gísli á, að umskiptin hafi ekki orðið 1602, þegar henni var kom- iðá, heldur 1619-1620, þegareitt verslunarfélag var stofnað fyrir allt landið og gefin var út konung- leg tilskipun um verslunartaxta. Eftir það er ekki vafi á að staða íslendinga gagnvart kaup- mönnum versnaði til muna, þeir misstu t.d. réttinn til að ákveða verðiag, og margt bendir til að kvartanir þeirra um gallaðar inn- flutningsvörur (skemmt korn) hafi haft við rök að styðjast. En þegar á heildina er litið vekur það hins vegar nokkra undrun, hve mikið tillit var tekið til hagsmuna fslendinga sjálfra í þessum við- skiptum,-þ.e.a.s. hagsmunanna eins og þeir voru skilgreindir í landinu sjálfu. Greinilegt er að íslendingar vildu að áhrif er- lendra kaupmanna á þjóðlíf og atvinnulíf í landinu yrðu sem allra minnst, og í samræmi við það var kaupmönnum bannað að hafa þar vetursetu - þ.e.a.s. koma sér þar fyrir á nokkurn varanlegan hátt - þeim var bannað að stunda nokkurn sjálfstæðan atvinnu- rekstur, t.d. fiskveiðar, og þeim var bannað að ráða fslendinga í vinnu til sín, þegar Danakonung- ur vildi slaka á þessum reglum til hagsbóta fyrir íslendinga árið 1701, mótmæltu landsmenn, og varð konungur þá að óskum þeirra (bls. 39-40). Samkvæmt ákvæðum einokun- arverslunarinnar, sem öllum kaupmönnum var skylt að fram- fylgja, átti að halda uppi sigling- um til landsins, hvort sem hagn- aður var af því eða ekki, og flytja ákveðið vörumagn á alla verslun- arstaði. Verðlaginu var haldið mjög stöðugu, og átti það vel við íslenska innanlandsverslun, en endurspeglaði aðeins í tak- mörkuðum mæli verðþróunina erlendis. En það var ekki allt og sumt: bókhaldsrannsóknir Gísla sýna einnig að fiskverði á íslandi var haldið mjög lágu miðað við markaðsverð erlendis, en þeim ágóða sem kaupmenn fengu j:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.